Þjóðólfur - 04.06.1903, Side 2
90
hendi Rússa. Linnti þeim ekki fyr
en daginn eptir, því að borgarstjórinn
vildi ekkert skipta sér af þessu fyr,
af því að hann hafði ekki fengið skip-
un um það frá Pétursborg, og hefði
honum þó verið það innanhandar, því
að hann hafði yfir nægilega miklu
lögregluliði að ráða til þess. Lýsing-
in á þessuin aðförum er mjög hroða-
leg. Skríllinn rænti öllu, sem hann
gat hönd á fest, en skemmdi það,
sem eigi varð burt numið; karlmenn
voru drepnir, konur svívirtar og börn-
unum kastað át um gluggana, svo að
þau rotuðust. Það telst svo til, að
50 menn hafi myrtir verið, en hátt á
3. hundrað særðir og margir til ólífis,
en eignatjónið að minnsta kosti 7—8
milj. kr.
Rannsókn hefur nú verið hafin út
úr ofsóknum þessum, Um 60 manns
hafa verið dæmdir í 40 daga til 3
mánaða fangelsisvistar og landstjóran-
um von Raabe hefur verið vikið frá
embætti. En þrátt fyrir þetta, þykj-
ast menn hafa ýmsar sannanir fyrir
því, að stjórnin sé ekki saklaus í
þessu máli.
Finnland. Þeir, sem vísað hefur ver-
ið af landi burt, hafa allir leitað til
Svíþjóðar. Hefur sumum Svíum ekki
verið meir en svo um það gefið, því
að þeir hafa verið hálfsmeikir um, að
þeir mundu ef til vill koma þeim í
klandur við Rússa. 7 þeirra, sem fyrst
var vísað burt, hafa því samið opið
bréf, sem birt hefur verið um alla
Vestur-Evrópu. Skýra þeir þar frá, á
hvern hátt þeir hafi verið reknir úr
landi og hvað þeirq hafi verið gefið
að sök og jafnframt lýsa þeir yfir, að
þeir hafi ekki í hyggju, að gera neitt
það, sem geti orðið til að stofna sjálf-
stæði Svíþjóðar í voða. Síðan hafa
enn fleiri verið reknir í útlegð. —
Bobrikoff landstjóri hefur áformað að
skipa nefnd manna, til þess að yfir-
lfta finnskar kennslubækur, einkum í
sögu og landafræði, af því, „að hann
hafi orðið þess var, að skólabækurnar
veittu börnunum skaðlegar og þar að
auk ónákvæmar og rangar hugmyndir
um stöðu Finnlands gagnvart hinu
sameiginlega eina föðurlandi þeirra,
Rússlandi".
Danmörk. Á flokksþingi, sem sósíal-
istar héldu í Árósum skömmu fyrir
miðjan mánuðinn, fékk bandalagið milli
sósíalista og vinstrimanna rothöggið,
með því að sósíalistar ályktuðu að láta
flokksbræður sína bjóða sig fram í
ýmsum kjördæmum, þar sem þeir áður
höfðu stutt vinstrimenn til kosninga.
Vinstrimenn svöruðu með því, að láta
menn úr sínum flokki bjóða sig fram
gegn sósíalistum, þar sem þeir höfðu
áður stutt þá til kosninga, svo að nú
má telja bandalagið alveg úr sögunni.
13. þ. m. var ríkisþinginu slitið, og
nýjar kosningar til fólksþingsins eiga
að fara fram 16. júní. Merkustu lög-
in, sem liggja eptir ríkisþingið í vetur,
eru skólalögin og skattalögin. Frum-
varpið um breytingu á réttarfarinú varð
ekki útrætt.
England. Sundrungin meðal íhalds-
manna verður æ ijósari. Það sést meðal
annars á framkomu þeirra gagnvart
írsku landbúnaðarlögunum, sem stjórn-
in lagði fyrir þingið, því að margir
þeirra hafa beinlínis barizt gegn þeim,
en Ijósast sést það á ræðum þeim, sem
Balfour og Chamberlain héldu um dag-
inn. Nefnd, sem fór á fund Balfours,
til þess að reyna að fá hann til að
halda korntollinum, fékk þau svör hjá
honum, að korntollurinn væri herskatt-
ur, sem auðvitað félli burtu, þegar
stríðið væri á enda, en verndartollar
yrðu ekki lagðir á á Englandi, nema
öll þjóðin krefðist þess; og hann taldi
sjálfsagt, að framvegis mundi einnig
fríverzlunarstefnan verða drottnandi.
En sama daginn hélt Chamberlain ræðu
fyrir kjósendum sínum í Birmingham,
er mönnum þykir ekki komavel heim
við það, sem Balfour hefur sagt. Hann
kvað fríverzlunarstefnuna leiða til þess,
að enska ríkið skiptist í mörg alveg
aðskilin smáríki, sem hvert hugsaði
einungis um sig, en færu jafnframt á
mis við þann hagnað, sem menn gætu
haft af einingunni, menn yrðu því að
sýna í verkinu, að menn vildu heill
ríkisins. Sum ensku íhaldsblöðin hafa
iátið allmikið af þessari ræðu Chamber-
lains, en önnur hafa iátið sér fátt um
finnast, og hafa bent á ósamkvæmnina
milli ráðherranna.
Frakkland. Þar er allt af sama brask-
ið með að koma munkunum burt úr
klaustrunum. Ymsir af lýðnum fylgja
þeim, og reyna að verja þá. í fyrra-
dag urðu riskingar í kirkjunni í Bel-
ville. Jesúíti steig í stólinn; þá er
hann var byrjaður, reis sósíalisti einn
upp og spurði, hver gefið hefði honum
heimild til að prédika. En í kirkjunni
voru á annað hundrað slátrarasveinar,
sem höfðu haft með sér barefli til
vonar og vara. Þeir tóku nú að neyta
þeirra, og var barizt um alla kirkjuna,
þar til lögreglan skarst i leikinn. Urðu
ýms meiðsl af barsmíðum þessum.
Marokkó. Uppreisnin er enn elcki
farin að láta neinn bilbug á sér finna.
Um nokkra hríð hefur uppreisnarher-
inn setið um borgina Fetuan á vestur-
ströndinni í Marokkó, og búast menn
trauðlega við, að hún geti lengi varizt,
ef hún fær enga hjálp utan að frá.
Ferðalög þjóðhöfðingja. yátvarðnr
konungur er nú kominn heim úr kynn-
isför sinni til Portúgals, Ítalíu og Frakk-
lands. Var honum hvervetna vel fagn-
að, og búast menn við töluverðum
árangri af för hans, að því er snertir
vináttu landa þessara við England.
Lovísa prinsessa af Toskana hefur
nú fætt meybarn og fær hún að halda
því hjá sér. Hafa fá börn hlotiðjafn-
mikið umtal fyrir fæðinguna sem barn
þetta.
Dáinn er Carl v. Snoilsky greifi,
sænskt Ijóðskáld áttfrægt, 62 ára gamall.
Til hlutafélagsins jsafold* & Comp.
Leyfið mér, herra ritstjóri, að svara vel-
nefndu félagi örfáum orðum út af sam-
suðu þess í „Isafold" 13. og 16. þ. m.
Eg tek séra Helga Árnason fyrst til
bæna.
Hann langar til að vita, hvaða prestur
hér í sýslu hafi verðlagt lambsfóðrið á
10 kr. Það var sami presturinn, sem hef-
ur nauðgað vaðmáli inn á skýrslurnar úr
sóknum sínum, 3 sjávarsveitum, en bann-
fært lýsi þaðan.
Það var séra Helgi Árnason í Olafsvík,
svo sem eptirfarandi bréf sýnir:
Stykkishólmi 20. maí 1903.
Gerið svo vel, herra prestur, að segja mér
til um, hvort eg hafi ekki farið með rétt
mál, er eg hafði þetta eptir yður:
Séra Árni Þórarinsson fann mig að máli
í desember 1902, og sagði mér í óspurðum
fréttum frá því, að séra Helgi Árnason hefði,
er þeir hittust í Ólafsvfk snemma á árinu
1901, að fyrra bragði Iýst undrun sinni á
því, að vaðmál skyldi eigi vera verðlagt hér
í sýslu það ár, og jafnframt vítt sig og aðra
presta í sýslunni fyrir „slóðaskap" þann, að
hafa ekki komið vaðmáli inn í verðlagsskýrsl*
ur úr sínum sóknum, og sagðist séra Árni
þá hafa sagt, svo sem til að sýna, að hann
ætti ekki skilið að fá ákúrur fyrir aðgerð-
arleysi í því efni, að vaðmál hefði verið
verðlagt í Miklaholtshreppi. Séra Helgi
hafði látið vel yfir því, að sér hefði tekizt
að koma vaðmálinu inn í verðlagsskýrslurn-
ar úr sínum sóknum, og jafnframt hafði hann
sagt séra Árna, að hann væri vanur að færa
verð ýmissa vörutegunda langt fram úr þvf
verði, er hreppstjórinn og hinn samnings-
maðurinn tiltæki, hann hefði þannig einu
sinni sett lambsfóðrið á 10 krónur.
Lárus H. Bjarnason.
Til herra prests Árna Þórarinssonar,
p. t. Stykkishólmi.
Eg játa, að það sem hér er eptir mér
haft sé rétt hermt, en hvað viðvíkur verð-
hækkun séra Helga, gat hann þess, að hann
færði verölagið fram, til þess að fá það
verðlag út, er honum líkaði, með því að hin-
ir færðu það mjög niður.
Arni Þórarinsson
(prestur að Miklaholti).
Séra Helgi kannast ekki við, að hann
hafi stælt Ármann Jónsson á Saxhóli til
að óhlýðnast mér.
Eg læt Ármann sjálfan svara. Hann
skrifaði mér 14. júnf f. á. á þessa leið:
„Með bréfum dags. 1) 8. marz þ. á. og2)
dags. 24. apríl þ. á. og 3) dags. 15. maí þ.
á., mér birt af hreppstjóranum Utan-Ennis
á hvítasunnudag, hafið þér herra sýslumað-
ur lagt fyrir mig, að mæta í Stykkishólmi
til rannsóknar út af grun um skjalafals.
Skipun þessari hefi eg ekki hlýtt, og farið
í því að ráðum séra Helga Árnasonar f Ó-
lafsvfk og Kristjáns Þorgrímssonar í Reykja-
vík, og bið eg yður, herra sýslumaður, fyrir-
gefningar á þessari óhlýðni minni. Eg skuld-
bind mig líka til, að borga kostnað þann,
sem af óhlýðni minni hefur leitt.
Loks segi eg hér með af mér hreppsstjórn-
ar- og oddvitastörfum f Breiðuvíkurhreppi,
með því eg finn mig ekki mann til að gegna
þessum störfum.
p. t. Stykkishólmi 14. júnf 1902.
Armann Jónsson.“
Séra Helgi kannast ekki við, að hann
hafi kvartað undan því við ráðherrann, að
verðlagsskýrslurnar 1899 hafi verið útleikn-
ar á sama hátt og 3 verðlagsskýrslur 1900.
Maðurinn veit, að kæran er ekki í mín-
um vörzlum og treystir því, að þessi ó-
sannindi verði því ekki strax rekin ofan
í hann. En hqnpm skjátlast. Eg er þar
ekki einn til frásagnar.
Amtmaðurinn sknfaði mér með kær-
unni 28. nóv. f. á. meðal annars á þessa
leið:
„Eg vil að eins leiða athygli yðar að
þvl, að þar sem prestar þessir (o: H. Á.
og Jósep Hjörleifsson) segja, að hið sama
hafi átt sér stað með verðlagsskýrslurnar
úr Skógarstrandarhreppi og Staðarsveit
haustið 1899, sem með fyrnefndar verð-
lagsskýrslur 1900, þá er þetta ekki satt".
Eg vona, að amtmaðurinn taki ekki hart
á þessu traustataki úr bréfi hans, og að
þetta nægi séra Helga í bráð.
Eg lýk svo máli mínu með því, að minna
séra Helga á, að það er nauðsynlegt, að
líta við og við eptir gjörðunum og botn-
unum á ílátum, sem opt er meir og minna
í, til þess að þau leki því ekki, sem þau
eiga að halda. Sérstaklega er það nauð-
synlegt undir sumarhitann, þegar tunnur
fara að gisna og menn að þyrsta.
Svo örfáorðtil hálfnafnanna Ólafsvíkur
Sigurbjörns og Reykjavíkur Ósigur-Björns.
Eg verð að sýna Reykjavíkur-Birninum
þann sóma, að spyrða þá saman, því að
eg get ekki vel greint hvað hvor á. Það
er fyrsta sönnunin frá Reykjavíkur-Bjöms
hendi að hann hafi snuðrað í lögum
mannsaldurs. Hann ætlar auðsjáanlega
að láta lagaábyrgðina fyrir álygamar lenda
á Ólafsvíkur-hálfnalnanum, ef eg kynni að
gera þeim svo hátt undir höfði, að stefna
þeiir. fyrir. Skensi þeir karltuskuna nú
fyrir, að hann sé ekki löglesinn.
Nafnarnirsegja, að eg hafi fyrst í Reykja-
víkurferð minni í vor vikið sæti í „verð-
lagsskýrslumálunum".
Sannleikurinn á ekki upp á háborðið
hjá þeim fóstbræðrum, heldur en fyrri dag-
inn.
Amtmaður sendi mér yfirréttarúrskurð-
inn með bréfi, dags. 19. febrúar. F.gfékk
það 1. marz og svaraði því 25. s. m. með
f y r s t u ferð, sem hægt var að nota. Svar
mitt endaði á þessa leið:
„Eg endursendi yður nú umgetin skjöl
og leyfi mér jafnframt að skýra yður frá,
að eg hef ákveðið að víkja úr dómara-
sæti 1 nefndu máli, ekki af því, að eg telji
mér það skylt, heldur af því einu, að eg
hygg það vera eina ráðið, til að hnekkja
rógi þeim, sem óvandaðir mótstöðumenn
mínir í fleiri en einni stétt hafa komið á
lopt og halda á lopti út af afskiptum mín-
um af téðu máli og 2 öðrum samkynja
málum".
Þá víkur máli að hússölunni sælu. Og
þá kastar nú fyrst tólfunum. Reykjavík-
ur-Björn er svo heimskur, og honum er
svo ósárt um aðalvitnið, vininn og yfirdóm-
arann, hr. Jón Jensson, að hann segir það
sannað á mig, sem sannað er með vitna-
leiðslunni, að er staðlaus rógur. Sú vitna-
leiðsla varð sannarlega til annars, en til
að sýkna sögumanninn, eins og bráðum
mun fréttast norðan af Akureyri. Að
minnsta kosti hefði eg ekki búist við því,
að heyra séra Sigurð Jensson íFlateybera
um eitt höfuðatriðið þvert ofan í framburð
bróður síns, yfirdómarans, framburð, sem
hann heyrði bróður sinn eiðfesta. En nota
flest í nauðum skal. „Isafold" sprakk á
„Kosningarsögunni" haustið 1900. Hún
varð að kingja „Páskahugvekjunni" 1901.
Hún er væntanlega um það leytið að springa
á „Hússölunni" og því voru „Verðlags-
skýrslumálin" fundin upp, svo sem eptir-
farandi bréf Ármanns Jónssonar ber óræk-
an vott um:
Með bréfum dags. 8. marz og 24. apríl
þ. á., hafði sýslumaðurinn í Snæfells- og
Hnappadalssýslu lagt fyrir mig, að mæta
til rannsóknar í Stykkishólmi í verðlags-
skýrslumáli, sem eg ekki gerði. 11. maí þ.
á. fór eg með þessi bréf til Kristjáns Þor-
grfmssonar í Reykjavík, og bað liann að
upplýsa mig á því, hvort eg væri skyldur,
að fara frá hreppsþinginu til Stykkishólms.
Hann las bréfin, óskaði svo að mega hafa
þau til næsta morguns kl. 9, þá vitjaði eg
þeirra. Hafði Kristján þá farið með bréfin í
heimildarleysi til ritstjóra ísafoldar. Við
gengum þá tafarlaust inn á kontór ritstjóra,
sem sat þar með Öðrum manni. Ritstjórí
kannaðist við, að bréfin væru hjá sér, en
spurði mig, hvort eg vildi ekki láta setja
þau í ísafold, og kvaðst eg ekki hafa ætlað
það. Hann sagði þá: „Þér eigið ekki þessi
bréf fremur en aðrir, það eru embættisbréf,
sem allir mega fá að sjá“, en spurði mig
enn fremur, hvort eg þyrði ekki 'að sýna slík
bréf, og kvaðst eg þora það. Hann kvað
rétt fyrir mig, að kæra þetta fyrir amtmanni,
og sagði við Kristján Þorgrímsson, sem þar
var lfka staddur, að það væri vel gert af
honum, að búa til fyrir mig kæru til amt-
manns. Meðan á þessu stóð, kom piltur
inn á kontórinn og afhenti ritstjóranum hin
margnefndu bréf, sem hann þá fékk mér
og sagði: „Nú getið þér fengið þau, nú
er eg búinn að láta bæjarfógetann taka stað-
fest eptirrit af þeim". Þannig hafa bréf
þessi komið í ísafold, en ekki að eg hafi
óskað eptir, að fá þau sett f blaðið.
p. t. Stykkishólmi 15. júní 1902.
Ármann Jónsson.
Annars vildi eg vara veslings Björn við
224. gr. hegningarlaganna. Það er ekki