Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, laugardaginn ll.april 1903. M 1 5. Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Svikamillan. Hinn 28. júlí 1902 kom heimastjórnar- frumvarpið til i. umræðu í neðri deild, og því var strax lýst yfir af hendi beggja flokka, að hvor flokkurinn um sig hefði afráðið að taka því óbreyttu. Það leit því ekki út til annars, en að hið bezta bræðralag mundi verða um það mál, og þó hófust viðsjár með flokkunum fyr en varði. Þær byrjuðu með því, að Valtýingar, sem seinna lýstu það flokksheiti uppnefni og kölluðu sig »Framsóknarflokk«, heimt- uðu hlutfallskosningar, er nefnd var sett í málið, en því atriði var þó lítill gaumur gefinn. En 2 ðögum seinna eða 30. júlí, hóf »ísafold« eða maður sem kallaði sig »Há- varður höggvandi*, árásir á heimastjórn- arflokkinn út af því, að þeim flokki, »apt- urhaldsliðinu«, sem blaðið kallaði flokk- inn, væri einum um það að kenna, að Island tapaði einni miljón króna við flutn- ing stjórnarinnar heim, sem og um það, að ráðherrann ætti nú að sitja í ríkisráð- inu. Þetta þótti mörguro benda til þess, að ekki væri allt svo heilt, sem af væri látið. — Það sá strax hvert heilbrigt auga, að heimastjórnarflokkurinn gat ekki átt þessar ákúrur fremur en hinn flokkurinn, því að báðir höfðu afráðið jafnfast að taka frumvarpinu. — í annan stað þótti mörgum það undarlegt, að »ísafold« skyldi verða fyrst til þess að vekja ýmugust á ríkisráðssetu ráðherrans, hún sem hafði haldið því fram frá upphafi og allra blaða fastast, að ríkisráðssetan væri hættulaus. Og í þriðja lagi þótti það ekki sýna hlýj- an hug til frumvarpsins, að veifa strax framan í það hættulegasta vopninu, kostn- aðargrýlunni, og það því síður, sem ráð- herrann hafði reiknað það út og sundur- liðað í athugasemdum sínum við frum- varpið, að öll nýja stjórnin yrði 700 kr. ódýrari á ári, en innanlandsstjórnin, sem vér nú launum. Nokkrum dögum seinna eða 2. ágúst hjó »ísafold« aptur í sama farið og kallaði sig nú »Atli hinn rammi«. Greinar þessar, sem sumir eign- uðu »ísafold« sjálfri, en aðrir dr. Valtý Guðmundssyni, voru auðsjáanlega ritaðar til þess, að spilla fyrir framgangi frum- varpsins, en komu þó ekki að tilætluðu haldi. Svo kom fundurinn í »Iðnaðarmanna- húsinu« rúmri viku seinna, eða n.ágúsf Það atvikaðist svo, að Einar Benediktsson— prokurator reið á vaðið, en um leið og sinn til hvorrar handar riðu fram þeir dr. Valtýr Guðmundsson, launfaðir valtýsk- ar sáluðu og Jón yfirdómari Jensson, einn af helztu skírnarvottunum,enda töluðubáðir á þá leið, að ekki væri hundrað í hætt- unni, þó að heimastjórnarfrumvarpið ekki kæmist í gegn, því að til væri »annað frumvarp«, (0:' valtýskan frá 1901) sem taka mætti upp í staðinn. Nokkrum dögum seinna var haldinn fundur f stúdentafélaginu, og það atvik- aðist þá einnig svo, að þar hallaðist 3. Valtýingurinn, Magnús sýslumaður Torfa- son að Einari prokurator. Nú fór mörgum að þykja nóg um »at- vikin«. Menn minntust þess, að stjórn Valtýsflokksins hafði 6. des. 1901 skrifað ráðherranum, »að þau úrslit stjórnarskrár- málsins, sem felast í stjórnarskrárfrum- varpinu frá síðasta alþingi, verði oss h a g- felldust* eptir atvikum«. Ménn minnt- ust þess, a ð dr. V. G. hafði talað óvirðu- lega um íslenzka bændur á málfundi Dana og íslendinga í Kaupannnahöfn 30. nóv. 1901. Menn minntust þess, að sami maður hafði ófrægt forvígismenn heima- stjórnarinnar í danska apturhaldsblaðinu »Nationaltidende« 2. des. 1901. Menn minntust þess, a ð hann hafði ögrað vinstri- mannastjórninni með því, að hann og hans menn myndu sprengja þingið, ef hún léti eptir óskum heimastjórnarmanna. Almenn- ingur fór að setja allar þessar umleitanir í samband við vilja þingflokks þess, er fylgt hafði dr. V. G. að málum. En svo kom ávarp hins svonefnda Fram- sóknarflokks 18. ágúst, eins ogskærtskin eptir skuggalega skúr. Það byrjar svo: »Barátta sú um breyting á stjórnarhögum landsins, sem nú hefur staðið yfir í rúm 20 ár, er nú loks á enda, þar sem alþingi hefur í einu hljóði samþykkt stjórnar- skrárfrumvarp, sem konungur hefur fyrir fram heitið staðfesting sinni, og enginn mun þvl gerast svo djarfur,að reyna að hreyfavið á næsta þingi!«* Þetta voru skýr orð, enda munu þau hafa byggt út úr allra eða flestra hjörtum öll- um grun um, að Framsóknarflokkurinn svonefndi sæti á svikrúðum við heima- stjórnarfrumvarpið. Svo kom friðarboðskapurinn norðan af Akureyri eins og eðlilegt bergmál ótor- trygginna hjartna. Ávarpið hafði slegið því föstu, að stjórn- arskrárdeilunni væri lokið. Friðarboðskap- urinn bætti því við, að bankadeilan væri líka úti. Stórpólitiska storminum virtist vera slotað, og lognið lagðist á sálir manna eins og svalandi sveppur á sóttveikt höfuð. Jafnvel þau blöð, sem lifað höfðu á tor- tryggni alla sína æfi, tóku hæst undir lof- söng friðarins. Þau sögðust í rauninni alltaf hafa elskað friðinn, og því væri þeim vandalaust að halda hann. Svo kom allt í einu framboð Jóns yfir- dómara Jenssonar eins og hagl úr heiðskíru lopti, og því fylgdu engin friðarorð. Fylgismenn hans prédikuðu þvert á móti stríð og styrjöld, sungu íslendingabrag og fleygðu fúleggjum. Tortryggnin vaknaði aptur. Mönnum þótti undarlegt, að ein af helztu máttarstoðum Valtýinga að fornu og nýju, skyldi bjóða sig til þings, upp á að ónýta gerðir flokksins, en flestir friðuðu samvizku sína fljótt aptur. Maðurinn var kunnur að því, að vera fremur einrænn, og var því miklu líklegra, að hann væri að þjóna lund sinni en flokki sínum, enda lagði flokkurinn fyrst í stað ekkert til málanna. Friðarsamsöngnum hélt áfram, en vonum bráðar fóru glögg eyru að taka eptir því, að sumar af röddunum, sem mest hafði borið á áður, fóru að verða nokkuð hjáróma, og svo kom það ó t r ú 1 e g a: »ísafold«, sem er talin höfuðmálgagn hins svonefnda »Framsóknarflokks«, flokks- * Auðk. af höf. ins, sem sett hafði efst á stefnuskrá sína, að enginn mundi gerast »svo djarfur að reyna að hreyfa við« frumvarpi síðasta þings »á næsta þingi«, sendi smala sína út um allan bæ til að sníkja atkvæði handa J. J., manni, sem hefur sett efst á stetnu- skrá s í n a , að koma frumvarpi síðasta þings fyrir kattarnef. Og ritstjórinn, sem er einn af stjórnendum flokksins, var svo óhygginn, að tala hvað eptir annað sjálfur máli þessa manns, sem sjálf- kjörins þingmannefnis fytir höfuðstað landsins. Enda þóttu nú mörgum sannað eitt af tvennu, annaðhvort að maðurinn væri ekki heill á geðsmununum, eða þá hitt, að Framsóknarflokknum svonefnda mundi aldrei hafa verið alvara að sam- þykkja frumvarp síðasta þings. Enn munu þó fæstir heimastjórnarmanna hafa trúað Framsóknarflokknum svonefnda til þessara tiltekta, heldur munu þeir hafa eignað Birni einum þessi heilindi. En nú komu 2 aðrir af stjórnend- um Framsóknarflokksins svokallaða. rit- stjóri »Þjóðviljans« og »Fjallkonunnar«, og tóku í sama strenginn og Björn Jóns- son, og með því var fengin sönnun fyrir því, að meiri hlutinn úr stjórn flokks- ins, 3 af 5, gerðu sitt til að ónýta yfir- lýsing og gerðir þingflokks síns. Með þessu var þó ekki fenginn sönnun fyrir því, að liðsmennirnir myndu fylgja merki þessara fyrirliða sinna, en það stóð ekki á löngu, áður en sú sönnun fengist líka. Hún fékkst á b or g a r a f u n d i n - um héri.þ. m. Þar var af hendi heimastjórnarmanna borin upp sú tillaga, að fundurinn skoraði á »alla kjósendur til alþingis ílandinu að kjósa nú þá eina til þings, er lofa því statt og stöðugt að samþykkja stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings óbreytt«, með öðrum orðum tillaga um að fylgja stefnu »Framsóknarflokksins« í málinu. En þá skeði það ótrúleg- asta. »Landvarnarmenn« og Fram- ^óknarmennirnir svokölluðu slógu sér saman og greiddu atkvæði móti til- lögunni, þar var svikamillan komin. Fram- sóknarmennimir voru ekki svo þroskaðir að sjá, að vildu þeir fóðra uppfundningu »ísafoldar« um »bagalausu sérkredduna« áttu þeir einmitt að samþykkja tillöguna. Og »ísafold« var þá ekki hyggnari en svo, að hún sló sjálfa sig á munninn, þegar hún fór að segja frá fundinum nokkrum dögum seinna eða 4. þ. m., í stað þess að halda heilindunum áfram og ávíta flokksmenn sína fyrir at- kvæðagreiðsluna. Fyrirliðarnir, blöð þeirra og liðsmenn þeirra í Reykj avík, hafa þannig tvímæla- laust slegið hinum svartasta skugga ekki að eins á sjálfa sig heldur og á a 11 - an flokkinn, enda er það ekkert laun- ungarmál, að þeir hafa n ú þ e g a r auk J. J. að minnsta kosti 4 menn í boði til þings, sem allir hafa brennt sig meira og minna, sem sé dr. Valtý Guð- mundsson, Magn. Torfason sýslumann, séra Ólaf Ólafsson og Einar prokurator, svo að »sérkreddan« getur hér eptir naumast nefnzt »bagalaus«. Það er þannig hin. ríkasta hvöt og enda siðferðisleg skykla hvers manns, sem ann föðurlandi sínu, að vaka og starfa nú fram yfir næstu kosningar, nú fremur en nokkru sinni fyrri, og það ekki að eins vegna stjórnarskrármálsins, heldur og engu stður vegna Bankamálsins. Það hefur áð vísu verið breitt út, að allir séu orðnir þar sammála, þjóðin viljí ekki missa landsbankann. En menn, sem skilja fyr en skellur í tönnunum, hafa líka í því máli tekið eptir undiröldu, sem að vlsu ekki enn ber mikið á á yfirborðinu, en á þó líklega eptir að stíga innan skamms upp, sem ónotalegur kaldur straumur. Þingmenn Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem hingað til hafa aðallega barizt fyrir því, að leggja landsbankann niður, voru að vísu svo hyggnir, að skrifa undir nefnd- arálit neðri deildar meiri hlutans f banka- málinu á síðasta þingi, þar sem þess er getið, að þing og þjóð muni nú vilja styðja landsbankann sem bezt, enda voru þeir og flokksmenn þeirra í minni hluta á þinginu því. En heima í hé'raði náði ástin á lands- bankanum hjá þeim ekki lengra, en til að lofa honum að lifa fram yfir auka- þingið. Tillaga þingmálafundarins á Vatnsleysuströnd 1. júní 1902 í banka- málinu endaði svo, að fundurinn væri »móti því, að landsbankinn verði lagður niður á aukaþinginu « .* Þeir héldu því og fast fram í upphafi, að varasjóður landsbankans skyldi leggja til tryggingarfé fyrir nýju veðdeild- araukningunni. Og það varð ekki skilið á annan veg, en sem banatilræði við veð- deildarlögin. Stjórnin hefði aldrei sam- þykkt það. Og hefði stjórnin gert það, hefði hún kippt fótunum undan lands- bahkanum. Þess má og geta, að dr. V. G. hefur engar dulur dregið á það í bók, sem hann hefur gefið út á dönsku 1902, »Is- lands Kultur«, að hann álítur markmið vort í bankamálinu það, að leggja lands- bankann niður. Hann segir á bls. 112 sögu bankamálsins á þingi 1901, segirað hlutabankinn hafi verið nær því kominn á einn og alvaldur, en svo hafi mótstöðu- mönnum hans til allrar óhamingju lánazt f seinasta augnabliki að koma að þeirri viðaukatillögu að landsbankinn skyldi standa við hliðina á hlutabankanum og bætir sfðan við: »Men det varer dog forhaabentlig ikke ret længe inden det lykkes at gennemföre Forslaget i en mere tilfredsstillende Form«, eða á íslenzku: »En það líður þó vonandi ekki á löngu, áður en það lánazt, að koma frumvarpinu (upprunalega hlutabankafrumvarpinu) fram 1 viðunanlegra búningi«.* Loks má benda á afstöðu »ísafoldar« í málinu. Það þarf ekki að fara lengra aptur á bak, en til 14. febr. þ. á. Þar telur blaðið það keiprétt og sjálfsagt, að það fulltrúaráð, sem alþingi kaus seinast, til þess að gæta hagsmuna lands og lýðs gagnvart hlutabankanum, hafi engin af- skipti af því, hvernig stjórn bankans verð- ur skipuð. Það er þannig sfður en svo, að heima- stjórnarfrumvarpið og landsbankinn séu úr allri hættu. Eg er að vísu viss um það, að margir svokallaðir Framsóknar- menn muni vera einlægir í báðum mál- unum. En það eru til menn í þeirra liði, sem bera hnffinn í barminum og þ a ð menn, sem eiga mjög mikið, lík- lega mest undir sér í flokknum. Og þessvegna verður nú hvergóður dreng- ur að vera á varðbergi í landinu. Það liggurengin tortryggni í því til Framsókn- * Auðk. af höf.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.