Þjóðólfur - 22.05.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 22.05.1903, Blaðsíða 4
76 Thoroddsen fylgdist með þeim og studdi V. og B. rækilega, en þrátt fyrir það er spá manna, að Valtýr að minnsta kosti muni falla, annaðhvort fyrir Halldóri eða Agúst. Fulla vissu ura það er auðvitað ekki enn hægt að fá. Á fundunum létust þeir Valtý og B. Kr. vera að öllu leyti samdóma hinum í stjórnarskrármálinu (frv. síðasta þings óbreytt) og bankamálinu. Og samt fullyrða nánustu kunningjar B. Kr., að hann sé eindreginn Landvarnar- maður(il). Skákdálkur Þjóðólfs. Nr. 7. Utanáskript: Pétur Zóphóníasson. Box 32 A. Rvík. Tafl nr. 7. teflt í Kaupmannahöfn x/n 1903. Hvítt. S vart. H. A. Nitlscn. Lárus Fjeldsted. 1. e2—e4 e2—e5 3. Rgi—Í3 Rb8—c6 3- Bfi—04 h7—h6? 4- C3—C3 BÍ8-C5 5- d2—d4 e5Xd4 6. C3Xd4 Bc5—b4+ 7- Bci—d2 Rg8—e7 8. Bd2Xb4 Rc6xb4 9- Ddi—b3 d7—ds 10. Db3Xb4 dsxc4 11. Db4XC4 O O 13. 0—0 Rc7—g6 i3- h2—h3 b7—b6 14. Rbi —C3 a7—a5 15- Hfi-ei Bc8—b7 16. d4-d5 Ha8—c8 i7- Dc4—d4 Hf8—e8 18. Hai—ci Bb7—a6 19. Dd4—d2 Dd8—e7 20. Rf3-d4 Rg6—e5 21. Rc3—b5 He8-d8? 22. Í2—f4 Baóxbs 23- Rd4xb5 Res-gó 24- Rb5—»7 De7—h4 25- Ra7Xc8 Hd8xc8 26. ds—dó Hc8-d8 27. HciXc7 Hd8xd6! 28. Dd2—ci Rg6xf4 29. Hc7 —c8+ Kg8—h7 3°- e4—e5 Rf4xh3 3i- g2Xh3 Dh4—g3+ 32. Kgi—hi Dg3xh3+ Þegar hér var komið, féllust teflend- urnir á það, að gera taflið jafntefli, en Íiegar gætt er að taflinu, á svart að vinna máta í 4. leik), en í mörgum tilfellum er það jafntefli. Taflið stóð yfir frá því kl. 9 um kveldið þar til laust eptir kl. n*/a. Taflféliig hafa fjölgað mjög í vetur. Vil eg nefna hér Húsavík, forgöngumaður Aðalsteinn Kristjánsson kennari, Patreks- fjörður, forgöngum. Sig. læknir Magn- ússon, Eiðar, forgöngum. Jón Jónsson kennari, og Keflavík, Konráð Stefánsson skólapiltur. Alls eru nú hér á landi 10 taflfélög með á 3. hundrað manns. Islenzk frimerki kaupir háu verði Ólafur Sveinsson. Austnrstræti 5. Lefðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum oghjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Áskorun til bindindisrina frá drykkjnmannakonum. Munið eptir því, að W. Ó. Breið- fjörO hælti áfengissölunni einnngis fyrir bindindismáfiö, og kaupið því hjá honum það, sem þið fáið þar eins gott og ódýrt og annarstaðar, sem flest mun vera nú af hans fallegu, miklu og margbreyttu vörubirgðum. Þakkarávarp, I minni sáru sorg og erfiðu kringumstæðum þakka eg hér með af hrærðu hjarta fyrir þær stórkost- legu og höfðinglegu gjafir, er ýmsir kær- Ieiksríkir mannvinir hér í bæ hafa sent mér, og á ýmsan annan hátt tekið hlut- deild í hörmum mínum. Er eg þess full- viss, að slík kærleiksverk verða ekki ólaun- uð á hinum almenna reikningsskapardegi, þótt eg geti þau engu launað. Reykjavík 22. maí 1903. Jóhanna Gestsdóttir. Uppboðsauglýsing, Samkværnt ráðstöfun hlutaðeigandi skiptaréttar verða eptirtaldar fasteignir þrotabús Helga kaupmanns Helgason- ar boðnar upp á 3 uppboðum, sem haldin verða mánudagana 25. þ. m., 8. og 22. júní næstk. og seldar hæst- bjóðendum, ef viðunanlegt boð fæst: 1. húseignin nr. 11. í Þingholtsstræti, íbúðarhús 11><22 ál., tvílypt úr tré með járnþaki, geymsluhús og skúr 7X10 °S 4X7 ál. meðjárn- þaki. — 2. húseignin nr. 12 í Þingholtsstræti, íbúðarhús tvílypt 12X12 af, úr tré með járnþaki. — 3. húseignin nr. 2 í Pósthússtræti, sölubúð með geymsluhúsi, 20X9 al. tvílypt úr tré með járnþaki. — 4. erfðafestuland við Grænuborg (Helgablettur). 2 fyrstu uppboðin á húseignunum og öll uppboðin á erfðafestulandinu fara fram á skrifstofu bæjarfógeta og byrja á hád. — 3. uppboð á húseign- unum verður haldið í húsunum sjálfum, í ofangreindri röð og byrja kl. 1 síðd. í Þingholtsstræti nr. 11. Uppboðsskilmálar, veðbókarvottorð og önnur skjöl snertandi eignirnar, verða til sýnis 2 dögurn fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 13. maí 1903. Halldör Daníelsson. Um miðjan síðastliðinn apríl hefur rekið stóra tunnu, fulla af rauðvíni, á Súlu-eyri, nálægt Vestra-Súlunesi í Leirár- og Melahreppi innan Borgar- fjarðarsýslu, og er tunnan að öllu leyti ómerkt. Hér með er skofað á eiganda vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu auglýsing- ar þessarar, og sanna fyrir amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við því eða andvirði þess, að frádregnum kostnaði. Suður- og Vesturömtin, Reykjavík 8. maí 1903. J. Havsteen. Skammt undan landi fannst bátur, (fjögramannafar) á reki 23. marz þ. á. og var róinn á land í Móakoti á Vatns- leysuströnd. í bátinn vantar allar þópt- ur og stafnlok, en engin merki eru á honum, samt má sjá, að nýlega hefur verið gert að honum að framan. Hér með er skorað á eiganda vog- reks þessa, að segja til sín innan árs °g dags frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar, og sanna fyrir amtinu heimildir sínar til þess, og taka við því, að frádregnum kostnaði og bjarg- launum. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna, Reykjavík 6. maí 1903. J. Havsteen. Á Hjörleifshöfðafjöru rak um miðj- an desbr. síðastliðinn flak af skipi, 8 faðma á lengd og 3V2 faðm ábreidd, mjög fornlegt og skemmt af maðk- smugum, en engin frekari einkenni eru á því. Hér með er þvf skorað á eiganda vogreks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá sfðustu birtingu þess- arar auglýsingar, og sanna fyrir und- irskrifuðum amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við andvirði þess, að frádregnum öllum kostnaði. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna, Reykjavík 1. maí 1903. J. Havsteen. Sænskur Viður. Það tilkynnist hér með heiðruðum bæjarmönnum að félagið M. Blöndal & Co. hér í bænum, hefur nýlega fengið 2 stóra skipsfarma af völdu timbri af flestum sortum frá Halmstað f Svíaríki, þar á meðal EIK, BIRKI og HLYN (LÖN), er selzt með mjög vægu verði. Reykjavík 2°/5 1903. pr. M. BLÖNDAL & Co. Magnús Blöndahl. MU8TADLo.sk. MARGARlN ER BÚIÐ TIL ÚR HINUM ALLRA BEZTU EFNUM, OG MEÐ OPINBERU EPTIRLITI. Mustad’s nor»ka margarín hefur í sér fólgið jafnmikið næringargildi sem fínasta smjör, og getur því alveg komið í stað þess. Mustad’s norska margarín er bezta margarínið, sem flytzt f verzlanir. Þessvegfna Kaupið Mustad’s norska margarín. 1_ eð eg í vetur hefi lært í IJ f\ | Kaupmannahöfn að hreinsa A VÞA Qg pj'fa prestakraga, leyfi eg mér að bjóða heiðruðum prestum landsins, að hreinsa og pífa kraga þeirra fyrir kr. i,jo kragann, auk burðargjalds. Sömuleiðis hefi eg til- búna kraga til sölu, og verða þeir, er panta þá, að senda mér mál (númer) af flibba þeim, er þeir nota. Pöntunum er veitt móttaka f búð Erlends kaupmanns Erlendssonar í Aðalstr. 9. Rvík 27. apríl 1903. Kristín Jónsdóttip. N OKKUR U UNDRUÐ íl af mjög fínum og elegant FATAEFNUM, öll eptir nýjasta rnöð, sel eg gegn miklum afslætti gegn peningum til Hvítasunnu. Tilbúin föt. Drengjafataefni. Hálslín og stórt ú r va 1 af Slaufum og Humbugum, Flibbar og BrjÓSt handa ferming- ardrengjum o. m. fl. Klæðaverzlunin Bankastræti 12. GUÐM. SIGURÐSSON. K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta menn fengið tauih urn leið og sendingin er afhent. Ætíð nægar hirgðir af tannm fyrirliggjandi. Afgreiðslan á Laugavegi 24. Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson. Til neytenda hins ekta KÍN A-LÍFS-ELIXÍRS. Með því að eg hefi komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- írinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fluttar af honum til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-elixír með merkjunum á miðanum: Kínverja með glas í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Friderikshavn, og— í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en i króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína á Nyvej 16, Köbenhavn. Wnldeniar Petersen Frederikshavn. Til almennings. Ullarsendingum til tóvinnu- vélanna við Reykjafoss í Ölfusi, veitir móttöku í Reykjavík Jón Helgason á Laugaveg 45. ~ Sendingarnar verða að vera vel merktar. Aukafnndnr jSlippfélagsins, verður hald- inn mánud. 8. júní kl. 7. e. h. íhúsi kaupm. W. Ó. Breiðfjörðs. Trygrgvi Runnarsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.