Þjóðólfur - 10.07.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.07.1903, Blaðsíða 2
IIO Eg er stjórninni sammála um, að leggja megi þau embætti niður, sem nefnd eru 1 frumvarpinu, en eg vil leggja fleiri em- bætti niður. Þetta land er svo útbúið af náttúrunnar hendi, það er svo víðáttumik- ið og svo strjálbyggt, að það útheimtir hlutfallslega líklega fleiri embættismenn en nokkurt annað land, en einmitt þess vegna er hin ríkasta hvöt til þess að halda ekki í ónauðsynleg embætti, og þó eigum vér að minnsta kosti eitt slíkt embætti og það meira að segja hálaunað embætti. Eg á við biskupsembættið. Það kostar oss árlega að skrifstofukostnaði meðtöldum 8000 kr., og kostar oss framvegis árlega 7000 kr., lifi það hinn núlifandi biskup. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, að biskupinn hafi nokkurt það verk á hendi, er ekki mætti fela öðrum embættismönn- um, annáðhvort án kostnaðarauka eða að minnsta kosti án mikils kostnaðar. Þegar tímar líða fram og alþýða mennt- ast betur, mundi og vafalaust verða hægt að fela ólögfróðum mönnum sum verk sýslumanna, en það mundi aptur leiða til þess, að fækka mætti þeim með tímanum. I öðru lagi finn eg það að frumvarpinu, að ráðherranum eru ætluð eptirlaun, en það var við þvf að búast, úr því að honum voru ætluð eptirlaun í stjórnarskrárfrum- varpinu. Hinsvegar er það nokkur bót í máli, að ætlast er til, að eptirlaun ráðherr- ans fari eptir almennu eptirlaunalögunum. Ráðherraeptirlaunin eru víða látin vera helmingur launanna, hvort sem maðurinn situr lengi í embættinu eða skammt og verða, þar sem svo á stendur, venjulega miklu hærri en þau myndu hafa orðið eptir almennum eptirlaunareglum. Því er bót að því, að þau skuli reikna sem ann- ara embættismanna eptirlaun, en sá galli er aptur á, að konungi er í frumvarpinu veitt vald til að fara fram úr venjulegum eptirlaunum, og með því er opnuð smuga til að hækka þau, fái það ákvæði að standa. En þriðji og mesti gallinn á frumvarp- inu er sá, að það virðfist allt lúta að því, að hlaða sem mestu valdi niður í stjórn- arstofunni og það tel eg stóran agnúa margra hluta vegna. Þetta land er allra landa verst fallið fyrir valdasamdrátt (Centralisation). Það gerir víðátta landsins og strjálbyggð. Það er óhæfilega umsvifamikið og útdráttar- samt, að þurfa að sækja til Reykjavíkur utan af yztu landshornum lof og leyfi til nálega hvers smáræðis. , Það á illa við Junderni þjóðannnar að bæla hana undir opt og einatt smámuna- samt embættiseptirlit. Og seinast en ekkí sízt heptir slíkt fyr- irkomulag framför og þroska þjóðarinnar, þar sem á hinn bóginn ekkert framar þjóðina betur en hófleg sjálfstjórn. Það má að vísu búast við, að þjóðin reki sig optar á fyrst í stað, alveg eins og hætter við, að það barnið, sem höndunum er snemma sleppt af, detti optar en hitt, sem lengi er leitt, en þjóðin lærir líka fyrir bragðið fyr en ella að standa á eigin fót- um. Göngustóllinn er með réttu genginn úr móð. Loks tel eg þann fjórða galla á frum- varpinu, að stjórninni er ætlað að gera út um þáð einni, hvernig fara skuli með verk þeirra embætta, er lögð verða nið- ur. Eg gæti vel skilíð, að þingið vildi eiga atkvæði um það, að einhverju leyti. Það má vel vera, að fleiri séu kostirog ókostir á frumvarpinu, en bæði er málið nú til fyrstu umræðu og því óheimilt að fara frekar út í einstök atriði, og svo býzt eg við, áð sett verði nefnd í það og skal eg því ljúka máli mínu um leið og eg tek það upp aptur, að það er allrar virðingar- vert, hve óeigingjarna og víðast hvar heppi- lega viðleitni stjórnin hefur sýnt af sér með frumvarpinu til þess að sníða stjórn- arstakkinn eptir vexti þjóðarinnar'*. Hlutafélagsbankinn. Leyfishafendur hlutabankans hafa sent út um England skýrsluyfirlit um banka- fyrirtækið og horfumar fyrir framtíð þess hér á landi. Englendingar eru látnir vita, að þeim gefist kostur á að kaupa hluti í honum, að byrjað verði með hér um bil £ 112,000, sem skiptast skulu í 11200 hluti, hvern á £ 10. Til þess að eign- ast einn hlut, £ 10, þurfi að borga £ 12; — £ 2 við innritun, £ 3 sem fyrstu greiðslu og síðan £ tvisvar sinnum með mánaðar fyrirvara, þegar krafizt er. í stjórn hans eiga að vera, auk þeirra þriggja, sem alþing kýs, Ludvig Arntzen riddari af Dbr. hæstaréttarmálaflutnings- maður og tveir umboðsmenn enskrahlut- hafa. Eramkvæmdarstjóri í Kaupmanna- höfn verður Alexander Warburg, Fríhöfn- inni og verzlunarmiðlar Rubin & Bing í Kaupmannahöfn. í skjali þessu er svo enska verzlunar- heiminum gefnar upplýsingar um það, að ísland sé um 40,000 □ mílur (enskar) að stærð, með um 80 þús. íbúum. Nú sé að færast fjör í verzlun og atvinnumál á íslandiog að nota auðsuppsprettur þess. Laxveiði og fiskiveiðar séu þar stórkost- lega miklar. Englendingar og Frakkar veiði nú við Island fyrir um £ 3 miljónir á ári og geti sú veiði aukist ákafléga. Hvalveiðar Norðmanna nemi þar á ári um 3 miljónum króna. Hraun sé víða á sjávarbotni við ísland og séu þar því ör- uggir hrygningarstaðir, sem botnvörpung- ar geti ekki eyðilagt. Afurðir landbúnaðarins séu sauðfé, nautgripir og hestar; mikið sé útflutt af æðardún, en geti mjög vaxið. Utflutn- ingur smjörs sé 1 byrjun. íslendingar séu ötulir menn, starfsamir og áreiðanlegir í viðskipturo. Fjárprettir og fjárþrot þeirra, er atvinnu reka, megi heita óþekkt. Lítið sé um glæpaverk og blá-fátækt sé þar varla til. Straumur ferðamanna til Islands fari vaxandi árlega, og ekki geti hjá því farið, að eins margir muni fara til íslands eins og Noregs, þegar gufuskipaferðum fjölg- ar og fregnskeyta-samband er komið á við umheiminn. Aðal-útvegir Islands séu nú sem stend- ur nær því ónotaðir, en álit manna sé, að þeir beri af öðrum í Norðurálfunni. Lopts- lagið á vesturströndinni sé líkt og á vest- urströnd Skotlands; meðalhiti í Reykjavík sé 53—54° Fahrenheit. Aður en hlutabankinn hafi fengið einka- leyfi sitt, hafi stjórnin látið ráðgjafa Is- lands í Khöfn útvega fullnægjandi upp- lýsingar. Alit stjórnar þjóðbankans í Danmörku hafi verið, að aukning banka- fjár á þennan hátt sé hyggileg og nauð- synleg. Sömu skoðun hafi verzlunarstétt- in á íslandi, sem sé nú neydd til að hafa bankaviðsjripti sín við Skotland og Dan- mörku. Hinn litli banki, sem nú sé í landinu, sé nauðsynlegur sem landbanki, en fáist ekki við venjuleg bankastörf. Ætlast sé til, að málmforði hlutabank- ans verði sumpart í Kaupmannahöfn og sumpart í London. Vöruviðskipti Islands við útlönd voru árið 1899 15 milj. kr. og ætla megi, að þau séu nú um 18 milj. kr. I bankaseðlum sé í umferð að meðal- tali á Norðurlöndum um 45 kr. á mann, en meira þar sem samgöngufæri eru slæm og ávísanir eru lítið notaðar; seðlafúlga hlutabankans 2T/3 milj. kr. og Landsbank- ans 3/4 mjlj. kr. samanlögð sé því enn minni fn þetta — miðað við mannfjöld- ann. 'Sú fjölgun Ibúa og blómgun við- skiptalífsins á Norðurlöndum, sem vakið hefur almenna eptirtekt, sé nú að byrja á Islandi, og lítill vafi geti leikið á því, að hlutabankinn muni geta fengið leyfi til auka fé sitt og seðlaútgáfuna eiris og nauðsyn krefji. I reyndinni mun hluta- bankinn þannig hafa í hendi sinni alla seðlaútgáfu landsins í nútíð og frámtlð og eiga stóran þátt í efnalegum framför- um þess. En þótt ekki væri tekið tillit til þess, geti þó ekki hjá því farið, að viðskiptin í landinu nú og kröfur þær, sem verzlunin gerir, hljóti að gefa hluta- bankanum ágætan arð af stofnfé sínu. Arðurinn af stofnfé þjóðbankanna á Norðurlöndum sé "frá 7—10 af hundraði og vegna skorts á bankasamkeppni á Is- landi vænta leyfishafendur fastlega að minstakosti io°/o arðs af stofnfé hluta- bankans. Alþingi, 11. Eþtirlaun og ellistyrkur embœttismanna. Guðjón Guðlaugsson flytur sömu frv. sem í fyrra um þetta efni. Nefnd í e. d.: Hallgr. Sveinsson, Eiríkur Briem, Guðjón Guðlaugsson. Sveitarstjórn. Frv. frá Birni Kristjáns- syni og Jóhannesi Ólafssyni um að leggja megi aukaútsvör á utanhreppsmenn á þeim stað, sem þeir hafa jörð eða ítök til af- nota eða eignar eða reka atvinnu. Nefnd í n. d.: Björn Kristjánsson, Jóhannes Ól- afsson, Jón Magnússon, Pétur Jónsson, Hermann Jónasson. Skipting d Gullbringu- og Kjósarsýslu i tvö sýslufélög. Frv. frá Birni Kristjánssyni og Þórh. Bjarnarsyni. Kjósar-, Kjalames- og Mosfellshr. skulu verða sérstakt sýslu- félag og heita Kjósarsýsla, allir aðrirhrepp- ar sýslunnar Gullbringusýsla. Nefnd í n. d-: Hannes Þorsteinsson, Jón Magnússon, Björn Kristjánsson. Bœjarstjórn í Hafnarfirdi. Frá Valtý Guðmundssyni og J. Havsteen. Aðflutningsgjald af smjörlíki o. fl. Flm. Eggert Pálsson. Af smjörlíki skal greiða 10 au. aðflutningsgjald af hverju pd., af osti allskonar 5 au. og af kartöflum 10 af hverjum 10 pd. Afangastaðir. Frv. frá Hannesi Þorsteins- syni og Ól. Ólafssyni tím að sýslunefndum veitist heimild til, að greiða úr sýslusjóði hæfilegt árgjald fyrir áfangastaði í sýslunni, þar sem hún álítur þá nauðsynlega. Vegagjald. Frv. frá Ól. Ólafssyni og Hannesi Þorsteinssyni um að sýslunefrid- um og hreppsnefndum veitist heimild til, þar sem þörf krefur, að hækka allt að helmingi gjald það, sem hver verkfær mað- ur skal greiða til sýsluvega og hreppavega. Strandgœzlubdtur d Faxaflóa. Þgsál.till. frá Valtý Guðmundssyni um að skora á stjórnina, að hlutast til um, að útvegaður verði sérstakur fallbyssubátur til strand- gæzlu á Faxaflóa. Rdðherradbyrgð. Frv. frá Sk. Thorodd- sen og Guðl. Guðmundssyni um ábyrgð hins fyrirhugaða ráðherra. Nefnd í n. d.: Guðl. Guðmundsson, Lárus Bjarnason (skrif.), Skúli Thoroddsen, Hannes Hafstein (form.), Hermann Jónasson. Hreþpsnefndarkosningar. Frv. frá H. Þorst. og Ól. Ól. um aðheimilt sé, aðláta þær fara fram, ef þörf krefur, á hreppa- skilaþingum á haustin. Brúargerð d Héraðsvötn. Frv. frá Ól. Briem óg St. Stefánssyni um að veita megi 27;ooo kr. úr landsjóði til að brúaHéraðs- vötn hjá Ökrum. Stœkkun verzlunarlóðar Rvikur. Frv. frá Tr. Gunnarssyni. Lóðarsala í Rvík. Frv. frá Tr. Gunnars- syni um að veita bæjarstjórn Rvíkur heim- ild til, að taka endurgjald fyrir lóðir, sem útmældar eru undir hús, og ef hús eigi verður reist á slíkri lóð, sem keypt er inn- an 2 ára frá því að kaupm fóru fram, fell- ur lóðin aptur tilbæjarins endurgjaldslaust. Bœjarstjórn Rvtkur. Erv. frá Tr. Gunn- arssyni um að ákveða megi hæflleg gjöld fyrir leyfi þau, sem bæjarstjórn og bygg-! inganefnd veitir, og fyrir þau störf, sem byggingarfulltrúi, ef hann verður skipaður, leysir af hendi í þarfir einstakra manna. Lœknishéraðaskiþun. Frv. frá Sig. Tens- syni um að skipta Barðastrandarlæknis- héraði í tvennt, Patreksfjarðarhérað (Rauða- sandshr., Tálknafjarðarhr., Barðastrand- arhr. fyrir vestan Vatnsdalsá) og Bíldu- dalshérað (Suðurfjarðahr. og Dalahr.). Pat- reksfjarðarhérað skal teljast til 2., Bíldu- dalshérað til 5. launaflokks. Brúarkirkja l Hofteigsþrestakalli. Frv. frá Einari Þórðarsyni uro, að aukaþókn- un sú, sem sóknarbændum Brúarkirkju hef- ur verið skylt að greiða prestinum í Hof- teigi fyrir hverja messuferð, skuli niður falla við næstu prestaskipti. Þingnefndir auk þeirra, sem taldar eru hér á undan. Fjdrlögin (n. d.): Þórh. Bjarnarson, Tr. Gunnarsson, Hermann Jónasson, Pétur Jónsson, Steíán Stefánsson, Jóhannes Jó- hannesson, Árni Jónsson. Umboðsstjórnin nýja (n. d.): Jón Magn- ússon, Skúli Thoroddsen, Hannes Hafstein, Lárus Bjarnason, Björn Kristjánsson, Jó- hannes Ólafsson, Ólafur Ólafsson. Ga^nfroeðaskóli d Akureyri (n- d.): St. Stef., Hannes Hafstein, Björn Bjarnarson, Einar Þórðarson, Hannes Þorsteinsson. Fjdrkldði (n. d.): Ólafur Thorlacius, Árni Jónsson, Magnús Andrésson, Stefán Stefánsson, Jóhannes Ólafsson. Landsreikninganefnd (n. d.): ÓI. Briem, Guðl. Guðm., Ól. Thorlacius. ' Landbúnaður (n. d.): Hermann Jónas- son, Eggert Pálsson, Þórhallur Bjarnarson, Ólafur Briem, Björn Bjarnarson. Samgöngumdl (n. d.): Lárus Bjaafiason, Hannes Hafstein, Magnús Andrésson, Ól- afur Thorlacius, Jón Magnússon, Guðl. Guðmundsson, Einár Þórðarson. Kosningalög (e. d.): Eiríkur Briem, Guðjón Guðlaugsson, Guttormur Vigfús- son, Hallgrímur Sveinsson, Sigurður Jens- son. Heilbrigðissamþykkt (e. d.): J. Jónassen, Þorgr. Þórðarson, Guðjón Guðlaugsson. Likskoðun (e. d.): Þorgr. Þórðarson, J. Jónassen, Gutt. Vigfússon. Losknishéraðaskiþun (skipting Reykjavík- urhéraðs, e. d.): J. Jónassen, Þorgr. Þórð- arson, Valtýr Guðmundsson. Hagfrœðisskýrslur (e. d.): Eiríkur Briem, Kristján Jónsson, Sig. Jensson. Menntamdl (n. d.): Hannes Hafstein, Stef. Stef., Þórh. Bjarnarson, Herm. Jón- asson, Björn Bjarnarson. Skeiðarárhlaupið. Eldgosið í snnnanverðum Vatnajökli. Á Urbanusmessudag 25. maí síðastliðinn hljóp Skéiðará. Hafði hún staðið inni(o: í jöklinum) allan slðari hluta vetrar og vors, það er að segja, hún hafði verið algerlega þur. En það er hún vön að vera, áður en hún hleypur. Voru menn því alltafað búast við hlaupinu i vor, og er það ekk- ert skemmtilegt, að ferðast yfir hinn nær 7 mílna breiða Skeiðarársand, og geta á hverju augnabliki búizt við að hlaupið komi á mann. — Síðast er Skeiðará hljóp veturinn 1897, var austanpósturinn nærri orðinn fyrir hlaupinu, og slapp nauðug- lega vestur yfir Núpsvötnin, er voru að verða ófær. En nú var maður korninn fyrir r/2 tíma heim að Skaptafelli — sá bær stendur í háisi austan við sandinn — er hlaupið byrjaði, var það gamall maður á mögrum hesti, sem ekki hefði verið skjót- ur til úndanhalds, og var því guðs mildi,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.