Þjóðólfur - 03.07.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.07.1903, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 55. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. júlí 1903. M 27. Landsbankinn. ♦í,.,.-í-------------- Næstkomandi j úlí og ágúst- mánuði veröur afgrelðslu— Stofa bankans opin kl. ÍO. f. li. — kl. 1 e. h. hvern virkan dag. Bankastjórnin er til viötals kl. iO'/i-iíVi f. m. Landsbankinn f Roykjayík, 24. júní 1903. Tryggvi Gunnarsson. Alþingiskosningar. v. í Nordur-Þingeyjarsýslu: Árni Jónsson prófastur á Skútustöðum með 40 at- kv. Aðrir ekki í kjöri. í Norður-Múlasýslu : Jóhannes Jóhannesson sýslumaður með 1 82 atkv. og Einar Þórðarson prestur í Hofteigi með 1 1 2 atkv. — Séra Einar Jónsson í Kirkjubæ fékk 107 atkv. og Jón Jónsson læknir á Vopnafirði 43 atkv. Um atkvæðatölu, er áður var ekki frétt, skal þess getið, að Pétur Jóns- son á Gautlöndum var valinn með 82 atkv. Aðrir ekki þar í kjöri. í Skaga- fjarðarsýslu fékk Ólafur Briem 206 atkv., Stefán kennari 157 og Flóvent Jóhannsson 63. Útlendar fréttir. Kaupm.höfn 20. júni. Stjórnarbyltingrin ogr konung'smorðið f Serbín. I síðasta blaði Þjóðólfs var þessa atburðar getið stuttlega, en með því að greinilegri fréttir hafa boriztsíðan, verður hér dálítið skýrt frá hinum nánari atvikum. Um 150 herforingjar höfðu bundizt sam- tökum um að gera enda á stjórn — eða réttara sagt óstjórn — Alexanders kon- ungs, og fólu þeir Masjín ofursta forust- una yfir liði því, er framkvæma skyldi verk þetta. Hann var bróðir fyrra manns drottningarinnar. Kl. i1/® um nóttina milli 10. og 11. f. m. var merki gefið með fall- byssuskoti. Þustu þá samsærismenn út á strætin. Dálítill hópur herforingja, und- ír forustu Mistitsj ofursta, 16 manns, hélt til konungshallarinnar. Höfðu þeir valið þessa nótt til að framkvæma áform sitt vegna þess, að Naumovitsj, einn af helztu samsærismönnunum, átti þá að vera á verði í höllinni. Annar hallarvörður, sem einnig var á þeirra bandi, opnaði fyrir þeim hallarhliðið. Þá er herforingjarnir gengu inn þrifu varðmennirnir byssur sln- ar, en þær voru óðar hrifsaðar af þeim. Einn þeirra bjóst til varnar og skaut á herforingjana, en var ofurliði borinn og gengu þeir af honum nær dauða en lífi. Nú héldu þeir upp að höllinni og börðu á dyrnar hjá dyraverði. Hann lauk upp og var þegar handtekinn. Síðan brutust þeir inn í herbergi Petrovitsj ofursta, sem þar lá næst við og skipuðuhonum að fylgja sér inn í svefnherbergi konungs og drottn- ingar. Hann fylgdist nú með þeim, en vísaði þeim skakkt til. Þeir fóru samtað fá grun um það og tóku að hóta honum; fylgdi hann þeim þá til herbergis þess, sem tengdasonur ráðaneytisforseta, sem þann dag hafði haft forustu lífvarðarins, svaf f. Samsærismennirnir réðust þegar á hann, og var hann skotinn til bana. Nú kom Naumovitsj bandamaður þeirra að og gerðist hann nú leiðsögumaður þeirra; drógu þeir Petrovitsj ofursta nauðugan með sér. Komu þeir nú að járnhurð einni mikilli, sem aðskilur innri hluta hallarinn- ar. Naumovitsj sprengdi hana með dýna- míti, en missti sjálfur lífið við sprenging- una. Nú var greiður vegur til svefnher- bergis konungs og drottningar, sem þar Iá rétt hjá. Þá er Petrovitsj leitaðist enn á ný við að hindra för þeirra, skutu þeir hann til bana. Við skot þessi fóru varð- mennirnir í hallargarðinum hinummegin við höllina að ókyrrast og ætluðu að fara inn til að sjá, hvað um væri að vera. Þá kallaði einn af herforingjunum út um glugga til þeirra, að þeir skyldu vera kyrrir, því að Draga drottning hefði ætl- að skjóta konung, en þeir væru komnir tilfað hjálpa honum. Þetta létu þeir sér lynda. Nú sprengdu samsærismenn upp dyrnar á svefnherhergi konungs, en það varð þá tómt. Konungur og drottning höfðu vaknað við skotin og farið út að glugga, sem sneri út að hallargarðinum og kallað á hjálp, en földu sig síðan. Þá er herforingjarnir, eptir langa leit fundu þau, kallaði Alexander konungur upp: „Þessu hefði eg ekki búist við af þér, MarkowitsjU Hann hefur sjálfsagt haldið að ráðaneytisforsetinn væri pottur- inn ogpannan f þessu samsæri, því að daginn áður hafði hann beðið um lausn og ekki fengið. Þetta voru hin síðustu orð konungs. Rigndi nú mörgum skotum yfir þau og létu þau þar bæði líf sitt. Vóru lík beggja sundurtætt af sárum. Ann- ars fer mörgum sögnum um með hvaða hætti þau hafi látið lff sitt, en þessi frá- sögnin virðist einna sennilegust, enda er hún tekin eptir manni, sem var konungi mjög handgenginn og sjálfur var einn þeirra, er missa átti lífið, en komst undan. Alls segir hann að ellefu menn hafi verið drepnir f höllinni. Á meðan þetta gerðist í konungshöll- inni, ruddust aðrir af samsærismönnunum inn í hús nokkurra ráðherranna og til bræðra Draga drottningar. Voruþeirbáð- ir skotnir; einnig var ráðaneytisforsetinn, Markovitsj og hermálaráðherrann, Pavlo- wtsj, myrtir af samsærismönnum, en Theo- dorowitsj irmanríkisráðherra, féll fyrir fjölda skota og var talinn dauður af 'uppreisnar- mönnunum, en það tókst þó að lífga hann við, því að hann var ekki særður til ólífis. Öll þessi tíðindi gerðust á tímanum frá V/2—2 um nóttina. Að svo búnu kvaddi herinn til konungs Pétur Karageorgevitsj, sem þá var í Sviss. Nú var ný stjórn sett í skyndi á laggirnar, og þegar um morg- uninn gaf hún út tilkynningu um, aðstjóm- arskráin, sem konungur hafði hv&ð eptir annað numið úr gildi og limlest á allar lundir væri nú aptur gengin í gildi, og þingið, sem konungur leysti upp í vor, skyldi koma saman hinn 15. júnf. I Bel- grad var þessum tíðindum vel tekið. Var auðséð, að konungur hafði ekki verið vin- sæll af þegnum sínum á því, að engar ó- spektir voru gerðar, er tíðindin bárust út, heldur létu menn þvert á móti gleði í ljósi með því, að draga upp fána og prýða borgina með Ijósum kvöldið eptir. Þegar þingið kom saman 15. þ. m., var Pétur Karageorgevitsj í einu hljóði kosinn til konungs og nefnd manna send til að sækja hann. Hann kallast nú Pétur hinn fyrsti kon- ungur í Serbíu. Hann er 59 ára gamall (f. 1844). Hann hefur lengstum dvalið í Genf í Svisslandi. Á yngri árum þótti hann mjög frjálslyndur og er sagt, að hann hafi verið í félagsskap sósíalista. I fransk- þýzka stríðinu barðist hann með Frökk- um, og gat sér góðan orðstír af framgöngu sinni. Hann er sonur Alexanders, er fursti var f Serbíu 1842—58, og hefur áð- ur gert tilkall til ríkisins í hendur Obreno- vitsjættarinnar. Nú hefur hann náð kon- ungdómnum, en óvfst er, hve mikla gleði hann hlýtur af honum. Staða hans nú er mjög vandasöm og þarf hann bæði á vits- munum og lægni að halda, ef hann á að komast klakklaust út úr þeirri úlfakreppu, sem hann er kominn í. Að vísu hafa Aust- urríki og Rússland viðurkennt konung- dóm hans, en England hefur slitið öllum stjórnarviðskiptum við Serbíu, og kvatt sendiherra sinn heim þaðan og Rússa- keisari hefur einnig látið í ljósi, að það væri vilji sinn, að konungsmorðingjunum væri refsað, en það vilja Serbar með engu móti, enda eru sumir ráðherrarnir jafnvel sjálfir við morðið riðnir. Hvorttveggja getur því orðið hættulegt fyrir konung, bæði að refsa þeim og gefa þeim upp sak- ir. Ef hann refsar þeim, getur hann búizt við, að fara sömu leið og Alexander kon- ungur, en ef hann refsar þeim ekki, getur hann búizt við, að stórveldin geri honum ómögulegt að haldast á konungsstóli. I Dnnmörku fóru kosningar til fólksþings- ins fram 16. þ. m. Hlutföllin milli flokk- anna eru mjög lík og áður. Þannig eru vinstrimenn í langmestum meiri hluta eins og áður. í Kaupmannahöfn urðu einna mestar breytingar og biðu vinstrimenn þar allmikinn ósigur. Höfðu þeir þar áður 7 þingmannssæti, af þeim héldu þeir ekki nema 2, en misstu 5. Féllu þar nokkrir hinna beztu manna vinstrimanna, þar á meðal Hage fjármálaráðherra, er féll fyrir sósíalista, Schmidtsnikkara. — Orsökin til þess, að vinstrimenn urðu svo undir i Kaupmannahöfn er sú, að sósíalistar, er áður hafa unnið að kosningum þar i sam- einingu við þá, sögðu alveg skilið við þá í vetur. Eins og búast mátti við voru það hægrimenn, sem mestan hagnað höfðu af þessum friðslitum milli sósíalista og vinstrimanna. Þeir unnu 4 þingmannssæti og hafa nú 9 menn i þinginu (höfðu áð- ur s), sósialistar unnu 2 (hafa nú 16, en áður 14), vinstrimenn misstu 6 (hafa nú 72, áður 78). Auk þess eru í þinginu 13 utanflokksmenn og 3 frjálsl. íhaldsmenn (fri kon servati ve). England. Tollmálaræða Chamberlains í Birmingham hefur vakið mikla eptirtekt, ekki einungis í Englandi, heldur einnig víðar, t. d. í Þýzkalandi, enda skiptir það ekki litlu fyrir önnur lönd, hvort Englend- ingar hallast að tillögu Chamberlains eða eigi, því að England getur, þar sem það nú eigi hefur verndartolla, einungis veitt nýlendunum verzlunarívilnanir með því móti, að leggja nýja verndartolla á vörur, sem ekki koma frá nýlendunum. En það þykir ýmsum allathugavert, þar sem Eng- lendingar fá ekki meira en r/+ af vörum, sem þeir kaupa utan að, frá nýlendunum. Hafa ýmsir enskir stjórnmálamenn látið uppi álit sitt í þessu máli máli t. d. Rose- bery lávarður, Asquith og fleiri foringjar frjálslynda flokksins og eru þeir allir að meiru eða minna leyti mótfallnir uppá- stungu Chamberlains. Aptur á móti hef- ur Balfour ráðaneytisforseti, sem í fyrstu virtist vera mótfalliun uppástungu Cham- berlains allmjög linazt, og má heita, að hann sé alveg kominn á hans mál, en ýinsir aðrir af ráðherrunum eru henni al- gerlega mótfallnir. Svo hefur ósamlynd- ið orðið magnað í ráðaneytinu, að sagt er að það mundi hafa farið frá og annað ráðaneyti verið myndað, ef Játvarður kon- ungur hefði ekki sjálfur gengizt í að af- stýra því. Chamberlain hefur nú ásett sér að beita öllum slnum kröptum til þess að koma þessu máli fram eða falla að öðrum kosti. I haust ætlar hann að ferðast um allt England til þess að vinna menn á sitt mál með fundum og ræðu- höldum. Það er eigi ólíklegt, að honum takist á endanum með hinum frábæra dugnaði sínum að sigrast á allri mótstöðu. Óánægjan yfir stjórninni hefur komið fram á mjög augsýnilegan hátt í Lundún- um. Andstæðingar stjórnarinnar héldual- mennan fund í Hydepark 24. maí og kom þar saman V* miljón manna. Þótt allir íslendingar hefðu verið þar saman komn- ir, hefði það ekki verið sjötti hluti alls þess manngrúa, sem þar var. Ræðustól- um var slegið þar upp hingað og þangað og voru margar ræður haldnar, og harðar árásir gerðar á stjórnina, einkanlega út af skólalögunum nýju, og í hvert skipti kváðu við óstöðvandi fagnaðaróp frá mannfjöldan- um, þegar bituryrði féllu um stjórnina, einkanlega Balfour og Chaniberlain. Noregnr. Þar eru orðnar nokkrar breyt- ingar á ráðaneytinu, út af konsúlamálinu. Eins og getið hefur verið um áður, hafa Svíar og Norðmenn verið að reyna að semja með sér um það, hvernig því yrði komið í haganlegast horf fyrir bæði rfkin, en deilan um utanríkisstjórnina (sendiherra o. s. fr.) látin liggja milli hluta fyrst um sinn. Þessa samninga telja 'sumir Norð- menn landráðum næst og vilja jafnvel langtúm heldur fara í stríð við Svía, til þess að skera úr máli þessu. Meðal mót- stöðumanna samninganna, voru ráðherr-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.