Þjóðólfur - 29.05.1903, Síða 3

Þjóðólfur - 29.05.1903, Síða 3
87 starfa sínum vaxin, og skipað húsum nið- ur svo heimskulega sem unnter, mjókkað götur þar sem þær áttu að breikka, og lokað öðrum, sett hús þvert fyrir götur, svo óskiljanlega ráðlauslega, að furðu gegn- ir. En þessar gömlu syndir verða ekki bættar með því, að gera einstökum mönn- um órétt, sem ekki hafa neitt til saka unnið og það má ekki bæta þær með því. Þetta ólag verður ekki lagað nema á löng- um tíma, smátt og smátt og með lempni, án þess að ganga ofnærri rétti einstakra manna, og án þess að baka bæjarsjóði til- finnanleg fjárútlát, því að það er líka sann- arlega hart fyrir bæinn, að verða ef til vill að borga stórfé fyrir gömul afglöp einhverrar nefndar. En það tjáir auðvit- að ekki að sakast um orðinn hlut, og menn verða að búast við, að þurfa eitt- hvað af mörkum að leggja, til að gera bæinn smátt og smátt myndarlegri útlits, og samkvæmari kröfum nútíinans, en hann nú er, bæði frá sjónarmiði heilnæmis og fegurðar. Kosningahvöt til Gullbringusýslubúa. Það verður aldrei nógsamlega brýnt fyr- ir mönnurn, hve afaráríðandi það er fyr- ir framtíð landsins í heild sinni, að kosn- ingar til alþingis fari nú fram svo heppi- lega sem unnt er; fyrst og fremst er það skylda hvers kjósanda einmitt nú á und- an þessum kosningum, að hafa það hug- fast, að hann er einn afliðsmönnum þjóð- arinnar, og það verk, sem hann á fyrir hendi kosningardaginn er með sfnum tilstyrk að tryggja framtíð landsins, — tryggja landinu þráða stjórnarbót, leggja sinn skerf til þessa verks, — sinn stein í grunnmúr þessarar byggingar, sem kom- andi kvnslóðir eiga smámsaman að byggja ofan á, auka og endurbæta. Hver kosningarbær maður verður að hafa það hugfast, að með því að kjósa góða menn og duglega til þingsins, með því er framtíð sjálfs hans og eptirkomend- anna tryggð. Landbúnaðurinn þarf að hafa góða for- mælendur, enda er það hér um bil víst, að hann fær það, því um marga góða menn er að velja víðsvegar á landinu. — Og svo er sjávarútvegurinn, hann hefur engan og hefur aldrei haft einn einasta mann, sem með áhuga og þekkir.gu hefur talað hans málefni í þingsalnum, og þó svo stór hluti þjóðarinnar, jafnvelmeir en 3. hluti hennar, sem stundar og lifir eingöngu af sjómennsku — fiskiveiðum. — Nú loks hefur boðið sig Iram í Gull- bringusýslu maður, sem ekki einungis er hæfileikamaður, heldur af reynslu sinni og þekkingu á siglingum og fiskiveiðamál- um er sjálfkjörinn sem formælandi okkar sjómannanna á þinginu. Eg álít stóra heppni fyrir kjördæmið Gullbringu- og Kjósarsýslu, að eiga kost á að kjósa mann, sem hefur jatnmikla hæfileika og Ágúst Flygenring, og þá sýndu Gullbringusýslubúar dugnað sinn og áhuga á sínu eigin velferðarmáli — fiskiveiðun- um, ef þeir gæfu honum allir íeinuhljóði atkvæði sitt- Þið fiskimenn og sjómenn í Gullbringu- sýslu I Gætið vel að þvi, að þetta er í fyrsta sinn, sem þið eigið kost á, að kjósa til þings mann, sem er sjómaður, þekkir sjómennskuna og veit hvað mörgu er ábótavant í þessari grein, og hvað margt þarf að lagfæra og endurbæta. Eg veit að hann er maður, sem bæði hefur vilja og þekkingu til þess, að styðja okkar sameiginlega mál sjómannanna. Gullbringusýslubúar! Eg ávarpa ykkur i nafni stéttarbræðra ykkar, sjómannanna, hringinn í kringum landið, að þið kjósið nú á þing mann úr ykkar flokki, sýnið nú, að þið hafið vilja og mátt, til að senda einn mann, sem tal- ar okkar atvinnumáli, inn i eitt af auðu sætunum í þingsalnum, nú er tækifærið. Kjósið því Ágúst Flygenring. Gullbringusýslubúar! Kjósið þá 2 menn, sem þið berið bezí traust til, kjósið Ágúst Flygenring og með honum t. d. Halldór Jóns- son. Sjómannastéttin isl. vonar, að þið gerið skyldu ykkar þ. 6. júní næstk., þvi þá fyrst sést það, að þið viljið efla ykkar eigin hag og annara sjómanna á landinu, með því að kjósa á þing sjómanninn Ágúst Flygenring. Sjómadur. Þingmennsku-framboö. Harðasta kosningahríðin er nú þegar byrjuð, því að í næstu viku fara kosning- ar fram um allt land. Og venjulega er snarpast róið upp á síðkastið. I Mýra- sýslu keppa nú t. d. 4 frambjóðendur um eitt þingmannssæti, því að auk séra Magn- úsar á Gilsbakka og Jóhanns í Sveina- tungu, sem keppinautar voru í fyrra, verða nú þar í kjöri IndriðifEinarsson revisor og líklega dr. Jón Þorkelsson landskjala- vörður. Fór hann upp í Borgarnes með Reykjavíkinni 1 gærmorgun, sem kandídat Landvarnarmanna að sögn, en Indriði fór 20. þ. m., og er almælt, að hann sé gerður út af »Framsóknarflokknum« svo- nefnda sem Warburgsmaður og Land- varnarmaður í senn og eigi að steypa séra Magnúsi, dyggasta flokksmanni Val- týinga, en hann mun ófáanlegur til að aðhyll- ast Landvarnarstefnuna. Þessvegna á nú að hrinda honum, þótt annað sé látið í veðri vaka ofan á. En óskiljanlegt er öllum bæjarmönnum hér, að Indriði fái nokkurt fylgi þar efra, og jafn óskiljan- legt er mönnum það, að liann sé að þessu vastri í óþökk flokks síns eða flokksstjórn- ar, sem vitanlega hefur hann að öllu leyti í vasanum. Það má nærri geta, hvort hann hefur farið að hlaupa þetta upp á eigin spýtur, eða eigin kostnað, hann Ind- riði. Trúi þvl hver sem vill. En dálítið einkennilegu ljósi varpar þetta yfir bar- áttuna. Kjörfundir hér í nærsýslunum verða í Rangárvallasýslu og Mýrasýslu 2. júní, í Árnessýslu 3. júní, í Gullbr.- og Kjósar- sýslu og Borgarfjarðarsýslu 6. júnf. Hér í Reykjavfk verður kjörfundurinn 5. júní, í Snæfellsnessýslu 6. júní, í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum 3. júní. .Heimskringlu’-óhróður. Herra ritstjóri H. Þorsteinsson, Rvík. Meðfylgjandi svar gegn óhróðrinum um mig i 14. tölubl. Heimskringlu, hef eg’sent ritstj. þess blaðs til birtingar, ásamt með- sendum vottorðum með eigin hendi vottorðs- gefendanna, en þar sem eg þekki ekki drenglyndi þess manns svo vel, að eg þori að treysta því, að hann taki svar þetta og vottorð í blað sitt, þá sendi eg yður afrit bæði af svarinu og vottorðunum og bið yð- ur að birta það í heiðruðu blaði yðar. Þingeyri 9. maí 1903. Með virðingu. Jóhannes Ólafsson. »Stjórnarþjófarnir‘. í 14. tbl. blaðsins „Heimskringlu" þ. á., birtið þér herra ritstj. grein með ofanrif- aðri fyrirsögn, og þótt grein þessi muni vera fjarstæða og tilhæfulaus uppspuni frá upp- hafi til enda — hver svo sem tilgangur yð- ar kann að vera — þá svara eg eingöngu því í henni, sem mig áhrærir. Þér segið, að maður hafi fyrir fáum vikum sagt yður, að hann hafi séð póstafgreiðslumanninn á Dýrafirði selja allmikið upplag af blaðinu „Heimskringlu" ( búðirnar þar til að notast sem umbúðapappír. — í orðum þessum ligg- ur að sönnu ekki bein aðdróttun um, að þessi blöð hafi — eptir utanáskript — til- heyrt hinum og þessum, en eptir orðum yðar að dæma, þar sem þér teljið þetta þjófnað, er ekki hægt að skilja annað, en að svo hafi átt að vera. Um leið og eg hér með lýsi frétt þessa helber ósannindi, skora eg á yður, herra ritstjóri, að taka í fyrnefnt bláð yðar yfir- lýsingu þessa, ásamt meðfylgjandi vottorð- um frá öllum þeim, sem verzla og veita verzlunum forstöðu hér á staðnum og vott- orði frá þeim tveim mönnum, sem optast — annar hvor eða báðir — hafa verið staddir hér á pósthúsinu, þegar póstar hafa verið afgreiddir. Jafnframt skora eg á. yður, að birta í blaði yðar nafn og heimili manns þess, er flutti yður lygafregn þessa, svo að ærlegir menn, vestan hafs og austan, geti fengið að vita, hver ódrengur sá er. Þingeyri í apríl 1902. Jóhannes Ólafsson. póstafgreiðslumaður. Til ritstjóra „Heimskringlu“. Winnipeg Man. Canada. Vottorðin. Að gefnu tilefni og eptir að hafa lesið grein í „Heimskringlu" um meðferð á vest- anblöðum hér á íslandi, þar sem póstaf- greiðslumanninum á Dýrafirði er borið á brýn, að hafa selt mikið ai vestanblöðum í búðina á Þingeyri til umbúðapappírs, votta eg hér með, að verzlunin hér hefur aldrei fengið frá pósthúsinu umbúðapappír, hvorki keypt eða gefins; þvert á móti hefur póst- afgreiðslumaðurinn hér nokkrum sinnum keypt umbúðapappír hjá verzluninni. — Eg skal leyfa mér að bæta því við, að póstaf- greiðslumaðurinn hér á Þingeyri er mér 'kunnur, sem svo samvizkusamur og svo heiðvirður maður, að það er mesta fjarstæða og ósvifni, að bera honum slíkt á brýn. Þingeyri ( Dýrafirði 7. apríl 1903. F. R. Wendel. Aktieselskabet N. Chr. Grams Handel. Eg undirritaður votta hér með, að póst- afgreiðslumaðurinn hér á Þingeyri hefur hvorki selt né gefið mér neitt af vestan- blöðunum „Heimskringlu" eða „Lögberg" til notkunar, sem umbúðapappír við verzlun mína né til nokkurs annars. Þingeyri ( Dýrafirði 6. apríl 1903. Guðni Guðtnundsson. Út af ummælum í blaðinu „Heimskringla" votta eg undirritaður hér með, að póstaf- greiðslumaðurinn á Þingeyri hefur aldrei selt eða gefið mér nokkur Canadablöð handa verzlun minni til umbúða eða annara afnota, og mér vitanlega hvorki selt eða fargað téð- um blöðum. Þingeyri 1 apríl 1903. Samson Samsonsson. Við undirritaðir, sem nú ( lengri tfma höfum — annarhvor eða báðir — verið við- staddir hjá herra póstafgreiðslumanni Jó- hannesi Ólafssyni hér á Þingeyri, þegar hann hefur tekið á móti pósti, eða afgreitt póst, vottum hér með, að gefnu tilefni, að herra Jóhannes lætur sér mjög annt um rétta og skilvísa afgreiðslu á bréfum, blöðum og öðr- um póstflutningi og því rangt að drótta að honum rangri meðferð á blöðurn, eins og gert hefur verið ( einu af vestanblöðunum. Þingeyri 11. aprfl 1903. Bjarni Pétursson. Natanael Mósesson. kennari. skósmiður. „Vesta“ ókomin enn úr hringferð sinni norðan og vestan um land. Hefur ef til vill taf- izt eitthvað vegna íss, sem rekið getur að skyndilega, en íslaust var þó á Húnaflóa um miðjan þ. m., nema eitthvert hrafl inni á fjörðunum Strandameginn. Flensborg skógræktarfræðingur fór til Austfjarða með „Ceres" 17. þ. m. til að líta eptir tilraunastöð þar (á Hall- ormstað) og á Hálsi og Grund. Lét hann allvel yfir, að nú væru horfurnar með skóg- græðsluna nokkru vænlegri en í fyrstu, er hann þakkaði sumrinu 1 fyrra. — Með Bothnia 30. júní er væntanlegur hingað C. V. P r y t z, kennari 1 skógræktarfræði við landbúnaðarháskólann danska, og ætl- ar hann að ferðast um hér með hr. Flens- borg. _________ Nauthúsagils-hríslan. Séra Eggert Pálsson á Breiðabólsstað skrifar Þjóðólfi 21. þ. m.: „Meðal fremur sorgar- en gleðifregna má það telja, að hæsta tré á Islandi, reynivið- arhríslan í Nauthúsagili undir Eyjafjöllum hefur fallið í vetur undan snjóþyngslum, og er það tjón fyrir hið íslenzka jurtaríki. — Reyniviðarhrísla þessi var talin að vera 20—30 álna há". Áskorun um söttvörn I (Aðsent). Hér með er skorað á hlutaðeigendur, að gera ráðstafanir í þá átt, að sýki sú, sem komin kvað vera upp í Landvarnar- liðinu í Reykjavík, breiðist ekki út um landið; því þó að sýkin sé ekki mjög næm, orsakar hún mikla pólitiska van- heilsu hjá þeim, sem hún grípur, og lýsir sér með afarmiklum uppþembingi, vind- gangi, krampateygjum og óráði með ó- stöðvandi málæði. 7. Um miðjan síðastliðinn apríl hefur rekíð stóra tunnu, fulla af rauðvíni, á Súlu-eyri, nálægt Vestra-Súlunesi í Leirár- og Melahreppi innan Borgar- fjarðarsýslu, og er tunnan að öllu leyti ómerkt. Hér með er skorað á eiganda vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu auglýsing- ar þessarar, og sanna fyrir amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við því eða andvirði þess, að frádregnum kostnaði. Suður- og Vesturömtin, Reykjavík 8. maí 1903. J. Havsteen. Stórt hús fæst nú keypt með gjaf- verði hér 1 bænum, eða í skiptum fyrir jörð. Tún hef eg líka til sölu fyrir gottverð. Rvík 28/s '03. Gisli Þorbjarnarson. Samfagnaðarkort ogr V eggmyndir. Þeir, sem útsölu hafa á samfagnað- arkortum og veggmyndum, þurfa eigi hér eptir að panta frá útlöndum, held- ur að eins snúa sér til undirritaðs, sem selur það með innkaupsverði, sam- kvæmt umboði. Guðm. Gamalíelsson. Hafnarstræti 16- Reykjavík. Bókbands- verkstofa ný er opnuð í Hafnarstræti 1 6. Guðm. Gamalíelsson. MÖBLUR vandaðri að efni og smíði, en menn enn þá geta feng- ið hér á landi, pantar undirritaður frá einni af hinum beztu Möbluverksmiðj- um í Danmörku. Komið og lítið á teikningar og sýnishorn. GUÐM. GAMALÍELSSON. Hafnarstræti 16. Reykjavfk.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.