Þjóðólfur - 19.06.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.06.1903, Blaðsíða 4
IOO þökkum við innilega fyrir mannkærleiksfulla hjálp þeirra okkur til handa og biðjum hinn alvalda að launa þeim það í ríkulegum mæli, þegar þeim mest á liggur. Eyrarbakka l. júní 1903. Einar Jónsson, Gudrún Jónsdóttir. (fyr kaupm.). Tilbúin Drengjaföt allar stærðir. Verð frá 6,00—18 kr. FLIBBA frá 0,5 aurum stykkið. BRJÓST — 0,6 — —» — MANCHETTUR frá 0,15 au. stk. ALLAB STÆRÐIR. NYJASTA LAG- Auk þess sel eg: Hnappagatasilki — Maskínnsilki — Saum- silki mislitt og svart — Klæðakrít — Nálar. Allskonar Hnappa og Tölur. Allt til FATA og FATAEFNI o. fl. Stórt úrval af SLAUFUM og HUMBUCUM. Komið og skoðið. Því allt selst með óvanalega lágu verði. KLÆÐAYERZLUNIN 12 BANKASTRÆTI 12. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Mustad’s ljúffenga og góða MARGARINE er komið aptur til verzlunar Guðm. Olsen. íslenzk frimerki kaupir háu verði Ólafur Sveinsson. Austnrstræti 5. Líkvagn. Undirritaður hefur nú líkvagn til afnota með hesti eða hestum fyrir, og get tekið að mér að sjá um greptrun að öllu leyti, ef þess er óskað og það fyrir sanngjarnt verð. Matthías Matthíasson. Búnaðarfélag Islands. Aðalfundur félagsinsverðurhald- inn i Reykjavík í Iðnaðarmannahúsinu mánudaginn 22. þ. m. kl. 5. e. h. Þar verður skýrt frá framkvæmdum félagsins og fyrirætlunum, rædd bún- aðarmálefni og bornar upp tillögur, er fundarmenn óska, að búnaðarþingið taki til greina. Ennfremur ber þar að kjósa tvo full- trúa til búnaðarþingsins til fjögra ára, og að auki einn fulltrúa um kjörtíma- bil látins fulltrúa. Reykjavík 12. júní 1903. Þórh. Bjarnason. Uppboðsauglýsing. Þriðjudaginn 23. þ. m. kl. ix f. hád. verður opinbert uppboð haldið hjá hafnarbryggjunni hér í bænum og þar selt ýmislegt strandgóz úr skipun- um „Lttla Rósa“ og „Kastor“, svo sem: segl, kaðlar, blakkir, möstur, bómur, akkeri, keðjur o. fl. Ennfremur verður selt: sykur, kaffi, hveiti, haframjöl og kex. — Söluskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 17. júní 1903. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í þrotabúi Helga kaupmanns Helga- sonar verður haldinn á bæjarþingstof- unni miðvikudaginn 24. þ. m. á há- degi, til þess að gera ráðstafanir um sölu á fasteignum búsins. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 17. júní 1903. Halldór Daníelsson. Fyrir alþingismenn eru 2 her- bergi með húsgögnum til leigu í miðjum bænum. Ritstj. vísar á. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. Til almennings. Ullarsendingum til tóvinnu- vélanna við Reykjafoss í Olfusi, veitir móttöku í Reykjavík Jón Helgason á Laugaveg 45. Sendingarnar verða að vera vel merktar. Kjöbenhavns Forskoleseminarium Nörrebrogade 27 Kbhavn N. uddanner Læreinder for Börneskolens yngste Klasser (Alderen 6—10 Aar). Optagelsespröven afholdes midt í Au- gust. Uddannelsen varer 11 Maaned- er, den afsluttes midtijuli næste Aar. Til Optagelsen fordres almindelige gode Skolekundskaber. Seminariet er stats- anerkjendt og Eleveme kan faa Stats- understöttelse. Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til Seminariet. Kirstino Frederiksen. J. Th. Huns. Fmilie Jansen. cand. theol. M JL T IEÐ því, að þessar viðskipta- bækur fyrir sparisjóðsinnlögum eru sagðar glataðar : M 6236. (R bls. 256), — 4930. (Ó - 380), — 2006. (H - 242), — 504. (A - 174). — 6412. (R — 432), — 5707. (Q - 297)> - 587- (F - 183), — 6586. (S - 126), stefnist hér með samkvæmt 10. gr. laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 handhöfum téðra viðskiptabóka með 6 mánaða fyrirvara til þess að segja til sín. Landsbankinn í Reykjavík 3. júní 1903. Tryggvi Gunnarsson. Til neytenda hins ekta KÍNA-LÍFS-ELIXÍRS. Með því að eg hefi komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- írinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fluttar af honum til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækilega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-elixír með merkjunum á miðanum: Kínveija með glas í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Friderikshavn, og—þ— í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mina á Nyvej 16, Köbenhavn. til bindindisvina frá drykkjninannnkonnm. Munið eptir því, að W. Ó. Breifl— fjörfl hætti áfengissölunni einungis fyrir bindindismálifl, og kaupið því hjá honum það, sem þið iáið þar eins gott og ódýrt og annarstaðar, sem flest mun vera nú af hans fallegu, miklu og margbreyttu vörubirgðum. VValdemar Petersen Frederikshavn. K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta menn fengið tauiu um leið og sendingin er afhent. Ætíð nægar blrgðir af tanum fyrirliggjandi. Afgreiðslan á Laugavegi 24. Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson. Áskorun 90 eru afarmargir menn, sem berjast og þjást, menn, sem þér þekkið og sem eg er viss um, að yður er vel við. Hvernig á eg að geta trúað því, að þér kærið yður ekkert um að hjálpa fólki þessu. „Eg geng opt til þorpsins og mér er vel við bændurna", svaraði hún. „Þér megið ekki halda okkur verri en við erum; við mamma hjálpuin vissulega, þegar við getum", sagði hún og varð um leið feimin. „Talið í guðs bænum ekki við mig um góðgerðasemi!" sagði Vladimir. „Kallið þér það hjálp að gefa mola af borðum sínum". „En hvað eiga menn þá að geraf Eiga menn að gefa allar eigur sínar fátækum, eins og Kristur hefur boðiðf" spurði hin unga stúlka með alvörusvip. „Það geta þeir eflaust gert, sem vilja", svaraði hann. „Þaðerekki svo erfitt að gera það. En það nægir ekki ogþaðerekki aðalatriðið". „Hvert er þá aðalatriðiðf" spurði hún og leit forviða á hann. Vladimir horfði rólega í augu henni; gráu augun hans voru líkust björtu báii. „Aðalatriðið er“, sagði hann, „að hætta að hugsa um sjálfan sig °g hugsa um ekkert annað jafnt um dag sem dimmar nætur, en að hjálpa sér lítilsigldari bræðum. Sálina okkar verðum við að gefa þeim. Það er hin sanna ást og hjálp". Hann fór nú að ræða við hana um þjóðina, um skort hennar og eymd, réttindi og framtíð. Hann mælti fagurt og af fjöri miklu, og honum tókst að hrífa hinn unga áheyranda sinn, sem aldrei fyr hafði heyrt slík orð af nokkurs manns vörum. Bróðir hennar hafði að vísu talað við hana um sama efni, en henni hafði ætíð fundizt ræða hans þurleg og ógeðfeld skipun, sem kom ef til vill af því, að hún hugsaði sér hann alltaf sem kennara sinn. En þessi ókendi gestur, sem var einsog dottinn af himni niður, opnaði henni dyr að nýjum og dularfullum heimi. Tal hans vakti óró í brjósti hennar, en fullnægði henni þó ekki, því að henni fannst, sem þar vantaði eitthvað, er þyrfti að segjast. Hún reyndi að keíja niður geðshræringar sínar en gat það ekki. Hún missti vinnuna 9i úr höndum sér og varð blóðrauð í kinnunum. Hún hlustaði á tal hans og hélt andanum niðri í sér. „Þérsjáið, að leiðin er ekki örðug“,sagði Vladimir rólega. „Okkur mun ekki auðnast að sjá fyrirheitna iandið, en við stefnum þangað. Girðið lendar yðar — munið þér ekki hvað ritningin segirí Yfirgefið heimili og vini og komið til vor — til bróður yðarl" Hún hristi höfuðið. „Nei, eg vil ekki koma til yðar. Eg vii ekki láta hella út blóði", sagði hún eptir litla þögn. „Vér hvetjum menn til að fórna sjálfum sér, en ekki til að hella út blóði", svaraði hann. „Það er ekki oss að kenna, að ekkert verður framkvæmt í heiminum án sársauka". „Nei, nei, eg vil ekki verða í félagsskap yðar", sagði unga stúlkan. „Þér töluðuð um náðarboðskapinn. Eg held, að allur sannleiki sé í honum fólginn. Mennirnir eiga að lifa eins og Kristur kendi þeim, þá mundu þeir verða iánsamir og sáttir eins og bræður og þyrftu ekki að berjast og drepa hvor annan. Þér sjáið, að okkur mun aldrei koma sam- an", sagði hún ennfremur óg laut höfðinu niður að vinnu sinni. Svo var kallað á þau til að snæða kvöldverðinn og slitu þau því talinu. Næstu daga eptir samtal þeirra vék Viadimir að því hvað eptir annað, en mætti mikilli mótspyrnu, sem hann alls ekki hafði búizt við. Tal hans hafði ekki framar nein áhrif á Katrínu; það var eins og henni fyndist, að orð hans hefðu misst töframátt sinn; hún var orðin glögg- skygnari í dómum sínum en hún hafði verið. Gáfur hennar voru ekki skarpar, henni veitti örðugt að hugsa og hún var ekkf fljót að því, en hún hugsaði með alvöru og samvizkusemi og hætti ekki fyr en hún hafði hugsað rökrétt, og þá hélt hún fast í sannfæringu sína. Það var auðséð, að hún hafði ígrundað orð gestsins, hún var jafnvel farin að taka éptir honum talshátt hans, en niðurstaðan varð sú, að hún sat enn fastari við sinn keip en nokkru sinni áður. „Okkur kemur ekki saman um, hvaða leið á að haida", sagði hún

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.