Þjóðólfur - 03.07.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.07.1903, Blaðsíða 2
io6 arnir Stang og Konow. Loks var sundur- lyndið í ráðaneytinu orðið svo mikið, að Sigurdur Ibsen, sem hefur verið aðalfor- göngumaður samninganna, setti þá kosti, að annaðhvort yrði Stang að víkja íír ráða- neytinu, eða hann segði sjálfur af sér og varð það þá úr, að ráðherramir Stang og Konow fóru báðir frá. Alþingi. i. Alpmgi var sett í fyrra dag. Séra Jón Helgason hélt ræðu í kirkjunni út af Esaj. 62. 1.—5. Eptir að þingmenn höfðu safn- ast saman í þingsal neðri deildar, las landshöfðingi upp boðskap konungs til þingsins og lýsti yfir, að það væri sett. Því næst gekk aldursforseti Árni Thor- steinsson til forsetasætis, og gekkst fyrir prófun kjörbréfa. Höfðu þinginu verið sendar kærur út af kosningu tveggja þing- manna: Guðjóns Guðlaugssonar 1 Stranda- sýslu og séra Ólafs Ólafssonar 1 Árnes- sýslu. Einhver málamyndarkæra hafði og verið lögð fram, gegn kjörstjóranum í Snæfellsnessýslu, en kjörbréfaaeild sú, er hafði hana til urnsagnar sinnti henni ekki, með þvl að hún snerti ekkert kosninguna. Um kosningu Guðjóns og séra Ólafs, urðu allmiklar umræður. Vildu Valtýingar ó- gilda kosningu Guðjóns, þótt þar væri að eins um formgalla að ræða áhrærandi fram- boð G. G., og að hann, sem ekki komst á kjörfund veðurs vegna, sendi ekki kjör- stjóra daginn áður tilkynningu um með- mælendur, en þeir gáfu sig fram á fund- inum. Gerði dr. Valtýr sig einkum gleið- an yfir þessu, en það var stungið upp í hann (af Kl. J.) í sambandi við kosningu séra Ólafs^ sem meiri misfellur þóttu á, aðallega frá kjörstjórnarinnar hendi, en pað vildu Valtýingar telja allt gott og gilt. Með sinni venjulegu ósvífni og ósannind- um, skýrir Isafold frá, aðsent(II) hafi verið austur eptir kæru um kosningu séra Ólafs. En þetta er auðvitað ekkert annað en al- ræmdur ísafoldarsannleiki. Kæran var undirskrifuð af 10 kjósendum á Eyrar- bakka og fylgdi henni vottorð fráprestin- um á Mosfelli í Grímsnesi, séra Gísla Jónssyni. Verður hér ekki skýrt frekar frá efni þessarar kæru, en ávítur allharð- ar fékk kjörstjórinn í Árnessýslu, bæði hjá Klemens Jónssyni og einkum Hermanni ■Jónassyni, eins og Ijósastmun sjást í þing- tíðindunum. Að lokum var kosning séra Ól'afs samþykkt með 22 atkv. gegn 3 (10 greiddu ekki atkvæði). Kosning Guðjóns var tekin gild með um 20 samhljóða at- kvæðum. Enginn Valtýingur greiddi þar atkvæði. Forseti sameinaðs þings var kosinn Ei- ríkur Briem með 19 atkv. (Hallgr. Sveins- son fékk 15 atkv.). Varaforseti Júlíus Havsteen með 19 atkv., skrifarar Hannes Þorsteinsson og Lárus Bjarnason með 18 atkv. hvor. Til efri deildar voru kosnir: með 35 atkv. — 34 — — 34 — — 21 — — 20 — Sigurður Jensson . . Guttormur Vigfússon Jón Jakobsson , . . Guðjón Guðlaugsson . Þorgr. Þórðarspn . . Valtýr Guðmundsson. (Valtýingar vildu koma Birni syni (15 atkv.), Magn. Andréssyni (ióatkv.) og Ólafi Ólafssyni (15 atkv.) upp 1 deild- ina í stað Valtýs, Þorgrlms og Guðjóns). 19 — Bjamar- Aldursforseti neðri deildar, Tr. Gunn- arsson gekkst fyrir forsetakosningu þar. Forseti var kosinn Klemens Jónsson, með 14 atkv. við endurtekna kosningu (fékk við fyrri kosninguna u atkv.), en vara- forseti Magnús Andrésson með 13 atkv., skrifarar, Jón Magnússon með 13 atkv. og Árni Jónsson með 12 atkv. í efri deild var kosinn forseti Átni Thorsteinsson með öllum atkvæðum, vara- forseti Hallgr. Sveinsson, skrifarar Jón Jakobsson og Sigurður Jensson. Minni hlutinn (Valtýingar) tókupp nýja venju nú við kosningu embættismanna í þinginu. Við ailar kosningarnar, nema við kosningu forseta sameinaðs þings og kosningarnar upp í efri deild, skilaði all- ur minnihlutinn auðum atkvæðaseðlum sínum. Er sú aðferð fágæt hér, og hefur aldrei verið beitt svona eindregið, enda var auðséð á öllu, að minni hlutinn kom nú miklu ófriðlegar fram, en á síðasta þingi, þá er hann hylltist til að kjósa að mestu leyti sömu mennina og meiri hlutinn kaus, til að láta líta svo út, sem lítill eða eng- inn ágreiningur væri í þinginu. En nú virtist ekki farið í neina launkofa með flokkaskiptinguna. Ef til vill getur þetta lagazt síðar, enda munu heimastjórnar- menn, eins og fyr, fara hóglega og stilli- lega með atkvæðaafl sitt. Það verður minnihlutanum að kenna, ef öðruvísi fer. Nú hafa heimastjórnarmenn 21 atkvæði í þinginu, Valtýingar 15. Þá er báðir for- setar deildanna eru taldir frá, hafa heimastj.- menn 13 atkv. á þingbekkjum í neðri deid og 6 í hinni efri. Skrifstofustjóri alþingis er dr. Jón Þor- kelsson landsskjalavörður. StjórnarfrumYörpin, sem nú hafa verið lögð fyrir alþingi eru 19 talsins: 1. Stjórnarskrdrfrv. síðasta þings óbreytt. 2. Fjdrl'óg fyrir árin 1904—1905. Helztu nýmæli í þ'eim eru, að einum póstafgreiðslumanni verði bætt við í Reykja- vlk með 1000 kr. launum, að laun póstaf- greiðslumanna utan Reykjavíkur verði hækkuð um 1000 kr., að fjárveitingin til bréfaburðar í Reykjavík hækki um 200 kr., að 8 eldtraustir jámskápar verði útvegaðir póstafgreiðslumönnum þeim, sem enn vant- ar þá, og að 800 kr. verði veittar til að gera við pósthúskjallarann. Þetta eru helztu breytingarnar áhrærandi póststjórn- ina. Til gufuskipaferða gera fjárlögin ráð fyrir 75,000 kr. tillagi úr landsjóði hvort árið til hins sameinaða gufuskipafélags, að því tilskildu, að úrrfkissjóðiverði veitt- ar 65,000 kr. á ári til ferða milli Kaup- mannahafnar, Færeyja og Islands, að ferð- irnar til íslands verði 20, að farið verði fram hjá Færeyjum í 10 ferðurn út og 11 ferðum utan og að í 8 ferðum út ogóferð- um utan verði eigi komið við þar, nema á einum stað vegna pósts og farþega, að 13 ferðir verði famar á öðrum skipum milli Kaupm.hafnar og Færeyja, og að strand- ferðunum kringum Islandverði haldið eins og á fjárhagstímabilinu 1902 og 1903. En veiti ríkisþingið ekki hækkun á ríkissjóðs- tillaginu úr 40,000 kr. upp í 65,000 kr. á ári veitist stjórninni heimild til að verja allt að 80,000 kr. á ári, til að halda gufu- skipaferðunum uppi milli landanna og kringum Island, eins og 1902 og 1903. Farið er fram á, að laun landsbókasafns- varðarins séu hækkuð úr 1500 kr. upp í 2000 kr. með því skilyrði, að safninu verði haldið opnu fyrir almenning hvern virk- an dag frá kl. 12—3 og 5—7 síðdegis. Fjárveiting til safnsins að öðru leyti hækk- uð úr 4500 kr. upp í 6300 kr. Farið er og fram á, að laun landskjalasafnsvarðar séu hækkuð úr 1200 kr. upp f 1800 kr. „Sögufélaginu" eru ætlaðar 800 kr. árlega og Sigfúsi Blöndal cand. mag. 500 kr. til að semja íslenzk-danska orðabók. Stung- ið er upp á, að Jósafat Jónasson ættfræð- ingur fái 600 kr. hvort árið til ættfræðis- rannsókna og Bogi Melsteð cand. mag. 1000 kr. árlega til að semja vísindalega ís- landssögu, jafnframt alþýðlegri sögu og kennslubók. Til verklegra fyrirtækja er farið fram á auknar fjárveitingar í ýmsum liðum, bæði til búnaðarfélaga, búnaðarfélags Islands, kennslu 1 mjólkurmeðferð, gróðrartilrauna (1000 kr. meira), skógræktunartilrauna, til verðlauna fyrir útfluttsmjör (2000 kr. alls), til kennslu í kláðalækningum og til útrým- ingar fjárkláða í Norður- og Austuramt- inu, til baðlyfjakaupa o. s. frv., alls og alls miklar fjárupphæðir. Til rannsókna á byggingaefnum landsins og leiðbeiningar í húsagerð er gert ráð fyrir 3000 kr. ár- lega. Til að stofnsetja efnarannsókna- stofu í Reykjavík er stungið upp á alls 13,500 kr. fyrra árið og 4000 kr. síðara ár- ið. 2400 kr. á ári eru ætlaðar til launa handa 2 yfirmatsmönnum á gæðum fisk- farma í Reykjavík og ísafirði. Nokkrar fjárveitingar úr síðustu fjárlög- um eru strykaðar burtu með öllu, en sum- ar lækkaðar, og þykir óþarft aðgeta þess sérstaklega. 3. Frumvarp til laga utn aðra skipun d œztu umboðsstjórn íslands. Frumvarp þetta er svolátandi: 1. gr. Samkvæmt stjórnarskipunarlögum, dagseltum í dag, um breyting á stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands 5. janú- ar 1874, skal stofna stjórnarráð fyrir ísland í Reykjavík, og skipa í það landritara og 3 skrifstofustjóra, og veitir konungur þau em- bætti. 2. gr. Ráðherra íslands skal hafa að Iaunum 9000 kr. á ári, og skal honum auk þess látinn í té embættisbústaður og 2000 kr. á ári til risnu. Til að reisa embættis- bústað og til útbúnings risnuherbergja þar má verja 50,000 kr. Þangað til ráðherrann fær bústað þennan til afnota, skal honum veitt 2000 kr. uppbót fyrir hann á ári. Kostn- aður við viðhald ráðherrabústaðarins hvílir á landsjóði. 3. gr. Eptirlaun ráðherra skulu ákveðin samkvæmt hinum almennu eptirlaunalögum. Konungi skal þó heimilt, að ákveða * hærri eptirlaun, þó mega þau eigi nema meiru en eptirlaun geta hæst verið samkvæmt hinum almennu eptirlaunalögum. 4. gr. Landritari hefur 6000 kr., og hver skrifstofustjóra 3500 kr. í laun á ári. Til aðstoðar og skrifstofukostnaðar má verja 16,000 kr. á ári. 5. gr. Til að breyta hinum núverandi landshöfðingjabústað í stjórnarráðskrifstofur og búa þær út má verja 11,000 kr. 6. gr. Landshöfðingjaembættið, landshöfð- ingjaritaraembættið og hin umboðslega end- urskoðunarsýslan skulu lögð niður. Frá 1. október 1904 skulu amtmannaem- bættin bæði lögð niður, og stiptsyfirvöldin jafnframt afnumin. Landfógetaembættið skal lagt niður þeg- ar embættið losnar. Til að gegna störfum þessa embættis má þó verja 2500 kr. á ári, og skal með konunglegri tilskipun ákveða, hvernig þeim skuli gegnt. Á sama hátt skal fyrirskipa, hver störf amtmanna og sliptsyfirvalda skuli fengin stjórnarráðinu fyrir Island í hendur, og hverj- um önnur störf þeirra skuli falin. Þeim mönnum, er forsetastöðurnar í hinum 4 amts- ráðum landsins verða fengnar í hendur, má frá téðum tfma veita 300 kr. endurgjald á ári í skrifstofukostnað. I athugasemdum stjórnarinnar er með- al annars komizt svo að orði: „Ætlazt er til, að haldið sé í Kaup- mannahöfn afgreiðslu- eða skrifstofu, er lúti stjórnarráðinu fyrir ísland, og verð- ur hægt að gera nánari ákvæði um fyrir- komulag hennar og verksvið eptir að stjórn- arskipunarlögin hafa öðlazt gildi. Til að greiða kostnaðinn við þessa skrifstofu ætl- ar stjórnarráðið sér, undir eins og stjórn- arskipunarfrumvarpið er samþykkt og stað- fest af konungi, að koma með tillögu um það í frumvarpinu til hinna dönsku fjár- laga fyrir 1904—05 að veittar verði 5,000 kr. á ári, 2,400 kr. af þeim handa forstöðu- manni skrifstofitfinar, sem eigi er ætlazt til að hafi veiting konungs, 800 kr. handa aðstoðarmanni, 400 kr. handa skrifara og 1,400 kr. 1 skrifstofukostnað. Útreikningur sá, er liggur til grundvallar fyrir þessum upphæðum, ernú að eins byggður á bráða- birgðaáætlun um, hve víðtæk og hvernig þau störf verði vaxin, er ætla má, að fal- in verði skrifstofu þessari. En óski hinn væntanlegi Islands ráðherra henni öðru- vísi fyrir komið, svo hinar áætluðu upp- hæðir eigi ekki við, mun naumlega verða neitt því til fyrirstöðu, að þeim verði breytt seinna. Farið verður fram á, aðhitínauð- synlegu skrifstofuherbergi verði látin í té í stjórnarráðabyggingunni.' Að því er kemur tilútvegunar nægilegs húsnæðis eptir að hin breytta skipun er komin á, telur landshöfðingi eigi nauðsyn- legt, að reisa stjórnarbygging, með því að breytamegi hinunúverandi landshöíðingja- húsi í stjórnarskrifstofur, án þess að byggja þurfi við það, og geti þar þó einnig orð- ið rúm fyrir dyravarðarbústað. Og telur hann að kostnaður við þetta eptir laus- legri áætlun byggingafróðs manns fari eigi fram úr 5000 kr. Þar við bætist kostnað- ur við útvegun húsbúnaðar og annara á- halda, sem sé í eitt stórt herbergi handa ráðherra með litlu herbergi við hliðina, eitt stórt herbergi handa landritara, 3 her- bergi handa 3 skrifstofustjórum, 3 önnur skrifstofuherbergi, eitt sendiboðaherbergi og rúm fyrir skjalasafn. Kostnaður við þetta er áætlaður 6000 kr. — Hins vegar telur landshöfðingi nauðsynlegt, að reist sé sérstakt hús til bústaðar handa ráðherr- anum, og leggur hann til, að það sé byggt úr tré, sem sé bezt til fallið byggingarefni eptir loptslaginu. Kostnaðinn við það á- ætlar hann 40—50,000 kr., en álítur, að fá megi inn bæði þessa upphæð og kostnað- inn við breyting og útbúnað landshöfðingja- hússins við sölu jarðar þeirrar, sem lögð er til landshöfðingjaembættisins. Til leiðbeiningar um hina fjárhagslegu niðurstöðu af lagafrumvarpi þessu er ept- irfarandi yfirlit sett í athugasemdirnar: Hin nýju gjöld verða þessi: Laun ráðherrans og risnufé . . . 11,000 kr. Laun landritara og 3 skrifstofu- stjóra........................16,500 — Aðstoðarfé og skrifstofukostnað- ur stjórnarráðsins............16,000 — Tilaðgegnalandfógetastörfunum 2,500 — Skrifstofufé amtsráðsforsetanna. 1,200 — Alls 47,200 kr. Við afnám embætta vinnst þetta: Laun landshöfðingja . . 8,000 kr. Til risnu ár hvert . . 2,000 — og þar að auki ann- að hvort ár (þingárin) 2,000 kr., eða á ári 1,000 — , —---------11,000 — Laun landshöfðingjaritarans að meðaltali.................... 2,000 — Skrifstofufé landshöfðingja . . . 2,400 — Laun 2 amtmanna, 5,000 kr. hvor 10,000 — Skrifstofufé amtmanna......... 2,800 — Laun landfógeta............... 3,500 — Skrifstofufé landfógeta....... 1,000 — Útgjöld við hina umboðslegu end- urskoðun ....................... 4,300 — Þóknun fyrir að semja landshags- skýrslur................... 1,700 — Alls 38,700 kr. Af þessu leiðir þá 8,500 kr. beinn kostn- aðarauki á ári. Þar við bætist kostnaður við ferðir ráðherrans og eptirlaun, svo og aukakostnaður við útbúning stjörnarbygg- ingarinnar og við að reisa ráðherrabústað, en kostnaðurinn við þetta tvennt síðast- talda mun þó fást inn með því, að selja embættisjörð þá, er landshöfðingi nýtur f viðbót við laun sfn, ög er hún ekki talin með 1 útreikningnum hér á undan. 4. Fjdraukalög fyrir drin 1900 og 1901. 5. Fjdraukalög 1902 og 190J.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.