Þjóðólfur - 31.07.1903, Page 3
123
prests Þorsteinssonar til þess að ferðast
til Kaupmannahafnar og fulikomna þar
söfnun íslenzkra þjóðlaga, rooo kr. til
Helga Péturssonar til þess að rannsaka
kolalög norðanlands og austan og fleira,
er að jarðfræði landsins lýtur, 600 kr.
hvort árið til Bjama Sæmundssonar til
þess að halda áfram fiskirannsóknum, 600
kr. á ári til Ásgríms Jónssonar til þess að
fuflkomna sig í málaralist erlendis, 1000
kr. til organleikara Jónasar Helgasonar í
viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þarf-
ir sönglistarinnar, 600 kr. til Stefáns Björns-
sonar til þess að læra teikning og skóla-
iðnað, til Ólafsdalsskóla jafnan styrk við
hina búnaðarskólana, 2000 kr. til sölutil-
rauna á kjöti á erlendum markaði, 8000
kr. hvort árið til ræktunarfélags Norður-
lands, 2000 kr. fyrra árið til að rannsaka
lungnadrep og skitupest í Norður-og Aust-
uramtinu, 4000 kr. til Iðnaðarmannafélags-
ins f Rvík til að halda uppi iðnaðarskóla
í Rvík, xioo kr. fyrra árið og 500 kr. síð-
ara árið til iðnaðarnáms handa Jóni Gísla-
syni, Þorkeli Þorketssyni og Halldóri Guð-
mundssyni, 10,000 kr. styrkur til dráttbraut-
arfélags Rvíkur til þess að kaupa „Patent
slip" frá Englandi og setja upp í Rvík,
15,000 kr. styrkur til hafskipakvíar við
Eyjafjörð, '2000 kr. styrkur til D. Thom-
sens konsúls til þess að gera tilraunir með
motorvagna á vegunum upp'frá Rvík. Enn-
fremur leggur nefnditt til, að veita heim-
ild til lánveitinga úr landsjóði: 30,000
kr. til rjómabúa, 18,000 kr. til búnaðarskól-
ans í Ólafsdal, 8000 kr. til Jóhannesar
snikkara Reykdal til að koma upp tré-
smíðaverkstofu í Hafnarfirði, 50,000 kr. til
verksmiðjufélagsins á Akureyri til að koma
þar upp klæðaverksmiðju, 10,000 kr. til
ólafs Hjaltesteds til þess að koma á fót
vélasmiðju í Rvík. Ennfremur leggur
nefndin til, að hækka og lækka ýmsa liði
í frv. Meðal annars leggur hún til, að
lækka þessar fjárveitingar: Viðhalds-
kostnað við flutníngabrautir síðara árið
úr 12,000 niður í 7000, bygging geymslu-
húss við holdsveikraspítalann úr 4000 kr.
niður í 2500, til skógræktartilrauna úr 8650
kr. f. árið og 7350 kr. síð. árið niður í
6000 f. árið og 5000 síð. árið, til að stofn-
setja og reka efnarannsóknastofu úr 13,500
kr. f. árið og 4000 kr. síð. árið niður í
6500 kr. f. árið og 3000 kr. síð. árið. Þess-
ar fjárveiting&r leggur nefndin meðal ann-
arstilað hækka: Veitinguna til flutninga-
brauta um 5000 kr. og því einungis skipt
í tvo staði, til flutningabrautar upp frá
Borgarnesi (15 þús.) og á Fagradal (30 þús.),
til þjóðvega um 2000 kr., styrkinn til
Faxaflóabátsins um 4000 kr. til að halda
uppi ferðum f Borgarnes árið um kring,
upphæðina til þess að kaupa bækur og
handrit handa landsbókasafninu um 1000
kr. á ári, til samnings spjaldskrár 1200 kr.
(1 stað 800), 200 kr. styrkhækkun á ári til
Goodtemplarafélagsins og 300 kr. til leik-
félags Rvíkur, til búnaðarskólans á Hólum
1000 kr. viðbót f. ár. og 500 kr. bæði ár-
in, til Eiðaskóla 1000 kr. hækkun f. ár. til
húsabyggingar, verðJaun fyrir útfluttsmjör
5000 kr. (í stað 2000), til rannsóknar á
byggingaefnum landsins 4000 kr. f. árið (í
stað 3000 kr.).
Ganga má að því vísu, eins og endrar-
nær, að tillögur fjárlaganefndarinnar stand-
ist ekki eldraunina í þinginu, nema að eiu-
hverju leyti, og því fremur mun nefndin
nú mega búast við að hróflað verði við
gerðum hennar til muna, að nú munu menn
almennt í frekara lagi óánægðir yfir ýms-
um tillögum hennar og þykja þær all-
mjög af handahófi.
Fjárlögin voru til framhalds 1. umr. í n.
d. í gær. Umræður hóglegar og aðfinnsl-
ur við stjórnina lítilsháttar. Mjög friðsam-
legur „eldhúsdagur".
Eptirlaun og ellistyrkur embættismanna.
Nefnd í n. d.: Jón M&gnússon, Jóhannes
Ólafsson, Magnús Andrésson, Eggert Páls-
son, Ól. Briem.
Lyfjasala héraðslœkna. J. Jónassen ber
fram frv. um, að í þeim læknishéruðum,
þar sem ekki er löggild lyQabúð, hafa
héraðslæknirinn einkarétt til þess, að láta
af hendi fyrir borgun læknislyf þau, sem
lyfsalar hafa einkarétt til að selja eptir
gildandi lögum, en þó skuli öðrum lækn-
um, sem rétt hafa til lækninga, heimilt að
láta af hendi fyrir borgun meðöl þau, sem
þeir ráðleggja sjálfir sjúklingum, ef þeir
hafa fengið lyf þessi hjá héraðslækninum
eða einhverjum lyfsala innanlands. Við
ólöglegri meðalasölu eru lagðar 50—500 kr.
sektir.
Uþþgjöf eptirstöðva af láni til brúargerð-
ar á Ölfusá. Flm.: Hannes Þorst., Egg.
Pálsson, Ól. ÓL, Jón Magn., Þórh. Bj.
Landbúnaðarmdl. Landbúnaðarnefndin
ber fram þingsál.till. um skipun 3 manna
milíiþinganefndar til að íhuga landbúnað-
arlöggjöf landsins og semja frv. til nýrra
landbúnaðarlaga, er lagtverði fyrir alþingi
1905.
Lög samþykkt af alþingi.
6. Löggilding verzlunarstaðar í Bolungar-
vík.
7. Verðlaun fyrir útflutt smjör.
1. gr. Rétt til verðlauna úr landsjóði á
hver sá maður eða félag, er flytur út í
einu lagi til sölu erlendis 300 pund eða
meir af íslenzku smjöri, er nær verði
því, sem til er tekið í 2. gr.
2. gr. Verðlaunin miðast við hæsta verð
smjörmatsnefndarinnar dönsku í Kaup-
mannahöfn fyrir þá viku, sem hið íslenzka
smjör er selt í, þannig, að smjör, sem selst
26 aurum eða meir undir þessu matsverði,
fær engin verðlaun, en seljist það 25—21
eyri undir matsverðinu, eru verðlaun veitt
5 aurar á hvert danskt pund, og er smjör-
ið er selt 20 aura eða minna undir mats-
verðinu, þá 10 aura á pundið.
3. gr. Sá, er verðlaun vill hljóta, sækir
um þau til landshöfðingja, og færir skil-
ríki fyrir rétti sínum til þeirra. Skilríki
þau eru : farmskrá frá skipstjóra þeim, er
smjörið flutti, og sýni hún þyngd þess
með umbúðum og tölu íláta, sölureikn-
ingur smjörsins, undirritaður af þeim, er
með söluna fór, og eigin vottorð við dreng-
skap og samvizku um, að þyngd og verð
smjörsins sé rétt tilgreint á sölureikn-
ingnum.
Nú er umsókn um verðlaun fyrir smjör-
sölu eigi komin til landshöfðingja, þegar
fullir 9 mánuðir eru liðnir frá því, er sal-
an fór fram, og verður umsókn sú eigi
til greina tekin.
4. gr. Landshöfðingi sker úr um gildi
skírteina þeirra, er að skilyrði eru sett,
samkvæmt 3. gr., og úthlutar verðlaun-
um.
5. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar
1904, og eru þá jafnframt úr gildi numin
lög um verðlaun fyrir útflutt smjör 11.
nóvember 1899.
8. Breyting á 24. gr. 1 lögum um bæjar-
stjórn á ísafirði frá 8. okt. 1883 [breyt-
ing á gjalddaga bæjargjalda].
9. Breyting á konungsbréfi 3. apr. 1844 við-
vlkjandi Brúarkirkju 1 Hofteigspresta-
kalli.
Illa stödd
og úrræðalaus er nú Framsóknarflokks-
stjórnin svonefnda, eptir að Jón Jensson
sendisveinn hennar og Landvarnarmanna,
hefur lýst því yfir á sérprentuðu skjali,
að »leiðrétting« flokksstjórnarinnar í ísa-
fold 22. þ. m. væri í »stuttu máli ósann-
indi frá upphafi til enda«. Og til þess
að færa sönnur á sitt mál prentar hann
meðmælingar- eða umboðsskjalið frá
flokknum til ráðgjafans orðrétt meðnöfn-
um 4 stjórnenda undir (allra, nema Sk.
Thoroddsen, sem var fjarverandi). Þar
lagði J. J. óþægilegan hnykk á vin sinn
Ísafoldar-Björn og flokksstjórnina. Má B.
þakka fyrir, að hann er fjarverandi og
þarf ekki að vera sjónarvottur að þeirri
gremju og fyrirlitningu, sem hann hefur
bakað sér hjá flokk sínum fyrir þetta at-
ferli sitt og öll óheilindin fyr og síðar.
En auðvitað er ekki hann einn sekur í
þessu. Hvað gerir nú þessi blessaða
Framsóknarflokksstjórn? Hún getur ekk-
ert gert. Ekkert annað en þagað og
kyngt öllu saman, sem Jón Jensson sting-
ur upp í hana. Það virðist mörgum reynd-
ar nokkuð hart aðgöngu. En hér er ekki
um gott að gera. En getur þá flokkur-
inn þagað? Getur hann látið það alveg
afskiptalaust, að stjórn hans gerir hann
tortryggilegan og kastar skugga á hann í
heild sinni með þessu atferli. Þegi hann
eða láti ekki á neinn háttvanþóknun sínaí
ljósi, verður það almennt ekki skilið öðru-
vfsi en svo, að hann hafi verið samþykk-
ur öllu þessu launráðabruggi og Land-
varnarbræðingi stjórnarinnar, og verði
því talinn samsekur henni í almennings-
álitinu. Öðrúvísi yrði þögn f 1 o k k s i n s
ekki skilin.
Sláturfé
er nú farið að koma til bæjarins, fyrsti
reksturinn kom nú snemma í vikunni, og
er það fyr en áður hefur tíðkast. Kjöt-
pundið selt á 32—35 a. Hingað til hef-
ur það verið mikill ókostur, að kjötsalar
hafa ekki haft þrifleg né hentug slátrunar-
pláss. En nú hefur mikið lagazt í þeim
efnum. Má t. d. sérstaklega geta þess,
að einn ungur og ötull kaupmaður á Lauga-
vegi, hr. Siggeir Torfason, hefur nú byggt
við hús sitt stórt port, um 500 ferh.álnir,
ummáls, girt steinvegg og allt lagt 4 þuml.
þykkri sementssteypu, fjórhólfað, eitt fyrir
hesta ferðamanna, annað kví fyrir sauð-
fé, er tekur um 150 fjár, og hið þriðja
slátrunarstæði mjög rúmgott með safn-
gryfju til að moka óhreinindum ofan í,
en afrennslisrennur meðfram öllum veggj-
unum. Er þar mjög snoturlega og þokka-
lega um gengið, og eflaust langhent-
ugasta og þrifalegasta slátrunarstæði 1
bænum, enda hefur kostað mikið að
gera það þannig úr garði. Auk þess er
það til mikilla þæginda fyrir ferðamenn,
að geta haft hesta sína og farangur þarna
á vísum stað. Vér álítum rétt, að bent
sé á það opinberlega, þá er eitthvað er
gert til verulegra framfara hér í bænum,
og á hentugu og þrifalegu slátrunarstæði
var sannarlega full þörf. Má ganga að
því vísu, að eigandinn, sem lagt hefur í
mikinn kostnað við þetta, fái hann upp-
borinn.
Fyrirlestup um skóga
hélt prófessor C. Prytz hér í Breiðfjörðs-
húsi í gærkveldi. Er hann nýkominn úr
skoðunarferð hér á landi. Fór landveg
frá Seyðisfirði til Akureyrar og þaðan hing-
að suður. Var Flensborg skógfræðingur
á för þessari með honum. Dr. Prytz er
nafnkenndur skógfræðingur og víða kunn-
ur. Er fremstur danskra manna i þeirri
grein, og hefur samið mörg vísindaleg rit
um skógrækt. Fyrirlestur hans í gær-
kveldi var hinn áheyrilegasti og skemmti-
legasti, en hér er ekki rúm til að lýsa
honum frekar. Lýsti ræðumaður þvf all-
ftarlega, hvernig mennirnir hefðu verið
verstu óvinir skóganna hér á landi með
því að höggva þá vægðarlaust og óskyn-
samlega. Eyðing skóganna hefði svo haft
í för með sér uppblástur landsins, jarðveg-
urinn væri svo gljúpur og mjúkur og laus
fyrir. Þessvegna þyrfti að klæða landið
aptur skógi, og það mætti gera það. Ætl-
ar hann að sýna fram á, hvernig eigi að
fara að því, í öðrum fyrirlestri, er hann
heldur á laugardagskveldið kl. 8*/* á sama
stað.
Hvalveiðamennirnir
Berg og Ellefsen komu hingað báðir
í gærmorgun með skipinu »Alpha« frá
Austfjörðum. Tilgangur fararinnar þykir
nokkkurnveginn auðsær: að fá einhverja
lækkun hjá þinginu á útflutningstolli af
hvalafurðum, sem hækka á að mun. En
nú er frv. um það komið til efri deildar.
Sömuleiðis eiga hvalveiðendur að greíða
tekjuskatt til landsjóðs, samkv. frv., sem er
fyrir n. d. — Með hvalveiðamönnunum
kom Axel Tulinius sýslumaður frá Eski-
firði.
Lifandi myndir
hafa tveir norskir menn, Fernander og
Hallseth, sýnt hér í Iðnaðarmannahúsinu
undanfarna daga, og hefur aðsókn að sýn-
ingum þessum verið feikimikil. Uppfundn-
ing þessi er fárra ára gömul og stafar
upphaflega frá Edison, en aðrir fullkomn-
að hana síðar. Þó er henni enn í ýrnsu
ábótavant. Er þetta fyrsta skipti, sem
slíkar sýningar hafa verið haldnar hér,
enda þykir fólki allnýstárlegt aðsjá þetta.
Sumar myndirnar eru allgóðar t. d. úr
Búastriðinu, úr dýragarðinum í Lundún-
um, mynd af snjókasti, mynd frá bað-
stofnun í Mílano, riddaraliðssýning o. fl.,
en meiri hlutinn eru gamanmyndir nokk-
urskonar, til skemmtunar „fyrir fólkið".
Og hlæja menn dátt að þeim. Frá Nor-
egi hafa verið sýndar nokkrar landslags-
myndir.
Séra Magnús Magnússon
(Jochumssonar frá Isafirði) prestur í
Nörre-Omme á jótlandi (í Rípastipti) kom
kynnisför hingað til lands með „Vestu"
og hefur verið hér nokkra daga, skrapp
vestur á Isafjörð í gær með skipinu, en
kemur aptur í næsta mánuði. Hann er
útskrifaður héðan úr skóla fyrir 18 áriun,
og hefur nú veriðprestur 11—12 ár. Sókn-
armenn hans studdu hann til þessarar
kynnisfarar til ættlands síns.
Dáin
er hér í bænum 28. þ. m. frú A n n a
Jóhannesdóttir (sýslumanns Guð-
mundssonar) systir Jóh. sýslum. Jóhann-
essonar, kona dr. Valtýs Guðmundssonar,
tæplega 53 ára gömul (f. 18. ágúst 1850). Hún
andaðist eptir langar þjáningar hjá móð-
ur sinni, ekkjufrú Maren Lárusdóttur hér
í bænum, hafði legið þunglega haldin síðan
í fyrra vor, en verið lengi áður heilsulítil.
Hún var góð kona og gáfuð og vinsæl af
öllum, er henni kynntust.
„Vesta“
fór héðan vestur og norður um land í
gær. Með henni fóru meðal annars amts-
ráðsmennirnir úr Vesturamtinu, er komu
með Vestu hingað: séra Páll Ólafsson 1
Vatnsfirði, séra Sigurður Stefánsson í Vigur,
séra Janus Jónsson í Holti, séra Þorvald-
ur Jakobsson í Sauðlauksdal, Snæbjörn
Kristjánsson í Hergilsey og Brandur Bjarna-
son hreppstj. á Hallbjarnareyri. Enn-
fremur fór með skipinu Einar Gíslason
gullsmiður í Hringsdal og kona hans.
Ljósmæðraefni.
Y firlýsing.
Optar en einu sinni (sbr. Fjallk. 1 maí
1894 og Þjóðólf 2. apr. 1900) hef eg minnzt
á, að vanda þyrfti val Ijósmæðraefna bet-
ur en opt á sér stað. Þessu virðist mér
enn jafn-ábótavant, og að nokkrar, er hing-
að koma til náms, séu alít annaðen efni-
legar til pess starfa.
Eins og að undanförnu er mér Ijúft að
vera til aðstoðar um námstímann efnileg-
um, siðprúðum og heilbrigðum ljósmæðra-
efnum, en sem skilyrði fyrir pví, að pœr
geti notið verklegra æfinga með mér, tek eg
það fram, að þær verða að geta sýnt heil-
brigðisvottorð frá héraðslækni, og vottorð
um gott mannorð og siðprýði frá sóknar-
presti.
Reykjavík 29. júlí 1903.
Þórunn A. Bjömsdóttir.
(ljósmóðir).