Þjóðólfur - 06.03.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.03.1903, Blaðsíða 2
3« svæði, sera ekki tilheyrir þeim fremur en öðrum ? Svo fer har.n að reikna; þ4. kastar fyrst tólfunum. Mér dettur ekki 1 hug að fara að kenna honum reikning í svona mikilli fjarlægð, en ræð honum til að fara til nær- byggjandi sóknarprests og biðja hann að kenna sér hinar 4 höfuðgreinar í óbrotn- um tölum, og birta svo vottorð frá við- komanda 1 einhverju tölubl. Fjallk., og þeg- ar hann hefur sýnt mér þetta, þá tel eg mér skylt að leiðbeina honum með ekki stærra dæmi en þetta er, en fyr ekki. I seinni hluta greinar sinnar verður hann tvtsaga, og játar þá að það séu einmitt Skaptf., sem vilja fá þessu framgengt. Fyrir rétti er það ekki álitið gott að bera þvert ofan t sjálfa sig, og eru þeir, sem það gera venjulega hafðir í gæzlufangelsi,þangað til þeir hafa gert næg skil fyrir sönnum framburði, en eg læt mér í léttu rúmi liggja, hvernig hann vefur utan um sjálfan sig, þegar hann auðsjáanlega hefur ekkert skyn á því, sem hann talar um. „Höfn er engin með Skaptafellssýslunni —Um Vík er ekki að tala" o. s. frv. Þetta verður honum að orði, en svo ætlast hann til að fá trygga höfn í Vík og Hornafirði, og láta botnvörpufélögin gera það. Eg verð að vera á sömu skoðun og hann, að gott og gagnlegt væri að eiga góða og trygga höfn fyrir suðurströndinni. En að slíkt mundi fást fyrir milligöngu botnvörp- unga ei* svo ofdirfskufull og óréttlát hug- mynd, að hún rúmast ekki nema f heila- búi skammsýnna sérvitringa. Þótt Skaptf. flaggi með fiskifræðing landsins, B. Sæmundssyni, f gegnum alla grein sína, og vísi til hans eins og biblíu- fróður prestur til ritningarinnar, þá álít eg það ekki næga sönnun fyrir sanngirni frumvarpsins. Og hvemig sem þeir kunna að flétta orðum hans inn, í sín, þá munu þeir aldrei geta svert hann með því, að hann leggi það til, að umboðsstjórn lands- ins færist frá landstj. til sýslunefndarinnar í Skaptafellssýslu, og að þeir fái Iögskip- aðan eignarrétt á því, sem tilheyrir öðr- um, því eg held því fast fram, að sjórinn við landið tilheyri þeim Islendingum, sem nota hann að einhverju leyti, en ekki hinum. Að fiskiveiðar hafa aukizt við Vestm.- eyjar síðan botnvörpungar byrjuðu að fiska, sannar ekkert, nema það að hann hafi flúið undan ágangi þeirra austur frá. Skaptf. er líklega bóndi, því sjómaður er eg viss um að hann er ekki. Nú vildi eg að síðustu spyrja hann eins. I lögum um refaveiðar er svo ráð fyrir gert, að út- rýma skuli öllum vargi, og refaskyttum er borgað fyrir að eyða honum. Þætti yður núekki óréttlátt, Skaptf. minn, efþér eigið annars nokkurn fénað, að nágranni yðar fengi ótakmarkað leyfi til að ala upp refi, því ekki væri ómögulegt, að þeg- ar þeim færi að vaxa fiskur um hrygg, að þeir skryppu yfir til yðar og tækju frá yður kind og kind í leyfisleysi; líklegt er það. — Að síðustu endar nefndur höfundur með þessari dæmalausu setningu, „Allir hinir gætnari og greindari þing- menn eru þeirrar skoðunar, að tilraun ætti að gera í þá átt, sem nefnt frumvarp fer fram á“. Þetta er dálaglegur vitnisburður um hina beztu menn í löggjafarþingi Islendinga að drótta því að þeim, að þeir vilji lög- festa útlenda yfirgangsmenn inn í land- helgina til stórtjóns fyrir fjöldann, drótta því að þeim jafnframt því og þeir eru að berjast fyrir sjálfstjórn, að þeir séu svo skammsýnir, að vilja afsala sér rétti þeim, sem Island hefur, og er sá bezti, sem það þrátt fyrir allar hörmungar fyrri alda héldu dauðahaldi í — og létu svo Skaptfellinga fá endur gjaldið, sem í raun og veru áttu alls ekki að hafa neitt. Nei, það sanna er það, að béztu menn þingsins eru flestir á móti því, — lítið þér bara í þingtíðindin. Að endingu vil eg segja yður Skaptfell- ingur minn, hvort þér heitið Guðl. eða annað, að eg gerði það í góðri meiningu, að skrifa grein mína í Þjóðólf, og með því — eins og Böðvar — að rífa yður úr beinahrúgunni, sem ágirnd, skammsýni og vanþekking hefur hlaðið að ykkur, því Hrólf- ur konungur — föðurlandið — þarf þess með, að hugsunum hirðmannanna sé beint í rétta átt. Látið nú yður þetta að kenningu verða. Yðar einl. Matth. Þórðarson. Nokkur orð um plægingar. Björn ritstjóri segir í 2. tb). »ísafoldar« þ. á., að Eggert Finnsson bóndi á Meðal- felli sé nú talinn einn hinn færasti og og vanasti plægingamaður hér á landi, og því til sönnunar kemur hann með skýrslu yfir plægingar þær, er Eggert vann að hér i Reykjavík næstl. haust, sem Eggert hefur samið eptir tilmælum ritstj. Það er auðséð, að ritstj. hefur ekki neina veru- lega þekkingu á plægingum, þar sem hann auglýsir skýrslu, sem einungis sýnir öllum, er þekkingu hafa á, að Eggert Finnsson er ekki eins mikil fyrirmynd hvað plæg- ingar snertir, og ritstj. viil halda fram. — Það er annars mjög leitt, að ritstjórinn skyldi verða svona óheppinn í valinu, þar sem har.n hefði getað átt völ á betri manni t. d. búfr. Jóni Jónatanssyni, því eg skil svo, að skýrslan hafi átt að vera til þess, að glæða áhuga manna á plægingum, en ekki til þess að fæla þá frá þeim, vegna dýrleika, því plægingar mega enn sem komið er ekki, kallast almennar; ,væru því miklar líkur til, að menn forðuðust þær, er þeir sæju, að þær gætu verið dýrari en skófluvinnan. — Eg sé það á skýrslunni, að hjá land- lækni Jónassen og jafnvel klæðskera H. Andersen, hefur Eggert plægt sama land og sömu stærð og eg næstl. vor hjá Jón- asserr, og er hann að því helmingi lengri tíma en eg, og kostar að einplægja hjá honum dagsl. kr. 36,81, en hjá tnér kr. 18,85. Mismunurinn verður þá kr. 17,96 á dagsl., sem Eggert er dýrari en eg. Það sem hann plægði hjá Andersen, er líka að mun dýrara en hjá mér, þó er munurinn ekki eins mikill og hjá Jónassen. Til frekari skýringa skal eg láta þess getið, að Eggert hafði kr. 1,00 um kl.tímann fyrir sig og 2 hesta, en eg kr. 1,10 um ki.tímann fyrir mig. 2 hesta og dreng, er stýrði hestunum, sem eg borgaði 10 aura fyrir hvern tíma. Mér virðist sem Eggert hafi orðið snortinn þeirri meðvitund, að hjá þess- um mönnum sé skýrslan ekki sem álit- legust, þvf hann reynir að fegra hana með því, að kenna túrnipsblöðum og kinda- innyflum seina vinnu. Það eru annars fá- fengilegar ástæður, sem hann kemur þar með. Þegar eg las þær, datt mér í hug málshátturinn: »árinni ber við illur ræð- ari«. Eg átti tal við iandlækni Jónas- sen eptir að Eggert plægði hjá honum; lýsti hann sem von var megnri óánægju sinni yfir verkinu og kvaðst ekki framar láta plægja hjá sér, ef plægingar gæfust ekki betur. — Stykkið hjá Jónassen var óbrotið, er eg tók það til vinnu, og áburðarhaugar lágu hingað og þangað um það. Mundi ekki Eggert kalla það torfærur? En hjá And- ersen var landið að mestu leyti brotið, en ekki varð eg var við það, að ekki væri hægt að plægja það. fyrir grjóti. Það liggur líka í augum uppi, að óþarfa mold- vörpugangur hefur verið á Eggert, er hann plægði þar, þar sem hafrauppskeran var hin ákjósanlegasta næstliðið sumar; mér er óbætt að segja hvergi betri hér í Reykjavlk, það ber það llka með sér, þar sem Andersen lét tvfslá það. Annars hefur Eggert ekki þótt viðeig- andi, að skýra frá plægingartilraunum sínum í sumar hjá Birni Jenssyni kennara, er hann varð frá að hverfa, og eg mátti svo taka við. Þar mátti segja að væru torfærur, mógrafir og þýfð mýrarjörð, enda var þá þó nokkur gróður kominn. Eptjr því sem eg hef komizt næst, hef- ur Eggert lítið annað plægt hér í Rvík en þurra móa, mela og brotið land. Það hlýtur hver maður að skilja, að munur er hvað betra er að plægja þessháttar jörð í samanburði við seiga mýrarjörð, með pyttum og mógröfum, enda komst eg að raun um það í vor og sumar, er eg plægði fyrir 15 menn í jarðræktarfé- lagi Reykvíkinga. Eg vil bera málið undir þá menn, er kynnu að hafa betri dómgreind en eg, hvort ekki sé nokkuð mikil fjarstæða, að kostnaður við að einplægja dagsl. af þurr- um móum og flögum sé ekki of mikill, þegar hann er kominn yfir 30 kr. Eg veit til þess, að búfræðingur Jón Jónatans- son hefur gert áætlun fyrir Jarðræktarfé- lagið hvað kosta mundi að einplægja dagsl. af þurrum móum og flögum. Einn- ig hefur hann gert áætlun um hvað kosta mundi að tvfplægja, tvíherfa og búa undir sáningu, og eru þær þannig: 22 kr. að einplægja, en 45 kr. að tvíplægja, tvíherfa og búa undir sáningu. Ef maður ber nú saman skýrslu Jóns og Eggerts, þá kem- ur ffam mikill mismunur. Eg tek t. d. plægingar, er Eggert gerði hjá Guðmundi í Nesi, þar verður kostnaðurinn við að einplægja þurra móa og flög kr. 38,43, en eins og eg hef áður drepið á, 22 kr. hjá Jóni; eptir þessu að dæma Verður plæg- ingin á dagsl. kr. 16,43 ódýrari hjá Jóni en Eggert. Það er ekki einsdæmi, að kostnaður við að einplægja dagsl. af þurr- Um móum og flögum hafi orðið fyrir neð- an 20 kr., eg þekki mörg dæmi til þess, að hann hefur ekki náð nema 16 kr. á dagsl. Eg skal láta þess getið, að eg plægði og herfaði 2 dagsl. hjá Sveini Jóns- syni snikkara næstliðið vor, og varð kostn- aðurinn við að einplægja og einherfa hverja dagsl. 20 kr.; landið var móar og flög; eg geri ráð fyrir, að frádregnum herfingarkostnaði hafi plægingarkostnaður- inn ekki orðið nema 16 kr. á dagsl. Eggert segir í skýrslunni, að nokkuð af landinu, er hann plægði hjáJesZimsen & Co. hafi verið seig mýri, samt getur hanrt plægt dagsl. hjá honum kr. 7,92 ódýrara en hjá Guðm. í Nesi, erléthann einungis plægja þurra móa og flög. Það var meira en eg vissi, að ódýrara væri að plægja seiga mýri en móa 1 Það væri óskandi, að duglegir menn, sem plægja framvegis, hefðu það fyrir reglu, að semja áreiðanlega skýrslu yfir það sem þeir plægja, og koma þeim svo á prent, það yrði til þess að glæða áhuga á bezta málefni okkar í búnaðinum. Að endingu óska eg plægingum góðs gengis, og ennfremur að enginn reyni til þess optar að kæfa þær f fæðingunni. Rvfk 1. marz 1903. Árni Thorlacius. Skólaröð í Iteykjayíkur lærða skóla við miðs- vetrarpróf 1903. [Svigatölurnar aptan við nöfnin sýna upp- hæð námsstyrksins í krónum; en hér kem- ur að eins fyrri hluti hans til greina, því að síðari hlutanum verður ekki úthlutað fyr en sfðarj. VI. bckkur. 1. Geir G. Zoéga, Rvík. 2. Guðmundur Hannesson, Stað í Aðalvík, umsjónarmaður í bekknum (100). 3. Vigfús Einarsson, Kirkjubæ í Tungu. 4. Bogi Brynjólfsson, Rvík (,50). 5. Jóhann Briem, Hruna (100). 6. Georg Olafsson, Rvík. 7. Ólafur Þorsteinsson, Rvík. 8. Guðm. Guðmundsson, Kirkjubóli í Isafjarðarsýslu (75). 9. Lárus Sigurjónsson, Húsavík f Norður- Múlasýslu (100). 10. Guðm. Ólafsson, Rvík. 11. Haraldur Sigurðsson, Rvík. V. bekkur. 1. Stefán Jónsson, Hrísakoti á Vatnsnesi (100). 2. Jón Kristjánsson, Rvík. 3. Oddur Hermannsson, Rvík (50). 4. Jóhann G. Sigurðsson, Svarfhóli í Miklaholtshreppi (75). 5. Gunnar Þ. Egilsson, Rvfk (25). 6. Björn Pálsson, Rvfk (75). 7. Bogi Benediktsson, Rvík (75). 8. Magnús Júlíusson, Klömbrum í Húna- vatnssýslu. 9. Gunnar Sæmundsson, Skagafirði, um- sjónarmaður skólans (50). 10. Jón Kristjánsson, Víðidalstungu, um- sjónarmaður í bekknum. IV. bekkur. 1. Guðmundur Guðfinnsson, Rvík. 2. Andrés Björnsson, Brekku f Skaga- firði (50). 3. Þorsteinn Briem, Alfgeirsvöllum í Skag*- firði, umsjónarmaður í bekknum. 4. Þórarinn Kristjánsson, Rvík. 5. Ólafur Lárusson Selárdal. 6. Ólafur Jóhannesson, Rvík (50). 7. Brynjólfur Magnússon, Ljáskógum í Dalasýslu (75). 8. Björgólfur Olafsson, Rvík (75). 9. Júlíus Havsteen, Akureyri. 10. Baldur Sveinsson, Húsarík (50). 11. Ólafur Óskar Lárusson, Rvfk, (25). 12. Þorgrímur Kristjánsson, Rrík. 13. Pétur Sigurðsson, Hörgslandi á Síðu, umsjónarmaður úti við. 14. Ingvar Sigurðsson, Rvfk. 15. Karl Sæmundsen, Blönduósi. 16. Magnús Stephensen, Rvík. 17. Magnús Pétursson, Sauðárkrók* (75). III. bekkur. 1. Arni Arnason, Skildinganesi (75). 2. Guðjón Baldvinsson, Böggvisstöðum í Svarfaðardal (75). 3. Sigurður Lýðsson, Arnarfirði (50). 4. Konráð Konráðsson Rvík, umsjónar- maður t bekknum (50). 5. Guðnaundur Jónasson, Hlíð á Vatns- nesi. 6. Hafsteinn Pétursson, Sauðárkrók (50). 7. Pétur Jónsson, Rvík. 8. Björn Guðmundsson, Böðyarshólum í Húnavatnssýslu (25). 9. Björn Jósepsson, Hólum í Hjaltadal. 10. Guðmundur Kr. Guðmundsson, Rvík. 11. Jóhannes Jóhannessen, Rvík. 12. Stefán Scheving Thorsteinsson, ísafirði* 13. Guðbrandur Jónsson, Rvík. 14. Magnús Gíslason, Búðum í Fáskrúðs- firði.* 15. Sigurður Einarsson, Vatnsenda í Flóa* (25)- 16. Þórður Oddgeirsson, Vestm.eyjum.* 17. Páll Sigurðsson, Vatnagarði f Garði* 18. Vernharður Þorsteinsson, Nesi í Höfða- hverfi.* II. bekkur. 1. Benedikt Bjarnarson (bónda Magnús- sonar) frá Víkingavatni í Kelduhverfi; nýsveinn. 2. Sigfús Maríus Jóhannsson, Vestmanna- eyjum. 3. Ólafur Gunnarsson (f bónda Ólafs- sonar) frá Ási í Hegranesi, nýsveinn. 4. Jón Þórarinn Sigtryggsson (hreppstjóra Benediktssonar) frá Grundarhóli á Hóls- fjöllum; nýsveinn. 5. Alexander Jóhannesson, br. nr. 6 í IV. bekk. 6. Ólafur Pétursson, Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi. 7. Jónas Jónasson (prófasts Jónassonar) frá Hrafnagili; nýsveinn. 8. Sigurður Jóhannesson (Sigurðsso frá Hindisvík á Vatnsnesi; nýsveinn. 9. Árni B. P. Helgason (prests Ámason- ar), Ólafsvík. 10. Sveinn Valdimar Sveinsson, Rvfk (25). 11. Ásgeir Gunnlaugsson (bónda Jónsson- ar) frá Akranesi; nýsvcinn. 12. Pétur Halldórsson, Rvík. 13. Einar Indriðason, Rvík. 14. Vilheim Ólason, Rvík (»5). 15. Haraldur Jónasson (f prests Björns- sonar í Sauðlauksdal) Rvík; nýsvcinn. 16. Reinhold Richter, Stykkishólmi. 17. Sigfús Blöndal, Rvík. 18. Óskar Clausen, Rvík. 19. Steindór Björnsson, Gröf í Mosfells- sveit.* * táknar að pilturinn tók eigi próf sökum veikinda.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.