Þjóðólfur - 06.03.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.03.1903, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUB. 55, árg. Reykjavík, föstudaginn 6. marz 1903. M 10. MioSstadi JfíaAýaAMi Yaltýsliðar í ógöngum. Óhyggilegr bíræfni. Kosningaróðurinn er nú þegar byrj- aður fyrir alvöru af hálfu Valtýinga, bæði fyrir austan fjall — í Árnes- og Rangárvallasýslum — en sérstaklega hér í bænum. Nú á svo sem til skarar að skríða. Opt var þörf, en nú er nauðsyn, og þessvegna er það brýnt svo innilega, svo átakanlega fyrir fylg- ismönnum þeirra, að nú ríði lífið á, að kosningarnar næst gangi þeim að óskum, annars sé allt strit flokksins síðan 1897 árangurslaust, og geti ekki borið hina sárþráðu ávexti. í hugar- víli sínu og vandræðum grípa því Val- týingar til þeirra örþrifráða að taka upp á arma sína hina svonefndu „land- varnarmenn", gerandi sér vonir um, að þeir muni þá hjálpa betiy til að sundra heimastjórnarflokknum, og þá sé sigurinn Valtýingum vísari. Og „landvarnarmennirnir" virðast takaþví feginshendi að fleyta sér á fúasprek- um Valtýinga, vitandi eins vel eins og 2 og 2 eru 4, að þeir náaldrei þeirri Iendingu, sem þeir vilja ná á slíku flotholti. En samband þetta er að hinu leytinu engu síður viðsjált fyrir Valtýinga, og getur orðið þeim alveg að fótakefli, vegna þess, að með því að flokksmenn þeirra á síðasta þingi samþykktustjórnarskrárfrumvarpstjórn- arinnar mótmælalaust, og flokkurinn hefur síðan harðlega skuldbundið sig til að samþykkja það óbreytt á næsta þingi, þá er það öldungis óskiljanlegt, hvernig mennirnir ætla að fara að verja það fyrir þjóðinni, að þeir ganga í félagsskap við þá menn, er vilja ó- nýta gerðir síðasta þings í stjórnar- skrármálinu. Valtýingar munu þó kyn- oka sér við, að lýsa því skýrt og skor- inort yfir, að þeir ætli enn einu sinni að ganga á öll sín heit, met.a einskis hinar fyrri yfirlýsingar, með öðrum orðum snúa alveg við blaðinu, og ann- aðhvort fella stjórnarskrárfrv. alveg á næsta þingi eða samþykkja valtýsk- una. Þetta gæti maður skilið. En það bíður líklega, að slikár yfirlýsing- ar komi. Þeir sem efast um að nokkurt sam- band milli „hinna sameinuðu" Valtý- inga og Landvarnarmanna eigi sér stað, þurfa ekki langt að leita til að sannfærast um það. Dæmin eru deg- inum ljósari hér í sjálfum höfuðstaðn- um. Fram undir hálfan mánuð eða lengur hafa Valtýingar verið á þön- um um allan bæ með feikilegum gaura- gangi til að safna áskorunum til þing- setu handa — Jóni Jenssyni yfirdóm- ara, helzta málsvara Einars Bene- diktssonar frá Reykjavíkurfundinum II. ágúst f. á., þar sem yfir- dómarinn lýsti því yfir með ákafa miklum og spenningi, að það væri óhæfa að samþykkja stjórnarfrumvarp- ið með ákvæðinu um ríkisráðssetu ráð- gjafans, enda væri það óþarft, því að annað betra frumvarp (valtýska frv. frá 1901) hefði legið fyrir þinginu. Þetta sagði maðurinn þá með mörgu fleira spaklegu. En Valtýr studdi mál hans, eins og allir muna. Og síðan hefur yfirdómarinn verið eins og geta má nærri höfuðhyrningarsteinn Landvarnarmanna, sá máttarstólpi, er þeir hafa reitt sig mest á, sá Mímis- brunnur, er þeir hafa drukkið þor og þrek úr. Engan annan æskilegri kandí- dat fyrir sina hönd gátu þeir því feng- ið í höfuðstað landsins. Og Svo fell- ur þetta allt svo makalaust vel, að Valtýingar vilja líka ólmir hafa Jón Jensson á þing(H) engan fremur. Hvers vegna? Ja, það vita þeir bezt sjálfir. Hvernig ættu aðrir að vita það betur, hvar fiskur liggur undir steini, og til hvers flokkurinn vill endilega senda þennan mann á þing, mann, sem hef- ur lýst því jafngreinilega yfir á opin- berum fundi, að hann álíti frumvarp síðasta þings óhæfilegt. Til hvers skyldu Valtýingar vilja senda þann mann á þing, nema til að kæfa þessa óhæfu ? En hvað verður þá úr öllum hin- um hátíðlegu yfirlýsingum þeirra um tryggð og trúnað við frumvarp síðasta þings? Svari Isafold nú, og skýri frá hversvegna hún og hennar flokkur ger- ist svo bíræfinn, svona alveg upp í opið geðið á öllum bæjarbúum, að berjast með hnúum og hnefum fyrir þingmennsku þessa manns. Ekki tjáir henni að sletta því á Landvarnarmenn, að þeir hafi gengizt fyrir þessu, því að það kvað hafa verið glöggt Valtýs- mark á öllum þeim 18 sendisveinum, er verið hafa á hlaupum um bæinn með undirskriptaskjölin. Og þeir sem skrifað hafa undir, eru auðvitað ein- tómir Valtýingar, auk hinna örfáu Landvarnarmanna, sem atkvæðisbærir eru, því að hve sárfáir þeir eru, vita fáir. Þeir gatu því aldrei safnað miklu meðal sinna manna. En nú virðast þeir „sameinuðu" runnir saman í æðri einingu — í Jóni Jenssyni — gömlum Valtýing og nýjum Landvarnarmanni, og er auðvitað, að nýi maðurinn er það sem marka má. Vér hyggjum, að Valtýingum hafi glapizt hér hrapar- lega sýn, og gert sér og flokknum heldur ónotalegan grikk með þessum leiðangri, grikk, sem þeir kynnu að geta sopið seyðið af við kosningarn- ar, þvi að nú et sýnt, hversu fylgi þeirra við frv. síðasta þings er hatt- að, og hversu þjóðin ma reiða sig a hatíðlegar yfirlýsingar slíkra manna. Þeim er alveg eins gott að kannast við 'það undir eins umsvifalaust, að þeir hafi varpað af sér grímunni, þótt í ógáti væri. Það er ekki til neins að dylja það hvort sem er. Að sjálfsögðu er þetta gert með ráði flokksmiðstjórn- arinnar, en í henni eru auk ísafoldar- Bjarnar 4 væntanlegir þingmennsku- kandídatar. Menn vita því, hvers menn geta vænzt frá þessum þing- mannaefnum, nfl. pólitík Jóns Jensson- ar == Landvarnarpólitíkin, ■== ónýting stjórfiarskrármálsins, == valtýskan frá 1901 eða ekki neitt, því að það er óðs manns æði að ímynda sér, að Valtýingarnir frá 1901 fari að berj- ast fyrir ráðherrabúsetunni án ríkisráðs- ákvæðisins, fari að berja þar höfðinu við steininn gagnvart Danastjórn um óákveðinn tíma Það má þver trúa því sem vill. Vér heimastjórnarmenn þykjumst hafa reynsluna fyrír því, að til margs er þeim trúandi, en til þess aldrei. Vilji valtýski flokkurinn ekki gera sig beran að því, að búa yfir bana- ráðum við frumvarp síðasta þings, eru engin önnur fangaráð fyrir hann til að komast úr þeim ógöngum, sem hann nú situr fastur í, en að falla frá öllum stuðningi við Jón Jensson, og lýsa því hátíðlega yfir, að flokknum hér í bæn- um hafi stórkostlega yfirsést, er hann hljóp út í þessa tásinnn. Annað hjálp- ar þeim ekki, því að klóra síg út úr því með yfirlýsingum frá þingmanns- efninu, t. d. þvert ofan í fyrri yfir- lýsingar, getur hann ekki. Hann hlýt- ur algerlega að yfirgefa Jón Jensson sem þingmannsefni hér í bæ, láta Land- varnarmennina eina um hann, en út- vega sér artnan kandídat, svo framar- lega sem flokkurinn viil ekki beinlínis stimpla sig sem heitrofa, eða slá sér algerlega á prógram Einars Benedikts- sonar, athugasemda- og brotalaust. En nokkuð mun hún reynast rýr í roðinu 19-falda stefnuskráin þeirra Valtýing- anna í sumar, ef öll loforðin þar verða jafnvel efnd. Það verður gaman að sjá, hvernig málpípa flokksins — ísafoldartetur — fer að því, að fóðra þetta ógætilega gönuskeið, þessa óhyggilegu bíræfni flokksins í sambandi við sínar eigin yfirlýsingar, og hátíðleg loforð fulltrú- anna. Eu mikið má bjóða kjósendum hér í bæ, ef þeim finnst ekki valtýska súpan orðin talsvert hárug í seinni tíð, og óþverra-kekkirnir í henni ekki sem lostætastir. Það má mikið vera, ef slíkt ómeti rennur ljúft og liðugt nið- ur hjá öllum í þetta sinn. Þá stend- ur sannarlega á sama, hver þremillinn er á borð borinn. Enn um botnvörpumál Guðlaugs. Svar til Skaptfellings. „Eg sé ekki betur, enað flutningsm. (E. J.) vilji of- urselja þau héruð, sem um er að ræða, til eyðilegg- ingar . . . og að það mundi verða krökt af botnverp- ingum, — og að sú þvaga mundi stemma stigu fyrir fiskigöngu vestur með landi og víðar“. Guðl. Guðmss. Alþt. 1899 B. 1428. „Hví ertu hér“, segir Böð- var, „eða hvað gerir þú?“ Höttur segir: „Eg geri mjer skjaldborg, bokki sæll“. Böðvar segir: „Ves- all ertu þinnar skjaldborg- ar“, þrífur til hans og hnykkir honum burt úr beinahrúgunni. Hrólfssaga kraka. Einhver Skaptfellingur, sem auðsjáanlega máls'taðs síns vegna hefur ekki þorað að birta nafn sitt, hefur í 4. tölubl. „Fjallkon- unnar“ reynt að hrekja fáein atriði úr fyrri parti greinar minnar „Um botnvörpubanns- undanþágu Guðl. sýslumanns“ í 45. tölu- blaði Þjóðólfs f. á., og þótt grein þessi sé í sjálfu sér ekki svaraverð, og að öllu leyti beri mjög mikinn vott um þekkingarleysi manneskjunnar á þessu máli, þá vildi eg — ekki hans vegna — heldur vegna ann- ara Skaptfellinga, er líkt væri ástatt fyrir í þessu efni, gera fáeinar athugasemdir við þetta ritverk hans. Hann byrjar á því, að segja að eg efist um réttmæti þeirrar skoðunar, er frumvarp þetta byggist á. Já, það er rétt. Og eg er ennfremur sannfærður um, að það bygg- ist allt á illa hugsuðum og skökkum grund- velli. Þessi Skaptfellingur vill telja mönnum trú um, að útlendingar fiski við suðurland og Ingólfshöfða, af því þeir komi þangað fyrst. Auðvitað ef þeir kæmu þangaö ekki, þá fiskuðu þeir þar ekki, að sínu leyti eins og þessi brotni landkrabbi (?) — óbrotinn segist hann ekki vera — ef hann væri ekki Skaptfellingur, þá dyldi hann heimsku sína og taiaði ekki um þetta mál, sem hann auðsjáanlega hefur ekki vit á. „Flestir skynberandi menn eru þeirrar skoðunar, að fiskurinn komi upp úr djúp- inu víðsvegar að landinu; fiskimenn tala einatt um vestan-, útsunnan- og austan- göngu beint" úr hafi“. Þessi spekingslegu orð tínir hann til. Eptir því að dæma vill hann ekki viðurkenna, að fiskur eigi heima uppi í Örætajökli, Kúðafljóti eða jafnvel uppi í Ódáðahrauni; nei, það þyk- ist hann viss um, eptir skynbærra manna dómi, en úr djúpinu komi hann, annað- hvort austan með landi eða vestan o. s. frv. Það er auðsjáanlega ákaflegt djúp staðfest milli þessa manns og rétts skiln- ings á fiskiveiðamálum. Ekkert vil eg eg efast um trú hans á bátaformönnum við Faxaflóa eða með suð- urströndinni, en eg veit ekki hvað hann meinar með þessari trú; það gefur hann ekki uppskátt. En svo vandast málið, hann vill ekki meina að þetta eigi neitt skylt við Skapt- fellinga, og þeir séu hvergi nefhdir á nafn í frumvarpinu. Eg vil benda þessum manni á, að fara til sér lærðari manns með þing- tíðindin og biðja hann að sýna sér álit meiri hluta nefndarinnar og lesa fyrir hon- um breytingartill. þeirra kumpána, því í svo stórri bók, eins og þingtíðindunum, álít eg honum ofvaxið að leita hjálparlaust. Hann segir að í frumvarpinu standi hvergi, að „sýslunefnd Skaptfellinga eigi landhelgi". Er það þá ekki alveg rétt, sem eg hef haldið fram og höf. þykist ekki ánægður með, að það sé mikil fásinna að fá Skaptfellingum ótakmarkað vald yfir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.