Þjóðólfur - 19.06.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.06.1903, Blaðsíða 3
99 væri úr sveitarsjóði, væri livöt til þess, að menn litu betur til þess hættulega, en hing- að til hefur við gengizt. Eg vona að fleiri verði hér með en móti, og sýni sem fyrst hér að lútandi framkvæmdir; hygg eg þá að fljótt sannist, að hér sé ei um tómt óþarfamál að ræða, með öðrum órðum: nú verði það ! ljós leitt, sem í myrkrunum hef- ur verið hulið. Að menn missi lengur skepn- ur sínar á þann hátt, sem hér er bent á, finnst mér ( sjálfu sér jafn hegningarvert, og að missa þær úr hor af heyskorti eða öðru hirðuleysi. Það ér ósk mín og von, að línur þessar yrði þess valdandi, að hér eptir færi skepnúm fækkandi, sem hungur- morða verða af athuga- og skeytingarleysi manna, og er þá tilgangi mínum náð. f maí 1903. Dýravmur. Þingmálafundur. Fimmtudaginn 28. maímánaðar 1903 var þingmálafundur haldinn í Vestmannaeyjum. Fundarstjóri varkosinn sýslumaður Magnús Jónsson og skrifari póstafgreiðslumaður Sig- fús Arnason. Eptirfylgjandi mál komu til umræðu, og samþykkti fundurinn þær tillög- ur, er hér greinir: 1. Fundurinn skorar á alþingi, að sam- þykkja í sumar óbreytt stjórnarskrárfrumvarp síðasta þings. Samþykkt f e. hl. 2. Fundurinn gengur að því vísu, að stjórn- arskrárfrumvarp þetta verði samþykkt, og lýsir því að hann telji rétt, að lögð séu nið- ur nú þegar amtmannaembættin bæði og jafnvel landfógetaembættið og sýslan hins umboðslega endurskoðanda, en hið væntan- lega ráðaneyti skipað svo, sem ætlazt er til að það verði til frambúðar, og álítur yfir- Ieitt heppilega þá skipun þess, sem bent er á í athugasemdum stjórnarinnar við nefnt frumvarp. Samþ. í e. hl. 3. Fundurinn géngur að því vísu og álít- ur rétt, að samþykkt verði á næsta þingi lög um leynilegar kosningar í þá átt, sem kosningalagafrumvarp síðasta þings fór, að áorðnum þeim breytingum, sem nauðsynleg- ar eru. Samþ. í e. hl. 4. Fundurinn skorar á alþingi, að láta Vestmannaeyjar haldast áfram að vera kjör- dæmi út af fyrir sig framvegis eins og hing- að til, þótt breyting verði á kjördæmaskip- un Iandsins. Samþ. í e. hl. 5. Fundurinn lýsir því, að hann álíti ekki rétt, að alþingi samþykki lög um stofnun irmlends brunabótafélags fyrir hús, fyr en málið er rannsakað og undirbúið. Eptir nokkrar umræður samþ. í e. hl. 6. Fundurjnn skorar á alþingi, að leiða ( lög svo fljótt sem verða má vínsölubann. Samþ. í e. hl. 7. pundurinn ber það traust til alþingis, að eigi verði Ieyfðar neinum né neinstaðar botnvörpuveiðar í landhelgi hér við land. Samþ. í e. hl. 8. Fundurinn álítur rétt, að alþingi fái stjórninni fé til umráða, er hún geti til tekið til þess, að styrkja efnilega sjómenn til að kynna sér fiskveiðar nágrannaþjóðanna, svo sem Skota og Norðmanna heima fyrir. Sömuleiðis í e. hl. 9. Fundurinn ber það traust til alþingis, að eigi verði ( lög leidd nein nýmæli, sem leggja frekari álögur en nú eru á hvalveiða- menn hér búsetta, eða þröngva kosti þeirra, nema færðar verði betri sönnur á það, en nú er gert, að hvalveiðarnar séu til tjóns fyrir landið. Samþ. ( e. hl. 10. Fundurinn telur það sjálfsagða skyldu alþingis að gera sem fyrst ráðstöfun til þess, að skólamálum landsins verði komið ( sem bezt horf, einkum alþýðumenntun. Sömul. í e. hl. 11. Fundurinn ber það traust til alþingis, að það sjái um, að samgöngur á sjó og landi, einkum á sjó, verði ( engu lakari framvegis en nú eru þær, heldur miklu fremur greiðari. Samþ. ( e. hl. 12. Fundurinn lætur ennfremur í ljósi þá von sína, að alþingi vinni yfirleitt kröptug- lega að eflingu atvinnuvega bæði til lands og sjávar. Samþ. í e. hl. Fundi slitið. Vestmannaeyjum 28. maí 1903. Magnús Jónsson. Sigfús Árnason. Eyrarbakka 12. júní. Eyrarbakki er nú að komast upp aptur. Síðastliðna vetrarvertíð varð að lokum all- góður afli. Vorið reyndist mjög stirt til sjávarins til 8. þ. m., að gekk til þurks og Iogns að mestu og ládauður sjór. Þann dag kom gufuskip, — sem hafði fengið storm og stórsjó alla leiðina — til Gests Einarssonar frá Hæli með full 400 ton af vörum, sem tilheyra pöntunarfélagi Arnesinga og Rang- æinga, sem hann stendur fyrir; var vörun- um skipað upp með miklum hraða. Það eru hinar mestu vörur, sem hér hafa komið nokkru sinni í einu, og svo er líka brúkuð ný aðferð með þv(, aðkeyra þær á vögnum með hestum fyrir frá sjónum upp að húsunum. Við höfum góða trú á þessu fyrirtæki Gests, því Eyrarbakki þurfti viðreisnar við hvað verzlun áhrærir. Viljum vér því leiðbeina honum hér, sem ókunnugum og lítt þekkt- um. Við látum ekki koma til greina flokka- ríg í pólitík, þótt Gestur reyndist þar mjög ötull í andstæðingaflokki vorum. Þeir eru eldri en hann, sem skoða sig ekki nógu vel um eða gæta sín, og einkum munu helztu vinir hans, sem optast lesa faðir vorið og hrinda svo hart á eptir, að ekki má tefja sig á, að telja til 3. Við treystuiji því, að öll pólitík sé látin liggja ( þagnargildi, að því er Gests fram- komu snertir, og að vér styðjum þennan öt- ula og unga mann, til þess að halda áfram viðskiptum við útlönd fyrir okkur bændur og búlausa hér og í grenndinni. En fúslega skal eg kannast við það, að hyggilegra hefði verið af honum sem pöntunarfélagsstjóra, að láta alla pólitík afskiptalausa hér í þetta sinn. Póstskipið „Laura lagði af stað til útlanda 16. þ. m. Með því fór Jón Jensson yfirdómari (til Kaup- mannahafnar), Hallgrímur Jónsson kenn- ari frá Búðardal, Ólafur Hjaltested og kona hans, Jón Jóhannesson Mormóna- trúboði og nokkrir vesturfarar. Mistur, er stafi af eldgosinu eystra, þykj- ast menn hafa orðið varir við þessa daga hér í bæ ásamt brennisteinslykt. Sólar- lagið hefur einnig verið alleinkennilegt, dauft og dimmrautt. — Menn eru jafnvel hræddir um, að brátt muni Katla fara að hreyfa sér, vegna sambands, sem haldið er, að sé milli hennar og Skeiðarárjökuls, en vonandi er, að það verði ekki, því að mikið tjón gæti áð orðið. Þakkarávarp. „Þakklæti fyrir góðgerð gjalt guði og mönnum líka". — Af hrærðu hjarta leyfum við undirskrifuð okkur að birta opinberlega innlegt þakklæti okkar til hinna góðu, gömIu«og tryggu vina okkar í Vesturheimi, er voru fyrmeir ná- grannar okkar hér á Eyrarbakka, fyrir þá innilegu og óvæntu hluttekningu, sem þeir hafa tekið í erfiðum kringumstæðum okkar, með því að senda okkur bæði vinsamleg bréf og miklar peningagjafir. Þannig hafa ýmsir menn á eynni „Harbor" Wis. U. S. A. gert eptirfylgjandi samskot: 1. Benedikt Jónsson, Þórhallasonar 10 dollara, 2. Þuríður Jónsdóttir, systir hans 5 doll., 3. Magnús Jónsson, Þórhallasonar 2Vz doll., 4. Þorl. Jónsson, bróðir hans 2V2 doll., 5. Jón Þórhallason (fyr í Hólmsbæ á Eyrar- bakka) 5 dollara, 6. Ólafur Hannesson 5 doll., 7. Sigurður Sigurðsson 4 doll., 8. Sig. Jónsson, Árnasonar fyr í Þorlákshöfn 2V2 d., 9. Jón kaupm. Gíslason 2 doll. og 10. Hannes Jónsson 2V2 doll. Alls 41 doll. = 151 kr., er mér var sent í bankaávísun. Auk þessa sendi herra Árni Th. Guðmundsson okkur ávfsun upp á 20 kr. f sambandi við þetta viljum við ekki láta hjálíða að minnast þeirra gjafa og greið- vikni, er við höfum orðið aðnjótandi hjá kunningjum okkar hér á Eyrarbakka, og teljum við fyrst þau heiðurshjón verzlunar- stjóra P. Nielsen og frú hans. (Sú frú get- ur ekkert aumt eðá lasburða séð, án þess að reyna að hjálpa á alla vegu). Auk þess voru þær frú Níelsen, frú Ástríður, frú Blön- dal og frú Ragnheiður Lársdóttir frumkvöðl- ar þess, að hið heiðraða kvennfélag á Eyr- arbakka, (sem hefur það fyrir mark og mið að hjálpa veikum og fátækum), sendi okkur 10 krónur að gjöf. Líka hélt hið nýja söng- félag hér í vetur einn samsöng okkur til hags. En sökum anna varð samkoman fá- menn, en þrátt fyrir það, færði söngfélagið okkur 25 kr., er mest mun hafa verið að þakka ýmsum mönnum, er samsönginn sóttu, svo sem nokkrum verzlunarmönnum, Sigurði Ólafssyni sýslumanni, Ásgeír Blöndal lækni •og séra Ólafi Helgasyni á Stórahrauni, er komu með flest heimilisfólk sitt, og munu þar að auki hafa borgað mikið meira en ákveðið var. — Auk þess hefur Sigurður sýslumaður okkar gefið okkur stórgjafir og sömuleiðis séra Ólafur Sæmundsson í Hraun- gerði. Þar að auki hafa margir ónefndir látið okkur góðvild og greiðvikni í té. Öllum nafngreindum hér og ónefndum 92 stundum, en bætti ekki framar við: „og okkur mun aldrei koma saman um það“. Allra fyrst varð honum gramt í geði, þegar hann mætti slíkri mótspyrnu, þar sem hann þóttist eiga sigur vísan, og honum fannst hún blekkja sig, þessi unga stúlka, sem hafði haft svo snögg og mikil áhrif á hann. Seinna neyddist hann þó til að hafa mætur á því, hvernig hún leit á þetta, og það varð til þess að auka áhrif þau, er hún hafði á hann. Vladimir, sem hafði örar og næmar tilfinningar, varð þess nú vís, að unga stúlkan hafði rólega og staðfasta og þrekmikla lund, er honum sjálfum hafði ekki hlotnazt, og nú lifnaði hin óumræðilega að- dáun hans í nýrri mynd. — Nú varð talsverð breyting á sambandi þeirra, og þegar Katrín sat hjá gestinum, var það eigi hann heldur hún, sem vakti máls á stjórnmálum. Hann forðaðist að nefna þau, það stoð- aði ekkert nú, þá er hann hafði misst alla von um að breyta skoðun- um hennar. Auk þess var hann farinn að missa traust á sjálfum sér og var optast í þungu skapi og mælti fátt. „Hvað gengur að yður?" spurði Katrín hann einu sinni, því að hún hafði tekið eptir, hversu breyttur hann var orðinn. „Er heilsan ekki góð?“ „Nei, hún er ekki góð. Hvers vegna spyrjið þér að því?" „Hvers vegna eruð þér svona?" „Hvað? Meinið þér styggur í lund?" sagði Vladimir. „Nú jæja, stygglyndur, það er bezt að nefna það svo". „Eg veit það ekki, eg er svona stundum". Hin löngu samtöl þeirra og hið einkennilega lopt, er sálir þeirra höfðu í sameiningu dregið að sér, hafði smeygt þeim blítt í læðing ein- lægrar vináttu. Nú varð ofurfítil þögn- Katrín flutti lampann nær sér og gætti nákvæmlega að uppdrættinum, sem var teiknaður á útsauminn hennar. „Hvað eruð þér að búa til“, spurði Vladimir. „Það er gjöf handa gömlu stúlkunni okkar", svaraði hún, og svo breytti hún rómnum og sagði: „Eg hélt, að menn líkir yður hefðu ekki leyfi til að verða þunglyndir. Þér ættuð ætíð að vera glaður og ánægður". 89 Því næst gekk hann til herbergis síns og las þær bækur, er fyrir hon- um urðu, eða sat og hlustaði, hvort ekki heyrðist hið vel kunna, létta fótatak á mölinni. Fyrstu þrjá dagana var Katrín líka mjög óttaslegin vegna hans, og kom hvað eptir annað þjótandi inn í herbergið hans til þess að sannfærast um, að hann væri í öruggu hæli og að lögregluþjón- amir hefðu ekki haft. hann á braut með sér. En smám saman rénaði ótti hennar; þá kom hún aðeins til að rabba við hann, og sat stundum lengi hjá honum með handavinnu sína. Hún var vön tilbreytingalitlu sveitalífi, og með því að gestur þessi var vinur bróður hennar, var hún ekki vitund feimin við hann og breytti við hann sem gamlan vin þeirra. Opt barst samtalið að bróður hennar, og Vladimir gat talað um hann við hana rétt eins og honum bjó í brjósti. Hann gat talað við hana um það lífsstarf, er þeir áttu sameiginlegan þátt í. Honum voru kunnar skoðanir hans og starf hans í stjórnmál- um, en því hlaut hann að leyna móður hennar. Svo barst samtalið endrum og sinnum að Katrínu. „Við Ivan vorum góðir vinir", sagði Vladimir einu sinni við hana, ..°g eg fæ varla skilið, að hann skyldi ekki minnast á yður við mig“. „Hví átti hann að tala um mig", sagði hún, án þess að líta upp frá vinnu sinni. „Hann vissi, að eg gat ekki orðið honum að liði". „Það er að segja, hann hugði það“, sagði Vladimir. „Reynslan hefur kennt mér, að ættingjar geta aldrei fellt rétta dóma hverjir um aðra“. „Haldið þér það?“ sagði hún og leit til hans glettilega. „Eg held, að Vania þekki mig vel. Það má svo að orði kveða, að hann hafi alið mig upp, því að eins og þér vitið, var eg barnung þegar faðir minn dó. Hann þekkir mig vel, sem eðlilegt er, og dómur hans um mig er rétturl" »Þessi síðustu orð yðar sanna það eitt, að þér þekkið yður ekki sjálf", sagði Vladimir hispurslaust og alvarlega. „Dæmið nú sjálf! Mun- ið, hvað þér hafið gert og hvernig þér hafið stofnað sjálfri yður í háska vegna mín, sem var yður alveg ókunnur. Og alstaðar hér í grenndinni

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.