Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 27.03.1903, Blaðsíða 4
52 ♦ Timburkaup. Það tilkynnist hér með háttvirtum skiptavinum mínum, að eg hef £ gert innkaup á TIMBRI í Halmstað í Svíaríki, og vonast eg eptir því í aprílmán. næstkomandi. — Sömuleiðis á eg von á Múrsteini og Cementi. Ennfremur hef eg tii sölu og til leigu stærri og smærri HÚS, á góðum stöðum í bænum. — Þeir, sem skulda mér fyrir timbur frá fyrra ári, *ru vinsamlegast beðnir að borga mér hið allra fyrsta. Reykjavik, 25. marz 1903. Bjarni Jónsson. snikkari. Grjótagötu 14. ►♦♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ PÚKKGRJÓT og SAND kaupir með hæsta verði Árni Nikulásson rakari. I*_ Þeir, sem gerast nýir kaupendur ÞjÓÐÓLFS frá byrjun næsta mánaðar, er hann tekur ad flytja stjórnarvaldaauglýs- ingarnar, fá sömu hlunnindi í kaupbæti, eins og þeir, sem byrjuðu við nýár. Húseignin LAUGALAND í Reykjavík ásamt erfðafestulandi því, sem henni fylgir, er til sölu. — Verð ágætt. —Borgunarskilmálarmjög góðir. Landsbankinn í Reykjavík 20. marz 1903. Tryggvi Gunnarsson. Gardínutau hvít og mislit mjög ódýr, mikið úr- val aí hvítum léreftum, ódýr kjólatau, sirz, flauel og flanelette, tvisttau, fóð- urtau, herðasjöl, barnakjólar og kápur, prjónapeysur smáar ogstórar, rúmteppi, handklæði, kvennslipsi, „broderingar", silkitau o. m. fl. kom með „Lauru" í verzlun Sturlu Jónssonar. Jörðin STÖRU-VOGAR með hjáleigunni GARÐHÚSUM í Gullbringusýslu, er til sölu fyrir mjög lágrt verð. — Borgunarskilmálar hgœtir. Landsbankinn í Reykjavík 20. marz 1903. Tryggvi Gunnarsson. EmaHleraðiy^ KATLAR, könnur, mjólkurfötur, kastarholur, aus- ur, fiskspaðar o. m. fl., kom nú með Laura í verzlun Sturlu Jónssonar. Uppboðsauglýsing. Föstudaginn 3. april næstkomandi verður opinbert uppboð sett kl. 11 árdegis og haldið í geymsluhúsi Bryd- esverzlunar við Hafnarstræti vestan við sölubúðina, og verður þar samkvæmt beiðni hlutaðeigandi vátryggingarfélags- fulltrúa selt hæstbjóðendum salt, kol, veiðarfæri, vistir, svo sem kex, jarðepli, kjöt o. fl., vín (rauðvín og konjak) og cider, úr fiskiskipinu „Perle" frá Binic. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 24. marz 1903. Halldör Daníelsson. Búnaðarfélag íslands. Aðalfundur félagsins verður haldiun hér í Reykjavfk mánudaginn 22. júní þ. á., og verður síðar auglýst nánar um stund og stað. Á aðalfundinum verður skýrt frá framkvæmdum félagsins og fyrirætl- unum, rædd búnaðarmálefni og born- ar upp tillögur, er fundarmenn óska að búnaðarþingið taki til greina. Enn- fremur ber þar að kjósa tvo fulltrúa til búnaðarþingsins til fjögra ára, og að auki einn fulltrúa um kjörtímabil látins fulltrúa. Reykjavík 20. marz 1903. Þórh. Bjarnarson. Leikfélag Reykjavikur, Sunnudagskveldið 29. marz kl. 8: Víkingarnir á Hálogalandi. Sjónleikur í 4 þáttum eftir H. Ibsen. EPTIR ÁSKORUN Stúdentasöngfélagið endurtekur sam- söng sinn laugardaginn 28. marz kl. 9 e. m. í Iðnaðarmannahúsinu. TÆ. Nánar á götuauglýsingum. í Glasgow fást herbergi fyrir einhleypa og fam- ilíu til leigu; sömuleiðis stór salur með hliðarherbergjum. Helgi Jónsson, bankaassistent. Snemmbær kýr með góðu verði til sölu. Nánara hjá Einari á Holtastöðum Reykjavík. Þegar eg var 15 ára að aldri, fékk eg óþolandi tannpínu, sem eg þjáðist af meira og minna í 17 ár; eg hafði leitað þeirra lækna, allopathiskra og homöopathiskra, sem eg gat náð í, og að lokum leitaði eg til tveggja tann- lækna, en það var allt jafnárangurs- laust. Eg fór þáað brúka Kína-Lífs- Elixír, sem búinn er til af Valde- mar Petersen f Friðrtkshöfn, og eptir er eg hafði neytt úr þremur flösk- um varð eg þjáningarlaus og hef nú í nær tvö ár ekki fundið til tannpínu. Eg get af fullri sannfærinuu mælt með ofannefndum Kína-lífs-elixír herra Valde- mars Petersens við alla, sem þjást af tannpfnu. Margrét G u ð m u n d s d ó 11 i r ljósmóðir. KÍNA-LIFS-ELIXÍ RINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir v p að Kta vel eptirþví, að —pA- standi á flösk- ununi i grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. 86 „Já, ungfrú góð. Hún vildi ekki snæða morgunverðinn fyr en þér kæmuð". „Gott er það; eg skal flýta mér. Vilt þú fara með Vladimir Petro- vich inn f sumarhúsið", sagði hún við konuna, en við hann sagði hún: „Eg skal að vörmu spori koma aptur til yðar". Vladimir þáði nú fylgd gömlu konunnar, sem var eitthvað að tauta fyrir munni sér á meðan. En þegar þau voru komin inn í húsið, sneri hún sér til hans og sagði: „Komið þér hingað í erindagerðum, eða eruð þér vinur Katrínar Vasiljevna?" „Eg er vinur hans", svaraði Vladimir, og nú datt honum í hug, að hann hefði verið fremur heimskur, að spyrja ekki ungu stúlkuna, hvað hún héti. Hann gekk út að glugganum til að komast hjá frekari spurningum. Gamla konan hneigði sig og gekk burt; hún lokaði hurðinni hljóð- lega á eptir sér. Nú litaðist Vladimir um. í sumarhúsinu voru að eins tvö herbergi. í hinu innra var þvottaborð og nokkrir tréstólar og stór ofn, en í ytra herberginu sá hann breiðan „sófa", er auðsjáanlega var notaður sem rúm, og lítið borð úr eik. Á veggjunum héngu ýmsar steinprentaðar myndir, og þar var líka lítill bókaskápur. En þótt, yngismærin hefði lofað að koma fljótt aptur, lét hún Vladi- mir þó bíða lengi eptir sér. Hún þiírfti eflaust að tala við móður sína. Hann notaði tímann til að þvo sér um höfuðið úr köldu vatni, og nú var hætt að blæða úr sárinu, svo gekk hann að bókaskápnum til að stytta sér stundir, og tók fyrstu bók, er fyrir honum varð. Það voru barnasögur, og á titilblaðið var skrautritað: „Katrfn Prozorov fyrir góða hegðun og framfarir. „Prozorovl Jæja, það er þá hún", hugsaði Vladimir. „Ogsvoheitir hún líka Vasiljevna og talar um Vania; já, svo er nú það, nú skil eg hvers vegna eg kannaðist svo vel við andlit hennar. En hvað það er skrítilegt! Ætli það geti annars átt sér stað? Hana nú, þarna kemur hún". Hún gekk hratt inn í herbergið og sagði: 87 „Mamma vill fintia yður. Viljið þér gera svo vel og koma með mér. Eg hefi talað við hana um yður". Hann sýndi henni bókina. „Eigið þér bókina? Heitið þér Prozorov? Eigið þér bróður, sem heitir Ivan?“ „Já. Hvers vegna?" „Eg þekki hann", sagði Vladimir. Katia klappaði saman höndunum. „Þekkið þér Vania! Ó, segið hvar hann er I Líður honum illa? Lifir hann? Er hann heill heilsu? Við höfum ekkert heyrt um hann allt þetta ár. En hvað mamma gleðstl En hvað eg var heimsk, að spyrja yður ekki um hann! Segið fljótt, hvernig honum líður!" „Það eru þrír mánuðir, síðan eg fór frá St. Pétursborg", sagði Vladimir. Eg sá hann rétt áður en eg fór burt, og þá leið honumvel". „Hvers vegna hefur hann ekki skrifað okkur", sagði Katia. „Hann hefur ekki átt hægt með að skrifa nú um stundir", svaraði Vladimir, sem vildi hliðra sér hjá, að svara þessum spurningum stúlk- unnar. „Komið með mér til móður minnar! Flýtið yður!" sagði Katia. „Svo verðið þér að segja okkur allt, sem þér vitið um Vania"- Hún tók í höndina á honum, og hljóp næstum því með honum inn í húsið. Móðir hennar var í borðsfofunni, hún var um fimtugt á að gizka, og hafði liðaða hárlokka samkvæmt gamalli tizku. Hún var gildvaxin, en að öðru leyti var hún talsvert lík dóttur sinni. Hún virti gestinn fyrir sér, eins og hún væri hissa, og með svo ströngu augnaráði, að hann ásetti sér, að hann skyldi ekki dvelja margar klukkustundir í húsi hennar. Áður en hún gat tekið til orða, sagði Katia: „Mamma, Vladimir Petrovich er vinur Vania og getur frætt okkur um hann". Nú breyttist frú Prozorov snögglega á svipinn. Hún tók vel og vingjarnlega í höndina á gestinum, lét hann sitja við hliðina á sér, og spurði hann svo spjörunum úr, en hann átt bágt með að svara öllum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.