Þjóðólfur - 24.04.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.04.1903, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 55. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. apríl 19 03. Xa 17. jftudÁidá jffa/ufœAÍrv Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Útlendar fréttir. —o-- Kanpmaimíiltöfn io. apríl. Frakkland. Loks komst þá D r e y - fu s m ál i ð á dagskrá í franska þinginu 6. þ. m., þá er gera átti út um, hvort kosn- ing þingmanns eins, sem Syveton heitir, vseri lögmæt. Jaurés ásakaði hann um, að hafa notað til að afla sér kosninga- fylgis falsað bréf frá Vilhjálmi keisara, sem mótstöðumenn Dreyfusar höfðu not- að til þess að sakfella hann. Syveton var hrundið frá þingmennsku, en af þessu spunnust allmiklar umræður um Dreyfus- málið, er stóðu yfir í tvo daga. Auk hins falsaða bréfs frá Vilhjálmi keisara, er menn vissu um áður, kom Jaurés fram með annað bréf, er áðttr hefur eklíi verið kUnnugt um. Það var frá Pellieux hers- höfðingja, sem var aðalmálflytjandi hers- höfðingjaráðsins í Zolamálinu, til hins þáverandi hermálaráðherra, Cavaignac. I bréfinu, sem er dagsett 31. ágúst i8q8, biður hann um lausn frá embætti, því að hann hafi komizt í klær samvizkulausum mönnum og hann geti ekki lengur borið traust til yfirboðara sinna, sem hefðu lát- ið hann byggja á fölsuðum skjölum (nfl. keisarabréfinu). Með þessu bréfi var það fullkomlega gefið í skyn, að Cavaignac hefði vitað um skjalafölsunina, en hann gerði þó ekkert til þess, að bera það af sér, heldur stakk hann bréfinu undir stól og sýndi það jafnvel ekki ráðaneytisfor- setanum (Brisson). Brisson gerði nú all- mikla árás á Cavaignac í þinginu og sagði, að hann mundi þegar í stað hafa verið ákærður, ef sakauppgjöf hefði ekki verið veitt öllum, sem við Dreyfusmálið hafa verið riðnir. Cavaignac reyndi að verja sig, og tók það ráð, að neita öllu. Jaurés las einnig upp bréf frá lækni ein- um, Dumas að nafni, sem var vinur Merle hershöfðingja, eins af dómurunum f Renn- es. í samræðum milli þeirra hafði Merle sagt, að hann hafi fengið fulla sönnun fyrir sekt Dreyfusar og byggði hann það i keisarabréfinu, sem menn nú vita, að er falsað. Hermálaráðherrann, André, lýsti yfir því, að það væri ætlun stjórnarinnar að komast að sannleikanum f þessumáli, Og hann væri því fylgjandi, að nefnd manna, sem í væru hæfilega margir lög- fræðingar, væri skipuð til að rannsaka málið. Jaurés og Brisson komu nú rneð uppástungu til rökstuddrar dagskrár, þar sem látin er í Ijósi ósk um, að stjórnin láti hefja rannsókn, en miðlunarmönnum undir lorustu Ribots tókst aðkomahenni fyrir kattarnef. Ribot hélt allmikla ræðu og kvað þingið ekki eiga að skipta sér af Dreyfusmálinu, því að það væri dóms- mál og þvf alveg óviðkomandi. Var því dagskrá Jaurés og Brissons felld, en sam- þykkt önnur, er lýsti yfírtrausti til stjórn- arinnar, en kvað Dreyfusmálið eiga ein- ungis að koma til kasta dómstólanna. Mönnum kemur ekki saman um, hver verða muni árangurinn af þessum aðgerð- um þingsins. Sum blöðin segja, að upp frá þessu muni ekki verða hreyft við Dreyfusmálinu, en önnur álíta, að um- ræðurnar hafi fært menn töluvert nær sannleikanum, en þegar öllu er á botn- inn hvolft, virðist töluvert minna hafa orð- ið úr þessu en til var ætlast og óvíst, hvort það getur haft nokkur verulegáhrif á Dreyfusmálið. Stjórnin skilur atkvæða- greiðslu þingsins á þá leið, að ekki beri að skipa nefnd til að rannsaka málið, en hún felur aptur André hermálaráðherra að rannsaka sjálfur, ef hann álítur þess þörf, skjöl þau, sem rætt var um í þing- inu. En hvort nokkur árangur kann að verða af því, er ekki unnt að segja. Hollaud. Nóttina milli 5. og 6. þ. m., var ákveðið, að almennt verkfall skyldi hafið til þess að neyða stjórnina, ef unnt væri, til að taka aptur lagafrum- vörp sín. Stjórnin hraðaði þeim, sem hún mátti og urðti þvf verkmenn að bregðast skjótlega við, ef þeir ;vildu ekki gefast upp alveg að óreyndu. En stjórn- in lætur engan bilbug á sér finna. í gær voru frumvörp hennar samþykkt af þing- inu með öllum þorra atkvæða. Stjórnin hefur gert allt, sem henni var unnt til þess að ónýta verkfallið. Hún hefur skip- að herliði á járnbrautarstöðvarnar og fram með brautunum til þess að vernda þá verkmenn, sem ekki legðti niður vinnuna, og sjá urn, að sporin yrðu ekki skemmd. Hefur tekizt að láta nokkrar lestir ganga, þrátt fyrir verkfallið, en mikil vandkvæði hafa þó verið á því og hafa menn orðið að notast við óvana menn til margra hluta. Það var svo ráð fyrir gert, að verkfallið skyldi ná til verkmanna í öllum greinum um allt Holland og hafa þeir vfðast hvar lagt niður vinnuna að meiru eða minna leyti. Damnörk. Vilhjálmur keisari fór héðan aptur að kveldi hins 5. þ. m., er hann hafði dvalið hér í bezta yfirlæti í 4 daga, einum degi lengur en hann ætl- aði sér í fyrstu. Hann skoðaði borgina í krók og kring og lét sér mikið finnast um kjörgripi hennar, einkanlega ljósfræð- isstofnun Einsens læknis og kvaðst hann mttndu kosta kapps um, að fá samskon- ar stofnanir settar á fót heima hjá sér í Þýzkalandi. Dáðust Kaupmannahafnar- búar að fjölhæfni hans og margháttuðu þekkingu. Bæði dönsktt og þýzku blöð- in telja för hans mikilvæga, að því leyti sem hún muni mjög stuðla að því, að efla frið og vináttu milli Dana og Þjóðverja. Jafnvel Suðurjótar vona, að hún nntni ef til vill gefa tilefni til, að hætt verði of- sóknunum gégn þjóðerni þeirra. Finnland. Rússakeisari hefur rneð til- skipttn 26. f. m. aukið mjög-vald land- stjórans á Finnlandi. Ef honum lfkar ekki við aðgerðir embættismannanna, hef- ur hann leyfi til, upp á eigin spýtur, að taka til allra þeirra ráða, er honum þyk- ir henta. Tyrkland. Rússneski konsúllinn í Mit- rovitza, setn áður er getið um, að særð- ur hafi verið, þá er Albanar gerðu árás á borgina, er nú dauður af sárum sínum. Þetta vilja Rússar eigi láta vera óhegnt og hafa því fastlega skorað á Tyrki að bæla niður uppreisn Albana og þora þeir að líkindum ekki að þverskallast við því. Tyrkir eru nú eins og milli tveggja elda, annarsvegar eru Albanar, sem hefja upp- reisn af því, að þeim þykir umbæturnar, sem gera á í Makedóníu, allt of miklar, en hinsvegar eru Makedónfubúar, sem viðbúið er, að geri uppreisn þá og þeg- ar, af því að þeim þykir umbæturnar allt of litlar. Fregn hefur borizt um, að Make- dóníubúar ætli að hefja uppreisn 15. apr- 11, en ekki er víst, hvort hún er áreiðan- leg. _____________ Serbía. Einkennileg stjórnar- bylting var þar háð um daginn. Al- exander konungur gaf út tilskipun, þar sem hann lýsti yfir því, að stjórnarskráin væri úr lögum numin, stjórnin uppleyst og nokkur ný lög svo sem prentfrelsislög, sveitastjórnarlög og kosningalög voru einn- ig úr gildi numin og lög þau, er áður höfðu verið um þau efni, sett 1 staðinn. En er þetta var að gert, gaf konungur út aðra tilskipun, þar sem hann lögleiddi stjórnarskrána aptur og tók sér aptur hina gömlu ráðherra. Landið var því einung- is stjórnarskrárlaust í hálfa klukkustund, rétt á meðan verið var að afnema lögin, sem konungi var svo illa við. Ítalía. í Rómaborg hefur verið hafið mikið v e r k f a 11. Prentararnir byrjuðu og síðustu dagana hafa engin blöð komið þar út, en aðrir verkmenn hafa einnig gengið í lið með þeim, svo að tala þeirra, er lagt höfðu niður vinnuna, var í fyrra dag orðin 25 þús. Eptir hraðfrétt | í gær, eru þó líkur til, að unnt verði að gera enda á verkfallinu innan skamms með málamiðlun. Spánn. Stúdentaóeirðirnar halda áfram enn þá. I Salamanca sló í bardaga milli stúdenta og hermanrtanna og féllu 3 stúdentar. Háskólunum hefur víða verið lokað og verkamenn hafa geng- ið í lið með stúdentunum. Óánægjan er mjög almenn og menn ætla, að vel geti svo farið, að stjórnin verði að fara frá völdum. Marokkó. Þao er nú svo að sjá af fréttunum þaðan, sem uppreisnarmönnum veiti heldur betur. Hár aldnr. í Telekhaza á Ungverja- landi andaðist 28. f. m. 1 14 ára gömul ekkja, fædd 1789, sama árið og stjórnar- byltingin mikla hófst. Þá er gamla kon- an var 106 ára, sat hún brúðkaup barna- barnabarnabarns síns. [Eptir »NeuesWien- er Tagblatt« 3. apríl]. ,Víkingarnir á Hálogalandi*. eptir Hinrik Ibsen hafa fyrir skömmu verið leiknir hér í »Leikfélagi Reykja- víkur« í síðasta sinn á 2. í páskum (13. þ. m.), og er störfum félagsins með því lokið í þetta sinn. Leikrit þetta hefur einu sinni áður verið leikið hér, vetur- inn 1892, og þótti allvel takast, en yfir- leitt hefur það þó tekizt betur nú. Eink- um voru Hjördís og Sigurður betur leik- in nú, en 1892. Örnólí úr Fjörðum lék sami maður í bæði skiptin (Kr. Ó. Þor- grímsson), en öllu betri virtist oss hann 1892 en nú, og getur það meðfram stafað af því, að nú eru menn farnir að gera meiri kröfur til leikenda, en menn gerðu þá. En þótt leikmennt hafi mikið farið fram hér næstl. 10 ár, þá er leikkröptum þeim, sem vér höfum nú yfir að ráða enn ofvaxið, að sýna þetta Ibsens leikrit þann- ig, að nokkur nautn geti verið að horfa á það. Til þess þarf ekki að eins leikur hvers einstaks leikanda að vera frábær- lega góður, heldur verður einnig útbún- aður allur á leiksviðinu, búningar og leik- tjöld að vera ágætt, því að leikritið út- heimtir þetta allt í fyllsta mæli, til þess að »gera lukku«, eins og kallað er. Leik- rit þetta er eitt meðal hinna elztu, en ekki helztu leikrita Ibsen’s, og þessi mikli snillingur er svo margir dá, hefur ekki verið verkefninu fullkomlega vaxinn, llk- lega sakir ónógrar þekkingar á fornsögum vorum og lyndiseinkennum fornhetjanna. Hann virðist hafa mest hugsað um að koma sem víðast við, og reyna að bræða saman í eina heild ýmsa »karaktera« úr sögum vorum. Þetta sést Ijósast á aðal- persónunni í leiknum, Hjördísi, sem höf. hefur rnest vandað til. En einmitt af því hún kemur fram sem bræðingur úr Brynhildi Buðladóttur, Guðrúnu Gjúka- dóttur, Guðrúnu Ósvífsdóttur og Hallgerði langbrók, verður hún sjálf öll í hálfgerð- um molum, af því að skáldinu befur ekki tekizt að gera samsteypuna að neinni við- unanlegri heild, og býður því áhorf- endunum þar brotasilfur í staðinn fyrir vandaðan smíðisgrip úr gulli, er Hjördís gæti verið og ætti að vera. Vegna þess- arar samsteyputilraunar brýtur skáldið og víða bág við söguleg sannindi, eins og t. d. þá er hann lætur óarga hvítabjörn liggja úti fyrir skemmu Hjördísar á Is- landi(I), því að eins og allir vita, voru þess engin dæmi hér. En bæði þetta og margt annað viðvíkjandi hátterni Hjördfs- ar, er að eins fleygað þarna inn, til þess að koma því að, án tillits til þess, hvort það fellur vel eða illa í heildina. En vegna allrar þessarar samsuðu á Hjördísi verður hún svo afarerfið viðfangs á leiksviði. Það þarf frábærlega mikla leiklist til að gera hana hugcnæma, hugfangandi og aðdáun- arverða á leiksviðinu. Skátdið hefurgert hana svo úr garði, að leikandanum verð- ur mjög hætt við að láta mest bera á nornahættinum, stórmennskunni og frekj- unni. En þá er hlutverkið illa af hendi leyst. Frk. Gunnþórunn, sem lék Hjördísi, reyndi auðsjáanlega til að láta bera að minnsta kosti eins mikið á góðu, göfugu hliðunum, á hinum kvennlegu tilfinning- um hjá Hjördísi, og það tókst henni sum- staðar mætavel, t. d. í samtalinu við Sig- urð, þá er hún kemst að því, að hann hafi elskað hana. Leikur hennar þar 1 3. þætti var ágætur, og mundi engin leik- kona hér betur gert hafa. Það sem leik hennar var ábótavant að öðru leyti, en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.