Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 3
5i Akureyri, og Sveinn Sigfússon kaupm. úr Hafnarfirði. Til Ameriku fóru héðan úr faænum Sveinn Eiríksson trésmiður, Sveinn Oddsson prentari og bræður tveir Bjami og Magnús Hreiðarssynir. Skipstrand. Hinn 18. þ. m. strandaði suðurá Mið- nesi (skammt frá Hvalsnesi) fiskiskipið »Kastor« (skipstj. Kristján Kristjánsson) eign Brydesverzlunar. Menn björguðust. / --------------- Þilskipaafli. Snemma í vikunni kom þilskipið »Swift« (skipstj. Hjalti Jónssonjhingað með 14,500 af fiski, og í gærmorgun kom Björn Ólafs- Son skipstj. frá Mýrarhúsum með jafn- mikinn afla á skipinu sBjörn Ólafsson«. Er það mesti afli, sem enn er frétt um. Hinir sífelldu stormar^og illviðri á sjón- um í þ. m. hafa mjög hnekkt fiskafla þil- skipanna. Gjaldkerl í klæðaverksmiðjuhlutafélaginu hér, er Chr. Zimsen konsúll (ekki Knud sonur hans, eins og sagt var í síðasta bl.). Ofkermt' var það í síðasta blaði, að Jóhannes Ólsen væri „að mestu kominn í kör“. Hann kvað hafa ferlivist enn þá, að kunnugra manna sögn, og ekki vera svo sérlega hrumur eptir aldri. Dáin er hér í bænum 20. þ. m. ekkjan B/öig Gudtnundsdóttir (systir Jóhannesar heit. sýslumanns í Mýrasýslu) rnóðir Jóhann- esar Jósepssonar snikkara, 76 ára gömul, vel látin sómakona. \ Eptirmseli. Hinn 7. nóv. síðastl. (1902), andaðist að heimili sínu á Sauðárkróki Timóteus Torfa- son. Hann var fæddur að Hóli í Norður- árdal 12. ágúst 1851, og voru foreldrar hans Torfi bóndi Tímóteusson, Torfasonar frá Hreðavatni og Guðríður Guttormsdóttir á Staðarhrauni, Einarssonar bónda á Mold- brekku Bjarnasonar. Móðir Guðríðar var Rannveig Guðmundsdóttir Guðbrandssonar. Tímóteus ólst upp hjá foreldrum sínum, og fór með þeim að Kaðalstöðum, er þau fluttu þangað búferlum frá Hóli. Um fermingar- aldur fór Tímóteus fyrst til sjóróðra á Skipa- skaga fyrir föður sinn, og reri þar nokkrar vertíðir, en var þó heima á sumrufn og vetr- um hjá föður sínum. Þegar Tímóteus var 19 ára gamall, fór hann alfarinn frá foreldr- um sfnum, og réðst þá til vistar hjá Sæ- mundi bónda Jónssyni á Minni-Vatnsleysu, og dvaldi þar 22 ár. Haustið 1888 kvæntist Tímóteus Helgu Jónsdóttur bónda á Vatns- leysu, Jónssonar og Guðlaugar Árnadóttur, og um vorið reisti hann sér bæ í túninu á Vatasleysu, er hann nefndi Grund, og bjó Tímóteus þar þangað til vorið 1897, að hann flutti norður með konu sína og börn, að Mælifelli í Skagafirði, til Jóns prests Magn- ússonar. — Hjá honum hafði Tímóteus verið í kaupavinnu um nokkur sumur að Hvammi í Norðurárdal. — Á Mælifelli voru þau Tím- óteus tvö ár. Þaðan fóru þau á Sauðárkrók, og byggði Tímóteus þar timburhús, og bjó þar til þess er hann dó. Snemma þótti Tírnóteus lipur sjómaður, enda gerðist hann þegar formaður fyrir skipi Sæmundar bónda, er hann kom þangað suður, og var síðan formaður um allar vertíðir, er hann lifði. Þótti hann hinn mesti sjósóknari, kappsam- ur og áræðinn; hann var og hinn mesti dugn- aðar- og iðjumaður að hverju öðru, sem hann vann, og sögðu ktittnugir menn, að allt léki í höndum honum, það er hann tók til. Hann var sískemmtinn og kátur, og hvers manns hugljúfi, er kynni hafði af honum. Áður en Tímóteus kvæntist, átti hann tvö börn við Nikólínu Eggertsdóttur, bróðurdóttur Sæ- mundar á- Vatnsleysu: Egil, er andaðist ungur og Guðríði, er nú lifir. — Börn Tím- óteusar og Helgu konu hans eru; Torfi og Eyvör; lifa þau bæði ásamt móður sinni. (7). Mustad’s önglar (búnirtil í Noregi), eru nú eingöngu notaðir við íiskiveiðar með fram ströndum Noregs, einnig við New-Foundland og að öðru leyti um allan heim. Þeir eru hinir beztu og ódýrustu önglar, sem fást í verzlunum. Önglarnir fást nú keyptir hj'á verzlunarmönnum alstaðar á íslandi og fiskimennirnir verða að reyna þá. UMB0Ð3MAÐUR beztu KLÆÐAVERKSMIÐJUNNAR Á íslandi er kaupmaður JÓN HELGASON, Aðalstræti 14. IKIÐ af vönduðum Skúfhólkum úr ekta silfri frá 3—8 lll?. einkar hentuga handa fermingarmeyj- um hef eg til sölu. Einnig ýmislegt fleira handverki mínu viðvíkjandi. Benedikt Ásgrimsson, gullsmiður. Bergstaðastræti 19. Reykjavik. Sultutau í verzlun. mjög ódyrt, komið aptur STURLU JÓNSSONAR. Gólfmottur fast í verzlun Sturlu Jónssonar. RÚKUÐ FRÍMERKI frá íslandi eru keypt háu verði. Verð- listi ókeypis. N. S. NEDERGAARD. Skive — Danmark. Góðar, íslenzkar vörur teknar sem borgun upp í vinnulaunin á tauunum eptir samkomulagi við umboðsmanninn. Saumamaskínu- olía mjög góð, kom nú með Laura í verzlun STURLU JÓNSSONAR. Kemblngarvélar þrefaldar og 1 slípivél hæfilegar fyrir spunaverk- smiðju í sveit, eru til sölu fyrir 800 kr. Seljandinn er ekki ófús til, að taka ull i skiptum. Seðill merktur: „Karte 791“ sendist Aug. J. Wolff & Co. Ann. Bur. Köbenhavn. Tilkynning frá C. V. Steenstrup Kj'ób'enhavn K. Knabrostrœde 12. Frá 1. janúar þ. á. hefi eg tekið við stórkaupasölu á hijóðfærum af verzlunar- húsinu Petersen & Steenstrup, þannig, að sú útsala, sem fyrnefnt verzlunarhús hafði á hendi mun framvegis eingöngu verða rekin af mér. Eg leyfi mér þess- vegna að mælast til þess, að hinir heiðruðu kaupmenn, úrsmiðir, bóksalar og aðrir verz- lunarmenn, sem vilja kaupa harmoníkur, munnharmonikur violin og guitara, zithera, strengi og annað þess konar, birgi sig upp af vörum frá mér, þar eð eg get keppt við sérhvert verzlunarhús 1 þessari grein, með því að eg hefi hér um bil 30 ár eingöngu annazt um kaup og sölu á hljóðfærum og því, sem þar að lýtur. Meg- inregla mín mun verða hin sama sem verzl- unarhúsið Petersen & Steenstrup hefur fylgt. Kaup og sala einungis gegn borgun útí hönd. Herra Björn Kristjánsson í Reykjavlk og herra Jakob Gunnlögsson í Kaupmanna- höfn taka, ef menn æskja þess, á móti pöntunum til mín. Með sérstakri virðingu. Virðingarfyllst C. V. Steenstrup. Waterproofkápur nýkomnar í verzlun STURLU JÓNSSONAR. 88 spurningum hennar. Gamla vinnukonan, sem hafði þekkt systkinin frá því þau voru börn í vöggu, var nú látin koma inn, og svo var sent eptir fleiru þjónustufólki frúarinnar til þess að segja því, að hinn ungi sonur hennar, sem margir héldu dauðan, væri enn á lífi, að hann dveldi í St. Pétursborg, að honum liði vel, og að vinur hans, sem væri á ferða- lagi, hefði gert lykkju á leið sína, til þess að flytja þeim mæðgunum þessi góðu tíðindi. Frú Prozorov trúði sjálf, að svona væri þessu farið, því hinni sönnu sögu, er dóttir hennar, sem engu gat leynt hana, hafði sagt henni um komu hins unga manns, gleymdi hún, og hugði hana meinirgarlaust þvaður. Var það sennilegt, að vinur Vania og auk þess vel siðað og vel uppalið ungmenni, hefði stokkið út úr járnbrautarvagni og hlaupið frá lögregluþjónunum eins og ræningi. Dóttir hennar hlaut að hafa ver- ið að gera að gamni sínu. Það gat ltka verið, að gesturinn hefði sagt Katiu sögu þessa í spaugi, en hún tekið hana í alvöru. Vladimir var brátt kær gestur í húsinu og fátt var honum fullgott. Að loknum morgunverði vildi hann halda leiðar sinnar, og spurði, hvar hann gæti fengið hesta til ferðarinnar. „Þér megið ekki yfirgefa okkur", sagði frú Prozorov. „Þér hafið enn svo lítið sagt okkur og ætlið þó að fara. Dveljið hjá okkur; við hýsum svo sjaldan slíka gesti". „Já, dveljið hjá okkur, Vladimir Petrovich", sagði Katia. „Hvers vegna liggur yður svo mikið á að komast burtf" Þessi upphvatning frá henni nægði til að fá hann til að láta undan. Honum var ljúft að hætta lífi sínu til að dvelja nokkra daga hjá þessari yndisfogru mey, og snúa skoðunum hennar, efhægt væri. Þannig reyndi hann að minnsta kosti að skýra fyrir sjálfum sér fögnuð þann, er hreyfði sér hjá honum, þegar hann tók á móti tilboðinu. Mæðgurnar létu hann búa í sumarhúsinu og fluttu þangað nauðsyn- legan húsbúnað handa honum, og þrjá fyrstu dagana var hann þarna alsæll. Yfir borðum talaði hann við húsfreyju um son hennar, og sagði henni frá ýmsu, er hann mundi úr borgarlífinu f St. Pétursborg. 85 Hún hló með barnslegri kæti. „Eptir á að hyggja. Kallið mig Volgin til minningar um fund okkar hérna við fljótið, og skírnarnafn mitt má vera Vladimir — Vladi- mir Petrovich. — Petrovich er mitt rétta heiti", sagði hann með alvöru- svip. „Vladimir Petrovich Volgin; það er gott, eg skal muna það. Eg segi, að þér séuð kunningi minn, sem eg hefi hitt í skóginum og boðið heim með mér. Er það ekki snjallræði? — Nei, nei", sagði hún fljótt, „ekki í skóginum. Eg hefi hitt yður í Yermolovka-þorpinu fyrir handan fljótið. — Það fer langbezt á því; við verðum að fela fótspor yðar". Hún fór aptur að hlæja. „Þér væruð ágætur samsærismaður", sagði hann brosandi. En hún tók orð hans f alvöru. „Nei, eg vil aldrei verða samsærismaður", svaraði hún og beygði sig þróttlega yfir árina. Hann leit á hana lengi og fast. „Þér ættuð ekki að fullyrða það", hugsaði hann. Hann hafði haft satt að mæla, þegar hann sagði, að hann þyrfti að eins stutta hvíld til að lifna við að nýju. Nú var hann farinn að hress- ast og styrkjast, og með kröptum líkamans kom löngunin til að breiða út stjórnmálakenningar hans. „Nú erum við komin heim", sagði unga stúlkan. Hún fór nú að snúa bátnum. í hárri og brattri hlíð sá hann lítið, hvítt hús, sem var að miklu leyti hulið laufguðum trjám. Það var með háu tréþaki, eins og venjulegt er á þess konar sveitabýlum. Framanvert v'ið það var ofur- lítið sumarhús, til vinstri handar húsaröð, og á bak við það lá aldin- garður upp eptir hlíðinni. Vladimir dró bátinn upp á hina sendnu strönd, og svo gengu þau mjóa götu heim til hússins. í húsdyrunum mættu þau gamalli konu með dökkva húfu á höfðinu. Hún leit forviða á gestinn. „Er mamnia risin úr rekkju", spurði unga stúlkan.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.