Þjóðólfur - 06.03.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.03.1903, Blaðsíða 3
39 20. Jón Jónasson, Víghólsstöðum í Dala- sýslu, umsjónarmaður í bekknum (75).* I. bekkur. 1. Jakob Jóhannesson (prests Jóhanns- sonar á Kvennabrekku) frá Bessastöð- um á Álptanesi. 2. Ásmundur Guðmundsson (próf. Helga- sonar) frá Reykholti í Börgarfirði. 3. Tryggvi Þórhallsson (lektors Bjarnar- sonar) í Rvik. 4. Magnús Björnsson (gullsmiðs Gunn- laugssonar) frá Múla í Miðf. 5. Jakob Ó. Lárusson, br. nr. íí í IV. b. 6. Jónas Guðlaugsson (prests Guðmunds- sonar) frá Hvalgröfum í Dalasýsiu. 7. Jens Sigurðsson (prófasts Jenssonar) frá Flatey. 8. Jónas Stephensen, br. nr. 16 í IV. b. 9. Sigurður Sigurðsson (prests Stefánsson- ar) frá Vigur. 10. Guðm. Ásmundsson (bónda Jónssonar) Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi. 11. Grímólfur Ólafsson, br. nr. 8 í IV. b. 12. Jón Jónsson (bónda Guðmundssonar) frá Guðlaugsstöðum í Húnavatnssýslu. 13. Eiríkur Einarsson (bónda Gestssonar) frá Hæli í Eystrihrepp. 14. Halldór Þorsteinsson (prests Halldórs- sonar) Þinghóli í Mjóafirði. 15. Guðmundur Guðlaugsson (sýslumanns Guðmundssonar) frá Kirkjub.klaustri. 16. Hjörtur Hjartarson (snikkara Hjartar- sonar) f Rvík. 17. Jón Sigurðsson, br. nr. 7. 18. Árni Gíslason (Árnasonar) úr Vest- mannaeyjum, umsjónarm. í bekknum. I þessum bekk eru allir nýsveinar. Árnessýslu (Grímsnesi) 24. febr. Héðan er nú fátt að frétta. Ttðin hefur verið fremur stirð hjá okkur síðan um sól- stöður, svo að vart má heita að nokkurt mál hafi úr tekið, að ekki hafi þurft að gefa öllum fénaði sfðan, og optast ful! málagjöf, nema kannske á beztu hagbeitarjörðum, en fram að því var veturinn hinn ágætasti, svo að nálega aldrei gránaði jörð eða ýmaði að polli. Um heyskort heyrist ekki talað hér ennþá, og vonandi að hann komi ekki til í þetta sinn, ef ekki verður því verri tíð það sem eptir er vetrarins. — Nýtt kaupfélag hefur myndazt hér í vetur, undir forustu hins nýja kaupfélagsstjóra Gests Einarssonar á Hæli í Gnúpverjahreppi, sem nú er sigldur til að panta vörur fyrir nokkrar kaupfélags- deildir hér í sýslunni. Talsverður áhugi virðist vera kominn hér í menn með rjómabússtofnun, en hinar erfiðu samgöngur, vegaleysið, vatnsföllin og strjálbýlið, eru stór þröskuldur í vegi fyrir framkvæmdum þess, og mjög óvíst, að í þess konar fyrirtæki verði ráðizt, nema þá í mjög smáum og óheppilegum stíl, svo lengi sem við erum eins og enn er, útilok- aðir frá öllum samgöngufærum, og verðum það náttúrlega meðan við ekki fáum brú á Sogið, hvort sem þess verður langt eða skammt að bíða, en alltaf virðist þörfin og áhuginn á brúnni fara sívaxandi, eptir því sem stundir líða. Mikið verður mönnum tíðrætt hér um þennan nýja pólitiska flokk, ef flokk má kalla, sem heyrzt hefur að sé nýmyndaður í Rvík. Virðist mér að kalla mætti hann „vandræðaflokkinn", því að eg hef heyrt, að hann sé fjölmennastur af lítt þroskuðum unglingum, og ýmsum vandræðaskáldum, er sitji kófsveittir við að yrkja lélegar eptir- stælingar af „íslendingabrag". Er Einar Benediktsson sagður forkólfur þessa æsinga- flokks, er virðist nokkuð ótímabær burður, eptir að allt virðist vera kornið í gott horf með frið í landinu og samkomulag milli beggja flokkanna, þar sem þingið í sumar eintóma samþykkti stjórnarskrárfrumvarpið, sem aðaldeilan hefur snúizt um, og eptir að óhappatalan 13 (d: Valtýingaflokkurinn á síðasta þingi) hefur opinberlega birt hina nítjánföldu stefnuskrá sína í framtíðarmál- um þjóðarinnar, sem algerlega stefnir í sömu áttina, sem heimastjórnarfl. hefur haldið sér við, gegnum þykkt og þunnt, og sem við sveitabændurnir vorum farnir að hlakka til að njóta ávaxtanna af, með tilliti til bróð- urlegrar samvinnu þingsins og hinnar vænt- anlegu innlendu stjórpar í okkar velferðar- og nauðsynjamálum. En hvað þessari „Landvörn" viðvíkur, sem við þekkjum mest af afspurn, og sagt er að sé úttroðin af ókvæðisorðum um heima- stjórnarflokkinn, þá dreymir okkur svo fyrir henni, að hún eigi sér ekki langan aldur, enda muriurh við leggja kapp á með heppi- legum þingkosningum næst, að hún verði ekki valtýskunni til viðreisnar, þessari óþjóð- legu pólitisku stefnu, sem verið hefur land- plága nú um 6 ára tínta, því okkur dylst það ekki, að það hefði verið sælla fyrir þjóðina og sæmra fyrir þingið, að það hefði ekki þurft að verja svona miklum tíma í baráttu við valtýska farganið, heldur varið honum til að fjalla um önnur nauðsýnjamál þjóðarinnar, og aurunum, sem valtýskan hef- ur til sín dregið, bæði beinlínis og óbein- línis, til framkvæmdar nauðsynlegra fyrir- tækja, t. d. til að brúa ár eða annara álíka nauðsynlegra umbóta í landinu. En bar- áttan við valtýskuna og dilka hennar t. d. stóra bankann o. fl., var auðvitað óhjákvæmi- leg til þess að sporna gegn því, að hún færi með þjóðfíelsi vort norður og niður. Austur-Barðastr.sýslu 20. febr. Sfðastliðið sumar var hér eitthvert hið bezta, er menn muna. Vorið var að vísu fremur kalt og þurkasamt, en grassprettu mun þó mega telja í meðallagi, og nýting ágæt; sí- felld og logn og heiðviðri, svo að taka mátti undir með skáldinu og segja: „Hver dag- ur nú á buxum bláum, og blárri treyju gengur hjá", Seint í september skipti um og brá til sunnanáttar blíðrar og úrkomu- lausrar, sem mátti heita að héldist fram í miðjan desember. Að vísu gerði hríðarkast í byrjun vetrar, en eptir það hélzt hin sama blíða fram undir jól. Hefur síðan verið all- umhleypingasamt til þessa dags. Hagi hef- ur þó optast verið nægur. — Heilsufar manna yfirleitt gott. — Á pólitík er nú lítið minnst hér. Þó er óhætt að fullyrða, að allur al- menningur hér í austursýslunni er eindregið á bandi heimastjórnarmanna, eins og líka sýndi sig bezt við síðustu kosningar að Brjáns- læk, enda þótt þeir væru þá ekki svo lið- sterkir, að geta hrundið séra Sigurði. Það er annars ekki fyrir það, að meiri hluti kjósenda í þessu kjördæmi séu ánægðir með þennan þingmann, að hann er hafinn í þing- mannssess, Þvert á móti. Menn eru sár- óánægðir með hann hér, ekki að eins hvað framkomu hans í sljórnarskrármálinu við- víkur, heldur ekki hvað sízt í samgöngumál- um. En það er það, sem okkur í austur- sýslunni skiptir mestu um, hvort nokkuð rekur eða gengur. Vér höfum svo illar sam- göngur, að það er vafasamt, hvort þær eru nokkurstaðar á landinu jafnillar, þar sem hægt er að koma þeim við. En þingmað- urinn hefur jafnan látið sig það litlu skipta. Hann hefur góðar samgöngur, eptir því sem gera er, og hans fyigismenn, og það virðist honum nóg. Hann ætti nú ekki að bjóða sig til þingmennsku hér framar, vitandi að meiri hluti kjördæmisins er sáróánægður með hann. Og þótt hann næði kosningu síðast, var það að eins fyrir áhrif einstakra manna, og þess, hversu hans menn áttu stutt á fundinn. Það var skaði fyrir okkur hér, sem eigum svo langa leið á kjörstað, að kosningalögunum var synjað staðfestingar. Og fari svo, að Sigurður verði kosinn hér í vor, á hann það eingöngu kosningalaga- synjuninni að þakka. Erá útlöndum hafa borizt lítilsháttar fréttir með ensku botnvörpuskipi. Eptir því sem séð verð- ur af tveimur einstökum númerum af Hull blöðum 14. og 20 f. m., þá eru nú rofnar varðkvíar Breta og Þjóðverja við Venezuela, eptir samningi, er undirskrifað- ur var í Washington um miðjan f. m. En hver séu hin nánari samningsatriði, verð- ur ekki séð, en þess getið, að allir máls- aðilar uni úrslitunum allvel. Leó páfi hafði 20. f. m. setið 25 ár á páfastóli, og hefur enginn páfi jafnlengi að völdum setið, nema fyrirrennari hans Píus 9. Leó var 68 ára gamall, er hann varð páfi, og mundi þá mörgum hafa ólíklegt þótt, að hann mundi geta haldið 25 ára afmæli sitt á páfastóinum með ósljófguð- um sálarkröptum. Hann varð 93 ára 2. þ. m., en allir kardínálar þeir, er völdu hann til páfa 1878 eru nú dauðir, nema að eins einn. Eins og geta má nærri, var hátíðahald mikíð í öllum katólskum löndum á þessu 25 ára afmæli páfans. Þeim Chamberlain og de Wet hafði lent saman f alvarlegri orðasennu suður í Bloem- fontain, út af Búamálinu, og urðu báðir fokreiðir. En ekki sést af þessum blöðum, hvað það einkum hefur verið, sem orðið hefur að ágreiningsefni, eða hvort ósam- þykki þetta muni draga nokkurn dilk á eptir sér, en þess er getið, að Chamber- lain hafi ekki látið málið á sig ganga, og ekkert slakað til, auðvitað að því er snert- ir ívilnanir þær, er de Wet hefur viljað fá Búum til handa. En ensku blöðin segja, að þetta atvik sýni, að ekki sé allt, sem tryggast né trúast af Búa-hálfu, og vin- áttan fremur grunn gagnvart Englending- um, eins og eðlilegt er. Krónprinsessan saxneska er nú með dómi skilin við mann sinn, en mælt er að hún hafi samþykkt að sleppa Giron að fullu og öllu, og muni þá Austurríkiskeis- ari og frændfólk hennar taka hana í sátt. Hefur móðir hennar farið þess á leit við keisarann, að taka hana í sátt með því skilyrði, að þau Giron sjáist aldrei framar. Á hinum svonefndu Félagseyjum í Kyrra- hafinu, eign Frakka, hefur orðið voðalegt manntjón, vegna sjávarflóðs, er gengið hef- ur yfir 80 af eyjum þessurn, og líklega stafar af eldsumbrotum. Hafa margar þúsundir manna látið þar lífið. Sjónlef ltar. Þau Árni Eiríksson og Stefanía Guð- mundsdóttir léku 4 smáleiki 2 kveld í næstl. viku (fimmtudag og föstudag) og var hús- fyllir (í Iðnaðarmannahúsinu) bæði kveldin. Leikir þessir eru lítilsháttar að efni, og sumir að eins skrfpaleikir eins og t. d. „Umsækjandinn" (nauða lélegur samsetn- ingur, þótt eptir Heiberg sé) og „Henrik og Pérnille" eptir Dubois, miklu skárra. Þetta hvorugt hefur verið leikið hér fyrir almenningi áður. En í þessum leikjum nutu leiklistarhæfileikar leikendanna sér bezt, að eins var Árni opt alltof óskýr- mæltur í „Hcnrik og Pernille". „Hjart- sláttur Emilíu" hefur opt verið leikinn áð- ur, og er því farið af honum nýja brum- ið hjá áhorfendunum. 4. leikurinn „Hun vil spille Komedie" (eptir-P. Engel) hefur verið leikinn hér áður af dönsku Ieikend- unum Edv. Jensen og konu hans, og lék frú Olga Jensen Önnu miklu betur, en frú Stefanía nú, þótt það tækist allsæmilega hjá henni. Þau Árni og Stefanía ættu að ganga í „Leikfélagið" aptur, því að þar geta þau fengið margbreyttara og veiga- meira viðfangsefni, heldur en svona lag- aðir smáleikir geta veitt þeim. Og „Leik- félagið" þarfnast einnig góðra krapta. Fríkirkjan nýja hér í bænum var vígð sunnudaginn 22. f. m. af hinum kosna presti safnaðarins séra Ólafi Ólafssyni. Stendur hún að sunn- anverðu við Tjörnina, skammt frá Barna- skólahúsinu, og er hið veglegasta guðshús, með 40 áina háum turni frá jörðu og 7 álna stöng upp af. Prýðir sá turn kirkj una mikið, og er ólíkt smekklegri en t. d. turninn á katólsku kirkjunni. Öll er kirkj- an 20 álnir á lengd og 18 álnir á breidd með vandaðri krosshvelfingu og útskorn- urn súlnahöfðum eptir Stefán Eiríksson. Sæti eru í henni fyrir 600 manna uppi óg niðri, en rúmast geta í henni um 1000 manns, og svo margt eða fleira var þar vígsludaginn. Kirkjan hefur kostað iim 20,000 kr. Pantað hefur og verið orgel í hana fyrir 4,500 kr. og í ráði er að lýsa kirkjuna upp með rafmagni, áætlað að það kosti um 2,000 kr. I söfnuði þessum, er stofnaður var haustið 1899, munu nú vera um 1000 manns, flest tómthúsmenn og fá- tækar fjölskyldur, qð eins nokkrir iðnað- armenn, allvel efnum búnir, en engir rík- ismenn, engir embættismenn eða kaup- menn, er helzt gætu lagt eitthvað af mörk- um, Því virðingarverðara er það af söfn- uði þessum að hafa komið sér upp jafn- vönduðu guðshúsi af eigin rammleik, og sýnir það ljósast, hversu miklu góður og .einbeittur vilji getur áorkað, þá er margir leggjast á eitt og eru vel samtaka og sam- hentir. Það er enginn vafi á, að söfnuð- ur þessi á framtíð fyrir sér hér í höfuð- staðnum, ef vel er á haldið, óg mun stuðla að því, að blása meiri lífshreyfingu í kirkj- una hér á landi. En auðvitað eru skil- yrðin fyrir blómgun fríkirkjusafnaðar lang- bezt hér í höfuðstaðnum. I strjálbyggðum sveitum eru margfallt rneiri örðugleikar að halda slíkum félagsskap saman og gera hann ávaxtarsaman. Fyrir kirkjusmíðinni hafa staðið aðallega Jón Brynjólfsson skósmiður, GísliFinnsson járnsmiður og Arinbjöm Sveinbjarnarson bókbindari, en Sigvaldi Bjarnason snikkari hefur verið yfirsmiður hennar og Bertelsen málað hana. Hinir núverandi safnaðarfulltrúar eða stjórnendur fríkirkjunnar eru Óiafur'Run- ólfsson bókhaldari (form.), Þórður Narfa- son snikkari (skrifari), Arinbjörn Svein- bjarnarson bókbindari (gjaldkeri), Jón Bryn- jólfsson skósmiður og Daníel Daníelsson Ijósmyndari. Auk þessa eru í safnaðarráði með presti: Gfsli Finnsson járnsmiður og Kristján Teitsson. Safnaðarráðið á að sjfe. um andleg máletni safnaðarins, og mynd- ar það með safnaðarfulltrúunum hina eig- inlegu stjórn safnaðarins, þótt yfirstjórn allra safnaðarmála sé í höndum safnaðar- funda, þar sem allir hafa atkvæðisrétt, karl eða kona, sem eru fullra 18 ára að aldri og gjalda eitthvað til safnaðarþarfa. A pólitiskum fundi, er haldinn var í Önundarfirði 12. f. m. af kjörnum fulltrúum úr öllum hreppum vestursýslunnar, var samþykkt sú tillaga í stjórnarskrármálinu, að um leið og fundurinn lýsti óánægju sinni yfir skoð- unum þeim, sem haldið hafi verið fram í blaðinu „Landvörn", skori hann fastlega á alpingi að sampykkja óbreytt frumvarp pað, er sampykkt var d síðasta pingi. [Eptir „Vestra"]. Björgun. Hinn 2. þ. m. kom hér á höfnina frakk- neskt fiskiskip með 19 sjóhrakta Norðmenn, er það bjargaði 27. f. m. af norsku skipi „Noreg" frá Haugesund, er átti að fara til Mið-Ameríku, en hreppti ofviður svo mikið hjá Hjaltlandseyjum, að stórskemmd- ir urðu að og skipverjar gátu við ekkert ráðið og voru á hrakningi fram og aptur heila viku, unz frakkneska fiskiskipið bjargaði þeim. Slysfarir. I f. m. hröpuðu 2 menn til bana norður í Jökulfjörðum, Ólafur Torfason og Bær- ing Guðmundsson. Þeir voru á leið norð- an úr Furufirði, hrepptu byl og villtust af leið. Voru báðir ungir menn og ný- kvæntir. Hinn 23. £ m. hvolfdi bát frá Hjalla- sandi undir Jökli. Nfels Breiðfjörð í Bíldsey náði 5 af kjöl með miklum dugn- aði. 1 náðist ekki, en 2 dóu, áður en að landi kom. Formaður var Gfsli Jónsson á Tröð í Eyrarsveit, mesti dugnaðarmað- ur og var honum bjargað. Meðal hinna látnu var Geirmundur nokkur Gíslason úr Eyrarsveit (ekki sonur G. J.), ungur efnis- maður, kvæntur faðir ungra barna. Skipstrand og manntjón. Um 14. f. m. strandaði enskt botnvörpu- skip fram undan Jökulsá á Sólheimasandi og fórust menn allir. Var þetta um hábjartan dag og heyrðist blístnð í gufu- pípunni ti! næstu bæja, en ómögulegt var að koinast út til að bjarga vegna brims. Þetta er 3. „trollarinn", senV ferst fyrir suðurströnd landsins á næstl. 2 mánuðum, og eru það fádæma óhöpp og manntjón.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.