Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.04.1903, Blaðsíða 4
59 Auglýsing um f 1 othy Iki. Undir umsjón Landfræðisfélagsins í Fíladelfíu hafa verið gerðar tilraunir til að rannsaka strauma Norðuríshafs- ins. Tilraunir þessar nefnast Melville- Bryant flothylkistilraunir (Melville-Bry- ant Drift Cash Experiment). Þær eru í því fólgnar, að kastað er af skipi úti í hafinu flothylkjum með miða, sem á er ritað, hvenær og hvar o. s. frv. hylkinu er *kastað út. Um síðustu þrjú ár hefur verið kastað út frá hvalveiða- skipum og fleirum skipum 35—50 af þessum hylkjum. Fyrirsögn miðanna er þannig: Melville-Bryant Drift Cash to determine the direction of Arctic Currents. Það er von þeirra manna, er fyrir tilraunum þessum standa, að hylki þessi komi fram við Spitzberg- en, Franz Jósefsland, Nova Zembla, ísland eða austur- eða vesturströnd Grænlands, og að þeim verði haldið til skila, ef þau finnast. Því er hér með skorað á skipstjóra á íslenzkum skipum og aðra lands- menn, sem kynnu að finna hylki þessi, að hirða þau, rita á miðann, sem er í hylkinu, — í eyðu, sem til þess er ætluð, — nafn finnanda, fundardag og fundarstað, og senda síðan mið- ann annaðhvort til þess yfirvalds hér á landi, er hægast er að ná í, eða þá beint til áðurnefnds Landfræðisfé- lags með þessari utanáskript: Geographical Society Philadélphia U. S. A. Landfræðisfélag þetta greiðir allan kostnað, er af því flýtur. Reykjavík 4. apríl 1903. Landshöfðinginn yfir íslandi Magnús Stephensen. Jón Magnússon. Lýðháskólinn verður haldinn í Reykjavik næsta vetur frá 1. okt.—1. apríl, og tekur jafnt á móti konum sem körlum. Kennslutíminn verður aukinn að mun frá því sem var í vetur. Fer kennslan fram í fyrirlestrum 3 stundir á dag í þess- um námsgreinum : Sagnvísindum (þar með talin þjóðmenningar- og bókmennta- saga), n á tt ú r u fræ ð i, þjóðmegunar- og hagfræði, mannfræði (þekking á líkama og sál o. s. frv.), landafræði og biblíuskýring. Auk þessa verður 3 stunda kennsla á degi í íslenzku, dönsku, ensku, reikning, söng og dráttlist. — Líkamsæfingar verða hafðar, ef ástæður leyfa. Ef einhverjir nemendur óska, að taka ekki þátt í öllum námsgreinunum, geta þeirfengið það. Þó verða allir að taka þátt í aðalnámsgrein skólans, í öllum greinum sagnfræðinnar (10 stundir á viku); borga þó allir jafnt kennslulaup, 25 kr. yfir allan tímann. Nemendur úr sveit geta tengið eins ódýr- an kost og tíðkast við gagnfæðaskólana, ef minnst 10 eru saman. Þeir, sem ætla sér að sækja skólann næsta vetur, verða að hafa sótt um hann í seinasta lagi í ágústmánuði til undirrit- aðs. Rvík, 7/4 1903- Sig. Þóró If s son. j^RÚKUÐ FRÍMERKI frá íslandi eru keypt háu verði. Verð- listi ókeypis. N. S. NEDERGAARD. Skive — Danmark. Beztu kaup á húsum í Reykjavik útvegar kaupm. Jón Helgason. Spyrjendur þurfa enga borgun að greiða fyrir munnl. upplýsingar. Orlitla þóknun, er skriptir útheimtast. Skrifstofa Aðalstræti 1 4, opin til þess starfa frá 9—10 f. m., 6—7 e. m. Notið þetta tilboð og þið munið græða á því. Adr. kaupm. Jón Helgrason, Rvík. UMB0Ð5MAÐUR beztu KLÆÐAVERKSMIÐJUNNAR Á íslandi er kaupmaður JÓN HELGASON, Aðalstræti 14. Góðar, íslenzkar vörur teknar sem borgun upp í vinnulaunin á tauunum eptir samkomulagi við umboðsmanninn. Proclama, Með því viðskiptabók nr. 136 við sparisjóð Húnavatnssýslu hefur glatazt, er hér með samkv. tilsk. 5. jan. 1874 skorað á þann, er kynni að hafa téða bók í höndum, að segja til sín áður 6 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. . í stjórn sparisjóðs Húnavatnssýslu. Blönduósi 17. marz 1903. Gísli ísleifsson. Pétur Sœmundsen. Auglýsing. Samkvæmt skýrslu sýslumannsins í Skaptafellssýslu fannst rekið höfuð- laust lík á Þykkvabæjarfjöru í Land- broti 30. des. f. á. Fatnaði á líki þessu, sem var nokk- uð heillegur frá mitti niður úr, er hér með lýst á þessa leið: Leðurstígvél, hnéhá, nokkuð forn, en sólar nýlegir. Gráir heilsokkar, maskínuprjónaðir, úr íslenzku ullar- bandi, merktir L. A.; merkið er glöggt; tengsli var við annan sokk- inn. Háleistar úr sama efni, ómerktir. Nærbuxur úr einskeptu, hvít uppi- staða, ívef ljósgrátt, úr íslenzkri ul); tvær hnepslur eru saumaðar á streng- inn að framanverðu, hvor sínu meg- in^. úr gulleitu kantabandi; undir annari hnepslunni sást móta fyrir óglöggu merki líkast „A“, saum- uðu með sama merkiganni og merk- ið í sokkunum. Sokkabönd, brugðin, ljósrauð og svört; á þeim er íslenzkt handbragð, sem nú er orðið mjög fátítt („odda- brögð"), og þau eru úr íslenzkri ull. Mittisól úr sútuðu skinni. Utanyfirbuxur úr þykku klæði „marine" bláu. Líkið var grafið á kostnað Kirkju- bæjarhrepps. Suður- og Vesturamtið, Reykjavík 2. apríl 1903. J. Havsteen. Samtal. S.: „Hvar fæ eg rafmagns- plettering á skeiðar, gaffla og fleira, er að borðbúnaði lýtur?" Þ.: „Það færðu í Lindargötu 16". S.: „Mér liggur á að fá það gert fyrir páskana". Þ.: „Já, það geturðu líka fengið". S.: „Fæ eg líka gyllt og forsilfrað ?“ Þ.: Þetta færðu allt gert, og hvergi eins ódýrt". S.: „Með leyfi. — Hvað heitir smiðurinn, sem leys- ir þetta allt af hendi?" Þ.: „Hann heitir Magnús Þórðarson. STAM. Þeir, sem vilja fá hjá mér leið- beiningar til þess að losast við stam, komitil mín 15, maí næstk. Morten Hansen Rvík. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er með skor- að á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Magnúsar Þórarinssonar frá Miðhúsum í Rosmhvalaneshreppi, er andaðist 11. jan. þ. á., að lýsa kröf- um sínum og færa sönnur á þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður en en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessararar innköllunar. — Skrifstofu Gullbr.- og Kjósarsýslu 30. marz 1903. Páll Einarsson. Proclama. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla, sem telja til skuldar í dánarbúi Guðmundar ívarssonar frá Brunnastöðum, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skipta- ráðanda, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar aug- lýsingar. — Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 30. marz 1903. Páll Einarsson. Proclama, Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Jóns vitavarðar Gunnlaugs- sonar á Reykjanesi. að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituð- um skiptaráðanda áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. — Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 30. marz 1903. Páll Einarsson. Uppboðsauglýsing. Á þremur opinberum uppboðum, er haldin verða kl. 4 e. h. mánudagana 11. maí, 25. maí og 8-júní næstkom- andi verða eptirgreindar jarðir tilheyr- andi dánarbúi Guðmundar ívarssonar á Brunnastöðum boðnar upp og seld- ar hæstbjóðanda: 1. ‘A heimaj'órðin Brunnastaðir í Vatnsleysustrandarhreppi með íbúð- arhúsi úr timbri og öðrum tilheyr- andi húsum. 2. Austurkot, hjáleiga frá Brunnastöð- um og 3. Elalakot sömuleiðis lijáleiga frá Brunnastöðum. Tvo hin fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu sýslunnar, en hið síðasta á eigninni, sem, selja á. Söluskiimálar verða birtir á uppboð- unum. — Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 30. marz 1903. Páll Einarsson. Gott boð. Stórmerkileg' sögubók eptir frægan norskan liöfund, verð í Noregi kr. 1,80, fæst á íslenzku ókeypis. Þetta þykir ótrúlegt, en er þó satt. — Nýir áskrifendur að blaðinu Frækorn, IV. árg. 1903, sem senda borgun fyrir blaðið til undirritaðs útgefanda fyrir 15. maí næst- komandi, fá ekki einasta blaðið allt árið, heldur líka, senda sér með 1. ferð í vor hina stórmerkilegu bók : „Týndi faðirinn“ eptir Árna Garborg. , Bók þessi er vandlega þýdd úr nýnorsku. Utgáfa hennar er vönduð og lagleg. Pappír finn og prent skýrt. Mynd af höfundinum fylgir. Hér er þvl ekki að ræða um lé- tega kaupbætisskruddu, heldur um fyrir- laks ritverk, sem allir geti hatt gagn at að lesa. Upplagið er lítið, en eptirspurnin verð- ur að líkindum mikil. Því eru menn hvattir til þess, að nota tækifærið sem allra fyrst. Utsölu á blaðinu hefurí Reykja- vík Jón Jónsson, Klapparsttg 9. David Östlund. adr. Seyðisfirði. Heimsius vöndnðustu og ódýrustu 0rge 1 og Pian0 fást fyrir milligöngu undirritaðs frá: Mason & Hamlin Co, Vocalion Organ Co, W. W. Kimball Co, Cable Co, Beet- hoven Piano & Orgau Co. og Messrs. Corn- ish & Co. Orgel úr hnottré með 5 áttundum, tvö- földu hljóði (122 fjöðrum). o. s. f. kostar í umbúðum á „Transit" í Kaupmannahöfn 150 krónur. Enn vandaðra orgel úr hnot- tré með 5 áttundum. þreföldu hljóði (177 fjöðrum. þar af 28 Contrabassafjaðrir) o. s. f. kostar í umbúðum í K.höfn 230 krónur. Þetta sama orgel kostar hjá Petersen & Steenstrup í umbúðum 347 krónur og- 50 aura. Önnur enn þá fullkomnari orgel tiltölulega jafn ódýr. Orgelin eru í minni ábyrgð frá Ameríku til Kaupmannahafnar, og verða að borgast í peningum fyrirfram, að undanteknu flutn- ingsgjaldi frá Kaupm.höfn hingað til lands. Verðlistar með myndum, ásamt nákvæm- um upplýsingum, sendast þeim sem óska. Einka-umboðsmaður á Islandi. Þorsteiiiu Arnljótsson. Sauðanesi. K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta menn fengið tauin um leið og sendingin er afhent. Eftir nokkurn tíma verður nóg fyrirliggjandi af tauum. Eptir 14. maí verður afgreiðslan á Laugaveg 24, 1111 Laugaveg 31. Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson. Til neytenda liins ekta KÍ N A-LÍFS-ELí XÍRS. Með því að eg hefi komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- írinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fluttar af honum til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-elixír með merkjunum á miðanum: Kínverja með glás í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Friderikshavn, og—þ — í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína á Nyvej 16, Köbenhavn. Waldeinar Petersen Frederikshavn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.