Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 1
f Jú&jJadá JJÍcíAýaAwv Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Kjördæmaskiptingin nýja. Eitt meðal hinna mörgu vandamála, er næsta þing fær að fjalla um, verð- ur eflaust skipting landsins í 34 ný kjördæmi, samkvæmt hinni fyrirhug- uðu stjórnarskrárbreytingu. Kosning- arlögin sjálf, munu ekki þurfa að taka svo langan tíma nú, en þessi dilkur þeirra — kjördæmískiptingin — mun verða því erfiðari viðfangs, því að það er allhætt við, að mjög skiptar skoð- anir komi fram um það, eptir hverj- um mælikvarða skipta eigi, og hvar eigi að koma þingmannaaukanum nið- ur. Mun þar hvert hérað vilja sinn skækil toga. A skiptingu þeirri, er stungið var upp á í kosningalagafrumv. í fyrra (Aiþ. C. 1902 bls. 40—42) verður ekkert byggt, því að hún gerði að eins ráð fyrir 30 þingmönnum eins og nú er og hélt sér eingöngu við sýslutakmörkin, svo að þar var ekki annað gert, en að skipta þeim kjör- dæmum, sem nú velja 2 þingmenn í 2 sérstök kjördæmi, leggja Vestmann- eyjar undir Rangárvallasýslukjördæm- ið ytra, og bæta því þingmannssæti við Reykjavík. A þeim uppástung- um er því ekkert að græða, þá er til þess kemur, að bæta 4 nýjum kjör- dæmum við. Reyndar munu sumir hafa hugsað sér þá, að þessi skipting mundi geta haldið sér, að eins með þeirri breytingu, að Reykjavík, ísa- fjörður, Akureyri og Seyðisfjörður, þessir kaupstaðir,er bæjarréttindi hefðu, fengju þessa viðbót, sinn þingmanninn hver. En í slíkri skiptingu væri mik- ið misrétti fólgið gagnvart öðrum fjöl- mennum héruðum. Það væri t. d. eng- in sanngirni íþví, að Norður-Múlasýsla, Eyjafjarðarsýsla og Isafjarðarsýsla, hefðu 3 þingmenn hver, vegna þess, að sýslumaðurinn í þessum sýslum hef- ur jafnframt bæjarfógetastörf á hendi, en fjölmennari sýslur eins 9g t. d. Arnessýsla hefði ekki nema 2 þing- menn, vegna þess, að þar er enginn kaupstaður með bæjarréttindum. Þetta fyrirkomulag verður því að teljast alls óaðgengilegt. En við hvað á þá að miða skiptinguna ? Að vissu leyti væri réttlátast og sanngjarnast, að miða skiptinguna eingöngu við fólksfjölda eða kjósenda- fjölda, því að á þann hátt yrði mis- réttið minnst. Það er t. d. engin hæfa á því, að 200—300 kjósendur hafi jafnan rétt við 50—60 kjósendur til að senda fulltrúa á þing fyrir sína hönd. Sé fólksfjöldi hér nú talinn 80,000, þá koma um 2,350 manns á hvern þessara nýju 34 þingmanna. Öss er ekki kimnugt um kjósendatölu á öllu landinu, en það mun ekki fjarri sanni, að 200 kjósendur eða rúmlega það yrðu um hvern þingmann. En sá er hængur á því, að skipta eptir kjósendatölu eða fólksfjölda, að þá kæmi gagngerð breyting á gömlu kjör- dæmin, svo að sneiðar af öðru kjör- dæmi fylgdu hinu o. s. frv. an tillits til staðhátta eða atvinnuvega, og það mundi þykja óviðkunnanlegt, og gæti víða orðið óheppilegt og hjáleitt. En hinsvégar verður lítt kleyft eða alls ómögulegt að fylgja alstaðar sýslu- skiptingum, nema halla um of rétti margra kjósenda. Heppilegast mun vera, að reyna að sameina þetta tvennt: að taka bæði tillit til fólksfjölda og staðhátta og atvinnuvega. Og þó að skiptingin yrði ekki alveg jöfn með því, gerði það minna til, það verður hvort sem er aldrei unnt að skipta landinu hnífjafnt niður í jafnstór kjör- dæmi, því að skipta hreppum sundur mun engum koma til hugar. Það hag- ar víða svo til, að náttúran sjálf hef- ur afmarkað eðlileg takmörk kjördæma, eins og t. d. hin núverandi sýsluskipt- ing byggist víða á, qg hefur byggst um langan aldur. Að vísu má segja, að þetta geri ekkert til, þá er kosið sé í hverjum hreppi, og þess vegna geti hreppur í einni sýslu kosið þing- mann með hrepp eða hreppum í ná- grannasýslunni, enda þótt stór vatns- föll eða fjallgarðar greini þær, og það er auðvitað satt, en þá þurfa atvinnu- vegir að minnsta kosti að vera nokk- uð svipaðir í því kjördæmi, sem kjósa á sérstakan þingmann Vér skulum t. d. taka Mýrdalinn í Vestur-Skaptafells- sýslu. Hann gæti mjög vel kosið þingmann með Eyjafjallahreppunum og t. d. Vestmanneyjum, svo að þessir hreppar mynduðu eitt kjördæmi. En það er t. d. alveg skakkt að láta Vestmanneyjar fylgja ytri hluta Rang- árvallasýslu, eins og gert var í frv,- uppást. síðasta þings. Þær eiga að fylgja hinum hlutanum: Eyjafjöllum og Landeyjum, en Fijótshlíðarhreppur gæti fylgt vestri hlutanum. Skaptafellssýsl- ur og Rangárvallasýsla ættu að hafa 4 þingmenn, eins og er, en heppilegt gæti verið, eins og fyr er drepið á, að Mýrdalur fylgdi Rangárvallasýslu og yrðu þar þá 3 kjördæmi með Vest- manneyjum, en Vestur-Skaptafells- og Austur-Skaptafellssýsla 1 kjördæmi (að Mýrdal undanskildum). Árnessýsla ætti að hafa 3 þingmenn miðað við fólksfjölda, og myndi þá einna eðlilegust skipting, að Selvogs- hreppur, Ölfushreppur, Eyrarbakka- hreppur og Stokkseyrarhreppur mynd- uðu. eitt kjördæmi (Suður-Árnesinga), Sandvíkurhr., Gaulverjabæjarhr., Vill- ingaholtshr., Hraungerðishr. og Skeiða- hr. annað kjördæmið (Mið-Árnesinga) og Eystri-hr., Ytri-hr., Biskupstungnahr., Grímsneshr., Grafnings- og Þingvallahr. þriðja kjördæmið (Norður-Árnesinga). Þetta mundi verða nokkurnveginn jöfn skiptíng, eða að minnsta kosti erfitt að hafa hana öllu jafnari eða eðlilegri eptir fólksfjölda og staðháttum. En auðvitað má lengi deila um það, hvern- ig heppilegast sé að skipta, en hníf- jafnt getur það aldrei orðíð. Væri gott, að sýslunefnd Árnessýslu tæki mál þetta til athugunar á sýslufundi nú, og kæmist að heppilegri niður- urstöðu í því nú fyrir þingið, sem mun taka allt þetta mál til meðferðar. Það stendur sýslunefndunum næst að undirbúa slík mál. Þá ætti Reykjavík að hafa 3 þing- menn, bæði í samanburði við fólks- fjölda og kjósendafjölda, en Gullbringu- og Kjósarsýsla og Borgarfjarðarsýsla alls 3 þingmenn, eins og nú er. í Vesturamtinu þyrfti ekki aðrar breytingar, en að Hnappadalssýsla með Staðarsveit hefði sérstakan þingmann, og að norðurhluti Barðastrandarsýslu (Patreksfjörður, Tálknafjörður og Arn- arfjörður) kysi 1 þingmann með nokkr- um hluta Vestur-ísafjarðarsýslu (Arn- , arfirði og Dýrafirði), en hinn hluti Vestur-ísafjarðarsýslu með ísafjarðar- kaupstað mynduðu eitt kjördæmi, en Norður-ísafjarðarsýsla án kaupstaðar- ins eitt kjördæmi. Bættust þá alls við 2 þingmenn íVestfirðingafjórðungi. Eru þá alls skipuð 21 þingmannssæti, og eptir 13 handa Norður-og-Austurlandi. En þar eru nú 12 þingmenri, svo að 1 bættist þar við einhversstaðar, án þess að vér viijum skipa honum á neinn ákveðinn stað, en auðvitað þyrfti að breyta gömlu kjördæmaskipting- urmi til að koma honum niður. Getur verið, að Norðlendingar og Austfirð- ingar ættu heimtingu á 2 þingmönnum í viðbót, en Vestfirðingafjórðungur t. d. ekki nema á 1, og erum vér ekki fjarri því, að þá væri jafnar skipt. En eins og áður er getið, mun naumast koma til mála, að þessir þingmenn séu settir niður á Akureyri og Seyð- isfirði." Þetta, sem hér hefur verið tekið fram eru að eins lauslegar uppástungur til athugunar. Malinu er þannig háttað, að það má ekki vera óhugsað og ó- undirbúið, er á þing kemur. Það get- ur valdið mjög mikilli óánægju, ef óhaganlega er skipt niður í kjördæmi og ranglátlega, og þess vegna þyrftu kjósendur í vor á þingmálafundunum að ræða málið og komast að einhverri niðurstöðu í því. Þingið verður að beita lipurð og sanngirni við skipting- una, og athuga vel ástæður allar, áður en málið er reyrt í fastar skorður. Aðalmælikvarðinn, sem fara verður eptir hlýtur að verða sá, sem hér hef- ur verið getið: að byggja aðallega á fólksfjdldanuni, en raska þó ekki um of eðlilegri sýsluskiptingu, sem nú er, þar sem hjá því verður komizt, þvi að það skiptir ekki svo miklu, þótt kjördœmin verði dalítið ójöfn, enda verður aldrei með 'óllu hja þvi sneitt. 13. Tungur tvær. I »ísafold«, 11. tölubl. læzt ritstjórinn af alhuga vera því fylgjandi, að stjórnar- skrárfrv. frá síðasta alþingi verði samþykkt óbreytt. • I sömu grein mælir hann þó eindregið með því, að Jón Jensson yfir- dómari sé kosinn þingmaður fyrir Reykja- vík, þótt hann sé alveg #mótfallinn að- gerðum síðasta þings í stjórnarskrármálinu og muni berjast móti því, að frumv. nái framgangi óbreytt. Þessu mælir ritstj. bót með því, að »sérkredda »þingmanns- efnisins hljóti að verða bagalaus, þar sem allir hinir, 33 þingmenn, muni hiklaust greiða atkv. rneð frumv. öbreyttu*. Með þessu játar ritstj., að kjósendur Reykjavíkur geri rangt í því, að kjósa J. J., en ætlast til að önnur kjördæmi bæti svo úr skák, að eigi hljótist vand- ræði af kosningu höfuðbæjar landsins. Hvernig færi, ef 17 kjördæmi á land- inu fylgdu sömu hugsunarreglum og rit- stjórinn ? En fyrir því er varla ráð að gera, því það mun sjaldgæft vera, að menn velji sér fulltrúa eða umboðsmenn í hverju málefni sem er, sem þeir fyrir- fram vita, að ætlar sér að berjast gegn því, sem þeir kjósa hann til að gera. Reykjavíkurkjördæmi verður vonandi eitt um slíka kosningaraðferð. Friðarboðið í haust í blaðinu »Norður- land« var gert til þess, að gera heima- stjórnarmenn andvaralausa um sfn mál, meðan hinir væru að búa sig undir að ná á þing meiri hluta af sínum flokki, og þar með ná völdum f landinu, og ráðum á næsta þingi, þeir vilja hafa tögl og hagldir um meðferð stjórnarskrármálsins og bankamálsins, og munu eigi vera enn- þá orðnir afhuga því, að ná Valtý sínum fyrir ráðgjafa. Fyrir fám dögum sagði heimastjórnar- maður við einn af áköfustu atkvæðasmöl- um »ísafoldar« : »Mig furðar, að þú skulir vilja vera þekktur fyrir, að smala atkv. handa Jóni Jenssyni, sem ætlar að berjast gegn því, að stjórnarskrárfrv. verði sam- þykkt, en þó læzt þú vilja að málinu sé lokið í sumar og frv. samþykkt óbreytt«. Svar: »Já. Við megum til að segja það opinberlega, af því önnur leið erekki fær, en vér álítum undir niðri, að valtýska frv. 1901 sé miklu betra. Sama sagði annar Isafoldar-atkvæðasmalinn við annan heimastjórnarmann. Nöfn þessara manna er hægt að nefna, ef ísafold óskar þess. Eptir framkomu ritstj. Isafoldar, einkum í tbl. 11. og 14, lítur út fyrir, að þetta hafi verið námfúsir lærisveinar hans. Og eptir vanalegri fyrirhyggju hans er líklegt, að hann hefði ekki sett þessa nýmóðins- kosningartillögu í blað sitt, ef hann hefði eigi verið búinn að leita fyrir sér út um landið hjá flokksmönnum sfnum, hvort sumir af þeim mundu eigi verða fáan- legir til að ráðast hásetar hjá J. J., ef hann kemst á þing. I áminnstum greinum segir ritstj. Isa- foldar: »Svo óhyggilegt væri og fjarstæðu- kennt, að hafna nú nýtasta og langlíkleg- asta þingmannsefninu«, og svo eru kost- irnir taldir, þar á meðal »frjálslyndi«. Að því orði brostu sumir, sem þekkja fram- komu mannsins á þingi og í bæjarstjórn, og á öðrttm þingmannskostum hefur ekki borið fram yfir meðallag, í hið minnsta hefur hann aldrei getað myndað flokk á þingi, sem vildi fylgja honum að málum. I sumar og framan af vetrinum vildu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.