Þjóðólfur - 10.07.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.07.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. júlí 19 03. J\ís 28. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Stjórnarskrármálið. Samhugra álit nefndarinnar. Stjórnarskrárnefndin í neðri deild hefur orðið öldungis samdóma í málinu, og mun flestum þykja það betur farið. Eru því fullnaðarúrslit málsinsað sjálfsögðu tryggð á þessu þingi, og með því loku fyrir skotið, að uppþotið alkunna 1 því máli vinni því nokk- urn geig, enda var auðsætt á öllu, að þjóðin var algerlega móthverf því flani. En mjög er nú að því róið af einstökum forkólfum þess, að úrslitum málsins í neðri deild sé frestað, þangað til Jón Jensson kemur úr sendiförinni frægu. En auðvitað verður þvl hvorki hraðað né seinkað með til- liti til fess. Þingið mun afgreiða málið al- veg eins ogjónjensson væri ekki til, vissi ekkert um sendiför hans, og því alls eng- in áherzla á það lögð, hvort hann verður kominn eða ókominn, áður en málið fer úr neðri deild. Að gera sér vonir um, að sú sendiför geti nokkur áhrif haft á úrslit þess í þinginu er auðvitað barnaskapur einn, hégóminn einber. Að draga málið sérstaklega vegna þess væri því ástæðulítið. En auðvitað skiptir það ekki neinu, hvorki til né frá. Nefndarálit stjórnarskrárnefndarinnar er svo látandi: Hin háttvirta neðri deild alþingis hefur skipað oss undirritaða í nefnd til þessenn að nýju að athuga frumvarp það til stjórn- arskipunarlaga, sem samþykkt var af al- þingi í fyrra, og sem nú, eptir þingrof og almennar kosningar, er lagt fyrir hið ný- kosna alþingi til fullnaðarúrslita. Vér höf- um rætt það og athugað í sambandi við mótbárur þær gegn einu atriði þess, sem brytt hefur á síðan á síðasta þingi, og leyfum oss hér með að láta uppi álit vort. Það er samhuga skoðun nefndarinnar, að frumvarpið hafi stórmikla og nauðsyn- lega stjórnarbót að færa, og getur hún, að því er pað atriði snertir, látið sér nægja að skírskota til nefndarálitanna um stjórn- arskrármálið í báðum deildum alþingis f fyrra. Nýafstaðnar kosningar hafa sýnt það ótvírætt, að þjóðin öll eða mjög yfir- gnæfandi meiri hluti hennar aðhyllist frum- varpið, væntir sér góðs af því og óskar, að það sé samþykkt óbreytt, og höfum vér ekki getað fundið neinn þann agnúa á frumvarpinu, sem verið gæti því til fyr- irstöðu. Til þess að koma í veg fyrir allan mis- skilning skulum vér taka fram, að vér telj- um ekki að öllum hinum gömlu stjómbóta- kröfum íslands sé fullnægt með frumvarpi þessu; en hins vegar teljum vér stórmikið unnið af því, sem hefur verið aðalkjarninn í stjórnbótakröfunum, án þess að neinu sé sleppt af áðurfengnum réttindum. Vér finnum ástæðu til að taka það fram sérstaklega, að ákvæði frumvarpsins um, að ráðherrann skuli bera lög og aðrar mik- ilvægar stjórnarathafnir upp fyrir konungi 1 ríkisráðinu, er tkki þess eðlis, að sam- þykkt þess geti á nokkurn hátt valdið vafa um það, að vér eptir sem áður höldum óskertum sérréttindum þjóðar vorrar og landsréttindakröfum hennar. Ákvæðið verður bersýnilega að skiljast í samræmi við þá meginsetning, sem stendur íi.grein stjórnarskrárinnar, að Island skuli hafa löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig í öll- um þeim málefnum, sem varða það sér- staklega, þannig, að löggjafarvaldið sé hjá konungi og alþingi í sameiningu, fram- kvæmdarvaldið hjá konungi, og dómsvald- ið hjá dómendum. Konungur getur, eptir beinum ákvæðum frumvarpsins, ekki falið neinum öðrum en ráðherra Islands einum að framkvæma neitt af því æzta valdi, sem honum ber f löggjöf og landsstjórn Islands eptir stjórnarskrá þess. Þegar af þessum ástæðum er óhugsandi, að í á- kvæðinu um flutning málanna fyrir kon- ungi í ríkisráðinu felist nokkuð það, sem veiti öðrum ráðgjöfum konungs nokkurt vald yfir sérmálum Islands, eða rétt til að láta þau til sín taka. í ástæðum frum- varpsins er það og skýrt tekið fram, að það geti „auðvitað ekki komið til mála, að nokkur hinna ráðgjafanna fari að skipta sér af neinu því, sem er sérstaklegt mál íslands". Þessi orð sýna, að núverandi stjórn vor er á sama máli og vér um þetta atriði, og þykir mega telja víst, að yfirlýs- ing þessi sé sett í frumvarpsástæðurnar með fullri vitund hinna ráðherranna, og þannig viðurkennd af þeim. Á þessum skilningi var byggt, er trum- varpið var samþykkt f fyrra, og á þeim skilningi byggir nefndin enn. Fyrirmæli stjórnarskrárinnar um, að Is- land skuli hafa stjórn sérmála sinna út af fyrir sig, kemst nú fyrst til fullra fram- kværnda að því, er löggjöf og landsstjórn snertir, nú er stjórnarathöfnin er verk- lega aðgreind frá öllum öðrum stjórn- arstörfum í ríkinu, og ráðherrann ásamt stjórnarráði sínu verður í landinu sjálfu. Hingað til hefur, eins og kunnugt er, ráð- herrastörfunum verið gegnt af mönnum, sem jafnframt hafa haft önnur (dönsk) ráð- gjafaembætti á hendi, og stöðugt veríð við hlið konungs. Þegar nú ráðgjafinn flytzt langar leiðir burtu frá konungi, er hann þó verður að bera undir helztu mál lands- ins, verður nauðsynlegt að setja einhverja fasta reglu um það, hvernig sambandinu milli konungs og ráðherra Islands skuli hagað. Vér lítum svo á, að ákvæðin um, að ráðherrann skuli „fara svo opt sem nauðsyn er á til Kaupmannahafnar, til þess að bera upp fyrir konungi í ríkisráð- inu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir", sé slík fyrirkomulagsregla, og það er svo langt frá því, að þar með sé viðurkennt gildi danskra grundvallarlaga á íslandi, að því er þvert á móti slegið föstu með á- kvæðinu, að hér sé um fyrirkomulag að ræða, sem taki til hins íslenzka löggjafar- valds að ákveða um, svo sem önnur sér- stök málefni íslands. Með hinum tilvitn- uðu orðum er engin heimild gefin til þess, að sérstakleg málefni íslands séu rœdd („forhandles") í ríkisráðinu: þau ákveða að eins, að ráðherrann hitti konunginn par, og beri par upp fyrir honum — ekki öðrum — mál þau, er hann hefur að flytja. Með því að tiltaka þann stað, vinnst það, að ekki þarf að setja nein önnur ákvæði viðvíkjandi því, á hvern hátt ríkisstjórnin skuli fá vitneskju um, hverju framvindur í hinni sérstöku löggjöf vorri og stjórn. En það er viðurkennt, að hún hafi eðli- legan rétt til þess, er Danmörk ber alla ábyrgðina gagnvart öðrum þjóðum. Ennfremur vinnst það, að ráðherra Is- lands verður til staðar til að standa fyrir máli sínu og Islands, ef einhver annar ráðgjafi konungs skyldi hreyfa nokkru, er kæmi of nærri sérmálasviði íslands. Auk þess hefur þetta fyrirkomulag þann kost, að það er í fullu samræmi við stjórnarháttu ríkisins. — Þótt vér nú ekki getum séð, að það sé „stjórnarfarsleg nauðsyn" að velja þetta fyrirkomulag, þar sem væntan- lega mætti finna aðra vegi, sem ekki kæmi 1 bága við stöðu þá í ríkinu, sem íslandi er mörkuð 1 gildandi' lögum, þá sjáum vér ekki annað fyrirkomulag hag- felldara og umsvifaminna en það, sem frumvarpið fer fram á, og viljum vér ó- hikað aðhyllast það, eins og það liggur fyrir, með þeim formála, er að framan greinir. Staða ráðherra íslands verður í veru- legum atriðum frábmgðin stöðu hinna annara ráðherra konungs. Hann verður skipaður eptir stjórnarskrá Islands, ekki eptir grundvallarlögunum. Hann er ís- lenzkur embættismaður, búsettur á Islandi, launaður af landsjóði Islands, ekki af rík- issjóði. Hann hefur að eins á hendi sér- mál Islands, og má ekki gegna neinu öðru ráðgjafaembætti. Valdsvið hans ligg- ur fyrir utan valdsvið grundvallarlaganna og dómsvald ríkisréttarins. Hann ber ábyrgð fyrir alþingi einu, er ljóslega sést á þvi, að orðin „fyrir sitt leyti" Í3. gr. stjórnar- skrárinnar eru felld úr 1 frumvarpinu. Hann svarar til sakar fyrir hæstarétti, og á ekkert sæti í rlkisþinginu né atkvæði um málefni konungsríkisins, eins og á hinn bóginn hinir ráðgjafarnir geta ekki með undirskript sinni gefið gildi neinum á- kvörðunum viðríkjandi þeim málum, er liggja undir verksvið hans. Hann situr ekki í ríkisráðinu að staðaldri, heldur kem- ur hann þar að eins endrum og sinnum í ákveðnum erindum. Hann á ekki sæti á ráðgjafasamkundum (Ministerraad), og málum þeim, sem hann flytur, getur ekki orðið ráðið til lykta á þann hátt, sem ræð- ir um í 16. gr. hinna dönsku grundvallar- laga, heldur verður hann jafnan að leita úrskurðar konungs eins í ríkisráðinu. Hann verður laus við flokkaskiptingar og stjórn- arskipti í Danmörku, en stendur og fellur með fylgi því, sem hann hefur á alþingi og á Islandi, enda göngum vér að þvl vísu, að hannverði skipaður af konungin- um með undirskript ráðgjafans fyrir Is- land. Staða íslandsráðherrans í ríkisráðinu er þannig allt annars eðlis en ríkisráðsseta ráðgjafans fyrir Island hefur verið f fram- kvæmdinni til þessa. Sérstaða hatis í rik- isráðinu er nú orðin sjálfsögð og ómótmœl- anleg, og þess vegna er ekki lengur á- stæða til að hafa móti því, að hann beri þar upp sérmál vor fyrir konung. Þar sem vér þannig erum fullkomlega sannfærðir um, að það ákvæði frumvarps- ins, sem um hefur verið rætt hér að framan, geti ekki á neinn hátt skert rétt- indi eða sjálfstæði Islands, né dregið neitt af þvf valdi, sem landstjórninni ber eptir 1. gr. stjórnarskrárinnar, úr höndum henn- ar, en vér hinsvegar álítum stórmikið upp- fyllt af sjálfstjórnarkröfum þjóðarinnar með þessu frumvarpi, er það verður að stjómskipunarlögum, þá hikum vér eigi við að ráða hinni háttvirtu þingdeild til þess að samþykkja frumvarpið óbreytt f öllum greinum. Alþingi, 8. júlí 1993. Lárus H. Bjarnason. H. Hafstein. formaður. skrifari og framsögum. Eggert Pálsson. Guðl. Guðmundsson. Hannes Þorsteinsson. Magnús Andrésson. Skúli Thoroddsen. Fyrirkomulag nýju stjórnarinnar. í síðasta blaði var prentað í lieild sinni frv. stjórnarinnar um skipun hinn- ar æztu umboðsstjórnar hér á landi, þá er nýja stjórnarbreytingin er kom- in á, og vísast því til þess hér. Við l. umræðu málsins í neðri deild 4. þ. m. tók Lárus Bjarncáson sýslumaður fram ýms höfuðatriði, er heimastjórn- arflokkurinn mun leggja áherzlu á í þessu máli, og var ræða hans á þe*sa leið: „Eg stend upp nánast til þess, sem að- alframsögumaður stjórnarskrárnefndariinn- ar hér í deildinni í fyrra, að færa stjórn- inni verðugar þakkir fyrir -það, hve iið- lega hún yfirleitt hefúr tekið í bendingar nefndarinnar. Stjórnin fer eigi að eins fram á, að lögð verði niður þau embætti, sem neðri deild- arnefndin í fyrra lagði til að yrðu lögð niður, heldur fer hún jafnvel feti framar, þar sem farið er fram á það í frumvarp- inu, að endurskoðunarsýslanin verði lögð niður. Það hefur nú að vísu ekki mikla þýðingu, með því að í hennar stað þarf að stofnsetja endurskoðunarskrifstofu í ráðaneytinu, en sýnir þó, að stjómin er ekki hrædd við breytingar. Að öðru leyti má segja, að bendingar nefndarinnar séu þræddar, því að það er ranghermt í at- hugasemdum stjórnarinnar við frumvarpið. að neðrideildar-nefndin hafi verið mót- fallin því, að amtmannaembættin væru þegar í stað lögð niður. Það var efri- deildar-nefndin, sem var því mótfallin. Neðrideildar-nefndin lagði þvert á móti til, að þau yrðu lögð niður „sem bráðast". Það er alltaf álitamál, hve hátt skuli launa hin og þessi embætti. Það kann að vera, að sumum þyki laun nýju stjóm- arembættismannanna full há, en eg verð að segja, að þau eru svo hófleg, sem eg gat búist við af [stjórninni, enda þótt því skuli eigi neitað, að hægt muni vera að gera þau enn aðgengilegri fyrir þjóðina. Þá verð eg og sérstaklega að lýsa gleði minni yfir því, að stjórnin hefur fallizt á bendingu nefndarinnar um það, að kom- ast megi af með „lítilsháttar afgreiðslu- stofu" í Kaupmannahöfn, sem á að lúta beint undir stjómarskrifstofuna í Reykja- vík. Það sýnir, að stjórnin ætlast engu síður en þingið til þess, að þungamiðja nýju stjórnarinnar eigi að vera í Reykjavík og ætti þetta að vera góð bending til þeirra manna, sem óttast eða þykjast óttast, að stjórnin vilji mýla oss með heimastjórnar- frumvarpinu frá 1902. Eg hef þá talið kosti stjórnarfrumvarps- ins og vík þá að ókostunum, seni eg tel á frumvarpinu. Y

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.