Þjóðólfur - 22.05.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.05.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. maí 1903. JK 21. jfíuAÁidá Jtúi/iýO/lMh Ofna og eldavélar s e 1 u r Kristján Þorgrímsson. OYENJULEG K03TAB0Ð Þeir, sem gerast kaupendur að 55. árg. ÞJÓÐÓLFS frá 1. júlí næstkomandi, geta fengið síðari hluta þess árgangs til ársloka fyrir aðeins 2 krónur og auk þess í kaupbæti; tvö sögusöfn blaðsins sérprentuð (11. og 12. hepti) með ágætum skemmtisögum. En borgun (2 kr.) verður að fylgja pöntuninni frá mönn- um. sem ritstjöra biaðsins eru ekki áður kunnir; áskriptin er jafnframt bindandi allt næsta ár (1904). 9C Nýir kaupendur geíl sig fram sem fyrst. Yel varið fé úr landsjóði, Það var fyrst í dag, að eg í Búnaðar- ritinu, 17. árg. (i. hepti), sá III. kafla hinnar stórmerku ritgerðar Stefáns kenn- ara Stefánssonar: »Um íslenzkar fóður- og beitijurtir«. Þegar eg nú lít yfir bls. 64 og 65, eða pá opnu í ritinu, þar sem dreginn er saman í eitt aðalkjarni hinna mikilvægu vísinda, þá sé eg, hvaða kjörkaup land- sjóður hefur hlotið, er hann öðlaðist inni- hald þessarar opnu, fyrir a ð e i n s 3000 kr., þvl að hin dýrmæta skýrsla hlýtur að gerbreyta búnaðarháttum og allri gras- rækt hér á landi. Mig undrar, að ekki skuli hafa verið skrifað enn stórfengilegra lof um ritgerð þessa en gert hefur verið, einkum þegar þess er gætt, að lofið hefur sérstaklega verið ritað af þeim mönnum, ereinhverra hluta vegna hafa fundið ástæðu til að viðra sig upp við herra Stefán. Eg hef orðið fyrir miklu álasi bæði í ræðu og riti fyrir það, að eg var eitt sinn svo blindur, að sjá eigi jafnljóst og sumir aðrir, nytsemi þessa afarþýðingarmika þrekvirkis, er hr. Stefán hafði með höndum. En nú ætti mér ekki að vera vorkunn að sjá, að þetta álas var mér maklegt syndagjald. Það er alls eigi hugsun mín, að ræða hér eins og vert væri um ritgerðina f heild, eða hvert atriði hennar, sem ástæða væri þó til, því það yrði stór bók. En eigi vildi eg sækja um styrk úr landsjóði til útgáfu hennar, þvf allt það fé, sem landsjóður getur misst frá sínum óumflýj- anlegu útgjöldum, verður framvegis að ganga til hr. Stefáns, svo að hann geti haldið áfram þessu ómetanlega starfi sínu. Eg vil því að eins benda á örfá atriði, eða þau, er þegar í stað gera mesta um- turnun á búskapnum og hafa almennasta þýðingu, og ennfremur sýna bezt og sanna, hve mikið hlýtur að leiða af þessum ís- lenzku fóðurjurtarannsóknum, er gerðar hafa verið. Þær prentvillur, sem eru í ritgerðinni, eru að eins til að skerpa hugs- un lesarans. A bls. 34 stendur t. d. að í Festuca rubra sé alls af holdgjafa 5.79% í eggjahvítukenndum efnum. Þessi tala á að vera 57.87%, og er þó tæplega skiljanlegt, hve lítið er af eggjahvítukenndu efnunum, samanborið við amidkenndu efnin. Þó er útlistun hr. Stefáns á því atriði enn mikilvægari nýlunda. Þegar hr. Jósep J. Björnsson lét rann- saka þurkaða töðu frá Hólum 1886, reynd- ist vatnið í henni 12.10%. En nálægt 14 árum síðar, er hr. Stefán lætur rannsaka nokkrarþurkaðargrastegundiraf hinu sama túni, þá lýtur út fyrir, að vatnsmegnið í þurri töðu hafi aukizt um 10%. Ef nú þessu sama heldur jafnt áfram, verður snemma á næstu öld orðið .þýðingarlaust að þurka töðuna á Hólum í Hjaltadal, því að hún verður eintómt vatn eptir sem áður. Má þá búast við, að kýr standi þar básgeld- ar, og nauðsynlegt að vita það fyrir. Þetta sannar einnig vísindalega að eðlilegt er, að kýr á Hólum hafi á sfðari árum farið lækk- andi að nythæð, og að nauðsynlegt var að leggja niður verklega skólann þar, ef þessi ófögnuður hefur leitt af aukinni ræktun túnsins. Þó kveður meira að þessu með refs- halann (Alopecurus geniculatus) frá hlað- varpanum í Viðvík, er hafði þurkaður 39.61 % af vatni. Hefði það mikla vís- indalega þýðingu að vita, hverskonar vatn það var, er hann hélt svona föstu f sér. Á vísindamáli kennarans myndi hér þann- ig komizt að orði: Knjáliðurinn fram undan prófastinum hafði vindþurkaður 39.61 tftlundir af vatni. Samkvæmt þessu myndi því vera í hverri hundraðsdeild af honum óþurkuðum, yfir tvö hundruð hundr- aðsdeildir af vatni. Á bls. 63 segir hr. Stefán, að holdgjafa- efnin hafi langmest búnotagildi, enda er algengt að meta gildi hverrar grastegundar nær eingöngu eptir hinum meltanlegu hold- gjafaefnum, er hún hefur. Verð eg lfka eingöngu að halda mér að því, vegna þess að út í smámuni er eigi hægt að fara í stuttu máli. Árið 1886 fræddi hr. Jósep J. Björns- son þjóðina á því, að útheyið á Hólum væri betra en taðan. Þetta létu menn þá eins og vind um eyrun þjóta, og héldu eptir sem áður áfram að bera á túnin. En nú, þegar litið er á 3000 kr. opnuna, ættu allir að vakna og sjá hvað til síns friðar heyrir, því að ef eigi er breytt framvegis samkvæmt þeirri niðurstöðu, er fékkst við rannsóknina, þá er starfið ónýtt og fénu til þess á glæ kastað. Hr. Stefán sendi út til rannsóknar sýnishorn af töðu frá túninu á Möðruvöllum, og segir hann sjálfur, að megnið af töðunni þar hafi verið eins og sýnishornið. Þetta sýnir svart á hvftu og sannar á vísindalegan hátt, að sjálfsagt er að hætta að rækta túnin. Það kveður svo rammt að því með töðuna, að hún er mikið verri en störin, þursaskeggið, brokið, mýrafinn- ungurinn, sefið og eltingin, sem rannsakað var. Að sönnu er ljósastörin (Carex rostrata) frá Áshildarholtsvatni í Skaga- firði lakari en taðan frá Möðruvöllum,en það bætir aptur upp, að sama tegund frá Hraunum í Fljótum, er þar á móti betri en taðan. Þegar nú þess er gætt, að aðalgrasið f töðunni frá Möðruvöllum var snarrótar- puntur (Aera cæspitosa), en snarrótarpunt- urinn er beztur af hinum rannsökuðu teg- undum, þá er auðsætt að hinar grasteg- undirnar í töðunni, t. d. smárinn, hafa verið mikið lakari en hin lélegasta útheys- tegund, er rannsökuð var. Af vanalegum túngrösum hafa 6 teg- undir verið rannsakaðar, einar út af fyrir sig. í þessum tegundum eru að meðal- tali samkvæmt skýrslunni 11.83% af melt- anlegum holdgjafasamböndum. Þegar nú þess er gætt, að »i 'snarrótarpuntinum er ÍS'93% af meltanlegum holdgjafasambönd- um, og mest var af honum í töðunni frá Möðruvöllum, þá er erfitt að skilja, að í töðunni skyldi eigi vera nema 6.69% af meltanlegum holdgjafasamböndum. Mestar líkur eru þvf til, að töðugresið missi mikið af hinum meltanlegu holdgjafasamböndum sfn- um við að blandast saman. Og þótt þetta sé mér og öðrum fáfróðum óskiljanlegt, þá er þó sjálfsagt að verja stórfé af landsjóði til að rannsaka vísindalega, hvort eigi þyrfti að aðskilja töðustráin á sumrin og hafa sérstakan geymslustað fyrir hverja tegund. Það er hörmung til þess að hugsa, að öld eptir öld hafa menn þreytt sig á að rækta túnin, einungis til þess að fá verra gras. En nú verður að treysta því, að þetta 3000 kr. starf hr. Stefáns, komi í veg fyrir slíka heimsku framvegis. Það sannast í mörgu, að betra er að vita en vita ekki. Það hefur t. d. verið álitið, að snarrótarpunturinn væri með hinum lakari punttegundum á túnum, en nú er hið gagnstæða vísindalega sannað. Ágæti hans er svo mikið, að hann jafnast fylli- lega á við blessaða mýraeltinguna (Eqvi- setum palustre). Hingað til hafa menn verið svo fáfróðir, að álíta t. d. Poa prat- ensis og ^Alopecurus geniculatus væru betri en mýraeltingin. En það er nú öðru nær en svo sé, því að mýraeltingin reynd- ist að vera önnur bezta tegundin, sem rannsökuð var, og hafði 15.86% af melt- anlegum holdgjafasamböndum. Að sönnu getur hr. Stetán þess á bls. 59, að stein- kenndu efnin í eltingunni séu svo mikil, að það dragi að líkindum úr fóðurgildi hennar, eða ekki ólíklegt, þegar til lengd- ar lætur, að það geti truflað meltingar- starfsemina. Það mun þvl bezt, að gefa að eins visk af mýraeltingu, sem krapt- fóður með hinni ónýtu töðu, i staðinn fyrir olíukökur eða annað þesskonar. Allt hefur verið öfugt. Menn hafa ver- ið svo fáfróðir hingað til, að þeir hafa á sumum stöðum reynt að fjarlægja undir- grunnsvatnið, með því að grafa djúpa skurði fyrir ofan túnin, eða á annan hátt að ræsa þau fram. Með þessu hafa þeir ætlað að útrýma snarrótarpuntinum og ellingunni, og fá í staðinn þær grasteg- undir, sem þeir í einfeldni sinni álitu kraptmeiri. En nú er það sannað, hve fjarstætt þetta hefur verið. Bezt er að súr sé í túnunum og þau dúi undir af vatni fram á sumar, því að þá er mest tryggingin fyrir, að snarrótarpunturinn og eltingin vaxi. Þá er það og sannað, að þursaskeggið (Elyna Bellardi), er ein með betri fóður- tegundum. Það vex einkum í þurrum ó- ræktarmóum. I staðinn fyrir túnin, sem nú eru, þyrfti því að undirbúa land, er hefði eptirfylgjandi kosti: Hér og þar væru harðir og þurrir óræktarmóar, þar sem þursaskegg yxi, en milli þeirra væru mýrardrög með mýrareltingu, en í aflið- andanum þar á milli væri rök og súr jörð með snarrótarpunti. Hve afarþýðingarmikil framför væri að þessu, frá hinu núverandi ástandi, sést bezt á stuttum útdrætti úr hinni merki- legu skýrslu, er allir verða að kynna sér nákvæmlega. Meltanleg holdgjafasambönd: Taða frá Möðruvöllum 6,69% Snarrótarpuntur . . . 15,93% Þursaskegg .... 11,44% Mýraelting .... 15,86% Á þessu geta allir séð, að það er nokkru betri einn heyhestur af þessum þrem sið- asttöldu tegundum, en tveir af töðunni. Þetta hefur sýslunefnd Eyfirðinga að lik- indum vitað, og því hefur hún matið Möðruvelli svo lágt, af því jörðin hafði þann mikla ókost, að hafa jafn-stærst tún hér á landi. En stjórn búnaðarfélags íslands hefur eigi vitað þetta, þegar hún lét prenta fóð- urskýrsluformið, því að annars hefði þar verið lagt öðruvísi í fóðureiningar. Slíkt þarf auðvitað nauðsynlega að laga, því að óviðfeldið og villandi er, að hin sama stjórn gefi út athugasemdalaust, það sem er gagnstætt hvað öðru. Og þess ber henni vel að gæta, að íslenzkur skepnu- magi segir ekkert á móti erlendri vísinda- legri rannsókn. Þingeyrum 25. aprfl 1903. Hermann Jónasson. Horfurnar. Ritgerð eptir Lárns H. Bjarnason. Þar sem ganga má að því vísu, að stjórnarskráin nái fram að ganga í sum- ar, virðist vera full ástæða til, að vekja eptirtekt kjósenda á merkri ritgerð eptir Lárus sýslumann Bjarnason, er ræðir um nokkur mál, er skipta þjóðina mjög miklu, og munu verða efst ábaugiáþingi okkar í sumar. Ritgerð þessi birtist í þ. á. Andvara og hefur verið útbýtt í sér- prentun hér 1 bæ og víðar. En af því að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.