Þjóðólfur - 22.05.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.05.1903, Blaðsíða 2
82 mörgum lesendum Þjóðólfs mun ekki gef- ast kostur á að lesa nú þegar ritgerðina sjálfa skulum vér stuttlega skýra frá aðal- inntaki hennar. Höf. telur það nauðsynlegt, að alþing setjiþegar í sumar „lög um dbyrgð ráðherr- ans“. En þar sem 2. gr. stjórnarskrár- frumvarpsins kveði svo á, að hið samein- aða alþingi skuli kæra ráðgjafann, geti það orðið nokkrum örðugleikum bundið, að fá dóminn, sem á að dæma mál þau, er rísa af embættisrekstri ráðherrans vel skipaðan. Höf. telur það auðvitað ákjós- anlegast, að þingið hefði haft nokkur á- hrif á, hvernig dómurinn yrði skipaður, en því er nú ekki að hr.ósa, þar sem þing- ið getur ekki haft bæði ákæruvald og dómsvald í sömu málunum. Höf. getur þess, að fela megi amtsráðum, eða, ef þau verða lögð niður, sýslunefndum að kjósa menn í dóm þann, sem á að fara með mál, er höfðuð yrði gegn ráðherra. Virðist það vel til fallið og veita um leið nokkra trygging fyrir því, að dómurinn verði skip- aður eptir vilja þjóðarinnar. Þá tekur höf. það skýrt fram, að þing- inu sé skylt „að gieta sparnadar, er pað setur lög um laun rdðherrans og eptirlaun", og eins sé sjálfsagt, að „leggjapau embœtti, sem megi missa sig, sem allra fyrst niður", því að annars megi búast við, að þau geti orðið nokkuð lífseig. Hann vill auka sem mest „sjdlfstœði lœgti stjórnarvalda og sveitastjórna" og segir sem rétt er, að fátt auki þjóðunum meir þroska, en að þær eigi sem mest með sig sjálfar. Ekkert hefur t. a. m. átt meiri þátt í, að gera Englendinga og Norðmenn að hinum táp- mestu og framkvæmdarsömustu þjóðum heimsins. Loks farast höf. þannig orð um atvinnu- mál vor: „Viðleitni vor verður alltaf að horfa fram og fyrst pangað, sem umbóta- pörfin er ríkust, pví að vér höfutti ekkiefni d, að hafa mörg jdrn í eldinutn í einu. Og svo sem drepið er d að framan, ríður oss mest d, að rétta við efnahag vorn, pvi verða atrinnumálin ogr rerkleg fræðsla aðganga d undan öðrum mdlum. Þau purfa í raun- inni fyrst í stað að halda á óskertri um- hyggju vorri og öllum kr'öptum vorum. Það er unnið oflítið og offdtt i landinu.... Vér verðum að reyna að koma því svo fyrir, að vér getum tekið sem flest á heima- landi og að pví mundi meðal annats hag- kvœm tolílöggjöf stuðla ..... En eins og atvinnumdlalöggjöf vor œtti að miða aðpví, að gera oss sem sjdlfstœðasta, eins œtti öll viðleitni vor yjirleitt að lúta að pví, að draga pað sem mest fram og hlynna sem bezt að pvt, sem er einkenriilegt fyrir pjóðina". Þetta er nú í fám orðum aðalinntak rit- gerðar þessarar og teljum vér hana ritáða af einlægri þjóðrækni og glöggri þekkingu á stjórnarfari voru og landshögum. Von- um vér að hún gefi hverjum einlægum íöðurlandsvin og sönnum heimastjómar- manni nóg efni til hugleiðinga. En hitt dettur oss ekki í hug, að hún finni náð fyrir augum þeirra bræðinganna, ísafold- arnátthrafnanna og Landvarnarhræðanna. Líklegast láta þeir hennar að öllu ógetið, því að sumt í ritgerðinni kemur illa heim við þá kenningú „svikamíllu"málgagnanna, að höf. sé foringi allra apturhaldsmanna á landinu og þýin „Framsóknarflokksins": „Norðurlandið" og „Þjóðviljinn" taka löngum í sama strenginn. S. Bandalagið við ,Landvarnarliðið‘. Nú hefur »Norðurland« 2. þ. m. kveð- ið upp úr með það, hvernig háttað sé þessu kátlega bandalagi Valtýinga við Landvarnarliðið. Reyndar vissu menn það fullvel áður, en það er samt gott að fá hreinskilnislega játningu um það frá einu aðalblaði »Framsóknarflokksins« svonefnda. Það kemur nfl. upp úr kafinu hjá því, að »Framsóknarflokkurinn« hefur gengið 1 bandalag við Landvarnarliðið, til þess að fella heimastjórnarmenn frá kosningu, en ná sínum mönnum sem flestum á þing, svo að »Framsóknarflokkurinn« hefði yfir- tökin í öllu, næði völdunum, en til þess treysti hann sér ekki nema með Landv.manna hjálp, með öðrum orðum: Landv.liðið er notað sem skálkaskjól til að styðja sem flesta Valtýinga inn á þing, en þá koma dagar ogþákomaráð. Land- varnaruppþotið segir »NorðurIand« að verði hjaðnað niður og steindautt 2—3 vikum eptir þingsetningu, þess vegna sé ekki neitt athugavert fyrir »Framsóknar- flokkinn* að hossa þessum bráðfeigu börn- um á kjöltunni fram yfir kosningar og láta þau æpa með sér, því að vera megi, að einhverjir blekkjist á því hrópi. Meðal annars segir »N1.«, að það hafi ekki verið »nokkur glæta af von um, að fá aptrað kosningu bankastjóra Tr. Gunnarssonar á annan hátt en í samvinnu við »Landvarn- ar«liðið«. O, jæja, vesalir gerast þeir nú Valtýingarnir, er sigurvonin hjá þeim er engin,nema hið »fámenna ogfeiga« Landv.- lið, sem »N1.« kallar svo, dragi hlassið með þeim. En ekki verður annað séð á »Norðurlandi«, en að Valtýingar ætli sér að gabba bandaliðið, og láta það deyja kerlingardauða á næsta þingi. Landvarn- armenn halda því hinsvegar fram, að þeir hafi beztu vonir og enda ákveðin loforð um, að flestir eða allir Valtýingar, er á þing komast nú, verði »Landv.«stefnunni fylgjandi og ætli sér að breyta stjórnar- skrárfrv. í þá átt = ónýta stjórnarbótina. Þeir segjast því vinna ágætan sigur á næsta þingi (sbr. »Ingólf«), en Einar Hjör- leifsson málpfpa Valtýinga, bandamanna þeirra, telur Landvarnarmenn bráðfeiga, segir að þeir lognist út af á næsta þingi. Þar skiptir nokkuð í tvö horn. En rit- stjóri »Ingólfs« og ritstjóri »Norðurlands« eru líka báðir »skáld«, að eins hafa þeir skipt um hlutverk, þannig, að ritstj. »Ing- ólfs« yrkirum »vonir« Landv.manna, glæsi- legar sigurvonir, en ritstj. »Norðurl.« yrk- ir um »dauða« þeirra, spáir þeim feigð. Bjargráð. Hörmulegt er til þess að vita, hvernig gengur með þessa árlegu skipskaða hér við land á opnum skipum, án þess að nokkuð hafi verið gert, til að reyna að draga úr því manntjóni, er átt hefur sér stað árlega, svo að segja meira og minna kringum allt landið. Það er alkunnugt opt og mörgum sinnum, er skipskaði verður, þá er þegar bezt lætiír einum eða tveimur mönnum bjargað af kjöl skipsins og optsinnis engum. Opt ber það við og ekki sjaldan, þegar skipi hvolfir, að svo og svo margir komast á kjöl skipsins af skipshöfninni, er á honum rúmast. Og hvað tekur svo við vanalega ? Það, að von bráðara kemur ein ólagshryðjan, er sópar næstum öllum mönnunum af kjöln- um, vill til að einn verður eptir, sem annaðhvort kemur af því, að hann hefur mætt minnstum hrakningi áður, eða þó fremur af hinu, að hann er frískari og öflugri kraptamaður en hinir, til að geta haldið sér á kjölnum. Þvf eins og allir vita, er ekkert til að halda sér í annað, en blautur, háll og afsleppur kjölurinn, og mörgum kalt á höndum í þeim kring- umstæðum. Opt eru það að eins fáar mínútur, er líða frá því þessir mörgu sóp- uðust af kjölnum þar til hjálpin hefði komið, annaðhvort af sjó eða úr landi, en þá er a!It um seinan, þá eru þessir mörgu sokknir og sjást ekki framar. Af því þessi eru mörg dæmin, hefur mér hugkvæmst, hvort ekki væri reynandi, að útbúa lítilsháttar björgunarfæri á kjöl skipanna, en það er á þann hátt, að bora nokkur göt í gegnum kjölinn, setja þar í mjóan, en sterkan kaðal, ogstanga saman enda kaðalsins, og á þann hátt búa til 4—6 björgunarhringi svo víða, að mað- ur komi báðum höndum í sama hringinn, þó maður væri með vetlinga á höndum. Á þann hátt gætu menn haldið sér 1 hanka þessa hvað sem á gengi, meðan skipið væri á hvolfi, þangað til hjálpin kæmi, annaðhvort af sjó eða úr landi. Eg ætlast til, að hafðir væru þrír hank- ar út úr hvorri hlið kjalarins á öllum stærri skipum, en tveir að eins hvoru megin á öllum þeim minni. Gerlegt væri að bora ekki götin á kjöl- inn eptir beinni línu, svo síður sé hætt við, að kjölurinn klofni. Sjálfsagt væri að endurnýja hanka þessa, annast um, að þeir einlægt væru öflugir og áreiðanlegir, hvað sem fyrir kynni að koma. — Mín fasta sannfæring er, ef menn al- mennt hefðu þennan útbúnað á skipum sínum, og gerðu sér það að fastri reglu, mundu færri menn hér eptir en hingað tii, verða sjávarins og dauðans herfang. Gamall sjómaður. Mannflutningar. Eg var að líta í Þjóðólf frá í fyrra dag. í útl. fréttum þar er getið mikils fólks- útflutnings frá Noregi og útflæmings af Finnlandi fyrir tilhlutun Rússa. Um hall- æri í Svíþjóð er áður kunnugt. Slíkar ástæður er líklegt að Ameríku- agentar noti sér, og að þangað stefni aðalstraumur útflytjenda frá löndum þess- um. En á Island bendir víst enginn þessu fólki »á bezta skeiði«, sem er að leita sér bústaða. Og þó er það einmitt fólk frá þessum löndum, sem líklegast væri að þrifist hér, eins og eg hefi áður bent á í Þjóðólfi (byggja því Snæfellsnes). Félög myndast í öllum mögulegum (og ómögulegum) tilgangi, en hvenær mynd- ast félag af Is 1 en d i n g u m til að »byggja« ísland ? 10. maí 1903. B. B. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi, frá „Det nordiske For- lag" i Kaupm.höfn. Skottefruen. Söguleg skáldsaga eptir Carl Evald, 1.—2. hepti. Bók þessi kemur út í 25 heptum og kostar hvert 25 a. Saga þessi gerist á 16. öld. Aðal- persóna hennar, sjálf „Skotafrúin" er norsk aðalsmannsdóttir Anna Rustung, dóttir Kristofers Þrándarsonar (Rustung), er var nafnkunnur maður í Noregi á sinni tfð, og meðal annars sendur með herskip til Is- lands ásamt Axel Júl 1551, þá erþeiráttu að taka Jón biskup Arason, en gripu í tómt. Anna dóttir hans kynntist um 1560 Bothwell jarli, sem flestum mun kunnur úr sögu Maríu Stúart. Þá var Bothwell sendiherra í Kaupmannahöfn, og nam Önnu á burt með sér, með því loforði að kvongast henni, að þvf er hún sagði, en úr því varð ekkert, og skildi hann hana eptir f Niðurlöndum slyppa. Eptir það dvaldi hún optast í Noregi og hitti þar Bothwell 1567, er hann var fluttur þangað sem fangi. Hún var enn á lífi 1607. Um æfintýri þessarar konu ritar Ewald hina stóru, sögulegu skáldsögu sína, og má geta nærri, að þar kenni margra grasa. Carl Ewald er sonur hins nafnkennda danska skáldsagnahöfunds H. F. Ewalds, en hefur ekki fyr fengizt við að rita sögu- legar skáldsögur, það eru helzt kýmnis- sögur og æfintýrasögur, er hann hefur ritað, og í blöð ritar hann feikimikið, allt létt og lipurt og smáskrítið. Eru rit hans mjög lesin meðal Dana. Babel og Bibel. Fyrirlestur eptir Fried- rich Delitzsch þýzkan háskólakennara. Fyrirlestur þessi, sem haldinn var i3-jan. 1902 í þýzka Austurlandafélaginu, liefur vakið afarmikla eptirtekt um allan hinn menntaða heim, og afarmikið verið um hann deilt. Vilhjálmur keisari, er lét höf. halda hann sérstaklega fyrir sér og hirð- inni hældi honum mjög, og var nær orð- inn stimplaður vantrúarmaður af rétttrú- uðum þýzkum guðfræðingum fyrir bragðið, svo að hann varð að gera grein fyrir því opinberlega á prenti, hvernig hann liti á málið. Var ekki laust við, að skopast væri að guðfræði keisara í þessari yfirlýsingu. Hér er ekki rúm til að skýra frá aðalefn- inu í þessum einkennilega fyrirlestri, er vakið hefur svo miklar umræður í erlend- um blöðum og tímaritum. En aðalatriði hans er að færa sannanir fyrir því, í sam- bandi við nýjustu fornmenjarannsóknir í Assyríu, að Gyðingdómurinn sé af babyl- ónskum uppruna, að hugmyndir Gyðinga um guðdóminn (Jahve) og trúarbragða- kerfi gamla testamentisins sé að tnestu leyti runnið frá hirðingjaþjóðflokkum f Assyríu. Er fyrirlestur þessi hinn fróð- legasti, þótt vafasamar kunni að vera sum- ar ályktanir höf. 50 myndir eru f bókinni, þar á meðal ein af Hammurabi (Amrap- hel) konungi og önnur af drottningu Sar- danapals. Moses. Eptir A. S. Poulsen biskup í Vébjörgum, og Fader Vor. Eptir J. H. Brochmann, hvorttveggja guðfræðileg „uppbyggingar- rit", mjög vönduð að frágangi öllum. Yíirlýsing. Rangfærsla og hártognn hrakin. Rétt í þessum svifum barst mér í hend- ur Isafold 9. þ. m. innihaldandi bréfkafla úr Fljótshlíðarhreppi ds. 27. apríl, enda þótt sennilegast sé, að höfundurinn hafi í Rvlk- urferð sinni nýafstaðinni fengið hjálp rit- stjórans eða hins nýbakaða vinar síns fyrir utan Rangá til þess að semja hann. Þvf vart hafa þau skynlausu nautin, er hann teymdi suður, getað leiðbeint honurn við ritsmíð þessa. Að sönnu er það hverjum manni sýni- legt, að bréfkafli þessi er einn af hinum nautslegu en þó máttleysislegu tilraunum, til þess að aptra kosningu landshöfðingja M. Stephensens til þingmennsku hér í sýslunni. Og mun sú tilraun vissulega ekki reynast árangursfyllri en aðrar tilraunir í sömu átt. En af því að bréfkafli þessi inniheldur rangfærslu og hártogun á mín- um orðum, vil eg ekki láta honum ómót- mælt. I bréfkafla þessum er svo frá skýrt, að eg hafi á fundi í Teigi sagt, eða gefið í skyn, aðsásem fyrsturhafi átt upptökinað framboði landsh. M. Stephensen til þing- mennsku fyrir Rangæinga, hafi verið rakari Árni Nikulásson. Þessa framsetningu höf- undarins á orðum mínum lýsi eg með ölluósanna, hvort sem hún sprettur fremur af heimsku eða illgirni. En hitt kannast eg við, að eg hafi gert — eins og eg líka geri enn — að neita því, að eg hafi fyrst- ur manna stungið upp á þingmenusku við landshöfðingja. Og því til sönnunar benti eg á það á téðum fundi, að áður en eg hefði nokkurt tal átt við landshöfðingja þessu viðvíkjandi, hefði það verið komið 1 almæli í Rvlk, að landshöfð. mundi má- ske gefa kost á sér til þingmennsku fyrir Rangárvallasýslu, og hefði Árni rakari Nikulásson — eins og Tómas sjálfurhefði undan kvartað — sízt sparað að halda þvl á lopti, bæði við Reykvíkinga og Rangsé- inga. Og í þessum orðum mínum liggur alls ekki það, að hr. Árni Nikulásson hafi átt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.