Þjóðólfur - 22.05.1903, Blaðsíða 3
73
upptökin að framboði landshöfðingja, enda
er eg þess fullviss, að svo er ekki. En
með þessum orðum er það heldur ekki
játað, að eg hafi verið frumkvöðull þess,
jafnvel þótt eg hefði talið mér það sæmd-
arauka, ef svo hefði verið. En hitt gefur
að skilja, að eg studdi eptir mætti og á
ærlegan hátt að því, að áskoranir á lands-
höfðingja tækjust vel, með því að eg var
þá fullviss orðinn um hið óeðlilega sam-
band Tómasar við sýslumann, og sem
ekki gat réttlætzt af þingmennskuhug, ótta
fyrir málssókn eða neinu öðru.
En þar eð bréfshöfundurinn tók sig til
-- eða lét hafa sig til — að rita um fund-
inn í Teigi, þá hefði máske orðið fróðlegt
að sjá hjá honum skýrstu þá, er þar kom
fram um makk Magnúsar sýslumanns
Torfasonar og Tómasar hreppstj. Sigurðs-
sonar frá því 1 fyrra sumar og til þessa,
enda þótt það sé þegar mörgum allljóst
orðið. En þar eð sá er uppt'ökin á að hin-
um umrædda bréfkafla, mun vera þessu
makki manna kunnugastur, þá hefði hann,
sakir kunnugleika síns, staðið vel að vígi,
að fullkomna þá skýrslu á margan hátt.
Breiðabólstað, 15. maí 1903.
Eggert Pálsson.
Anstiir-Barðast.randarsýsln 7. maí.
Tíð hefur verið fremur vond næstliðinn
vetur, hér um sveitir, frá þvf viku fyrir jól,
en þá skipti algerlega um til vetrarveður-
áttu, illrar og umhleypingasamrar, sem mátti
heita að héldist til aprílloka. Síðan hefur
verið kuldatíð eins og vér eigum að venjast,
þegar hafís er kominn á Húna- og Stranda-
flóa. Heyleysi er almennt hér og mjög illt
útlit með fénað, ef kalt verður vorið, sem
telja má hér um bil víst. Það bætir heldur
ekki um, að nærkaupstaðirnir eru kornlaus-
ir, svo ekki er hægt að fá korn fyrir fénað-
ínn. — Heyrzt hefur, að rúgur hafi fengizt
til þessa f Skarðsstöð, en að hann hafi líka
Stigið í verði, er útlit varð fyrir, að hann
mundi ganga út.
Það er hvorttveggja að við Barðstrend-
ingar höfum ekki fengið orð fyrir að vera
pólitiskir áhugamenn, enda er lítið minnst
á pólitíkina nú. Nýtt þingmannsefni kvað
nýlega hafa boðið sig fram hér, eptir áskor-
un manna vestast í kjördæminu, Böðvar
Bjarnason prestur á Rafnseyri. Um skoð-
anir þingmannsefnisins í stjórnar- og banka-
málinu er enn ókunnugt. Er nú mál fyrir
Snæbjörn bónda að fara á stúfana f annað
sinn fyrir Fiateyjarprestinn, og snúa kjós-
endum til hinnar einu sönnu trúar á Sig-
urð prest. En vér vonum, að kjósendur
séu svo sjálfstæðir, að fara sínu fram um
atkvæðagreiðsluna, hvað sem drengurinn á
smalaþúfunni segir. Það væri annars skyn-
samlega gert, að breyta nú til um þingmann,
og það jafnvel, þótt skoðanir hins nýja
þingmannsefnis í stjórnar- og bankamálinu
væri hin sama og fyrverandi þingmannsins,
þar sem vér höfum ástæðu til að vona þess,
að hið nýja þingmannsefni léti sér annara
um óskir vorar og þarfir í öðrum málum,
einkum hvað þetta kjördæmi sérstaklega
snertir, en þingmaðurinn, er vér höfumhaft.
Vér höfum þar ekki mikils í að missa,
Afsakanir Ó. S.
í 10. tölubl. „ísafoldar" þ. á. er greinar-
korn frá einhverjum Ó. S., út af ummælum
fréttaritara Þjóðólfs úr Skagafirði 5. des. f.
á., þar sem sagt er, að þegar frétzt hafi að
stjórnarskrárfrumvarp stjórnarinnar hafði
verið samþykkt á síðasta þingi, hafi einn
valtýski burgeisinn í Skagafirði sagt, að ekki
þyrfti lengri tíma til þess, að fella það á
næsta þingi, heldur en hefði gengið til að
samþykkja það nú. Ómerkingur þessi seg-
ir, að hér sé átt við málsmetandi menn í
sýslunni, og gefur í skyn, að hér sé um
marga að ræða, þótt bréfritari Þjóðólfs þekkti
ekki nema einn, og hann er ekkert mikil-
menni. Herra Ó. S. er víst einn í þeirra
tölu, er hann telur málsmetandi rnenn í
sýslunni, og tekur að sér og sfnum flokks-
mönnum umrædd orð bréfritara Þjóðólfs, og
gefur fullkomlega í skyn, að þau séu sönn,
enda eru þau alkunn. Þetta sannar einnig
ritháttur hans og vandræðalegar og vitlaus-
ar setningar, og skal eg hér nefna einaslíka:
„En það er eg viss um að slílcir menn, sem
hefðu látið sér aðra eins fjarstæðu til hugar
koma, að hægt væri að fella frumvarpið að
sumri" o. s. frv. Með þessari setningu þyk-
ist hann sanna alla sína sögu um bréfritar-
ann, og um leið gera öllum trúanlegt, að
ómögulegt sé ,að breyta stjórnarskrárfrum-
varpinu frá síðasta þingi eða fella það, við
það ráði enginn mannlegur vilji, það sé eins
traust og alheimsbyggingin. Jón Jensson
og aðrir Landvarnarmenn eru þó á annari
skoðun með frumvarp þetta, þeir eru með
ýmsar aðfinningar, hafa hvergi neitt undir-
ferli eða dylgjur, vilja bara fella frumvarpið
eða breyta því svo, að það fái ekki stað-
festingu, af því þeir álíta það mjög hægt.
Það er því vel líklegt, að hr. Ó. S. og þeir,
sem ltkt hugsa, verði stuðningsmenn þeirra,
þegar til úrslita kemur. Þótt hr. Ó. S. tíni
saman öll þau óvirðingarorð, sem amtmaður
Páll Briem hefur látið fálla í garð ýmsra
íslendinga og fslenzkrar alþýðu, svo sem
stigamennskunafnið, tyrkneska samjöfnuðinn
og að draga alþýðuna á hornunum o. m. fl.,
það eykur honum hvorki traust, vinsæld, virð-
ingu eða sæmd hjá betrí mönnum, og því síður
amtmanninum, heldur miklu fremur óvild
og óvirðing, bæði utanlands og innan, eykur
sundurlyndi milli þeirra, sem hærra eru
settir í þjóðfélaginu og alþýðunnar, og spill-
ir öllu því trausti, er þessir menn vilja að
alþýðan beri til þeirra og þeir þykjast eiga
heimtingu á hjá henni, og verður þetta til
þess, og er þegar orðið, ,,að goldið er í
sama mæli og goldið var". Eptir lýsingu
herra Páls Briems á hinum pólitisku stiga-
mönnum og mælikvarða þeim, er hann mælir
þá á og hr. Ó. S. vitnar til, er hann sjálfur
einn af þeim, og útlit fyrir að hann sé einn
af þeim duglegri, og því til frekari sönnun-
ar hefur hann ekki sett nafn sitt undir grein
sína; þar sem hr. Ó. S. ráðleggur að skrifa
ekki tilhæfulausar ófrægðarsögur úr Skaga-
firði, þá hefur umræddur bréfritari ekki orð-
ið sekur í því, en óskandi væri, að hr. Ó. S.
fylgdi því þegar hann ritar næst, og taki
þá aptur ósannindi þau, er kunna að hittast
í grein hans. Sannleika allan virðist hann
vilja Ieiða í ljós, og er það fagurlega sagt og
drengilega. Það væri því rétt af honum að
útvega skýrslur um efnahag íslenzku hlutafé-
lagsverzlunarinnar, er var í Grafarósi og kennd
var við staðinn, skýrslur, sem sýndu ljós-
lega, hvernig reikningar stóðu, þegar búið
var að borga út skuldheimtumönnum og
allri verzlun var hætt, og skuldir innheimtar,
og láta svo ísafold auglýsa það, svo hluta-
bréfaeigendum gæti gefizt kostur á að sjá,
hvernig seinustu leifum af hlutum þeirra
hafi verið varið.
Skagfirzkur alþýðumaður.
Úr bréfi að sunnan.
„Það gladdi mig að sjá, að nú eigum
við kost á þingmannsefni úr okkarflokki,
sjómannanna, þar sem er Ágúst Fl. Þórð-
arson. — Ibúar Gullbringusýslu eru flest
sjómenn, og ætti því vel við, að héðan
væri að m. k. annar þingmaðurinn úr
þeirri stétt eða kunnugur hennar þörfum.
Þilskipaútvegurinn er nú orðinn svo yfir-
gripsmikill hér við land, að ekki væri ó-
eðlilegt, að hann ætti einn talsmann á
þingi, og til þess er hr. Agúst hinn líkleg-
asti. Hann er auk þess búandi í kjördæm-
inu og hér kunnugur, svo lítil þörf sýnist
að seilast eptir ókunnugum utanhéraðs-
manni 1 það sæti, sem hann getur fyllt,
og mundi fylla með sóma, bæði fyrir kjör-
dæmið og sig. Mér sýnist því sjálfsagt
að kjósa hann . . . .“
Ný Landvarnar-blekking.
Margvísleg eru tneðttl þau, sem Land-
vamarliðið neytir til að blekkja þjóðina
og afla sér áhangenda, og verður því ekki
neitað, að sum þeirra eru nokkuð bama-
leg, óhyggileg og undarleg. Nýjasta nýtt
hjá því liði kvað vera grein nokkur, er
birtist 29. f. m. í hinu allra rætnasta hægri-
mannablaði í Höfn „Vort Land“, og þyk-
ist höf., sem merkir sig með 3 stjörnum
vera að taka málstað vor Islendinga og
skamma stjórnina fyrir frumv. síðasta þings.
Öll greinin ber það með ser, að hún er
ekki samin af dönskum manni, heldur af
einhverjum Landvarnarstúdent í Höfn eða
Einari Benediktssyni, sem fengið hefur
húsaskjól fyrir þetta „pródúkt" hjá „Vort
Land“. Önnur virðulegri blöð hafa nátt-
úrlega ekki vitjað líta við því. En svo er
Landv.liðið hér svo djarft að kalla þenn-
an samsetning ritstjómargrein)!) sem eru
hrein og bein vísvitandi ósann-
i n d i, og þessi ósannindi prentar það
hispurslaust í sérprentun af gréin þessari
þýddri, sem send hefur verið út um Iand.
Gerast Landv.menn nú harla lítilþægirog
úrræðasnauðir, er þeir krjúpa að fótskör
danskra hægrimannablaða og nota sér það,
að þau vilja rífa niður allar gerðir vinstri-
mannastjórnarinnar, og taka því fegins
hendi við öllu, er tekur í þann strenginn,
án þess að hafa hugmynd um, hvort það
er á nokkrum rökum byggt eða ekki. Séu
greinarnar ritaðar í anda þessara blaða,
þá eru þær teknar góðar og gildar. En
Landv.menn ættu að vera vandari að virð-
ingu sinni en svo, að þeir reyndu að blekkja
þjóð sfna með nafnlausum greinum frá
þeirra hendi, er þeir fá stungið inn í
dönsk hægrimannablöð. Þeir mega vara
sig á slíkum blekkingum, því að þær koma
þeim sjálfum í koll. En það kvað vera
von á meiru af sama tagi úr verksmiðju
íslenzkra Hafnarstúdenta, því að það kvað
hafa gloppast út úr einum fyrirliðanum hér,
að bráðum kæmi önnur grein í öðru dönsku
blaði(II). Það er nfl. talið hyggilegra, að
allt birtist ekki í sama blaðinu, heldur sé
vísdómnum skipt niður í ýms blöð, sem
fáanleg eru til að flytja hann. Þá getur
litið svo út, eins og þessi Landvarnar-
stefna sé farin að ryðja sér svo feikilega
til rúms hjá Dönum(I). Myndast þar lík-
lega nú þegar rammasta hægrimanna Land-
vörn, (!) er tekur höndum saman við valtýsku
Landvörnina hér heima. Það fer ekki
svo illa á því, að þessi danska og íslenzka
Landvörn vinni saman, því að danskir
hægrimenn og íslenzkir Valtýingar hafa
jafnan haft mikið saman að sælda og haft
bezta þokka hvorir á öðrum.
Nýjung.
Eins og auglýst var í síðasta blaði, hef-
ur Oddfellow-reglan hér í bænum gengizt
fyrir þvf, að menn geti fengið í lands-
bankanum svo nefnda heimilis-sparibauka,
sem til þess eru ætlaðir, að safna í þá
smátt og smátt smáupphæðum, er ekki
þykir taka að setja 1 banka. Auðvitað taka
baukarnir einnig allskonar peninga, silfur
gull og seðla, en ekki kemst eigandinn
sjálfur í þá, og enginn nema sparisjóður
sá eða banki, er tekur að sér að ávaxta
fé það, sem í þá er látið, og er það sótt
einu sinni á mánuði og gefin kvittun fyr-
ir. Hafa Ameríkumenn fyrstir byrjað á
nýjung þessari, og gefst hún mætavel, svo
að stórfé safnast á þennan hátt. Er þetta
talið ágætt ráð til að kenna mönnum að
spara fé, og ætti einnig að reynast vel
hér. Mörgum eyrinum, sem nú er til ó-
þarfa varið, mundi verða kastað í spari-
bauka þessa, en þeir geyma vel það, sem
þeim er fengið. — Baukar þessir kosta 10
kr., og er þeirri fjárupphæð vel varið, en
landsbankinn hefur tekið að sér að ávaxta
fé það, er 1 þá safnast hér í bænum.
„Ceres“
fór héðan til Austfjarða áleiðis til út-
landa 17. þ. m. Með henni sigldu: frk.
Ólafía Jóhannsdóttir, ef til vill alfarin héð-
an af landi, frk. Þóra Friðriksson og frk.
Ásta Stephensen (landshöfðingja), (báðar
til Parísar, frú Odds Gíslasonar málaflutn-
ingsmanns til Kaupmannahafnar o. fl.
Eunfremur fóru með skipinu um 50 vest-
urfarar, en til Vestmanneyja Jón Magnús-
son landritari og Gísli Stefánsson kaupm.
úr eyjunum, er dvalið hefur hér nokkra
hrfð til lækninga.
,,Tordenskjold“,
aukaskip frá Thor E. Tulinius kom hing-
að 17. þ. m. Með því kom Páll Torfa-
son frá Flateyri og Árni Riis frá Stykkis-
hólmi. Skipið fór daginn eptir til Vest-
fjarða.
Með „Reykjavíkinni“
upp í Borgarnes fóru 1 fyrra dag tvö
þingmannaefni héðan úr bænum: Jón
Jakobsson áleiðis norður í Húnavatns-
sýslu og Einar Benediksson málafærslum.
áleiðis vestur í Snæfellsnesssýslu. Ætlar
hann þar að herja á Lárus sýslumann
og steypa honum úr þingsætinu. En spáð
er því, að sú för verði engin sigurför fyr-
ir Einar.
Hvalrekar.
Fyrir skömmu rak hval á Fjarðarfjöru í
Lóni, eign Stafafellskirkju og eigandajarð-
arinnar Mórits Steinssonar bónda í Firði.
— Annan hval rak um sama leyti á Hnappa-
vallafjöru í Öræfum.
Mannalát. Helga Pétursdótt-
ir, ekkja Kristófers heitins Finnbogason-
ar á Stóra-Fjalli í Borgarfirði, andaðist á
Stóru-Borg í Húnavatnssýstu 3i.marzsíð-
astl. nærfellt 87 ára að aldri. Hún var
dóttir Péturs sýslumanns Ottesens (-j-1866),
fyrrum í Mýra- og Hnappadalssýslu, og
konu hans, Þórunnar (-j- 1881), dóttur
Stefáns Schevings á Ingjaldshóli. Hún
var fædd á Síðumúla í Borgarfirði á Jóns-
messudag 1816, og ólst upp með foreldr-
um sínum. Árið 1838 giptist hún ájóns-
messudag Kristófer Finnbogasyni frá Innra-
Hólmi. Bjuggu þau lengst búi sínu, nær
40 árum, á Stóra-Fjalli •, héldu þau þar
uppi rausnarbúi, þangað til þau brugðu
búi 1882, og fóru þá fyrst að Galtarholti,
en síðan norður að Stóru-Borg vorið 1885,
til Péturs sonar síns, er þar býr. Böm
eignuðust þau 12, og komust 6 þeirra úr
æsku: Pétur, er nú býr á Borg, Þórunn,
ekkja í Galtarholti, Finnbogi smiður 1
Galtarholti, Oddur, er drukknaði í skip-
skaðanum á Akranesi 27. febr. 1880, Björn,
bóndi í Holti á Ásum og Arndís, ógipt
á Stóru-Borg. Kristófer sál. andaðist í
nóv. 1892, höfðu þau þá verið f hjóna-
bandi rúmlega 54 ár.
Helga sál. var atkvæðakona, bæði að
fríðleik og allri atgervi, staðfestu, dugn-
aði og skörungsskap, svo sem hún átti
ætt til, vinföst og trygglynd, og stóð í
fremstu kvennaröð í öllu því, er íslenzka
húsfreyju má prýða, enda var heimili
þeirra hjóna fyrirmynd að allri rausn og
híbýlaprýði. J.
Mjög smelk
er ísafold síðast við framboð hr. Ágústs
Flygenrings, og hyggur aðsjáanlega, að
hann muni steypa Valtý hennar elskuleg-
um. Yrði þá hryggð mikil í herbúðun-
um. Þau þingmannaefnin 4: Halldór, Á-
gúst, Valtýr og Björn Kr. hafa nú verið
að halda fundi með kjósenduro: áBrunna-
stöðum, 1 Keflavík og 1 Gerðum (það varð
ekkert af fundi á Miðnesinu). Þórður