Þjóðólfur - 08.05.1903, Side 1

Þjóðólfur - 08.05.1903, Side 1
JOÐOLF 55. árg. Reykjavík, föstudaginn 8. maí 19 03. MuAáidí jtíulýaliiv Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. Útlendar fréttir. —o--- Kanpmannaliöfn 27. apríl. Frakkland. Munkarnir vilja ekki með góðu víkja úr klaustrunum. Þeir búa þar um sig sem bezt þeir geta, og yfir- völdin eiga 1 mesta braski með, að koma þeim þaðan í burtu; hefur víða lent í handalögmáli, barsmíð og grjótkasti út af því. Meðlimum munkareglnanna, sem bannaðar hafa verið, hefur öllum verið bannað að prédika, en þeir skeyta því engu og prédika eptir sem áður. Snúast prédikanir þeirra allar gegn stjórninni og leitast þeir við, að spana fólkið upp á móti henni. Svartmunkur nokkur líkti í prédikun einni fyrir skömmu Combes ráða- neytisforseta við Júdas, Loubet forsetavið Heródes og Waldeck-Rousseau við Píla- tus og hét þeim að lokum öllum helvítis kvölum. Andstæðingar stjórnarinnar beita öllum brögðum til þess, að gera hana tortryggilega í augum manna. Nú sem stendur æpa þeir ákaft upp um mútugjaf- ir. Um páskana birtist grein 1 blaðinu »Le petit Dauphinois« í Grenoble, þar sem það var borið upp á Edgar Combes, son ráðaneytisforsetans, að hann hefði boðizt til að útvega Kartheuser-munka- reglunni leyfi til, að fá að halda áfram fyrir eina miljón franka. Mál þetta hefur þegar verið tekið til rannsóknar. Þegar ritstjóri blaðsins »Le petit Dauphinois* var spurður nlnara um þetta, kvað hann Edgar Combes sjálfan ekki hafa gert þessi boð, heldur annar maður fyrir hans hönd, en hann þverneitaði því. Öll frjálslyndu blöðin í Frakklandi telja þetta álygar ein- ar, en klerkar og natlónalistar gera sér miklar vonir um, að þeim muni takast að fella Combes með þessu. Jafnframt þessu hefur prestur einn úr Kartheuser- munkareglunni komið með aðra aðdrótt- un, þar sem sveigt er að öðrum leiðandi mönnum frjálslynda flokksins, að þeir hafi heimtað tvær miljónir í sama skyni. En flestir álíta þetta einungis ástæðulaus- ar tilraunir, til að hefna sín á ráðaneyt- inu og frjnlslynda flokknum. Dreyfus hefur ritað André hermála- ráðherra biéf, þar sem hann fer þess á leit, að mál sitt verði tekið fyrir af nýju. Menn vita ennþá ekki, hvort nægar nýj- ar ástæður þyki fram koma til þess, að þessari bæn verði sinnt, en menn eru þó farnir nð verða vonbetri um það. En það verður þá dómsmálaráðherrann, en ekki hermálaráðherrann, sem á að úrskurða það. Holland. Hinn 11. þ. m. V'oru þving- unarlögin smnþykkt af þinginu Og sania dag voru þau undirskrifuð af drottningu Og birt í atikaútgáfu af stjórnartíðindun- um. Ekkert varð úr neinu upphlaupi, eins og menn höfðu þó búizt við, ef til vill meðfram af því, hvað þetta varð allt með skjótum svifum. Þá er lögin voru komin á, sáu verkmenn sér þann kostinn vænstan að hætta verkfallintt. Verkfall þetta, sem kostað hefur Holland um 10 þús. gyllini, hefur þvf orðið alveg árang- urslaust og hefur heldur orðið til að gera stöðu verkmanna verri en áður, því vinnu- veitendur setja þeim kostina, þegar þeir taka til vinnu aptur. Englaiid Óánægjan ersífellt mikil yfir stjórninni, sem meðal annars hefttr aukið skattabyrðina og herútgjöldin fram úr öllu valdi. En menn treysta þó hvorki Rosebery lávarði eða Campbell-Banner- mann, sem nú eru taldir foringjar frjáls- lynda flokksins, til þess að ntynda hreint frjálslynt ráðaneyti, svo að líkindum verð- ur það ofan á, að Chamberlain myndi nýtt íhaldsráðaneyti áðttr en langt um líður. Fjárhagurinn er dálftið farinn að skána sfðan Búastríðinu lauk. I fjár- lagafrumvarpinu, sem Ritchie íjármálaráð- herra lagði fyrir þingið um daginn, er gert ráð fyrir töluverðum tekjuafgangi. Stingur ráðherrann því tipp á, að lækka tekjuskattinn um 4 pence af hverju pd. sterl., svo að hann verði nú 11 pence og afnema korntollinn. Eyrir Búastrfðið var tekjuskatturinn 7 pence afhverju pd. sterl., en síðan hefur hann hækkað um meir en helming. Fjármálaráðherrann kvað kostnaðinn við ófriðinn ( Suður-Afríku og Kfna hafa numið 217 milj. pd. sterl. (um 3,900 milj. kr.). Játvarður konungur er nú á utan- landsför. Hann hefur heimsótt Portúgals- konung og er nú kominn til Ítalíu til þess að finna Italíukonung; að þvf búnu heldur hann heim yfir Frakkland. Menn ætla. að ferð þessi sé farin algerlega í pólitiskum erindagerðum og muni tilgang- ttrinn vera sá, að reyna að fá Ítalíu og Frakkland til þess að fylgjast að málum með Englandi, ef til vandræða rekur út úr ástandinu á Balkanskaganum. Noregttr. Óvenjulega miklir útflutn- ingar eru nú þaðan til Amerfktt. I fyrra fluttu út um 30 þús. manna, en í ár bú- ast rnenn við að um 40 þús. muni fara. Á þessum tveim ártini fer því 32. hver tnaður af landi brott. Það má geta nærri hvflíkt tjón það er fyrir jafnfámennt land sem Noreg, að missa svo marga menn, og flesta einmitt af þeim, sem eru á bezta skeiði. Finnland. Nú hefur Rússastjórn lagt smiðshöggið á þá pólitík, sem hún hefur beitt gegn Finnlandi í rúm 4 ár. Ávallt hefttr hún verið að færa sig upp á skapt- ið, ávallt hefur hún gerzt ósvffnari og ger- ræðisfyllri í lagabrotunum og nú slðast með tilskipun frá keisara 2. aprfl sem var auglýst 15. þ. m., er endahnúturinn rek- inn á, svo að nú stendur ekki steinn yfir steini af lögum og rétti Finnlands ogFinn- land hefur hér eptir sönnt stöðu í hinu rússneska ríki sem Pólland. I tilskipun þessari er landstjóranunj á Finnlandi gefið leyfi til um 3 ára tíma að loka veitinga- húsum, bókhlöðum, verksmiðjum og iðn- aðarverkstofum, verzlunum, afnema félög og banna allskonar samkomur, af hverju tagi sem er og loks að vísa þeim, sem hann álftur hættulega fyrir frið og heill landsins af landi burt. I bréfi því, sem keisari lét fylgja tilskipuninni kveðst hann gefa landstjóranum þetta vald til þess, að halda uppi friði og regltt í landinu og vernda hina löghlýðnu(l) gegn óróamönn- unum. Lengra er víst ekki unnt að kom- ast í ósvffni og yfirdrepsskap. Bobrikovv landstjóri í Finnlandi hefur ekki lengi lát- ið á sér standa að framfylgja þessari til- skipun keisara. Hann er nú þegar farinn að vísa mörgum hinum beztu mönnum Finnlands af landi burt og enn fleiri munu þó eiga eptir að verða fyrir því. Það hefur þegar frétzt um 8 menn, og hafa sumir þeirra staðið meðal hinna fremstu að verjast yfirgangi Rússa t. d. Jónas Castrén málaflutningsmaður, Eugen Wolff konsúll o. fl., en sumum hefur þó einnig verið vísað burt, án þess þeir hafi komið nokkuð opinberlega fram. Einn afþeim, sem gerðir hafa verið landrækir er t. d. iðnaðarmaður einn, RegttelWolff og hef- ur hann ekki annað til saka unnið, að því er kunnugt er, en að hann er bróð- ir Eugen Wolff’s. Rússland. I byrjun þessarar viku var háður alleinkennilegttr götubardagi í Kronstadt. Hermenn úr landhernum (Kósakkar) og sjóhernunt börðust þar hvor- ir við aðra, og.er mælt, að um 12,000 manns hafi tekið þátt í bardaganum. Var mjög örðugt að skilja þá og er það loks tókst, voru 60 rnanns fallnir. Orsökin til bardaga þessa segja menn, að sé ekki önnur en rígur sá, sem er milli sjó- og landhermannanna f rússneska hernum. Balkanskaginn. Það varð ekkert úr því, að alrnenn uppreisn yrði hafin 15. apríl, eins og frétzt hafði að í ráði væri. En smáskærur verða ávallt öðru hvoru milli Tyrkja annars vegar og Makedóna og Búlgara eða Albana hinsvegar. Skæð- ust var smáorusta ein, sem háð var 19. þ. m. við Radowitz. Annars er allt enn í sama farinu, og er ekki unnt að segja, hversu lengi svo kann að ganga eða hvort einhver stærri tíðindi muni af hljótast. Mikið er undir því komið, hvernig Eng- land snýst við þesstt og hvort öll vestur- veldin (Fn'g!.,Fr. og It.) fylgjast að málum. Italía. Utanríkisráðherrann, Prinetti, hefur orðið að segja af sér völdttm og Constantino Morin sjóliðsforingi er orð- inn utanríkisráðherra í hans stað. Menn hafa verið að gizka á, að þessi ráðherra- skipti muni ef til vill hafa stórpólitiska stefnubreytingu í för með sér, því að Mor- in ntuni hafa í hyggju, að segja upp þrí- veldasambandinu (milli Italíu, Austurríkis og Þýzkalands), sem lengi hefur varla ver- ið nema að nafnintt til, og muni ætla að nálgast Prakkland og England. En eng- ar sönnur hafa menn fyrir þessu ennþá. Sómalíland. Englendingar hafa nú um langa hrfð átt f ófriði í Sómalílandi norðaustan til í Afrfku. I októbermánuði Jú 19. síðastliðið ár biðu Englendingar undir for- ustu Swayne ofursta ósigur fyrir »mullah«- inum, en svo nefnist foringi hinna inn- fæddu. Swayne var því kallaður heim aptur, en Manning hershöfðingi sendur í hans stað. En nú hefur farið eins fyrir honurn. »Mullah«inn hefur því nær strá- drepið eina sveit af honum undir forustu Plunkell ofursta, er í voru yfir 200 manna; einir 37 komust undan á flótta. Tvær fallbyssur, sem þeir höfðu meðferðis tók »mullah«inn. Auðvitað linna Englend- ingar ekki fyr, en þeir hafa bugað »mull- ah«inn algerlega, en sjálfsagt mun hann geta staðið í þeim nokkurn tíma ennþá. Síðustu fréttir segja, að Englendingum hafi rétt á eptir tekizt að hefna sín tilfinnan- lega á »mullah«inum, svo að 2,000 manns hafi fallið af liði hans. Kína. Rússar eru ekki á því, að víkja burtu úr Mandsjúríinu, eins og þeir þó höfðu heitið fyrir nokkru. Þeir gera það að skilyrði, að Kína gangi að samningi, sem er þannig háttað, að ef Kínverjar gengju að honum fengi Rússland í hendur öll yfirráðin í Mandsjúrfinu og öllum öðr- um þjóðum væri algerlega bægt frá land- inu. England, Bandaríkin og Japan skoða þetta sem brot á samningi þeim, sem Rússland hafði gert um að sleppa öllu til- kalli til Mandsjúrísins og hafa ráðið Kín- verjum til, að neita að ganga að þessum kostum. Foringjanum ráðstafað. Eptir langa mæðu, árlangan undirbún- ing og gríðarleg heilabrot, hefur nú Val- týingum loks tekizt að hola foringja sfn- um niður í kjördæmi, þar sem ekki er fyrirfram full vissa um hryggbrot. Það var fyrir löngu orðið kunnugt, að Vest- manneyingar höfðu svo greinilega snúið bakinu við doktornum, að þar var ekki til neins fyrir hann að leita á framar. Nú stóð hann því uppi hælislaus og ráða- laus. Flokksmenn hans tóku að skima 1 allar áttir, til að skyggnast eptir, hvort enginn mundi vilja taka við honum. Eptir langa leit og erfiða um öll kjördæmi landsins, komust mennirnir að þeirri nið- urstöðu, að doktorinn mundi hvergi geta þokað úr sæti nokkrum heimastjórnar- stjórnarmanni, og að engin tök væru því á að koma honum neinsstaðar fyrir, nema einhver flokksbróðir hans yrði svo brjóst- góður, að »standa ttpp« fyrir honum og láta hann setjast í sæti sitt. En þá kom það til greina, hvort kjósendur mundu hirða um slík hrossakaup. Það var ekki um mörg kjördæmi að velja, þar sem nokkur von væri um, að þingmaður þess gæti afhent doktornum atkvæði sín áð gjöf; kjósendur óvíða álitnir svo einfaldir og ósjálfstæðir, að þeir láti hreint og beint verzla með sig á þennan hátt. Þess- vegna var hætt við það, að láta Guðlaug sýslumann eða Þorgrím lækni standa upp fyrir doktornum. Skaptfellingum ekki trú- að til þess, að láta sér þau hrossakattp lynda. Þá var huganum rennt til Mýra- ntanna, er kunnir voru að auðmýkt og undirgefni, og ást við allt, er valtýsku

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.