Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 2
50 foringjar ísafoldarflokksins ekki líta við J. J. til þingmennsku, og voru þá að fala aðra bæjarbúa. Forkólfarnir uppgötvuðu þessa miklu þingm.hæfileika J. J., þegar þeir gátu engan annan fengið, og höfðu von um liðsauka frá »Landvarnar«mönn- um. Mörgum mun í fersku minni hvellur- inn, sem átti að verða, þegar Einar Bene- diktsson hélt tvo fundi síðastliðið sumar, annan almennan og hinn með stúdentum til að þröngva þinginu að samþykkja ekki stjórnarskrárftv. óbreytt. Þrjá daga fyrir fundina gengu þeir E. B. og Valtýr Guð- mundsson á eintali, en þegar fundirnir urðu árangurslausir og til athlægis, þá létust liðsmenn Valtýs og Isafoldar hvergi hafa komið nærri, og lögðu fæð á Jón Jensson fyrirþað, að hann varð of bermáll á fyrri fundinum um það, sem leynt átti að fara. I stet'nuskrá Valtýs eða Isafoldarflokks- ins er sagt, að hann vilji engan greinar- mun gera eptir undanfarinni flokkaskipt- ing; allir nýtir menn séu jafn velkomnir, og í friðarboðskapnum var blásið í sömu pípuna. En jafnskjótt og kjósendur eins kjördæmis ráðgera, að skora á Hannes Hafstein til þingsetu, þá hættu flokksblöð- in fagurgalanum og telja H. H. flest til foráttu. Munu þó flestir óvilhallir menn telja hann með nýtustu og hæfileikamestu þingmannsefnum. Sama er að segja um undirróður Isa- foldarhöfðingjanna móti kosningu Tryggva Gunnarssonar í Reykjavtk og Eggerts prests Pálssonar í Rangárvallasýslu m.m. Allt þetta sýnir, hversu friðarboðið var einlæglega meint, og hversu forkólfum Isafoldarflokksins er tamt að nota »tung- ur tvær, og tala sitt með hvorri«. I fyrnefndri Isafoldargrein, 14. tölubl., segir ritstj.: »Það er þó kunnugra en frá þurfi að segja, að frumvarp það (1902), er Framsóknarflokksins verk, hvert atriði í því nema ríkisráðssetan« — og hún er þó smiklu ■samkvæmari því, er Framsókn- arflokkurinn hafði óskað eptir, en hinn flokkurinn hafði stungið upp á, — þetta vita allir að er satt«. Getur hugsazt meiri dirfska eða óskamm- feilni en þetta, að tyggja upp sömu ósann- indin mánuð eptir mánuð, þegar liggur opið fyrir í ritum og ræðum frá fyrirlið- um og öðrum flokksmönnum, að þeir með öllu megni börðust á móti búsetu ráð- gjafans í landinu, og vijdu flytja bæði stjórn og peningaumráðin til Kaupm.hafnar, og svo mikið kapp lögðu þeir á þetta, að þeir fengust eigi til að fresta atkvæða- greiðslu í stjórnarskrármálinu 1901, eptir að fréttin kom um stjórnarráðsskiptin í Danmörku. Þeir treystu því, að ef þeir af- greiddu málið, þá mundu hinir nýju ráð- gjafar ekki verða svo frjálslyndir og velvilj- aðir þjóðinni, að bjóða betra, en þingið sjálft óskaði eptir. Þótt Isafold treysti því, að hún geti villt sjónir nútíðarmanna, þá tekst henni ekki að glepja sýn þeirra) sem seinna skrifa söguna, svo að þeir eigi sjái, hver öfugmæli ogósannindi Isafold og fylgifiskar hennar hafa borið fram, bæði í stjórnar- skrármálinu og bankaroálinu. Ef landsmenn sæju nú eins glöggt og seinni tlðar menn munu sjá, hverjum brögð- um þeir hafa verið beittir, og hver meðul hafa verið notuð, þá mundu þeir ekki kjósa í vor á þing einn einasta þeirra manna, sem greiddu atkv. með stjórnar- skrárfrv. 1901, eptir að fréttirnar bárust þinginu um stjórnarfarsbreytinguna 1 Dan- mörku, og engan af þeim, er gengust fyrir þvf, að leggja niður landsins eigin stofnJ un — landsbankann — og gefa útlendum mönnum einkarétt til seðlaútgáfu, og allrar peningaverzlunar landsins í 30 ár. Þeir mundu þá eigi heldur kaupa nokkurt af blöðum þeim, sem barizt hafa f þessum málum með sömu vopmim sem Isafold. Kveldúlfur. Nýtt ,Landvarnar‘-flogrít. Pési nokkur, saminn af þingmannsefni »hinna sameinuðu« (Valtýinga ogLandv,- manna) Jóni Jenssyni, hefur nýlega verið prentaður í mesta pukri í Félagsprent- smiðjunni, og laumað út um land með póstunum síðast. Pési þessi er uppsuða úr ritlingum Eiríks Magnússonar og Ein- ars Benediktssonar um hina margþvældu ríkisráðssetu ráðherra vors, sem lögfræð- ingarnir eru að elta eins og hrátt skinn á milli sín með kringilyrðum og lögfræði- legum hártogunum, sem þjóðin hefur fengið meir en nóg af, og orðið engu fróðari fyrir þann hræring. Og hún verður það sannarlega ekki við þetta flogrit Jóns Jenssonar, er hann kallar »Uppgjöf lands- réttindanna samþykkt á alþingi 1902«. Þeir eru ekki í vandræðum með nöfnin á króana sína þeir herrar. Jón Jensson lifir og hrærist; í valtýskunni frá 1897, þess vegna er nauðsynlegt að kveða þetta búsetuhumbug niður, þess vegna finnur höf. það út, að með samþykkt orðanna »í rlkisráðinu« sé fólgin viðurkenning um gildi grundvallarlaganna dönsku í sérmál- um vorum, og að »ráðgjafi vor verði sjálf- ur danskur ráðgjafi, settur til að- gæta hagsmuna (!!) Dana aðallega(!!), með ábyrgð fyrir ríkisþingi Dana (bls. 47), það (rfkis- þingið) sé hjarta hans og herra» (bls. 33) o. s. frv. í þessum tón, alltsaman byggt á þeirri einu kórvillu, að vinstri manna stjórnin (eins og hægri manna stjórnin) á- líti, að ráðherra vor eigi sæti í ríkisrað- inu, samkvæmt grundvallarlögum Dana, en vanti viðurkenningu fyrir því af Is- lendinga hálfu, og þess vegna þurfi að taka það fram í stjórnarskránni. En þetta er allt tómur reykur og vitleysa. Vegna þeirrar öldungis ómótmælanlegrar sérstöðu, er búsettur ráðherra hér á landi hefur fengið við það, að vera skilinn frá hlið konungs í 300 mílna fjarlægð og Iaunaður af landsjóði Islands, vegna þess verður að fá heimild í stjórnarskránni, til þess að hann megi koma í ríkisráðið. Þessu var allt öðruvísi varið með valtýska ráðgjafann, sem með réttu mátti kallast danskur ráðgjafi. Fyrir hann hefoiDön- um ekki komið til hugar, að leita þess- arar heimildar, þvf að þess þurfti ekki frá þeirra sjónarmiði. I orðum stjórnarskrárinnar, um að landið hafi »stjórn út af fyrir sig« er fólgin næg trygging fyrir því, að þótt ráðgjafi vor væri að rgafninu meðlimur ríkisráðs- sins, gæti hann ekki borið neina á- byrgð fyrir rfkisþingi(I) Dana, eða verið háður sömu lögum, sem hinir dönsku ráðgjafar konungs, og farið t. d. frá völd- um með þeim. Slfkt nær engri átt, enda þótt fullkomið samræmi sé þar ekki milli grundvallarlaganna og stjórnarskrár- innar, að þvf er rlkisráðssetu sérmála- ráðherra vors snertir, sem stafar einmitt af þeirri sérstöðu, sem hann hefur n ú fengið, og ekki er gert ráð fyrir í grund- vallarlögunum, og gat ekki verið gert þar ráð fyrir á þeim tíma, er þau voru samin. Stjórnarskrá vor þarf ekki fyrir það að vera nein yfirlöggjöf yfir grundvallarlög- unum, eins og Jón Jensson er að skopast að. Sérréttindi og sérstjórn Iandsins er viðurkennt í stjórnarskránni, og þvl getur danskt löggjafarvald ekki svipt oss, hvern- ig sem lögfræðingarnir teygja það og toga á milli sín, og hvernig sem þeirrlfastum það, að rlkisþingið (en ekki konungur) hafi af náð sinni veitt oss stöðulögin, og þar af leiðandi afhent oss þennan sjálf- stjórnarvísi, sem vér nú höfum, en geti tekið gjöfina aptur er því sýnist. Slíkar öfgar falla um koll af sjálfu sér. Nú er því spurningin að eins sú, hvort nokkur hætta sé á að veita ráðherra vor- um þessa ríkisráðssetuheimild, og hvort vér séum einmitt ekki betur farnir með því, að geta haft málsvara 1 ríkisráðinu, held- ur en að liafa þar engan og láta dönsku ráðherrana eina um hituna, því að ertg- inn þarf að hugsa sér, að konungur skrifi undir öll fslenzk lagaboð með ráðberran- um fslenzka, án þess að bera hin vanda- samari að minnsta kosti undir ráðherra sína. Og að hverju leyti værum vér þá betur farnir? Er það tilvinnandi að láta sjálfstjórnarmál vort stranda á lagaflækj- um og orðkringilshætti út af atriði, sem f reyndinni getur ekki haft nein ísjárverð eptirköst í för með sér, því að fyrst og fremst eru Danir ekki Rússar, þeirmundu ekki hegða sér gagnvart oss, eins og Rússar gegn Finnum, og vildu þeir gera það, þá þýddi lítið fyrir oss að hrópa á »gamla sáttmála«. En nú eru ýmsir að róa að því, að koma því inn hjá fólki, að Danir sitji á svikráðum við þjóðfrelsi vort, þeir séu að brugga sjálfstæði voru banaráð, og teygja Islendinga eins og asna á eyrunum til'að gerast undirlægjur Dana. Og allur þessi voði á að vera fólg- inn í 2 orðum, »í ríkisráðinu«. Það er grýlan, sem nú er brugðið upp fyrir þjóð- inni til að gera nú allt ónýtt, sem búið er að vinna til að koma stjórninni inn í landið. Nú áað greiða valtýskunni braut. Til þess eru refirnir skornir. Til þess kemur þessi stæki Valtýingur Jón Jensson fram á sjónarsviðið í Landvarnargerfi, með voða- legum gusti og svigurmælum um sréttinda- afsal«, landsréttindauppgjöf o. s. frv., hánd- hæg »slagorð« til að rugla og villa þá, sem ekki skilja eða vilja skilja þann mun, sem er á afstöðu ráðherra vors gagnvart rlkisráðinu eptir valtýskunni 1897 og stjórn- arskrárfrumvarpi síðasta þings. En vilji menn sporna gegn því um langan aldur, að vér fáum hér alinnlenda, óháða stjórn (landstjóra), þá er langsnjallasta ráðið til þess, að drepa stjórnarskrárfrumvarp síð- asta þings hreint og beint, og falla aptur í arma valtýskunnar — Hafnarstjórnarinn- ar. Það er Iíka haft eptir sumum val- týskum þingmönnum frá síðasta þingi, að þeir telji ekki búsetuna 10 aura virði, og grfpa því auðvitað fegins hendi þetta Landvarnar-hálmstrá til að hanga á, og drepa búsetuna, ef þeir sjá sér það fært, þvert ofan í allar hátíðlegar yfirlýsingar. Hvað gerir það til, þá er blessuð valtýsk- an er í bakhöndinni. Valtýingar hér í höfuðstaðnum eru þegar riðnir á vaðið með Jón Jensson. Og Landvarnarmenn segja, að hann standi ekki einn uppi, því að Björn Kristjánsson, Skúli Thoroddsen og Jens Pálsson o. fl. ætli að verða m^ð hon- um. Þessir herrar ganga því líklega hreint framan að kjósendum í vor, en svíkjast ekki inn á þá undir fölsku flaggi. En ekki er óhugsandi, að þetta sé að eins veiðibrella hinna svonefndu »Landvm.«, og að þeir telji sér fylgi þessara manna vfst í heimildarleysi. Það getur verið »praktiskt«, að láta það berast út, að fylg- ið sé gott og mikið víða, þótt það sé harla lítið og óvíða. En að þvf er snertir þetta »uppgjafar«- flugrit Jóns Jenssonar má búast við, að menn þeir, er það snýst aðaHega að (H. Hafstein og Klemens Jónsson) finni hvöt hjá sér til að elta ólarnar um það við Jón. Ef þeir þá álíta það þess vert. Deilan. Það var hörð rimma um 2 orð. Orðin voru »í ríkisráðinu«. Landvörn og Jón Jensson* sögðu: Það má enginn vera inni og sjá kon- unginn skrifa undir. Vér skiljum lögin. Ráðgjafarnir sögðu: Vér verðum inni, enginn getur rekið okkur út. Vérskiljum lögin. Kongur sagði: Síðan eg gaf ykkur viðurkenning fyrir landsréttindunum með stöðulögunum 1871 og síðan eg með stjórn- arskránni 1874 gaf ykkur reglur fyrir þvf, hvernig skyldi nota landsréttindin — alla tíð síðan eg hef skrifað undir lögin frá alþingi í viðurvist ráðgjafanna minna. Mér dettur ekki í hug að fara nú að taka upp á því, að reka þá út. Landvörn og Jón Jensson sögðu: Landsréttindin eru þá eyðilögð og upp- gefin! Ef nokkur fær að sjá konginn skrifa undir login frá alþingi, þá eru landsrétt- indin eyðilögð og gefin upp, því að það *) Hann sauð eitt sinn súpu, tók bækling eptir Einar Benediktsson, og annan eptir Eirík meistara og sauð þá í mauk. Vatnið lagði hann sjálfur til. eru landsréttindin og ekkert annað, að enginn fái að sjá konginn skrifa undir lög alþingis. Ef nokkur fær að sjá það, annar en ráðgjafi Islands, þá eru allir Is- lendingar orðnir danskir. Þá sagði fslenzka þjóðin: Þér megið þrátta eins og þér viljiðum lagaskýringar, og vefja hverjir aðra í laga- flækjum. En heilbrigð skynsemi segir mér, að sú kenning Jóns Jenssonar sé hauga-vitleysa, að grundvallarlög Dana verði gildandi á Islandi y>9 Þa9> a9 þýð- ing á einu orði, sem kemur fyrir 1 þeim lögum, sé tekin inn í stjórnarskrána, því að tvenn grundvallarlög, stjórnarskrá mín og grundvallarlög Dana, sem komalbága hver við önnur í flestum atriðum, geta ekki gilt bæði á sama tíma í sama landi. Og landsréttindi mín eru þau, að enginn getur sett mér lög í mlnum sérstaklegu málefnum nema eg sjálf; eg gef þau aldrei upp, og hef aldrei gefið þau upp. Skrifa þú, kongur minn, ásamt ráðgjafa mínum undir lög þau, sem alþingi semur, hvar sem þú vilt, og hver svo sem á þig horfir, meðan þú ert að gera það. Halldór Jónsson. ,,Bessastaða-Góðviljinn“, er menn svo kalla, er svo kátur núna síð- ast, að það hlær á honum hver tuska yfir því, að Jón jensson yfirdómari hefur farið í mál við ritstjóra þessa blaðs, fyrir engar sakir. Nú er gjafsóknarfarganið gott og gilt hjá „Góðvilja“ ritstjóranum, þá er það kem- ur niður á mótstöðumanni hans. Núgleðst hann mjög yfir því, að útlit sé fyrir, að þetta verði ,,allkostnaðarsamt“(!) fyrir ritstj. Þjóð- ólfs. O, jæja. Vesæll er vonlaus maður. Ekki er furða, þótt Skúli hafi verið hátalað- ur á þingi um það, hvílíkt hneyksli gjaf- sóknir embættismanna væri. Honum ferst að hrækja þar braustlega eða hitt þó held- ur. Siðalögmál „Bessastaða-góðviljans" er svona á litinn : Gjafsóknarhneykslið á að af- nemast, þegar því er beitt gegn vorum mönnum, sem ávallt er gert ranglega og á- stæðulaust, en það er ágætt að hafa þessa svipu á mótstöðumenn vora, til að baka þeim- útgjöld, ,enda eiga þeir alltaf marg- faldlega skilið, að þeir séu ofsóttir með gjafsóknum, svo að þeir finni til kostnaðar- ins. Þá er svona stendur á er gjafsóknar- réttur embættismanna ágætur og má því ekki niðurfalla. Svona góðviljaður og sjálf- um sér samkvæmur er nú þessi „pólitíkus" inn við beinið. Það hefði einhverntíma orð- ið busl í blaðinu hans, ef jafn hégómlegt og hlægilegt gjafsóknarmál hefði verið höfðað gegn honum sjálfum. Þá hefðu gjafsóknirn- ar fengið vitnisburðinn sinn! En nú . er hann samtaka ísafold í því, að spana Kr. J. til að fylgjast með Jóni Jenssyni í þessari málsóknarfásinnu, hvort sem hann verður nú við þessum brennheitu óskum þeirra fé- laga eða ekki. En hann mundi hafa orðið samferða Jóni, og fengið gjafsókn eins og hann, efhonum hefði fundizt nokkur ástæða til þess. En fremur mögur ánægja má það vera fyrir „Góðvilja“ritstjórann að hafa ekkert annað sér til skemmtunar en þetta gjafsókn- armálshumbug J. J., sem flestir eru stein- hissa á. Og vel má ritstjóri Þjóðólfs muna þá tíð, er Skúla var ekki hlátur í hug, og það var 1893, erhann beygður á sál og iík- ama, aumur og úrvinda var að þvælast í mála- ferlum sínum. Hann var þá ekki jafn hnakkakertur sem nú, enda þá ekki farinn að róa á vegum Isunnar, er á þeim árum hrækti á hann svo herfilega. Póstskipið „Laura" fór héðan áleiðis til Hafnar 20. þ. m. Með því fóru Jón Brynjólfsson skósmiður, Gísli Finnsson járnsmiður, frú Laura Niel- sen, Vilhjálmur Þorvaldsson kaupm. af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.