Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 2
58 arflokksins svonefnda sem slíks. Það er ekki annað en eðlileg og ómissandi fyrirhyggja gagnvart beggjablandsfyrirliðnnum og Reykjavíkurliði þeirra. Það væri heimsku- legt andvaraleysi að trúa þeim mönnum lengur, viðlíka gáfulegt og að trúa ekki öðrum til að stela en þeim, sem aðvaraði mann um það áður, tvímælalaust og und- ir votta. En sérstaklega er það siðferðisleg skylda heimastjórnarmanna, sem borið haía bæði málin, stjórnarskrármálið og bankamálið, svo langt á leið til sigurs, að vaka og starfa nú fram yfir næstu kosningar, enda stendur nú bara á kollhríðinni. Velvakandi. Útlendar fréttir. —o--- Kanpmannnhöfn 28. marz. Danmörk. 24. þ. m. fóru fram kosn- ingar á 7 mönnum í bæjarstjórn Kaup- mannahafnar. Fóru þær svo, að hægri- menn urðu ofan á með 2000 atkvæða mun og komu öllum sínum mönnum að. Furðar ýmsa á, að svona skyldi fara, en ástæðan er líklega sú, að allmikið aí vinstrimönnum hefur greitt atkvæði með hægrimönnum við kosningar þessar, því að margir þeirra eru orðnir óánægðir með bandalagið við sósíalista og hafa heldur viljað fá nokkra hægrimenn inn í bæjar- stjórnina, heldur en að sósíalistar yrðu þar í algerðum meiri hluta, svo að þeir gætu orðið einráðir um öll fjármál bæj- arins, þar sem þeir áður voru búnir að koma einum af flokksbræðrum sínum inn í fjármálaborgmeistaraembættið. En ept- ir þessar kosningar eru sósíalistar ekki nema 19 af 41 í bæjarstjórninni. Flinir eru vinstrimenn og hægrimenn. Jafnvel sum blöð vinstrimanna, svo sem »Danne- brog« og »Köbenhavn« láta vel yfir úr- slitum kosninga þessara. Það er jafnvel ekki ólíklegt, að því er ráða má af þess- um blöðum, að þeir vinstrimenn, er ekk- ert vilja eiga saman við sósíalista að sælda, muni skiljast frá þeim, sem halda vilja bandalaginu við þá. Noregur og Svíþjód. Fulltrúar beggja ríkjanna, sem til þess voru valdir að ráðg- ast um, hvort tiltækilegt væri að aðskilja utanríkismál Noregs og Svíþjóðar og skipa sérstaka sendiherra og verzlunarerindreka (konsúla) fyrir hvort rfkið fyrir sig, hafa nú komizt að þeirri niðurstöðu, að hvort ríkið skuli hafa sérstaka verzlunarerind- reka, en deilan um utanríkisstjórnina (skip- un sendiherra og ráðherra) skuli fyrst um sinn látin óútkljáð. Verða þessar tillögur nú lagðar fyrir þing Norðmánna og Svía, en enginn vafi þykir leika á,að þær muni ná fram að ganga. Þetta mál hefur áð- ur vakið töluverðan ríg milli ríkjanna og má því ætla, að með þessu sé rutt úr vegi verulegri tálmun fyrir bróðurlegri samvinnu milli þeirra. Bæði í Noregi og Svlþjóð eru menn almennt ánægðir yfir þessum málalokum. Finnland. Rússar halda stöðugt áfram að beita ójöfnuði við Finna. Embættis- mönnunum er vikið frá embætti hópum saman, vegnaþess að þeir hafa ekki verið svo auðsveipir, sem Rússastjórn hefur ósk- að og ekki viljað fylgja fram ólöglegum skipunum frá henni. Fyrir nokkru síðan var lögreglustjórunum í n borgum vikið frá embætti og mörgum dómurum óg nú síðast hafa 43 prestar fengið sömu skil, af því að þeir vildu ekki stuðla að varn- arskylduútboðinu alræmda. Það er eng- inn efi á þvf, að Rússastjórn ætlar sér að gera Finnland algerlega rússneskt, en Finnar seiglast á móti í lengstu lög án þess að grípa til óyndisúrræða. Bretland. Stjórnin stendur ávallt á fremur veikum fótum, enda hefur hún fátt sér til frægðar unnið, síðan hún kom til valda. Hún hefur enn beðið ósigur við nokkrar aukakosningar. Eini maður- inn í henni, sem nokkuð kveður að, er Chamberlain, enda byggjast allar vonir hennar á honum, og það er jafnvel ekki ólíklegt, að hann taki við stjórnarforust- unni af Balfour innan skamms. Stjórnin hefur fyrir skömmu lagt fyrir þingið frumvarptil landbúnaðarlaga fyrir Irland, sem bæta á úrhinubága ástandi í írska landbúnaðinum, meðal annars með því, að létta undir með mönn- um að eignast ábúðaijarðir sínar, og er mjög mikið fé veitt í því skyni. Frum- varpi þessu hefur verið vel tekið af öll- um flokkum, svo að gera má ráð fyrir, að það nái fram að ganga. Frakkland. Eins og að undanförnu vek- ur viðureign stjórnarinnar við klerka- s k ó 1 a n a og katólsku kirkjuna mesta eptirtekt. 54 munkareglur hafa sótt til þingsins um leyfi til þess, að fá skólá sína viðurkennda af ríkinu. Nefnd sú, sam skipuð var til þess, að fjalla um bæn- arskrár þessar, bjó til þrjú lagafrumvörp úr þeim og lagði til að fella þau öll. Eitt af þessum frumvörpum er búið að bera upp í þinginu. Mótstöðumenn stjórn- arinnar vildu taka hverja umsókn út af fyrir sig, en það varð úr, að öllum þeim munkareglum, sem frumvarpið fjallaði um, 25 að tölu, var synjað um leyfið í einu lagi og hinu sama mega þær búast við, sem eptir eru. Auðvitað eru klerk- ar og allir þeirra fylgifiskar ákaflega gramir út af þessu. Auk skólamálsins á stjórnin einnig í brösum við katólsku kirkjuna út af skip- un biskupsembættanna. Stjórnin þykist ein hafa rétt til þess, að skipa menn í biskupsembættin, en staðfesting páfa sé einungis formsök, en páfinn held- ur því aptur á móti fram, að hann eigi engu minna þar um að ráða en stjórnin. Hvorugur málsaðila vill láta hlut sinn og stjórnin hefur jafnvel haft í heitingum um, að segja upp sáttmálanum við páfann, ef klerkar og páfi hefðu ekki hægt um sig. Þetta kom greinilegast í Ijós í ræðu, sem Combes ráðaneytisforseti hélt, þá einn þingmaður kom með uppástungu um það í öldungadeildinni, að fella í burtu af fjár- lögunum öll útgjöld til katólsku kirkjunn- ar. Combes lagði til, að það yrði ekki gert, en gat þess jafnframt, að ef klerka- stéttin héldi áfram pólitiskum æsingum og neitaði að viðurkenna yfirráð ríkisins, þá mundi verða ógerlegt fyrir ríkið, að halda sáttmálann við páfa og ef til vill mundu þá þeir, sem óskuðu afnám hans og algerðan aðskilnað ríkis og kirkju, ekki þurfa lengi að bíða þess, að óskir þeirra uppfylltust. Þessum ummælum hans var vel tekið. Frá Balkanskag-anum berast nú fá tíð- indi. Óvíst er, hvort nokkuð verður úr uppreisninni í Makedóníu núna í vor. Munu menn ætla fyrst að sjá, hvernig umbætur þær, sem gera á, gefast í fram- kvæmdinni. Stndentaóeirðfr. Það er venjulega ein- ungis á Rússlandi, að getið er um stúd- entaóeirðir, en nú eru einnig ungverskir og spánskir stúdentar farnir að fara að dæmi þeirra og hefja allmiklar óeirðir. Á dánardegi Kossuths (20. marz) söfnuðust um 1000 stúdentar umhverfis háskólann í Buda-Pest og drógu upp sorgarfána. Síðan gengu þeir undir fána og vöktu uppnám fyrir framan hús þau, sem ekki höfðu dregið upp fána. Lenti þeim sam- an við lögregluna og sló í bardaga. Marg- ir af stúdentum særðust og nokkrir dóu skömmu síðar úr sárum. Nefnd af stúd- entum fékk daginn eptir áheyrn hjá ráða- neytisforsetanum Szell og kvartaði yfir aðförum lögreglunnar og krafðist að lög- reglustjóranum væri vikið frá. Szell kvaðst mundu rannsaka mál þetta, áður en hann tæki nokkra ákvörðun. Þessu undu stúd- entar illa og sögðu: »Ef þér viljið stjórn- arbyltingu getið þér fengið hana strax«. I þinginu urðu umræður um þetta mál, tóku ýmsir f strenginn með stúdentum og varð gauragangurinn svo mikill, að gera varð hlé á fundi um stund. Stúdentar hótuðu að ónýta alla kennslu á háskól- anum, þar til þeir hefðu fengið þetta mál útkljáð. Nokkrum dögum síðar tóku þeir þó aptur að taka þátt í kennslunni og að líkindum jafnast mál þetta smátt og smátt. Á S p á n i hefur einnig slegið í bardaga milli stúdenta og lögreglunnar. Á Italíu hafa jafnvel skólapiltar í latínu- og realskólum gert uppþot út af því, að ofmiklar prófkröfur væru gerðar til þeirra. I flestum borgum á Italíu hafa skólapiltar hætt að sækja kennslu. í Bologna gengu þeir um göturnar og hróp- uðu: »Niður með kennslumálaráðgjafann« þar til herlið skarst í leikinn og tvístraði þeim. Ameríka. Námaverkfallið mikla í Bandaríkjunum er nú algerlega til lykta leitt með gerðardómi. Gekk hann heldur f vil verkamönnum. Bandamenn ætla nú að fara að byrja á að grafa Pana- maskurðinn og á því verki að vera lok- ið eptir 8 ár. I þjóðveldunum í Suður- og Mið- Ameríku er sífelldar óeirðir og upp- reisnir, en slíkt er svo altítt, að það þyk- ir engum tíðindum sæta. — Castro, for- seti Venezuelu, lagði niðurvöldin um dag- inn, en tók við aptur skömmu síðar fyrir bænastað þingsins. Ætla menn, að það hafi aldrei verið meining hans að fara frá, heldur hafi hann gert þetta til þess að auka völd sln. Verðlagsskýrslumálið. Mér hefur verið bent á, að „ísafold" hafi gert mál þetta að umræðuefni í 4., 5., 7,. 8. og 9. tölubl. þessa árgangs. Eg hafði ásett mér, að ganga þegjandi fram hjá umræðum um málið, en nú, er yfir- rétturinn hefur tekið svo röggsamlega og óvænt í það, og þannig, að því er sumum kann að virðast, staðfest dylgjur þær, er bornar hafa verið út um afskipti mín af málinu, tel eg eptir atvikum rétt að segja sögu málsins óbjagaða. Það er þá upphaf þessa máls, eða rétt- ara sagt, þessara mála, því að málin voru upprunalega 3, að prófasturinn í Snæfells- nessprófastsdæmi sendi styptsyfirvöldunum 30. júlí 1901 kæru'sérá Helga Árnasonar í Olafsvík, dags. 13. og kæru séra Jóseps Hjör- leifssonar á Breiðabólstað, dags. 29. s. m., yfir því, að vaðmál hefði verið skafið út úr verðlagsskýrslunum úr Breiðuvíkur- Mikla- holts- og Skógarstrandarhreppi haustið 1900 og voru allir 3, svo sem við mátti búast,- sammála um, að fela yrði málið „óviðriðn- um" dómara". Amtmaður fyrirskipaði síðan rannsókn með bréfi, dags. 9., meðt. 21. sept. 1901 og eg tók fyrsta próf í malinu 26. s. m. Eg kall- aði fyrstan manna til yfirheyrslu Sæmund kaupmann Halldórsson, er gegndi embætti mínu í utanlandsfjarveru minni frá 2. nóv- br. 1900 til 9. maí 1901, og síðan skrifara hans og verzlunarþjón Ágúst Þórarinsson Það gerði eg til þess, að komast strax ept- ir því, hvar verðlagsskýrslunum mundi hafa hafa verið breytt. Báðir þessir menn báru það undir eiðstilboð, að allarpessar 3 skýrsl- ur hefðu komið á sýsluskrifstofuna eptir að eg var farinn til útlanda og að þær hefðu allar verið með sömu ummerkjum, er þær komu þangað og þær voru með f réttinum 26. sépt., enda könnuðust hinir ákærðu hreppstjórar við það, að þeir hefðu eigi sent skýrslurnar frá sér fyrri en eptir að eg var farinn. Hreppstjórinn í Skógarstrandar- lireppi, Jón heitinn Jónsson á Narfeyri, og hreppstjórinn í Miklholtshreppi, Stefán Guð- mundsson á Borg, og meðsemjandi hans, Oli oddviti Jónsson á Stakkhamri, könnuð- ust og við það, að þeir hefðu skafið vað- málsverðið út, en báru fyrir, að hlutaðeig- andi prestar hefðu tekið vaðmálið upp í skýrsluna upp á sitt eindæmi og annar presturinn enda þvert ofan í mótmæli með- semjenda sinna, og því hefðu þeir talið sér bæði heimilt og skylt, að draga vaðmálið út úr skýrslunum, er þeir urðu þess varir, að það hafði verið tekið upp. Hreppstjór- inn í Breiðuvíkurhreppi, Ármann Jónsson á Saxhóli, er samið hafði skýrsluna ásamt séra Helga einum,þóttist hins vegar ekkert um útsköfunina vita, en kannaðist þó við, að skýrslueyðublaðið hefði verið óskafið þegar hann tók við því á manntalsþingi vorið 1900, að skýrslan hefði ekki verið í annars manns vörzlum en sínum frá því að hún var samin og þangað til hún var send á sýsluskrifstofuna og að hún liti alveg eins útnú eins og þegar hann sendi hanaþangað í nóvbr. 1900. Eg sendi amtmanni síðan frumprófið 6. desbr. 1901, og gat þess jafnframt, að ekki mundi leiða til neins að höfða mál á móti ofangreindum mönnum, með því að eg leit svo á og lít enn svo á, sem ekkert hegn- ingarvert hafi sannazt upp á þá, en amt- maður fyrirskipaði samt málshöfðun móti þeim öllum. Eg höfðaði stðan mál á móti Stefáni hreppstjóra og Óla oddvita og því lauk hér með sýknu þeirra 20. maí 1902, og sagði amtmaður mér, er eg kom á þing um sum- arið, að sér Kkaði dómur minn vel. Eg gerði ítrekaðar tilraunir til þess að ljúka máli Ármanns um pama leyti og hinna, en þá hafði séra Helgi, sem þó hafði kært málið, stælt Ármann, eptir því sem Ármann skrifaði mér 14. júní 1902, til þess að ó- hlýðnast skipan minni, og síðan, er eg sendi eptir Ármanni, reynt, eptir þvf, sem 2 vitni hafa borið fyrir rétti, að fá mann, enda á sjálfan hvítasunnudag, til að taka Ármann af útsendurum mínum. Ármann sagði mér seinna, að auk séra Helga hefði Kristján Þorgrímsson 'í Reykjavík stælt sig upp í ó- hlýðni við mig, og eitthvert tal þóttist hann lfka hafa átt við Kristján Jónsson yfirdóm- ara um mál sitt. Vegna tregðu Ármanns og rúmlegu hans í sumar, varð mál hans ekki útkljáð í héraði fyr en 18. okt. f. á. Hins vegar komst aldrei svo langt, að mál yrði höfðað gegn Jóni heitnum á Narf- eyri. Hann lagðist banaleguna eptir miðj- an apríl 1902 og héraðslæknirinn réði í bæði skiptin, sem eg leitaði álits hans, bæði fyrri og seinni hluta legunnar, skrif- lega frá, að taka Jón fyrir rétt. Af því, sem hér er sagt, mun hver heil- brigður maður sjá, að mér getur ekki verið til að dreifa um neina hlutdeild f því, að vað- málsverðið var skafið út úr framangreindum skýrslum haustið 1900, enda mun enginn hafa talið sér fært, að telja almenningi trú um pað, en hitt er látið klingja, að eg hafi, mér til kjörfylgis, stuðlað að því, að tóvara var ekki verðlögð í svo mörgum hreppum hér haustið 1899, að hún yrði tekin upp á verðlagsskrá sýslunnar, en það er jafnósatt ög hitt, enda gat mér ekki gengið nein kjörfylgisþörf til þess, því að sýslunefndin hafði vorið 1899 í einu hljóði skorað á mig að gefa kost á mér, og jafnframt heitið þvf, að fyrra bragði, að styðja kosningu mína móti hverjum sem væri. Tildrögin til þess, að tóvara loksing var feld úr verðlagsskránni eru allt önnur. Þau liggja blátt áfram í nýju verðlagsskýrslulög- unum, sem voru birt almenningi í Stjórnar- tíðindunum í desember 1898, enda hef eg haft þann sið, síðan eg tók við sýslunni, að skýra, svo sem sjá má í þingbók- unum, fyrir bændum á manntalsþingum öll þau lög, er komið hafa út milli manntals- þinga. Á manntalsþingum i89(ý skýrði eg þannig, meðal annara laga, nýju verðlags- skýrslulögin frá 6. nóv. 1897, sagði bænd- um, hvað útheimtist til þess að taka bæri þá og þá v,öru upp í verðlagsskýrslurnar, sem sé, i., að varan væri þeirrar tegundar sem venja er að telja til verðlagsskrár, 2., að varan hefði „gengið" kaupum og sölum þ. e. verið seld og keypt nokkuð almennt, 3., fyrir peninga, 4., f hreppnum þar, sem hún er verðlögð, 5., frá 1. okt. fil jafnlengd- ar næstliðið ár. Og eg þori óhræddur að leggja það undir úrskurð allra löglesinna manna, óvina jafnt sem vina, að því að eins er skylt að verðleggja einhverja vöru- tegund, að hún fullnægi öllum nýnefndum skilyrðum. Annað mál er hitt, að taka md vöru upp í verðlagsskýrslu, þótt hún hafi ekki gengið f hreppnum móti peningum á síðastliðnu ári, en þó því að eins, að hún gangi þar venjulega kaupum og sölum fyrir peninga. Áður en nýnefnd lög komu út, var verð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.