Þjóðólfur - 24.04.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.04.1903, Blaðsíða 3
67 sig við valtýskuna 1897 og Þ°tti hún ágæt vera stöðugt á harða hlaupum á eptir heima- stjórnarmönnum alla stund síðan og eigna sér það, sem h.stj.m. hafaáunnið í stjómmálabar- áttu sinni. Hvað eptir annað hafa Valt.m. hlaupizt burtu frá því, sem þeir hafa verið sjónvitlausir í að lemja áfram, meðan þeir sáu’ sér það fært. Þeim hefur farið eins og rottunum, að þeir hafa yíirgefið skipið, er það var að sökkva, og kornið fram í nýjum ham eptir hvern ósigur, en ávallt hefur það verið sama eilífa valtýskan, sem þeir segjast fylgja, þótt hún í raun og veru sé alveg dauð og grafin. Búsetan t. d. er hávaltýsk(I!) þótt Valtýingar hafi barizt gegn henni með hnúum og hnjám, meðan þeir gátu Og allir þeir sem búsetuna styðja eru þar af leiðandi hávaltýskir(l), og Þjóð- ólfur ekki sízt. Náttúrlega. Þá er valtýsk- an á að vera fólgin í því, að vilja taka því sem fáanlegt erí hvert skipti, þá eru allir heimastjórnarmenn, er taka vilja búset- una, af þv! að þeir álíta ekki meira fáanlegt, valtýskir. Hvað það er, sem í boði er, skiptir auðvitað engu frá sjónarmiði Valtý- inga. Búsetan er auðvitað ekki meira virði í þeirra augum, sjálfsagt miklu lakari, en valtýska hneykslið frá 1897, frv- sAn Valtýr flutti fyrst, en við það frv. er valtýskan rétt kennd, og hefur aldrei annað verið en sú ómynd með búsettum ráðgiafa í Höfn og afnámi 61. gr. stj.skrárinnar án nokkurra endurbóta á stjórnarfarinu. „Gamli Vaítýing- urinn" í ísunni síðast, sem var svo gramur yfir því, að Þjóðólfur hefur dregið svika- duluna ofan af þessum fáránlega tvíveðr- ungs- og óheilindaflokki rná gjarnan kalla Þjóðólf „hávaltýskan", af því að hann styð- ur búsetufrv. heimastj.manna. Valtýingar hafa nú hvort sem er eins og endranær engin önnur fangaráð, en að reyna að villa heimildir á sér fyrir þjóðinni, og þessvegna er eðlilegt, að þeir kalli alla hával- týska sér til huggunar, nú þegar sigurvonin fyrir þá er engin. Þá er að reyna að hanga á nafninu, og muna eptir þvf, að kalla ept- irleiðis hvern meiri hluta stjórnmálaflokk í landinu „valtýska flokkinn", hvernig sem allt veltist. Þá geta mannatetrin alltaftal- ið sig í meiri hluta. En vei þeim aumu og örþrifráða Valtýingum á þessum tímum, flokki, sem nú lifir á brellum einum og blekkingum, og grípur í örvinglan sinni hálmstrá Landv.m. til að hanga á við næstu kosningar. Verði þeim „sameinuðu" að góðu I Sami náungi, sem ritar um „hávaltýskuna" f Þjóðólfi f sambandi við búsetuna, er með öðru dularnafni að peðra úr sér rokna vit- leysu um „sameiginlegu málin", og hvað Þjóðólfur hafi sagt um þau. En það vill svo vel til, að hann gefur sér sjálfum á munn- inn, með þvf að setning sú, sem hann til greinir úr Þjóðólfi sannar einmitt, að ómerk- ingurinn fer nteð staðlaust bull og ósann- indi, því að í Þjóðólfi er það skýrt tekið fram, að sameiginlegu málin -séu nokkuð, sem ekki v e r ð i losuð undan afslciptum Dana, því að það Iiggi f hlutarins eðli að sjálfsögðu. Meðan landið er ekki losað úr öllu sambandi við Danmörku er tilgángslaust að vera að fjargviðrast um sameiginlegu málin sem alrfkismál. Það veit hver maður, og það var einmitt vikið að þvíí Þjóðólfi, að þau mál kæmu því ekkert deiluefninu við. Útúrsnúningar og þvogl þessa ísafoldar- Styrs um þetta virðist benda á, að greinin um „alþingiskosningarnar" í síðasta blaði Þjóðólfs hafi komið óþægilega við kaun þessa náunga. Það skyldi ekki vera, að þessi heimski „Styr" væri einhver þing- mennsku-kandídat þeirra Valtýinganna? En ritstj. málgagnsins ætti að nenna að lesa yfir það, sem að honum er rétt, og láta ekki fiokksbræður sína teðja völlinn í fsunni ept- irlitslaust og takmarkalaust. Það er meira en nóg bullið sem þar birtist stöðugt frá sjálfs hans brjósti, þótt hann sé ekki að drýgja áburðinn meðósannindaleprufrá hinnm og þessum Skugga-Sveinum, sem hafa sér það til dægrastyttingar, að fylla eyðurnar hjá honum með því, sem þeir álfta við hans hæfi, og kýma svo að öilu á eptir, segjandi: Hann hirðir allt, trúir öllu, karltetrið. Ráð við mannorðs-stelsýki, Motto: Rauða kussa r .. . . við rétt um miðaptaninn; hún hefur lengi haft þann sið. „ísafold" hefur lengi „haft þann sið", að leitast við að sverta mótstöðumenn sína f augum almennings. Hefur björn þá optast látið ófarna braut sannleikans, en rangfært og snúið út úr orðum þeirra og gerðum á alla vegu. Til að sannfærast um þetta, þurfa rnenn ekki annað en líta í ísafold, sem fyr og sfðar er full af slíkri rangfærslu Jafnframt hefur það og verið önnur aðal- dægrastytting björns, að reyna að gera þá menn hlægilega, sem leyfa sér að mótmæla heimsku hans ogleiðrétta „göt" hans. Þann- ig flytur ísafold grein, hér á dogunum, með fyrirsögn : „Ráð við ofmetnaðarbrjálsemi" og undirskrifaða af „gömlum lækni". Kvartar „collega" þar mest yfir því, að Lárus sýslu- maður Bjarnason sýni sér ekki tilhlýðilega undirgefni og auðmýkt(!) og er að bolla- leggja, hvaða ráð væri bezt við þessu. I þvf sambandi fer hann að tala um „líkam- legt of beldi", og virðist greinin meðfram vera nokkurskonar herhvöt til hinna sameinuðu, nfl,, að ná því nieð líkamlegum kröptum og ofbeldi, sem þeir ekki geta náð með göf- ugri aðferðum! En fullvissa skal eg þá sameinuðu um það, að f slíkum viðskiptnm mundu þeir eigi síður fara halloka fyrir heimastjórnarmönnum, heldur en í deilum þeim, sem flokkarnir hafa átt f. Greinin ber annars með sér svo greinileg fingraför ritháttar bjarnar gamla, og er, eins og fleiri greinar eptir hann, eða sem blað hans hefur flutt, skrifað undir áhrifum veiki þeirrar, erá læknamáli nefnist mannorðs- stelsýki. Það er illlæknandi veiki, og alveg óvíst, að „þeir f Ameríku" hafi nokk- ur ráð til að lækna hana. Eina óyggjandi ráðið er aftaka (execution), en fjarri mér er, að ráða til þess, mannúðlegra er að fjar- lægja fáráðlinga þessa frá umgengni við mannlegar verur og flytja þá eitthvað langt burt frá mannabyggðum. Uppástunga mín verður þá sú, að „collega" sé fluttur suð- ur f Geirfuglasker eða norður í Kol- beinsey og með honum Dyrhólagatistinn og Landvarnarpabbi, sem þjást af sömu van- heilindum. — Auðvitað þyrfti að sjá þeim fyrir matarforða, því að ómannúðlegt væri að svelta þá í hel, og sting eg upp á, að sá kostur sé grásleppa, en þó mest mar- hnútar, með því að hjá Eskimóum kvað sú aðferð gefast allvel við slíkri veiki. Þó er veikin mjög sjaldgæf hjá þeim og eins hjá rauðskinnum í Norður-Ameríku, en þeir setja pípu við veikinni, en viðhafa í stað vatns spiritus eða steinolíu. Báðar aðferð- irnar lina veikina, en lækna alls ekki til fulls. Væri þetta máske reynandi við þess- konar garrna hér. — Annars er bezt að halda sér sem lengst frá þeim og eiga ekki mök við þá; og ekki kemur til neinna mála að fara að halda þeim í „bónda-beygju"; til þess hafa líka allir góðir menn allt of mik- inn viðbjóð á þessum skepnum. Enda eg svo greinarstúf þennan með þeirri ráðleggingu til uppgjafa-valtýinganna (0: hinna sameinuðu, og mættu þeir einu nafni nefnast landeyðumenn), að þeir leggi nú niður vopnin og hætti að standa með strákskap og villimannaæði uppi í hár- inu á heimastjórnarmönnum, því að það er öllum heilskyggnum mönnum auðsætt, að þeir eru ekki til annars nýtir, en að gera uppistand og ólæti á borgarafund- um hér f bæ. Ungur læknir. Póstskipið „Laura" kom hingað að kveldi 20. þ. m. Farþeg- ar með því voru kaupmennirnir D. Thom- sen, W. Ó. Breiðfjörð, Björn Kristjáns- son, Ólafur Árnason frá Stokkseyri, Vil- hjálmur Þorvaldsson frá Akranesi, Jón Brynjólfsson skósmiður, Gísli Finnsson járnsmiður, Jón Jónasson (organista) frá Ameríku, og 2 þýzkir og 2 frakkneskir ferðamenn. „Modesta", er lengi lá í lamasessi hér við batjerið í fyrra vetur, kom 20. þ. m. með titnbur- fárm. Er hún í förum fyrir hið nýja gufu- skipaférag »Thore«. Með henni kom Magnús Blöndal snikkari. Samsöng heldur Stúdentasöngfélagið í Good- templarahúsinu á sunnudaginn kemur 26. þ. m. til ágóða fyrir þá, er biðu tjón við Glasgow-brunann. Látin er í Kaupmannahöfn 7. þ. m. Sigríður einkabarn þeirra hjóna, dr. Þorvaldar Thoroddsen prófessors og frú Þóru Péturs- dóttur (biskups) á 15. aldurSári, eptir 3 mánaða legu í afleiðingum mislinga- veiki o. fl., mesta efnisstúlka og augasteinn foreldra sinna, er hafa orðið fyrir þungri reynslu við þennan missi. Varðskipið „Hekla" handsamaði nýlega tvö botnvörpuskip við ólöglegar veiðar, og flutti þau til Vest- mannaeyja. Voru þau dæmd í venjulegar sektir, en afli og veiðarfæri gert upptækt. Veturinn kvaddi í fyrra dag fremur kaldranalega með frosti og snjókomu. Sumardagurinn fyrsti í gær nokkru hlýrri. Eru hagleys- urenn í sveitinni og horfir til vandræða með 'neybirgðir manna, ef ekki skiptir skjótt um til batnaðar. Margir bændur hér í nærsveitunum komnir að þrotum, og sumir alveg þrotnir að heyjum. Aflabrögð hafa verið dágóð í net á Vatnsleysu- strönd, Njarðvlkum og Vogum, og einnig í Garði. Hér á Innnesjum hefur og afl- azt vel á opna báta, þá er róið hefur verið. Á Akranesi bezti afli nú í vik- unni. — Austanfjalls mjög lítið um afla, nema dálítið í Þorlákshöfn helzt. Fyrir rúmum hálfum mánuði voru þar komin 400 hæst. M EÐ ,LAURA‘ kom í Austurstræti 4. Skófatnadup, niargar tegundir. BÓXCALF-CREM. VATNSLEÐUR- ÁBURÐUR, REIMAR, SKÓSVERTA og m. fl. Þorsteinn Sigurðsson. f á s t í verz1u n Sturlu Jónssonar. Waterproof- fyrir karlmenn, kvennmenn og unglinga nýkomnar í, v e r z 1 u n Stuplu Jónssonap. Óskilakind seld í Skorradalshreppi í janúar 1903 : Hvít gimbur veturgömul, mark: stýft biti apt. h., blaðstýft og fjöð- ur fr. v. — Andvirðis sé vitjað til hrepp- stjórans í nefndum hreppi fyrir ágústlok þ. á. R .1.111111.1. ammalistar mjög ódýrir fást í verzlun Sturlu Jónssonar. RÚKUfl FRÍMERKI frá íslandi eru keypt háu verði. Verð- listi ókeypis. N. S. NEDER GAARD. Skive — Danmark. URTAPOTTAR nýkomnir í verzlun Stuplu Jónssonap. AÐSEKKl R ♦♦♦♦♦♦♦ OG ANDTÖSKUR ♦♦♦♦♦♦♦♦ nýkomnar í verzlun Sturlu Jónssonar. Gólf-gBor9- Vaxdúkur nýkominn í verzlun Sturlu Jónssonar. IVIeð því viðskiptabók nr. 136 við sparisjóð Húnavatnssýslu hefur glatazt, er hér með samkv. tilsk. 5. jan. 1874 skorað á þann, er kynni að hafa téða bók í höndum, að segja til sín áður 6 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu auglýsingar þessarar. í stjórn sparisjóðs Húnavatnssýsiu. Blönduósi 17. marz 1903, Gisli ísleifsson. Pétur Scemundsen. navara nýkomin í verzlun Sturlu Jónssonar. Fyrri hluta desembr.mán. f. á. rak á Merkurfjöru í Vestur-Eyjatjallahreppi járndufl, toppmyndað í annan endann, 3 áln. á lengd og 2 áln. að þvermáli, með járnkeðju nál. 10 faðma á lengd. Hér með er skörað á eiganda vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu vogreks þessa, sanna fyrir amtinu heimildir sín- ar til þess og taka við andvirði þess að frádregnum kostnaði og bjarglaun- um. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna. Reykjavík 17. apríl X903. J. Havsteen. AptllP eru kotnnar nýjar birgðir af hinu alkunna Mustad’s norska margaríni til Guðm Olsen. Til ncytenda hins ekta KÍN A-LÍFS-ELIXÍRS. Með því að eg hefi komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- írinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fluttar af honum til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína-Iífs-elixír með merkjunum á miðanum : Kínverja með gias í hendi og firmanafninu Valde- V P mar Petersen, Friderikshavn, og—-þ- - í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína á Nyvej 16, Köbenhavn. Waldemar Petersen F rederikshavn. Eigamii og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theoi. Prentsmiðja Þjóðólfs. \

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.