Þjóðólfur - 03.07.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 03.07.1903, Blaðsíða 4
Mannalát. Nýdáin eru: Katrín Ólafsdóttir á Bíldudal, móðir Ólafs læknis Guðmundssonar á Stórólfshvoli og systrahans, Margrét Guðrún Hjalta- 1 í n, kona Jóns Hjaltalíns skólastjóra á Ak- ureyri, tæplega sjötug, Ástríður Torfa- dóttir kona Ellerts Jóhannessonar véla- stjóra í Ólafsdal og Jón Þórðarson fyrrum bóndi í Eyvindarmúla í Fljótshlíð rúmlega níræður (f. 6. febr. 1813), dóttur- dótturson Halldórs biskups Brynjólfssonar. ^AÐ tilkynnist hér með þeim, sem keypt hafa Oddfellow-sparibauka landsbankans, að fé það, sem í þá safnast verður sótt hinn 4. virkan dag í hverjum mánuði, í fyrsta sinn 4. júlí næstkomandi. — Fyrst um sinn opnar bankaassistent Albert Þórðar- son baukana og kvittar fyrir innihaldi þeirra fyrir bankans hönd. Landsbankinn í Reykjavík, 27. júní 1903. Tryggvi Cunnarsson. þ A Ð eru vinsamleg tilmæli mln', til allra þeirra manna hér á landi, sem hafa 1 hönd- um eitthvað af ritverkum Gests sál. Páls- sonar (helzt eigin handrit), svo sem sögur, kvæði, prívatbréf til kunningja, eða hvað helzt annað, sem menn ekki vita til, að áður hafi verið prentað eptir hann, að þeir nú sem allra fyrst góðfúslega vildu senda mér allt þess háttar. Sé þess ósk- að, mun eg endursenda hverjum einstök- um það, sem mér þannig kann að verða lánað. Hesteyri 26. maí 1903. Sigurður Pálsson. Fjármark Jóhanns Þorkelssonar í Miðkrika í Hvolhrepp er hálftaf a. h., blaðst. fr. v. Umboðsmaður óskast. Prjónlesverksmiðja í Kaupmannahöfn óskar eptir umboðsmanni fyrir ísland til þess að selja ullarboli, nærbuxur og karlmanns- og kvennmannssokka. Um- boðsmaðurinn verður að skýra verk- smiðjunni frá, með hvaða skilyrðum hann vill takast umboðsmennskuna á hendur, og verða honum þá send sýnis- horn. Sá, sem getur veitt tryggingu, verður látinn sitja í fyrirrúmi. Menn snúi sér til: Trikotagefabrikken Valby Valb y Kjöbenhavn. Tilboð frá Fríhöfninni í Kaupmannahöfn. Sjúkravín, áreiðanlega hrein drúfu- vín, 1 kr. flaskan, kirsuberjavin 70 aura, sólberjaromm 70 aura, hindberja- og jarðarberjalíkj'ór 85 aura, Cacao líkj'ór 125 aura, sœnskt banco 75 aura, Roborrans bitter 60 aura, Angostura bitter 85 aura flaskan. — Flöskur og aðrar umbúðir fást ókeypis efkeyptar eru 24 flöskur- Sendist kaupanda að kostnaðarlausu með tollálagi 25 au. fl. og af bitter 75 au. fl. Chr. Funder. Tilboð frá Fríhöfninni í Kaupmannahöfn. Fínt * * * cognac 8° jg aura, St. Croix romm 8° 60 aura, whisky 8° 80 aura pottmn í 40 potta kvartilum. Kvartil, vörumiðar, tappar og hylki ókeypis. Sendist kostnaðarlaust, ioll- að á allar gufuskipahafnir á íslandi með 75 álagi á pottinn. Borgunin af- hendist þeim, sem vöruna flytur til Reykjavíkur. Sýnishorn ókeypis. Chr. Funder. 108 Klæðaverksmiðjan iÐUNN. Klæðaverksmiðjan I Ð U N N , sem verið er að koma á fót hér í Reykja- vík, mun taka til starfa, að forfallalausu, í oktöbermánuði næstk., og tekur þá að sér : að kemba ull, spinna og tvinna; að búa til dúka úr al-ull, og sömuleiðis úr ull og tuskum; að þæfa, lóskera og pressa heima-ofið vaðmál; að lita vaðmál, band, ull o. fl., fyrir ekki meira verð, en nú gerist hjá hinum dönsku og norsku klæðaverk- smiðjum, sem menn hafa skipt við hér á landi. Verðlisti og sýnishorn verður sent umboðsmönnum verksmiðjunnar víðs- vegar um land svo fljótt, sem því verður við komið. Þeir, sem senda verkefni til verksmiðjunnar, verða að borga flutningskostn- að til Reykjavíkur, en verksmiðjan sendir það, sem unnið er, aptur til hlutað- eigandi umboðsmanns á sinn kostnað. Þess skal getið, að allar vélarnar verða keyptar af vönduðustu og beztu tegund, og að aðal-verkstjórinn verður útlendur maður, mætavel að sér og með fullkominni þekkingu í iðn sinni. Utanáskript er: Klæðaverksmiðjan Iðunn, Reykjavík. Reykjavík 27. júní 1903. Stjórnin, Proclama, Með því að Árni bóndi Einarsson á Hróaldsstöðum í Vopnafjarðarhreppi hér í sýslu hefur framselt bú sitt til gjaldþrotaskipta, er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá honum, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá birt- ingu þessarar innköllunar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði 15. júní 1903. Jóh. Jöhannesson. Proclama, Með því að Magnús bóndi Eyjólfs- son á Torfastöðum í Hlíðarhreppi hér í sýslu hefur framselt bú sitt til gjald- þrotaskipta, er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá honum, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá birt- ingu þessarar innköllunar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði 15. júní 1903. Jóh. Jóhannesson. Proclama. Með því að Jón hreppstjóri Jónsson frá Sleðbrjót, nú til heimilis á Vopna- firði, hefur framselt bú sitt til gjald- þrotaskipta, er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá honum, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áð- ur en liðnir eru 6 mánuðir frá birtingu þessarar innköllunar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði 15. júní 1903. Jóh. Jóhannesson. Proclama, Með því að Skúii þurrabúðarmaður Torfason á Vopnafirði hér í sýslu hef- ur framselt bú sitt til gjaldþrotaskipta, er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá honum, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiptaráðand- anum hér í sýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá birtingu þessarar inn- köllunar. Skrifstofu Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði 15. júnf 1903. Jóh. Jöhannesson. Her er Penge at tjene!!! Enhver, som kan onske at faa sin Livsstilling forbedret, blive gjort be- kjendt med fortjenstfulde Ideer, komme i Forbindelse med Firmaer, der giver hoi Provision og gode Betingelser til Agenterne og i det hele taget altid blive holdt bekjendt med hvad der kan tjenes store Penge paa, bor sende sin Adresse og 10 0re i Frimærkertil Skandinavisk Korrespondanceklub, Kjobenhavn K. Jarpur fiestur, vakur, óaffextur, með sprunginn hóf á framfæti, mark: stýft hægra, hefur horfið úr gæzlu frá Læknis- nesi nú nýlega. Óskast skilað, ef finnst, hið hráðasta til mín gegn góðum hirðing- arlaunum. Reykjavík 2. júlí 1903. fón Pdlsson. íslenzk frimerki kaupir háu verði Ólafur Sveinsson. Ansturstræti 5. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Sunnudaginn g. p. m. fer Helgi Pét- ursson jarðfræðingur um nágrennið með þeim, er fylgja vilja, og skýrir fyrir mönn- um það, er fyrir augun ber og að jarðfræði lýtur. Hluttakendur vetóa að vera ferð- búnir uppi við Skólavörðu kl. 12. á hádegi. Grjald ÍO aurar. Hinn 26. júní s.l. tapaðist úrFossvogi grár hestur 10 vetra, dekkri að aptan í lærum og lend, mark: tvístýft fr. vinstra; hesturinn er meðalhestur að stærð, klár- gengur og stirður til reiðar. Hver sá, er hitta kann hest þennan, er vinsamlega beð- inn að koma honum til Jóns Ólafssonar á Bústöðum eða eigandans Erlendar Þorleifs- sonar á Ketilvöllum 1 Laugardal. KLOFIÐ GRJÓT fæst til kaups á Steinstaðabletti við Smiðjustíg. — Menn snúi sér til kaupm. Sturlu Jónssonar. Bærinn Lækjarbakki í Reykjavík fæst nú þegar til leigu. Semja má við kaupm. Sturlu Jónsson. Da /frj býðst fyrir 40 krónur lUl LYlll hálf „pípa“ að með- töldu ílátinu. Sýnishorn ókeypis. Chr. Funder. NÝKOMNIR Hattar og Húfur og mikið af allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira. Einnig margskonar til fata. ii Hvergi ódýrara. ►► 12 BANKASTRÆTI 12. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. ■^Munið eptir tombólunni í Ártúnum annað kveld. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. Áskorun til bindindisvina frá drykkjnmannakonnm. Munið eptir þvf, að W. Ó. BreiO— fjörö hætti áfengissölunni einungls fyrlr bindlndlsmállO, og kaupið því hjá honum það, sem þið fáið þareins gott og ódýrt og annarstaðar, sem fiest mun vera nú af hans fallegu, miklu og margbreyttu vörubirgðum. K O M I Ð I ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- V sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið ■ svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta ■ menn fengið tauin um leið og sendingin s er af hent. Ætíð nægar birgðir af C tanum fyrirliggjandi. Afgreiðslan á Laugavegi 24. B Virðingarfyllst. ■ E. Eyjólfsson. ■ Tllboð frá Frfhöfninni í Kaupmannahöfn. Cognac 73/4°— 8° — fín tegund — býðst fyrir 96 kr. hálf „pípa“ að meðtöldu ílátinu. Sýnishorn ókeypis. Chr. Funder. Til neytenda hins ekta KÍNA-LÍFS-ELIXÍRS. Með því að eg hefi komizt að raun um, að margir efast um, að Kína-lífs- elixírinn sé eins góður og áður, skal hér með leitt athygli að því, að elix- frinn er algerlega eins og hann hefur verið, og selst sama verði og fyr, sem sé 1 kr. 50 aur. hver flaska, og fæst hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Ástæðan til þess, að hægt er að selja hann svona ódýrt, er sú, að allmiklar birgðir voru fluttar af honum til ís- lands, áður en tollurinn var lögtekinn. Neytendurnir áminnast rækiiega um, að gefa því gætur sjálfs síns vegna, að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-elixír með merkjunum á miðanum: Kínverja með glas í hendi og firmanafninu Valde- mar Petersen, Friderikshavn, ogV'rP-‘ í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist elixírinn ekki hjá þeim kaupmanni, sem þér verzlið við, eða verði krafizt hærra verðs fyrir hann en 1 króna 50 aurar, eruð þér beðnir að skrifa mér um það á skrifstofu mína á Nyvej 16, Köbenhavn. Waldemar Petersen Frederikshavn.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.