Þjóðólfur - 15.05.1903, Side 3

Þjóðólfur - 15.05.1903, Side 3
79 Hin blöðin „Þjóðólfur", „Austri" og „Vestri" einkum Þjóðólfur, sem höfuðblað heima- stjórnarflokksins, verða hinsvegar fyrir ó- verðskulduðum illmælum og álygum, sem ekki bæta málstað „Landv.liðsins" eða efla gengi þess. Þetta voru nú uppáhaldsblöð heimastjórnarmanna árið sem leið, og all- margir munu lesa þau með sama huga enn sem fyr. Það er þetta atferli „Landvarn- armanna", sem eg felli mig*■ ekki við, og þykir æði kynlegt, og hræddur er eg um, að fyrir þetta verði sigursældin harla lítil fyrir þeim við næstu kosningar. Verður því þetta ef til vill að eins „sjónhverfing og Ieiðsla hál". Heimastjórnarmaður. Þingmannaefnl. Ekki verður Isafoldarskinninu kápan úr því klæðinu, að þeir dr. Valtýr og Björn Kristjánsson verði einir urn hituna og því sjálfsagðir þingmenn Gullbringu- og Kjós- arsýslubúa, því aðHalldór Jónsson bankagjaldkeri heldur framboði sínu hik- laust áfram og með honum gengur nú á hólminn mjög efnilegur og dugandi mað- ur Agúst Flygenring Þórðarson kaupm. í Hafnarfirði. Báðir þessir menn gefa nú kost á sér, fyrir áskoranir margra helztu manna vfðsvegar í kjördæm- inu, og er almælt, að þeir hafi mjög mik- inn byr. Eru þeir báðir eindregnir fylg- ismenn stjórnarskrárfrv. síðasta þings og vilja því í engu hagga. Og í bankamál- inu eru þeir alveg sömu skoðunar, að vernda landsbankann og veitaekki hluta- bankanum frekari réttindi, en hann þegar hefur fengið. Menn þessir þarfnast engra meðmæla frá hálfu þessa blaðs, því að Halldór er héraðsbúum kunnur sem við- urkenndur hæfileikamaður og álitlegasta þingmannsefni að öllu leyti og hr. Ágúst Flygenring sömuleiðis, því að hann er eink- ar vel skynsamur maður, einarður, hygg- inn og tillögugóður og vinsæll af allri alþýðu manna, ennfremur mjög vel kunn- Ugur öllum fiskimálum. Er því enginn efi á, að hann mundi skipa þingsæti sitt með sæmd. Nú er því ágætt tækifæri fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslubúa, að hrinda af sér valtýska okinu, er á þeim hefur legið mörg ár, þakka Þórði fyrir uppgjöfina með því að reka helzt þá báða Björn og Valtý af höndum sér, og geta sér með því mjög virðulegan orðstír um land allt og allra góðra manna þökk og aufúsu. StrandferOabátarnir >SkáIholtc og >Hólarc komu báðir snemma morguns 9. þ. m. >SkálhoItc komst aldrei lengra en að Horni vegna íss, sern er inni á Húnaflóa, en eins og getið var um í síðasta blaði, er ísinn ekki mikill úti fyrir, úr því að hvalveiða- bátur- komst tálmunarlaust eða tálmunar- lítið frá Siglufirði til ísafjarðar, um það Ieyti, sem >Skálholtc sneri aptur við ís- inn síðast. — »Hólarc höfðu hvergi orðið varir við ís á sinni leið, svo að vonandi er, að þessi spilda á Húnaflóa verði ekki lengi landföst. Með bátunum kom fjöldi farþega, þar á meðal með >Skálholtic Jóhannes Þor- grímsson dbrm. frá Sveinseyri, séra Magn- ús Þorsteinsson f Selárdal, séra Guðlaug- ur Guðmundsson[frá Hvalgröfum, Guðjón Þorsteinsson kaupm. frá Ólafsvík, ekkju- frú Kr. Havsteen frá Stykkishólmi o. fl. Með »Hólum« kom séra Jóhann L. Svein- bjarnarson frá Hólmum o. m. fl. Lausn frá prestsskap hafa féngið séra Friðrik Hall- grfmsson á Utskálum — er flytur til Ameríku í vor — ogséra Ingvar Niku- lásson í Gaulverjabæ, er hefur fengið lausn vegna heilsubrests. Dáinn 6. þ. m. séra Jósep Kr. Hjörleifs- son uppgjafaprestur að Breiðabólsstað á Skógarströnd (sonur séra Hjörleifs próf. á Undornfelli) á 38. aldursári (f. 10. sept. 1865), útskrifaður úr skóla 1886, prest- vígður 1888 að Otrardal. Afiabrögfl. Þilskipin héðan úr Reykjavík hafa flest aflað dável, en sum lakar en í meðallagi. Nokkur hafa aflað mjög vel. Hæstur afli á vetrarvertíðinni (talinn frá 1. marz) mun vera 32,000 hjá Birni Ólafssyni frá Mýrar- húsum á skipi hans samnefndu, næst 28,000 á Swift hjá Hjalta Jónssyni, Krist- inn Magnússon á Björgvin með 25,000, Kolbeinn Þorsteinsson á Georg með 24,000, Finnur Finnsson á Margréti 23,000. Fisk- urinn óvenjulega vænn, nær eingöngu þorskur. Þilskipið „Orion" (skipstjóri Kristján Bjarnason) halda menn að hafi farizt. Það hefur ekkert sézt til þess sfðan snemma í f. m., skömmu fyrir storminn um bæna- dagana 7.—9. apríl. Á því skipi voru um 20 manns, allt ungir og duglegir menn. I Vestmanneyjum voru, er síðast fréttist hæstir hlutir á 14. hundrað á opnum bát- um, og er það óvenjumikill afli. — Á Stokkseyri og Eyrarbakka hefur og verið góður afli upp á síðkastið. í Þorlákshöfn hæstur afli rúm 600 hjá Jóní hreppstj. á Hlíðarenda og Páli frá Nesi. Afli þar fremur jafn hjá allflestum. „Ceres“ kom af Vestfjörðum 13. þ. m., og með henni landlæknir dr. Jónassen. Segir hann, að mislingaveikin á Önundarfirði hafi ekk- ert breiðst út, enginn sýkst á Flateyri, og sóttkvíuninni á Sólbakka verði létt af 1. júní. Unglingar þeir sem sýktust þar, voru orðnir albata. Öll hætta af veiki þessari er þvf um garð gengin, sem betur fer. Óskilafjár-auglýsingar. f hvert sinn, er eg sé lýsing óskilafénaö- ar í blöðunum, furðar mig á, að auglýsend- um, sem lýsa fyrir sýslu í einu, eins og bezt fer, skuli ekki detta í hug að hafa auglýs- inguna 1 markaskrárformi, svo auðvelt sé að leita í henni. Það sýnist þó hægt að raða mörkunum eptir stafrofsröð (t. d. í dálkum), og geta svo einkenna og hrepps, sem skepnan er seld í. (Sé hornmark, skal það sett í fyrstu lfnu, brm. í síðustu. T. d. þannig: Kr\ Gö r & X EL * “b rf w . P S Hægra m . p CTQ . D O* 'CS 8 CT rf' Ef1 ^ * tö P O: OTQ P Ui 00 pt a 2 zr K < , 3 — « Eb td n Ef & ? » 5: 00 - n s: P ce u> _ cr w* Sf p;* cr 3 — o 3 p S* tr < 3 cr tr < §' xr < p c ax zr < CTQ S’ cr cn c p <j p rf- 3 H o P- c o £ kt rr c i/> U) vs C/> C D- P C CS a> £ P* 0» 3 P OK P a* c Eins og augl. nú eru, verður hver leit- andi að lesa alla augl. til að leita að einu marki, en eptir þessu formi að eins einn „staf‘, (t.d. „b“, „h“ eða þvíl.). Gröf 10. maí 1903. B. B. Yfirlýsing. Mér hefur verið bent á, að »Norður- land« hafi 21. marz 1903 haldið þvf fram, að »undirróðrinum« gegn kosningu hr, Kl. Jónssonar 1902 hafi verið haldið uppi með mfnum vilja. Eg lýsi þetta tilhæfu- lausan uppspuna. Eg vissi ekkert um neinn undirróður gegn Kl. J., fyr en eg las dylgjur um það í »Norðurlandi«, enda hef eg engan þátt átt í honum, beinlínis eða óbeinlínis, fyr eða seinna, og er ekki kunnugt um, að heimastjórnarflokkurinn eða nokkur úr honum hafi átt þar hlut að máli. Lárus H. Bjarnason. MÖBLUR vandaðri að efni og smíði, en menn enn þá geta feng- ið hér á landi, pantar undirritaður frá einni af hinum beztu Möbluverksmiðj- um í Danmörku. Komið og lítið á teikningar og sýnishorn. GUÐM. GAMALÍELSSON. Hafnarstræti. Reykjavík. Um miðjan síðastliðinn apríl hefur rekið stóra tunnu, fulla af rauðvíni, á Súlu-eyri, nálægt Vestra-Súlunesi í Leirár- og Melahreppi innan Borgar- fjarðarsýslu, og er tunnan að öllu leyti ómerkt. Hér með er skorað á eiganda vog- reks þessa, að segja til sfn innan árs og dags frá síðustu birtingu auglýsing- ar þessarar, og sanna fyrir amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við því eða andvirði þess, að frádregnum kostnaði. Suður- og Vesturömtin, Reykjavík 8. maí 1903. J. Havsteen. Uppboðsauglýsing. Laugardaginn 16. þ. m. kl. XI f. hád. verður opinbert uppboð haldið í Þing- holtsstræti nr. 12, og þar selt ýmis- legt lausafé, svo sem: húsgögn, eld- húsgögn, borðbúnaður, fortepiano o. m. fl. — Ennfremur verða seldar 4 kýr, 1 hestur og ef til vill eitthvað af heyi, allt tilheyrandi þrotabúi Helga kaupm. Helgasonar. Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 9. maí 1903. Halldór Daníelsson. Korsur- Margarine er marg viðurkennt að vera lang- bezta smjörlíkið, sem til lands- ins flytst. Það segja allir hinir mörgu, sem reynt hafa. Alltaf nægar birgðir í verzlun B. H. Bjarnason. Auglýsing. Hér með leyfi eg mér að tilkynna heiðruðum viðskiptavinum mínum, að eg er orðinn meðlimur félagsins M. Blöndal & Co í Reykjavík, og hef selt nefndu félagi allt timbur, er eg hef fengið nú í ár, og sömuleiðis timbur- leifar mfnar frá fyrra ári. Reykjavík 14. maí 1903. BjarniJónsson. Á bæjarbryggjunni fannst poki með nær- fatnaði. Vitja má að Melnum við Reykja- vlk. Eigandi borgi augl. og fundarlaun. Reiðbeizli (járnstangabeizli) tapaðist í Hveradölum á Hellisheiði í september f. á. Finnandi skili til Einars Eiríkssonar á Helgastöðum í Biskupstungum. Að tilhlutun Oddfellow-reglunnar hér í bænum, hefur Landsbankinn afráðið að gefa bæjarbúum þeim, er þess kynnu að óska, kost á að fá keypta í bank- anum sparibauka (Savingbox) er menn geta lagt í heima hjá sér peninga, er fara eiga í sparisjóðsdeild bankans. — Bankinn lætur síðan sækja peningana heim til manna einu sinni í mánuði, eptir því sem nákvæmar verður ákveð- ið, eigendum þeirra að kostnaðarlausu. Hver sparibaukur kostar 10 kr. óg borgast við móttöku. Sala baukanna byrjar 15. þ. m. Landsbankinn 8. maí 1903. Tr. Gunnarsson. Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfarandi vottorð: Eg hef mörg ár þjáðst af innvortis sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú siðustu árin hef eg neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Walde- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku. Króki í febrúar 1902. Guðbjörg G u ð brand sdó ttir . KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptir því, að -jr1 standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas 1 hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. thcol. Prentsmiðja Þjóðólfs. MUSTADLobsk* MARGARiN ER BÚIÐ TIL ÚR HINUM ALLRA BEZTU EFNUM, OG MEÐ OPINBERU EPTIRLITI. Mustad’s norska margarín hefur í sér fólgið jafnmikið næringargildi sem fínasta smjör, og getur því alveg komið í stað þess. Mustacfs norska margarin er bezta margarínið, sem flytzt í verzlanir. Þessvegna Kaupið Mustad’s norska margarín.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.