Þjóðólfur - 15.05.1903, Page 2

Þjóðólfur - 15.05.1903, Page 2
78 Margfalt gabb við kjósendur. í síðasta blaði Þjóðólfs 8. þ. m. var skýrt frá því, að höfuðsmanni þeirra Val- týinga, dr. Valtý, hefði loks verið ráð- stafað í Gullbringu- og Kjósarsýslu, en Þórður Thoroddsen læknir byði sig ekki fram til kosningar, heldur hefði skorað á kjósendur að velja nú dr. Valtý í sinn stað. Var þá jafnframt gert grein fyrir, hvernig þessum hrossakaupum með kjós- endur væri varið og hvers vegna Þ. Th. afhenti þá Valtý. I valtýsku herbúðunum varð mikill fögnuður yfir þessari herbrellu, og smalar voru óðar sendir í allar áttir upp um Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós og suður um öll Suðurnes til að veiða atkvæði handa Valtý. En þá kom alltí einu dálítill babbi í bátinn, því að þá er smalarnir komu suður, var Þ. Th. hættur við að draga sig 1 hlé, þótt hann hefði géfið Valtý það skriflegt áður. Ja, hvað eigum við nú að gera, sögðu karlarnir. Þeir urðu alveg ruglaðir í reikningunum, þóttust ekki geta þremur herrum þjónað í senn, Þórði, Valtý og Birni Kristjáns- syni. Þeir gátu ekki kosið þá alla þrjá, þótt þeir fegnir vildu. Einhver varð að verða útundan og þeir vOru í standandi vandræðum með, hver það ætti að vera. Eptir allmikil heilabrot tóku fjallkongam- ir þar syðra það ráð, að láta allt óákveð- ið um þetta til kjörfundarins, vita hvort ekki greiddist eitthvað úr þessári bendu. Og það varð skjótar en varði. Við þessar fregnir um þingmennsku- framboð Þ. Th. ofan í fyrri yfirlýsingu sína, sló óhug miklum og felmtri á dr. Valtý sjálfan og nánustu ráðanauta hans hér í bænum. Urðu þeir gramir mjög og hugsuðu sér að jafna á Þórcji fyrir gabbið, en einhver hygginn náungi kom þá vitinu fyrir þá, svo að frestað var að ráðast á Þ. opinberlega, en sendur til hans hraðboði um næstl. belgi með skip- un um, að mæta þegar í stað fyrir dóm- stóli valtýsku miðstjórnarinnar hér 1 bæn- um, til að gera grein fyrirgerðum sínum og bæta úr skák. Lét Þ. ekki þá ferð undir höfuð leggjast, og bjóst í skyndingi, því að undir eins og hraðboðinn hafði tilkynnt honum: Séndur var eg að sækja þig frá sjálfum höfuðmanninum sá iæknirinnað ekki tjáði aðdvelja. Kom hann hingað til bæjarins n. þ. m., og gengu þá þegar regin öll ,á rökstóla. En hvort sem umræður um málið urðu leng- ur eða skemur, þá fóru svo leikar, að Þ- Th. samdi þriðju yfirlýsinguna þvert of- an í nr. 2, en samhljóða nr. r, lofaði að styðja Valtý eptir mætti og gera allt til að koma honum að í sitt sæti. Hýrnaði þá heldur en ekki yfir doktornum, sem ekki hafði verið með hýrri há undanfarna daga, sakir vönbrigða. Hélt nú þing- mennskuvonin fögur og glæsileg aptur innreið í hjarta hans, ög aptan í henni dálítil glæta áf ráðgjafavonum, daufum þó, en huggunarríkari en engin skíma. En af því fara engar sögur, hversu glaður Þ. Th. var yfir þessari allra síðustu kú- vendingu sínni, eða hverskonar þau smyrsli voru, er á hann var roðið til að gera hann mýkri og liðugri í hringsólinu. En menn ætla, að það hafi verið bankasmyrsl: alveg ákveðín loforð um bankastjóraem- bættið við hlutabankann fyrirhugaða, ef Þ. yrði nú hlýðinn, en annars skyldi hann aldrei það embætti fá. En hverjar skaða- bætur Þ. hafi ánafnað sér fyrir missi þing- mennskunnar, ef hlutabankinn yrði nú aldrei stofnaður, það vita menn ekki gerla, en trauðir eru menn að trúa því, að Þ. hafi af gæzku einni og góðvild við Val- tý þokað fyrir honum, án þess að hafa neitt fýrir snúð sinn. Telja flestir hann hyggnari mann en svo, að hann hafi lát- ið þá Valtý og kumpána hans taka sig við nefið og hafa ekkertupp úr krafsinu. Atkvæði Þ. Th. í Gullbringusýslu eru þó nokkurs virði að minnsta kosti fyrirValtý. En nú er eptir að vita, hvort kjósend- ur í kjördæminu verða svó himinlifandi yfir þessum vísdómsfullu ráðstöfunum öll- um og bollaleggingum og bralli með at- kvæði þeirra, sem gárungarnir segja, að kjósendurnir sjálfir eigi ekki og hafi eng- in ráð á, heldur Þ. Th., er ætli að gefa þau Valtý og er undarlegt, ef allir láta sér það vel lynda, að vera hafðir þannig að leiksoppi og dregnir á eyrunum. Kjós- endum annarstaðar á landinu en í Gull- bringu- og Kjósarsýslu mundi að minnsta kosti. vera nóg boðið með svona löguðu atferli og margföldu gabbi sitt á hvað. Það hefur líka frétzt að sunnan, að eptir þennan síðasta snúning mundi Þ. Th. ekki hafa ráð á mjög mörgum atkvæðum sinna manna handa Valtý, því að þeir hefðu drjúgum firrtzt við hann fyrir þenn- an dæmalausa hringlanda, eins og eðli- legt er. Þótt menn séu trúir og tryggir má samt bjóða flestum ofmikið. Og Þ. Th. hefur gengið nokkuð langt í því, að reyna á þolrif þjóna sinna, Mætti vænta þess, að margir þeirra sýndu það í verk- inu, að þeir kynnu að meta, hvað að þeim væri rétt, og gyldu Þ. Th. rauðan belg fyrir gráan, með því að kjósa alls ekki Valtý hans, lofa þeim þá báðum að hýrast heima. Þá væru Gullbringusýslu- búar sannarlega menn að meiri og hefðu rekið af sér slyðruorðið. í Kjósarsýslu hefur Þ. Th. hinsvegar eflaust ekki ráð á einu einasta atkvæði handa Valtý, því að sjálfur fékk hann nálega engin atkvæði þaðan í fyrra. Geirrauður. Fregnbréf úr sveitinni, Mjóaflrði eystra 30. apríl. Fáar eru fréttir. Tíð nú mjög stirð, eins og optast er nú orðið, þegar sumarið er komið og menn fara að búast við bata og vorveðuráttu. Nú er og hefúr verið eiginlega síðan fyrir páska fúla norðaustan hreggviðri, endahérjarðl#ust mest af nýjum snjó, sem auð- vitað tekur fljótt upp, þegar breytir um til hlýinda. — Það eru þessi ólukkans vor- 'harðindi og kalsi í tíðinni, norðaustanáttinni hér austanlands, sem er svo hættuleg orðin hér. Eg nfl. held, að hún hafi eigi verið svo þrásækin fyr á tímúm og nú, en það er nú líklega jómu/hugarburður, Þessi vor- harðindi taka hér upp ófrúlega mikil hey. f fyrra t. d., þegar hárðindin stóðu yfir sauð- burðinn, og gefa varð ám inni með lömb- unum undir sér, er eg víss um, að þær hafa þurft og étið þrefalt meira hey daglega en á Góu t. d., þó inni væri þá gefið líka. Veturinn hefur annars, að mér finnst verið fremur mildur og snjóaléttur, þó stórviðra- samur hafi verið. Til jóla auð jörð og fé þá f haustholdum. Margir eru þó orðnir tæpt staddir af heyjum og sumir heylausir, og lýsir slíkt að mínu áliti töluverðu hugs- unar- og skeytingarleysi. Það er því miður eins og orðin regla hjá býsna mörgum, að setja á guð, gaddinn Og náunganrl. Það var að vísu satt, að mjög var votviðrasamt hér í haust, svo hey sumra, er síður ganga vel frá heyjum sínum, skemmdust, en slíkt er ekki gúði eða aumingja landinu okkar um að kenna, heldur optast hirðuleysi þeirra, er í hlut eiga. Aflalaust er hér eystra enn; eg tel það ekki, að lítilsháttar hefur orðið fiskvart í Fáskrúðsfirði. Nógir bjóðasighér fram til þingsetu, eins og fyr, t. d. fyrri þingmenn okkar: Gutt- ormur og Ari, Ólafur læknir Thorlacius á Búlandsnesi, séra Magnús Jónsson í Valla- nesi, Jón Jönsson í Múla og ef til vill Axel sýslumaður okkar og séra Jón Guðmunds- son á Nesi í Norðfirði. Óséð, hverjir hlut- skarpastir verða. E11 e fs e n hvalveiðamaður er búinn að fá um 30 hvali, Hann er vinsæll hér eysfra og heiðarlegasti maður. Berg hval- veiðamaður, sem búið hefur á Dýrafirði, er að byggja hér nú. Engin ástæða finnst mér til þess að út- byggja þessum hvalveiðamönnum eða í- þyngja þeim, svo að þeir haldist eigi við sakir þess, því miklar líkur eru fyrir, að hvöl- um yrði eytt næstum eptir sem áður hér við land, ef til vill með stórskipaveiði, þar sem spik og rengi væri brætt á, og svo með því, að hvalveiðamenn frá Færeyjum sæktu hvali hingað upp undir land, eins og raun gaf vitni um í fyrra sumar. Firðirnir, sem hvalveiðamennirnir eru bú- settir í eru verst farnir að því leyti, að bríla og hamsa reka frá hvalveiðastöðinni um fjöcðinn og fylla og skemma síldarnet fyrir mönnum; þetta er versti ókosturinn við hvalveiðar, að mér finnst. Annað mál er það, að eitthvað mætti hækka tolla á hvalaafurðum. Berufjarðarströnd 5. maí. Héðan al- menna vellíðan að frétta, eptir þvf sem geng- ur. Menn samt tæpir með hey. Mikil hvalaganga hér seint í vetur og vor, enda eru hvalabátar alltaf hér úti fyrir, að drepa þessar fallegu skepnur frá okkur. Talsvert hefur verið skotið hér af hnýsum í vor. — Nógar vörur komnar í verzlunina hér, en þykja dýrar sem fyr. Hér eru allir „heimastjórnarmenn" og vilja ekki aðra á þing en þá, sem eru trúir og traustir í stjórnarskrármálinu og banka- málinu, eins og öllum velferðarmálum þjóðar- innar. Ó. Thorlacius læknir hélt pólitíska fundi í vetur á Strönd og Álptafiyði, og er nýbúinn að halda fund í Breiðdal, einnig í Fáskrúðsfirði seint í vetur. Mætti Gutt- ormur Vigfússson einnig á Breiðdalsfundin- um, og kváðu þeir báðir í sama róm, að samþykkja hiklaust s t jó rna r f r u m v. síðasta þings, og stofna sér nú ekki í nýja baráttu, einnig að gæta beri hags bankans okkar, allt væri ekki ugglaust enn þá. Þótti þeim mælast vel. Er mjög lfk- legt, að hr. Ó. Thorlacius komist að við kosningar í vor; um hinn vita mepn ekki með vissu, hver verður, en talsvert fylgi hef- ur Ari Brynjólfsson. Irnessýslu 6. maí. Síðan á Sumar- daginn fyrsta hefur hver dagurinn verið öðrum blíðari. Nú er jörð orðin alauð; beitijörð hefur legið undir þykkum svell- bunka síðan um jól í vetur, kemur hún því lítt kalin undan fsnum og verður því fyr til gróðurs. Heybirgðir manna munu yfir- leitt endast vel, því í flestum eða öllum sveitum eru menn, sem geta vel hjájpað. Voryrkjur, túnavinna og annað er þar að lýtur getur ekki byrjað fyr en upp úr lokun- um; erþví fyrirsjáanlegt að drósir þær, sem héðan úr sveitunum flytja til Reykjavíkur (eða annað til sjávar) þurfa ekki að lýja sig á umrakstri á túnum í þetta sinn og koma því þangað í hið fjöruga kaupstaðalíf sem fuglar úr búri og því allvel búnarund- ir það(l). Öllum virðist vinnufólki fara fækkandi í sveitunum og fæ eg með engu móti skilið, hvað veldur hinni miklu „kaupstaðasótt", því sum- ir þeir sem flutt hafa sig frá allgóðum bú- um með vinnandi börnum sínum til Reykja- víkur, una þar illa við göturanglið og eyr- arvinnuna, sem einatt reynist þeim stopul; eptir einum þessara manna hef eg þetta erindi, sem hann sagðist oft raula í leiðind- um sínum: Að rölta á götum Reykjavíkur, rentu litla ber, þessi vinna þrávalt svíkur, það hefur reynst mér. Heilsufar fólks yfirleitt mjög gott, skarlats- sótt steinhætt síðan sóttkvíaninni hætti; und- arlegt er þetta, en satt er það þó. Fénaðarhöld talin í bezta lagi nema hvað einkennileg lungnasótt kom upp í Sel- vogi, sem dreifðist þaðan nokkuð út, og ger- ir máske ennþá. Dýralæknir kvað hafa feng- ið lungu úr einhverju af fé þessu til rann- sóknar, en skrafað er hér, að ekkert hafi hann getað ráðlagt við veiki þessari; er því fokið í það skjól um sinn. — F i s k i a fl i austan fjalls framan af vertíðinni mjög lítill, gæftir enda vondar. Síðan litlu fyrir sumarmál hefur afli víðast mjög batn- að og síðustu daga má heita að hann sé á- gætur, einkum á Eyrarbakka og Stokkseyri, meiri hluti þorskur, sem að líkindum er á útgöngu af hraununum frá gotstöðvunum. Hér er haldfærabrúkun alveg lögð niður, svo að mafgir hinna yngri sjóm. kunna alls ekki að halda skipi í „andófi" við haldfæra- veiði. Þetta er vafalaust dálítið íhugunar- efni. í veiðistöðunum hér voru um síðari hluta næstliðínnar aldar, þetta 150—800 hlutir af vænum þorski, happadrættir ekki taldir, en nú með hinni feiknamiklu lóða- brúkun og kostnaði, sem henni fylgir fæst ekki á næstliðnum 18 árum sama meðaltal af afla, sem þó er allt að kalla má ísa (væn þó optar). Stafar þetta eingöngu af veiðiaðferðinni. Ávextirnir af þessu eru auð- sæir og koma því miðnr í ljós betur síðar. Haldfærabrúkun framan af vertíð, með hent- ugum önglum með síldarbeitu mundi vafa- laust verða eiringssömum og duglegum for- mönnum notadrjúg hér sem annarsstaðar. Um pólitík lítiðrættnú. Samtkvaðvera byrjaður kosningaundirróður sumstaðar, eink- um efra. Líka er það orðið allvel hljóðbært hér um sýsluna og líkl. víðar, að „Land- varnarliðið" hefur aukizt talsvert afTungna- og Hreppamönnum, þó ekki nema meðal hinna gömlu Valtýinga. Stöku maður hið neðra hefur fylgzt með í lestri blaða og rita um málið, en sárfáa eða enga held eg að sú stefna hafi unnið hér. Þrátt fyrir þetta fylgi við „Landv." efra, viljaflestir þessaraNý-Valtý- inga, friðlaust kjósa þá frambjóðendur, sem þeir vita frá fyrri tímum að hafa fylgt val- týskunni frá 97 — frambjóðendur munu verða sömu og f fyrra, þó má vera að eitthvað bætist við ennþá.—Þetta atferli hér og vafa- laust víðar, er ekkí illa fallið til að spilla fyrir allri þessari Landvarnarhreyfingu. Marg- ir ætla, að þetta sé að eins gert til þess, að koma valtýska frumvarpinu frá 1901 að. Um það skal eg ekkert segja. En eptir- tektarvert og undarlegt er það, að liðsafli sá, sem að „Landvarnarliðinu" dregst nú í seinni tíð, og ræður þar líkl. mestu um stefnuna nú, er frá mér að sjá sem göml- um heimastjórnarmanni, ekki úr sem heppi- legastri átt, til þess að vissa fengist fyrir nokkru verulegu fylgi þjóðarinnar. — Yngri menn, þó fylgt kunni að hafa stefnunni frá 97, tel eg að fylgi nú „Landvörn" aðallega fýrir tilfinningasakir fyrir málinu, og tel eg ekki að því, enað rótgrónir og ramm- ir stefnubreytingamenn frá árunum 97—1901, skuli vera orðnir að foringjum flokksins, lízt mér illa á. Blaðadeilurnar um þetta mál eru líka hálf ískyggilegar. Perlur þessara nýj- ungamanna eru nú, þó ekki segi þeir það með berum orðum: „Þjóðviljinn", „ísafold", „Bjarki" og „Norðurland". Þeim er ekkert fundið til foráttu, allt gott og blessað hjá þeim; veit maður það þó gerla, einkum um „Isafold", að opinberlega telur hún und- ir öllum atvikum heppilegast að taka frumvarpi SÍðasta þings, ekki frá þvf víkja, annað séu vitfirringar, ekki láti „Framsókn- arflokkurinn" standa á sér m. m. — Þessi blöð voru öll með stefnunni frá 97 og ekki talin með heimastjórnarstefnunni síðustu ár- in. Þessa stefnu sagði þjóðin, meiri hliit- inn, álit sitt um í fyrra við kosningarnar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.