Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 3
59 lagsskrá hverrar sýslu búin til eptir skýrsl- um presta og skýrslum hreppstjóra, er þeir tóku saman hvor ( sínu lagi. Nýju lögin breyttu þessu á tvo vegu. Nú var þriðja manni, sem hreppsnefnd kýs, aukið við og nú semja allir þrír skýrsluna í sameiningu. Það leikur orð á því, að sumir prestar hér í sýslu hafi tyllt og tylli enn á fremsta hlunn til að halda verðlaginu sem hæstu, bæði með því, að reyna, að pína það inn í verðlagsskýrsluna, sem mundi hækka verð- lagið, svo sem vaðmál og með því að reyna að halda þeim vörum utan skýrslunnar, sem mundu lækka það, svo sem lýsi, og lánist það ekki, er verð á þeim vörum, sem upp eru teknar, fært fram úr öllu hófi. Einn prestur hefur þannig haft alla þessa öngla úti í einu og t. d. einu sinni sett lambsfóðrið á 10 kr. Af því, sem hér er sagt, má hver skilja, að það sætir ekki furðu, þó að bændur hafi reynt að hafa nokkurnveginn í fullu tré við ágenga presta, síðan lögin komu út, enda hef eg fremur hvatt en latt þá til þess síð- an eg sannfærðist um, að á þá var hallað. Og nú skal eg sýna þeim, sem vilja skilja rétt mál, að tóvöru var sleppt með réttu úr verðlagsSkránni hér í sýslu haustið 1899. Árið 1899 voru, samkvæmt Stjt. 1900, C. bls. 95, alls hér í sýslu 15245 sauðkindur, en út voru flutt 58,300 pd. af ull. Afþessum tölum geta þeir, sem vita, hvað kindin gef- ur af sér af ull á ári, farið nærri um, að ull muni ekki vera unnin hér víða svo mik- il, að vaðmáli sé fargað. Vorullin er látin nálega öll í kaupstað og haustullin af þeim fáu kindurn, sem skornar eru fyrir heimilin, kvað og vera látin mestöll í búðina, en önn- ur haustull tilfellur hér ekki, því að kaup- menn senda gærur af slátursfé órakaðar. -j- Og úr öðrum héruðum er ekki tóvara flutt hingað, nú er skreiðarferðir eru nálega hætt- ar, enda hafa þær, svo fáar sem þær hafa verið, í mörg ár ekki verið farnar nema í 2 staði, Ólafsvík og Hjallasand. Eg hef heldur ekki hitt einn einasta bónda, er hafi haldið því fram, að vaðmál hafi gengið hér móti peningum mörg undanfarin ár. Jafn- vel prestar þeir, sem hafa verið leiddir sem vitni í málum þessum, þar á meðal enda séra Jósep, hafa, að séra Helga einum und- anteknurn, kannazt við, að þeir vissu ekki til að vaðmál hefði gengið hér, nema hvað einstaka maður kynni að hafa látið það til hjúa sinna, en þó að það væri satt, að ein- staka húsbændur hefðu látið flík til hjúa sinna, gæti vaðmál samt ekki heitið almenn- ur gjaldeyrir, og það af tvennu, í fyrsta lagi má sýslan heita vinnfólkslaus. Það eru til hreppar hér, sem ekki eru til í nema 2 eða 3 vinnumenn. Og í annan stað er víst ekkert hjú utan verzlunarstaðanna ráðið hér upp á peningaborgun, svo að vaðmál gengi hér ekki kaupum og sölum móti peningum, þótt hjú og hjú á stangli tæki við vaðmáls- flík upp í part af kaupi sínu. Þessi sýsla er heldur ekki fyrsta sýslan, sem innleiddi þennan „nýja sið“. Austur- Skaptafellssýsla reið á vaðið 1898. Næsta haust eða 1899 bættust svo við 4 sýslur, Vestur-Skaptafells-, Rangárvalla-, Dala- og Snæfellsness- og Hnappadalssýsla; og síðan haustið 1900 hefur ekki önnur tóvara verið verðlögð í Arnessýslu en sjóvetlingar. í hinum sýslunum, að Dalasýslu undantekinni, hefur tóvara ekki verið tekin upp aptur. Þetta hérað er þannig ekki heldur eitt um hituna, enda þótt það eitt hafi orðið fyrir því láni, að eignast þessi svonefndu verðlagsskýrslu- mál. Um vottorð þau, sem prentuð eru ( „fsa- fold" eptir séra Eiríki Gíslasyni á Prest- bakka og Sigurbirni nokkrum Guðleifssyni í Ólafsvík og vottorð um það, sem séra Jósep gaf 24. janúar þ. á., get eg verið fá- orður. Þau eru öll miklum meinum bland- in. Eg man ekki til þess, að eg hafi end- ursent nokkra verðlagsskýrslu af því einu, að vaðmál hafi verið tekið upp í hana, og hefði það þó verið fullleyfilegt. Hafi eg endursent slíkar skýrslur, hefur það komið til af því, að hún hefur verið gölluð að ein- hverju leyti, svo sem vantað í hana undir- skript eða vottorð uro, að hún hafi legið frammi lögboðinn tíma, og má vel vera, áð eg hafi þá stundum um leið leitt athygli hreppstjóra að því, að vaðmál mundi vera ranglega talið í skýrslunni, eða einhverju, svo sem hér, ranglega sleppt. — Um vott- orð Sigurbjarnar nægir að geta þess, að hreppstjórinn í Ólafsvík skrifaði mér að fyrra bragði 7. f. m., að Sigurbjörn þessi, sem kvað vera sami Sigurbjörn og brann hjl í Lækjarbotnum um árið, skrökvaði vottorðinu alveg upp. Annars stóð það mál, sém þar um ræðir í engu sambandi við Miklaholts- málið. í því réttarhaldi var rannsakaður og reyndist sannur orðrómur sá um séra Helga, sem getið er um að framan. — Vottorð séra Jóseps gæti ókunnugur maður undrast. Séra Jósep hafði, áður en Jón á Narfeyridó, látið af hendi annað vottorð í málinu, enda var þar svo sem ekkerl haft eptir Jóni heitn- um í minn garð, en í nýja vottorðinu, sem er dagsett 24. jan. eptir að lát Jóns fréttist til Reykjavíkur, þar sem séra Jósep dvaldi þá, er margt fleira haft eptir Jóni heitnum. Eg hef þá skýrt þessi mál nokkuð, þessi mál, sem miklu fremur ættu að heita presta- mál en verðlagsskýrslumál, eptir því kappi, sem sumir prestar hafa lagt á þau. Séra Helgi og séra Jósep hafa þannig beðið ráð- herrann að hlutast til um, að annar maður en eg yrði settur til að fara með málin, og jafnframt sagt vísvitandi ósatt um eitt atriði að minnsta kosti, það sem sé, að eg hafi stuðlað að því, að vaðmál hafi líka verið skafið út haustið 1899, en það er ósatt, eins og skýrslurnar sjálfar, sem eru í vörzlum stiptsyfirvaldanna bera með sér, því að úr þéim hfefur ekkert verið skafið eða máð á annan hátt. Eg skal svo ekki orðlengja um þessi mál, sem þegar er búið að gera helzt til mikinn þyt út af, bæði af líklegum og ólíklegum, en að eins bæta því við, að eg tel það enga hnéisu, þó að landsyfirrétturinn og enda hvaða yfirdómstóll sem verið hefði, hafi vís- að heim til mín máli. Eg man ekki betur en að hæstiréttur vísaði einföldu sakamáli heim til yfirréttarins 28. nóv. 1894, og sekt hef eg þó ekki fengið enn, hvað sem yfir- rétturihn kann að vegá mér út framvegis, enda er það spá mín, að það högg, sem reitt var til með öllu þessu málastappi, muni lenda annarsstaðar en til var ætlazt, og eng- an þann saka, er hitta átti. Lárus H. Bjarnason. Vonipnar. Þa3 entist ekki tíminn til þess, að ræða bankamálið á borgarafundinum 1. apríl. Um það mál er að vísu ekki mikið að ræða sem stendur, en bankastjóri Tr. Gunn- arsson gaf þó um það allmerkilegar upp- lýsingar á fundi Framfarafélagsins hér í bænum 29. marz. Eins og menn vita var bankastjórinn staddur í Kaupmannahöfn um síðustu mánaðamót; var hann þá á fundi með þeim herrum, Arntzen og Warburg og einhverjum fieirutn mönnum. Á fundi þessum varð það upplýst, að þessir herr- ar höfðu þáenn ekki fengið fé það, er útheimtist til þess, að stofna hluta- félagsbankann. Þetta kemur og ógn vel heim við bréf það, sem nýlega er birt í »Þjóðviljanum« frá þessum herrum, þar sem þeir segjast enga von nafa um, að geta stofnað bank- ann fyrri en með haustinu. Þetta er með öðrum orðum: hlutafé- lagsbankinn er enn ekki kominn lengra en það — eptir að nær því heilt ár er liðið frá því, að leyfishafar þóttust ætla að stofna hann — að hann ervonargrip- ur, vonarpeningur. Engin vissa, að eins von. Það er af þessu auðsætt, að það eru ósannindi, sem ritstj. »Þjóðviljans« segir ( sama blaði, að sér sé kunnugt um, að stofnféð hafi þegar verið fengið ( fyrra- haust. Ef svo hefði verið, mundu leyfis- hafar eigi tala nú um »vonir«, heldur vissu. . Það gefur og að skilja, að ef leyfishaf- ar hefðu þegar í fyrra haust haft vissu fyrir stofnfénu, mundu þeir hafa látið bankann byrja störf núna með vorinu, því að á vorin, í maí, júní, júlí, er þörfin og eptirSpurnin mest eptir peningum á íslandi. Mælt er, að leyfishafar ætli að koma upp til Reykjavíkur í sumar til þess að hafa tal af þingmönnum. Ætli »vonir« þeirra um stofnun bank- ans séu byggðar á því, að þeir »voni«, að Isafoldarliðið sigri við kosningar í vor, svo að þeir geti fengið þingið til, að leggja landsbankann niður og þeir »voni« svo að geta stofnað banka sinn á rústum hins? Talsvert líklegt. Allmarga í ísafoldarliðinu mun ekki skorta viljann. Kjósendur á Islandi! Verið varir um ykkur, gætið landsbank- ans, sem er ykkar eign. Munið eptirþví, að kjósa þá eina á þing í sumar, sem lofa því tvímælalaust, að styðja landsbankann eptir föngum og afsala ekki se ð 1 a ú t g á f ur é tt i landsjóðs frekar né fyrir lengri tíma en þegar er gert. Gerið ekki útlendinga einvalda yfir pen- ingunum í landinu. 6/4—'03. Snorri. Á borgarafundi 7. þ. m., framhaldi fundarins 1. þ. m., var bankamálið tekið til umræðu, og samþykkt í því sú tillaga (frá Þorl. adj Bjarnason), að fundurinn skoraði á alla kjósendur í landinu, að kjósa þá eina ti 1 þ i n gs, e r 1 o f u ðu því tvímælalaust,aðstyðjalands- bankann eptir mætti. Var þetta samþykkt í einu hljóði, en rökstudd dag- skrá í þessu máli (frá Jóni Sigurðssyni skrifara) var felld með 91 atkv. gegn 47. Voru umræður fremur hóglegar um málið, og virtust flestir vera samdóma um, að óhæfa væri að leggja niður landsbank- ann. Þó andaði lítil hlýja til þess banka út úr ræðu þingmannsefnis »hinna sam- einuðu« Jóns Jenssonar, og er því alls óvíst, hvernig sá herra snerist 1 málinu, ef hann kæmist á þing með Warburgs- vinunum. ' Tillaga sú frá Jóni Jenssyni ( stjórnar- skrármálinu, er getið var um í slðasta blaði, og ekki var borin upp til atkvæða á fundinum 1. þ. m., var nú á þessum fundi molduð með rökstuddri dagskrá, er sam- þykkt var með 86 atkv. gegn 38. »Hinir sameinuðu« (Landvarnarmenn og Valtý- ingar) andæptu þessu harðlega, vilduláta bera tillöguna upp til samþykktar, til þess að geta veifað henni eptir á framan í kjósendur, og talið hana til styrktar sín- um málstað, þótt þeir hefðu ekki getað það, jafn óákveðin og litlaus, sem hún var, og þessvegna alveg þýðingarlaus (að þingið samþykkti ekki neitt, er skerti landsréttindin !) Þess vegna var sú aðferð, er nú var höfð, hárrétt, því að fundurmn 1. þ. m. hafði samþykkt alveg ákveðna og ótvíræða tillögu í málinu. En ekki var fylgið frá hálfu hinna »sameinuðu« meira en svo við þessatillöguþeirra, að þeir höfðu nú misst 20 atkvæði frá fundinum 1. þ. m. Þá voru þeir 58, er greiddu at- kvæði gegn þeirri tillögu, er þá var sam- þykkt. Nokkur önnur mál voru tekin til um- ræðu á þessum fundi, og samþykktar á- lyktanir í þeim, t. d. um þingmannafjölg- un í Reykjavík (frá. dr. B. Ólsen) og um líftryggingu sjómanna (frá Þorl. Bjarna- son). Annars fór fundur þessi allfriðsamlega og siðsamlega fram, að undanskildu óværðar- nuddi landbúnaðarráðanauts nokkurs og óspektum úti fyrir húsinu af hálfu drengja nokkurra eða ókosningabærra manna, er ekki var leyfð innganga á fundinn. Var kastað grjóti inn í fundar- salinn og gluggar brotnir, og er það fá- dæma strákskapur og skrílsháttur. Búast má við, að »Isafold« og Land- varnarflogritið verði enn samtaka í því, að flytja rangar skýrslur af fundi þessum, eins og þau gerðu af fundinum 1. þ. m., þar sem þau leyfðu sér að rangfæra allt eða flest, sem fram hafði farið, mjög ósvlfnislega, þvert ofan í mörg hundruð sjónar- og heyrnarvotta. Slík örþrifráð eru ekki spánný hjá »ísafold«, þá er hún verður hraparlega undir á almennum fund- um, og stallsystir hennar, þótt ung se, hefur lært af henni listirnar einkar vel, og gengið enda feti framar í ósannindun- um og rangfærslunum. En slík aðferð drepur niður allri tiltrú á málstað þann, sem fyrir er barizt, og er vissasta ráðið til að gera hann óalandi og óferjandi í augum allra sanngjarnra og skynsamra manna, því að sannleikurinn er sagna beztur. 1 virðlngarskynl við dr. Georg Brandes veittu ísl. stúd- entar í Höfn honum glaðningu 21. f. m. Hélt hann fyrst fyrirlestur, en svo var samdrykkja á eptir og margar ræður haldn- ar. Brandes tálaði sjálfur þrisvar, en fyrir honum töluðu: Hafsteinn Pétursson, dr. Finnur, Ólafur Halldórsson, Bogi Melsteð og Sig. Eggerz. Jóhann Sigurjónsson flutti honum kvæði, sem var prentað og útbýtt meðal manna. Eptir því sem skrifað er frá Höfn, virtist Brandes vera mjög ánægð- ur með viðtökurnar, og fór ekki fyr en kl. var orðin um 2. „Hölar“ (skipstj. Öest-Jacobsen) kom hingað frá útlöndum að kveldi 6. þ. m. Fátt far- þega var með bátnum. Hann fór vestur á ísafjprð 8. þ. m., með vörur þangað og á fleiri hafnir á Vestfjörðum. Er væntan- legur aptur eptir páskahelgina og hefur hinar reglulegu ferðir sínar til Austur- og Norðurlandsins 15. þ. m. Nýr ritlingur, er nefnist: »Meinvættir Islands — Lögs t i r fi nga r n i r og flónin« eptir Jón Ólafsson, er nýprentaður í prent- smiðju »Reykjavíkur«. Snýst hann mest gegn hinum nafnkunna »uppgjafar«ritlingi Jóns Jenssonar, og lögstirfninni í honum, og jafnframt gegn »Landvarnarmönnun- um« svonefndu, og er þar allómjúklega á þeim tekið. Þessu blaði fylgir a u k a b 1 a 3 með röksamlegri og stillilega ritaðri grein eptir Lárus sýslumann Bjarnason, (að miklu leyti ræða hans á borgarafundinum 1. þ. m.) er hnekkir gersamlega öllum lagaflækju- vef Jóns Jenssonar um ríkisráðssetuna, svo að ekki stendur þar steinn yfir steini 1 þessu »evangelíó« Landvarnarmanna. Er yfir- dómarinn þar svo rækilega kveðinn í kútinn sem mest má verða. Yeðuráttufar í Rvík í marz 1903. Medalhiti A hádegi. + 0.1 „ —„ nóttu . -+ 3.1 C. Mestur hiti „ hádegi. + 5 „ (h. 14.). —kuldi..............-+4 „(h. 10.11.). Mestur hiti „ nóttu . o —kuldi,, —. -+ 11 „ (h. 12.). Hefur optast verið við austanátt; 8. bál- livass á austan fyrri part dags, gekk svo til norðurs, mjög hvass h. 9., hægði fljótt og fór að snjóa talsvert, en með hægð. Síðari hluta mánaðarins optast hæg aust- anátt og bezta veður. V4—'03 J- Jónassen. J,P.T. Bryde’s verzlun í Reykjavik hefur með síðustu ferð „Laura" fengið Mustad’s margarine, sem er ætíð álitið hið bezta smjörlíki, sem fæst hér á landi. . Emailleraðir KÁTLAR, könnur, mjólkurfötur, kastarholur, aus- ur, fiskspaðar o. m. fl., kom nú með Laura verzlun Sturlu Jónssonar. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.