Þjóðólfur - 19.06.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.06.1903, Blaðsíða 2
98 strangt eptirlit með að slíkt ætti sér ekki stað. Það er léttvæg vöm og ómannleg, að æpa að mótstöðumönnum sínum eins og fífl eða fábjánar, þótt aðrar varnir bresti. Meðal annars, sem fundið var athuga- vert við framkomu Sk. Th. af einum ræðu- manni, var það, að hann hafði ekki virt kjósendur á Isafirði eða annarstaðar f kjördæminu, nema Bolungarvík einni, svo mikils, að halda þingmálafund eða leiðar- þing. Þessu svaraði Sk. Th. á þá leið, að sér hefði þótt nægja, að halda þingmála- fund í Bolungarvík, en hann gæti ekki metið Isfirðinga svo mikils, að virða þá viðtals um þjóðmál, því þótt sumir álitu, að betri menn kjördæmisins væru á Isa- firði, þá væri hann á gagnstæðri skoðun. Eg hugsaði satt að segja, er eg heyrði þessi ummæli, að Sk. Th. mundi ekki hafa mikið fylgi á Isafirði, en þegar kosningin fór fram, og eg heyrði að hann fékk þar allmörg atkvæði, ofbauð mér alveg, að nokkrir kjósendur skuli vera svo skyni skroppnir eða skertir sómatilfinningu, að skríða með auðmýkt að fótskör þess manns, sem sýndi þeim aðra eins fyrir- litningu upp í opið geðið á þeim. Að lokinni atkvæðagreiðslu heyrði eg sagt, að Sk. Th. hefði fengið um 180 atkv. en Árni Sveinsson rúm 40. Margir af mótstöðumönnum Sk. Th. úr sjálfum bæn- um höfðu ekki mætt, og aðkomumenn voru því nær engir af þeim flokki. Er það háskalegur misskilningur af minni hluta, að sýna sig ekki eins og hann er, enda þótt engin von sé um sigur. Aptur á móti hafði Skúli látið greipar sópa sínum fylgi- fiskum á kjörfund. Kunnugur. Um kjðrfund Strandamanna er Þjóðólfi skrifað 8. þ. m.: „Kjörfundurinn var haldinn í fyrra dag hér á Heydalsá. Bjuggust menn ekki við, að neinn annar mundi verða í kjöri en hinn fyrv. þingm. okkar Guðjón Guðlaugs- son. En Valtýingar höfðu bruggað laun- ráð, með því að láta jósep bónda á Mel- um korna þar í opna skjöldu og bjóða sig fram á kjörfundinum. Voru það saman- tekin ráð, að hann skyldi ekki láta neitt á neinu bera fyr en á kjörfund væri kom- ið, svo að Guðjóns menn yggðu ekki að sér. En svo var Guðmundi bónda Pét- urssyni í Ófeigsfirði, er haft hefur töluverð mök við Skúla Thoroddsen, falið að safna liði í laumi, Jósep til styrktar, þaðan að vestan, og kom hann á kjörfundinn með 17 menn vestan úr Trékyllisvík, suma gangandi og suma ríðandi. En .kjörfund- armorguninn var svo mikið hvassviðri, að ófært var yfir Steingrímsfjörð, og komst Guðjón, sem á heima á Kleifum á Sel- strönd, ekki á kjörfundinn, og engir ná- grannar hans Selstrendingar, er allir ætl- uðu að kjósa hann. Nú þótti hinum bera vel .í veiði, og varð þá þegar hljóðbært um framboð Jóseps, og hver brögð væri þar í tafli. Ytti það mjög undir kjósend- ur Guðjóns sunnan fjárðarins að sækja fundinn, og fóru því svo leikar, að Jósep féll við lítinn orðstír, þrátt fyrir hjálp þessara 17 Trékyllinga. Síðustu úrræðin, sem Valtýingar beittu til að hnekkja Guð- jóni, voru véfengingar frá séra Arnóri á Felliá lögmæti framboðs hans, enþarvildi svo heppilega til, að Guðjón hafði nokkru áður skrifað kjörstjóra, reyndar ekki á sér- stöku skjali, að hann ætlaði að bjóða sig fram, og taldi sýslumaður það fullkomlega lögmætt framboð, sem rétt var, og tók því ekki mótmæli séra Arnórs til greina. Þar brast því sá bogastrengur, sem Val- týingar höfðu ætlað sér til trausts og halds, og þótti þeim nú ver farið en heima setið, svo líklega sem áhorfðist veðurs vegna og annara atvika, að þeir kæmu fyrirætl- un sinni fram. En virðingar Jóseps hafa ekki aukizt hjá Strandamönnum viðþetta atferli, og þarf hann ekki að hyggja hér á þingmennsku framar". í ísafold í fyrra dag er þessi kosning Strandamanna gerð að umtalsefni, og fram- boð Guðjóns talið ólögmætt, — sagt að hann hafi ekkert framboð sent'(I), — auð- vitað eptir skýrslu frá séra Arnóri, en af bréfi þessu má sjá, við hve mikil rök slfkt rugl hefur að styðjast. Það stendur hvergi í kosningalögunum, að framboð þurfi að vera ritað á sérstakt skjal. Það getur verið alveg eins gilt fyrir því, þótt eitthvert ann- að efni sé á því skjali. En það er eðli- legt, að Valtýingum þyki leiðinlegt að missa Jósep af seilinni, jafn-kænlega sem þetta var allt í garðinn búið, og jafn-heppn- ir sem þeir voru með veðrið. En árang- urslausar munu þessar tilraunir verða, að bægja Guðjóni frá þingsetu fyrir svona lagaðar ástæður. Bending. Það vakti fyrir mér, þegar eg fór um Vatnsleysuströnd, nú eptir vertíðarlokin, sá orðrómur, sem lá á því plássi fyrrum, að vera mundi eitt hið farsælasta hér með- fram Faxaflóa, bæði til sjós og lands. Enda sé eg nú merki til þess, þar sem fiskafli var bæði í fyrravetur góður, en nú af- bragðsgóður inn undir Vogastapa, og inn með allri ströndinni, fáa faðma frá landi, og alla leið inn á Vatnsleysuvík, næst innsta bæ í hreppnum. Og eptir að þorsk- aflanum linnti, þá kom hin ágæta hrogn- kelsaveiði upp við landsteina, sem enn helzt við, og verður, ef að vana læt- ur, fram í ágúst. Sauðfjárhagar í heiðinni ágætlega góðir, sem allar jarðir eiga ótak- markað land að, og afréttir þar upp frá heiðinni, sem tilheyrir hreppnum. Fjár- beitin er því fyrirtak, bæði til fjalls og fjöru, því fjörubeit er þar góð og mikil. Eg hef engan skilning á því, að fólk skuli vera að flækjast til Ameríku frá land- inu, og þekkja ekkert til hér í sínu eigin landi, nema að eins þar sem það er upp alið. Auðvitað mun fólkið fara helzt úr harðindasveitunum, án þess það viti þann mismun, sem er á því, að framdraga lífið hér á landi, sem er jafn ólíkt og fjarstætt eins og bjartur dagur og dimm nótt. Af vissum ástæðum fást nú bæði leigðar og keyptar fyrirtaksjarðir í Vatnsleysustrandar- hrepp, og mundu margir miklu fremur flytjaþangað en til Ameríku, ef þeir þekktu það eins og eg, sem hef verið annarstað- ar á landinu, en á Vatnsleysuströnd í 27 ár, og þótt eg færi þaðan, var það alls ekki af því, að eg ekki gæti ve) lifað þar, því þar blómgaðist eg vel, þau ár sem eg var þar, þrátt fyrir aflaleysisárin, sem komu á því tímabili. Aðrar ástæður knúðu mig þaðan. Og eg hef sannar sagnir frá Ameríku og mörg bréf með höndum frá merkismönnum þar, sem iðrar enn í dag að hafa farið þangað. Auðvitað er það upp og niður, að lifa þar, eins og á okkar litla hólma, íslacdi. En eg álít ó- víða hægara né betra að lifa þar, en í sjáv- arhreppum Gullbringusýslu, og þó að fisk- afli bregðist, þá er þar samt hin ágæta hrognkelsaveiði, sem er mjög kostnaðar- lítil, að tiltölu við ágóðann af þeim afla, þegar hvert saltað hundrað er 7 kr., 70 kr. þúsundið, en ekki lengi verið að afla þess, ef netin eru, og einhverjir að vitja um þau. Eg rita ekki þessar línur til að æsa upp sveitabændur að flytja úr sveit- unum ; en ef þeir ekki geta búið þar vegna manneklu, þá eiga þeir hægara með að vera mannfáir við sjóinn, og lifa góðu lífi þar á jörðum, heldur en í sveitinni. Eg þekki það vel. Við sjávarsíðuna geta þeir flutt alla aðdrætti sína í heimilið á sjón- um, með litlum kostnaði og engum í sam- anburði við sveitaaðdrættina, sem kosta sveitabændur afarmikið. Bæði fé og tíma þarf til slíkra leiðangra vlðast hvar til sveita, óreiknanlegt fjármagn að tímanum meðtöldum, sem til einskis fer annars, en draga forða að heimili sínu. Ritað 26. maí 1903. Kunnugur. Af kosningum. Það væri fröðlegt fyrir almenning, að fá að heyra af baráttuaðferðum „hinna sam- einuðu" í ýmsum kjördæmum landsins við þessar kosningar. Þeir eru mjög hreyknir yfir kosninga- sigrinum í Kjósar- og Gullbringusýslu, enda hefur hún, eða flestir hennar, verið trygg Valtýingum upp á slðkastið; veldur því mest það, að Þórður læknir Thoroddsen á miklum vinsældum að fagna í læknis- héraði sínu, sem nær yfir 6 af 12 hrepp- um sýslunnar. Heimastjómarmenn hafa jafnan viður- kennt hina góðu þingmannshæfileika Þórð- ar læknis Thoroddsens, lipurð hans í samvinnu og sérþekking hans á heilbrigð- ismálum, og hafa þeir því aldrei haft þing- mannsefni á boðstólum til að keppa við hann. Aptur á móti hefur Björn Kristjánsson haft lag á því, að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum sýslunnar með verzlun sinni, verzlunarfélagsskap við ýmsa helztu menn- iná í hverjum hreppi, og notað þá síðan sem smalá fyrir sig, hvern í sínum hreppi. Herðaklútur handa konunni eða lérept í dagtreyju kemur sér vel, og efbankabygg reynist súrt, eða einhverjar aðrar vörur líka miður vel eptir verði, þá er reynatidi að gera þá með lagi tortryggilega, sem kunna að verða keppinautar við kosning- una. Þá er B. Kr. óttaðist í fyrra, að Jón Þór- arinsson skölastjóri mundi verða keppi- nautur, skrifaði hann og varaði kjósendur mjög við að kjósa Jón, og bar’á hann sakir, sem hann síðar varð að biðja hann fyrirgefningar á — og lýsti þá yfir því, að hann hefði „ekki verið rekinn til þess" af 2 helztu mönnum flokks síns. Enda þótt allir viðurkenni, að þing- mannshæfileikar B. Kr. séu sára-litlir, hef- ur honum þó tekizt með aðstoð Þórðar læknis óg verzlun sinni að koma sér svo í mjúkinn hjá þeim, sem mestu ráða í hverjum hreppi, að hann er svo fastur í þingmannssessi fyrir sýslurnar, að heima- stjórnarmenn hafa séð, að ekki er við honum að hagga; enda fékk hann jafnvel miklu fleiri atkvæði í fyrra við kosningar en Þórður læknir Thoroddsen. Heimastjórnarmenn mundu því að lík- indum ekki hafa reynt að fá neina til að vera í kjöri í Kjðsar- og Gullbringusýslu við kosningar í vor, cf þeir hefðu báðir verið þar í kjöri, Þórður læknir og fijöm. En svo kom sú fregn eins og þrumaúr heiðríku lopti í miðjum maí í vor/aðbola ætti Þórði burtu og setja dr. Valtý í sæti hans. Hafði þetta verið búið undir nokkru áður og smalar sendir út um alla hreppa til að binda menn með skriflegum lof- orðum til að kjósa nú þá Björn og dr. Valtý; gengu þeir einkum kappsamlega fram í smöluninni höfðingjamir í Hafnar- firði (eptir fyrirskipun ísafoldar) og Gvend- ur smali um Suðurnes. Þó munu bænir Þórðar læknis hafa megnað þar meira en undirróður Gvendar. Það kom ekki svo lítið í Ijós í kosning- unum hér í Kjósar- og Gullbringusýslu, eins og víða hefur bólað á annarstaðar, hverjar klær kaupmenn og faktorar hafa á kjósendunum. Lítið atvik gerði þetta mjög bert á þingmálafundi í Hafnarfirði. Þá er ljóst var orðið, að Ágúst Flygen- ring ætlaði að gefa kost á sér til þing- mennsku fyrir Kjósar- og Gullbr.sýslu, birt- ist þegar skammagrein um hann í Isa- fold. Ágúst er mætavel kynntur og mesti ágætismaður, og mæltist þetta illa fyrir jafnvel meðal ísafoldarliðsins. Útafþessu var það, að tillaga kom fram á fundinum f Hafnarfirði, ógn hógvær, þar sem lýstvar óánægju yfir rithætti sumra blaða í garð andstæðinga sinna, og óskaði að blöðin ræði landsmál með stilling og sanngirni. En þá stóð upp einn voldugur selstöðu- verzlunarfaktor og mótmælti tillögunni harðlega — og kjósendurfeldu hana „pligt- skyldugast". Fundarmadur. Um hættur á afréttum. Fyrir nokkrum árum óskaði eg þess, að einhver mér færari yrði til þess, að hreyfa málefni því, sem eg nú nú ræðst í að leggja fyrir almanna sjónir. Og vil eg í stuttu máli hér með reyna að sýna, í hverju það er fólgið. Það er í fyllsta máta meining mín, byggð á skoðun minni, og á sögnum margra manna, að mikið kveði að ýmsum hættum á sumum afréttarlöndum, sem annaðhvort oflítið eða ekkert er veitt eptirtekt, og skal eg að eins hér tilnefna gjár og gíga, sem sauðkindur verða hungurmorða f, á þann hátt, að þær f slæmu veðri leita sér skjóls, hendast hvor með annari ofan í nefnda hættustaði — en komast þaðan ekki upp aptur, — og láta lífið á hryllilegan hátt. Eg hef opt heyrt menn segja, að þeir hafi — af tilviljun einni — bjargað kindum nær hungurmorða úr slíkum stöðum, og er eg einn f tölu þeirra manna. Eg var á ferð með öðrum manni fyrir nokkrum árum á afrétt; heyrðist okkur þá kind jarma, en sáum enga; en eptir litla leit hittum við nokkuð djúpa gjá, sjáum við þar niðri í eina kind með litlu lífi, sem okkur tókst að bjarga. í gjá þessari var allmikið af lcinda- beinum. Og í annað sihn er eg í óbyggð á öðrum stað við fjársmölun, hitti eg þá í þeirri ferð nær hringmyndaðan gíg, á að geta 2—3 álnir á dýpt, hér um bil 2 faðma á vídd, sem slútti að sér á allar hliðar að ofan, sem vel var mögulegt fyrir kindur að henda sig niður í, en ómögulegt upp að komast. Eptir litla rannsókn sé eg, að gígur þessi er alsettur í botninn stærri og smærri kindabeinum. En til þess að gígur þessi yrði eigi optar kvalastaður, ryð eg ofan í hann grjóti, sem nóg var nærri, hleð úr því skáhallan garð nokkuð breiðan, frá botni að efstu brún, svo hver kind kæmist eins upp sem niður, sem þar að bæri. Mér kom þá til hugar, og kemur enn, að það sé sorglegt afskiptaleysi, að jörðinni skuli þannig vera leyft að gleypa skepnur, án neinnar hindrunar. Slfkt ætti ekki leng- ur að eiga sér stað. En virði eg fyrir mér, af hverju slíkt af- skiptaleysi sé, mun það þá af því, að of- fáum hefur til hugar komið, að hér væri um hættu að tala, og í annan stað að hér yrði ekki bót á ráðin. Því er nú ekki þann- ig varið, hér má mikið til umbóta gera, ef samtök væru sýnd í þvfi gera allar þekktar og óþekktar hættur hættulausar, að svö miklu leyti sem framast er unnt. En Ieiði eg það eigi að öllu leyti hjá mér — sem ef til vill ætti betur við — að benda á, hver ráðstöfun hér væri sjálfsögð, þá hygg eg bezt, þar sem menn hefðu hugmynd um hættur, að leit væri gerð á afréttarlöndum af hverju hreppsfélagi, og um leið gerðar ráðstafanir til umbóta á öllum hættum, sem fyndust. Slíka landkönnun álft eg mjög nauðsynlega. Sömuleiðis í hvert skipti, sem mönnum væri skipað í leitir til afréttarsmöl- unar, væri þeim stranglega gert að skyldu að gæta vel að öllu, sem hætta gæti ílegið fyrir skepnur, og þar sem þeirra yrði vart, setja vel á sig hvar væri, helzt, ef mögulegt væri, reisa þar upp vörður, svo síðar fynd- ist, ef álitist að eitthvað væri þar athuga- vert. Að mönnum væri heitið fáum aurum í fundarlaun fyrir fund á hættum, sem greitt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.