Þjóðólfur - 31.07.1903, Qupperneq 4
124
Po-ÓT — po-ól
Eugi friðnr! Engi réttur!
Sunnudag 26. júlí sit eg f veitingatjaldi
mínu við Rauðavatn. Skothríð dynur allt
í kring. En þetta er nú ekki orðið neitt
óvanalegt. Alla næstl. viku hefi eg heyrt
skotin dynja dag og nótt. Og á hvað er
verið að herja? Fuglana, sem flúið hafa á
náðir náttúru lands vors, í friðinn á vorri
afskekktu eyju, til að klekja upp ungum sín-
um. Þeir hafa ekki enn til fulls komizt í
skilning um, að hér er „úti allur friður".
Á sunnud. 19. þ. m. byrjuðu Reykvlk-
ingar; síðan hafa það verið Rvíkingar, Frakk-
ar, Þjóðverjar og Danir.
Grafarland verður sérstaklega fyrir barð-
inu á þessum morðsjúklingum. Þar býr
„bara íslenzkur bóndi“, og þar er Iítillar
varnar von. Um þennan tíma hafa bændur
annað að sýsla, en að elta bófa út um haga.
Gröf er fyrsta jörðin, sem þjóðvegirnir frá
Rvík liggja um, þar sem ránsmenn þora að
bera niður. Þangað til eru það lönd Rvík-
ur og Englendinga.
Torvelt eða ómögulegt virðist mér að ná
rétti fyrir það, að eignarréttur minn er brot-
inn. Hinar útlendu ránsskyttur eru flest
hermenn, og er mér sagt, að vegna „exterri-
torialtets-réttar" sé umsvifameira að kæra þá,
en innlenda eða „civila" menn. Leyfis leita
þeir aldrei. En „konsúlarnir" gætu lagt
lið í þessu efni, og eg óska, að þeir v i 1 d u
gera það.
Þegar gengið er um hagana eptir svona
hríðar, hittist fjöldi fugla hálfdauðra af skot-
um : fótbrotnir, vængbrotnir, særðir til ólífis,
er veslast upp og deyja eptir nokkurn tíma.
Ungarnir deyja hirðulausir, er þeir hafa
misst foreldrin, lítt eða óþroskaðir. Hér sé
eg sefönd á vatninu með 6 unga, nýskriðna
úr eggi (2—3 daga), og býst eg við, að hún
verði „bombarderuð" í dag; því af öllum
dögum eru sunnudagarnir mest notaðir til
slíkrar guðsþakkaiðju !
Næst því að vita veslings fuglana pínda
og drepna tekur mig sárt, að útlendingar
skuli stælast upp í þeirri trú, að „íslend-
ingum megi allt bjóða".
Þýðir nokkuð að ákalla alþingi ? Friðun-
artímann mætti lengja, unganna vegna. En
réttarvemdin verður jafntorveld sem áður,
nema háar sektir séu lagðar við fuglveiði-
réttarbrotum á öllum tímum árs, svo háar,
að útlendingar „respekteruðu". Þá gætti
þingið í því efni sóma þjóðarinnar.
Bj'órn Bjarnarson.
Á sýningunni í Stokkhólmi 1897,
kepptu 20 innlendir og útlendir menn
um verðlaun fyrir Orgel-Harm., og
var K. A. Anderson hinn eini, er
hlaut æztu verðlaunin, ásamt heiðurs-
pening úr gulli. Einkasölu á þessum
Orgel-Harm. hefur nú hér á landi
Jón Pálsson organisti,
Laugaveg 41.
Spyrjið því um verð hjá honum,
áður en þér leitið til annara, því
ódýrari, vandaðri og hljóm-
fegurri hljóðfæri mun ekki unnt að
fá, enda eru þau alþekkt hér á landi,
fslenzk frimerki
kaupir háu verði
Ólafur Sveinsson.
Anstnrstræti 5.
NÝKQMNIR
Hattar og Húfur og mikið af
allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira.
Einnig ntargskonar til fata.
H Hvergi ódýrara. ►►
12 BANKASTBÆTI 12.
Guðm. Sigurðsson
klæðskerl.
J.P.T.BRYDES
VERZLUN í REYKJAVÍK.
selur bezta og ódýrasta
handa konum og körlum.
Sömul.
Regnhlífar,
úr Gloria og silki og með stálsköptum.
Flauel og Hálsín,
margar tegundir.
Mjög falleg Svuntutau o. fl. o. fl.
SMT Allt ný-komið!
Saltað sauðakjöt
mjög gott
á 16 aura pundið,
fæst nú í verzlun
J.P.T.BRYDES
í Reykjavík.
Heimsins vöndnðnstu og ódýrustu
Orgei og Piano
fást fyrir rnilligöngu undirritaðs frá:
Mason & Hamlin Co, Vocalion Organ
Co, W. W. Kimball Co, Cable Co, Beet-
hoven Piano & Organ Co. og Messrs. Corn-
ish & Co.
Orgel úr hnottré með 5 áttundum, tvö-
földu hljóði (122 fjöðrum). o. s. f. kostar í
umbúðum á „Transit" 1 Kaupmannahöfn
150 krónur. Enn vandaðra orgel úr hnot-
tré með 5 áttundum. þreföldu hljóði (177
fjöðrum. þar aí 28 Contrabassafjaðrir) o. s.
f. kostar 1 umbúðum í K.höfn 230 krónur.
Þetta sama orgel kostar hjá Petersen &
Steenstrup 1 umbúðum 347 krónur og 50
aura. Önnur enn þá fullkomnari orgel
tiltölulega jafn ódýr.*
Orgelin eru í minni ábyrgð frá Ameríku
til Kaupmannahafnar, og verða að borgast
1 peningum fyrirfram, að undanteknu flutn-
ingsgjaldi frá Kaupm.höfn hingað til lands.
Verðlistar með myndum, ásamt nákvæm-
um upplýsingum, sendast þeim sem óska.
Einka-umboðsmaður á Islandi.
Þorstoinri Arnljótsson.
Sauðanesi.
Hestur dökkjarpur, smávaxinn, góð-
gengur og fjörugur, mark: heilrifað og
gagnbitað hægra og biti aptan vinstra;
flatjárnaður á öllum fótum, tapaðist frá
Skildinganesi fyrir tæpum mánuði. Hver
sem hittir hest þennan er beðinn að skila
honum til
S. Briem póstm.
í Reykjavlk.
Umsóknir
um styrk þann, er í fjárlögunum 1902
—1903 er veittur Iðnaðarmannafélag-
inu í Reykjavík »til að styrkja efnilega
iðnaðarmenn til utanfarar til að full-
komna sig í iðn sinni«, verða að vera
komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 24.
ágúst næstkomandi.
Umsóknarbréfunum verða að fylgja
meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend-
ur hafa lært iðn sína hjá.
Yngri piltar en 18 ára getá eigi
orðið aðnjótandi þessa styrks.
Eflið innlendan iðnað.
♦ ..»1-^
Hjá undirskrifuðum geta menn fengið
nýja báta smíðaða af ýmsum stærðum.
Lag á bátunum er viðurkennt hið bezta,
sem kostur er á hér á landi, og reynast
ágætir í sjó að leggja. Smíði og frágang-
ur þess mælir með sér sjálft. Sömuleiðis
smíða eg motor-báta, ef pantaðir eru — að
eins fá upp gefið krapt vélarinnar. — Bát-
ana sendi eg með strandferðaskipum á
hverja höfn sem óskað er. Einnig ósk-
ast vitneskja um, hvernig sigling eigi að
vera á seglbátum, og hvað af áhöldum
eigi að fylgja þeim, og verða þeir svo
ódýrir sem unnt er. Ef óskað er eptir,
fást bátarnir með sveigðum askböndum.
Efni bátanna er allt pantað beint frá út-
löndum, valið að gæðum, og kemur það í
næsta mánuði. Seglasnið og saumaskap
á þeim annast eg sjálfur.
Reykjavík 16. júlí 1903.
Vesturgötu 51 b.
Bjarni Þorkelsson skipasmlðnr,
frá Ólafsvík.
Uppboðsauglýsing.
Þriðjudagana 25. ágúst, 1. og 15.
septbr. næstkomandi, verður jörðin
Eyjar í Breiðdalshreppi, 8,4 hndr. að
nýju mati með húsum boðin upp og
seld við síðasta uppboðið.
Uppboðin byrja á hádegi, tvö hin
fyrstu hér á skrifstofunni, hið þriðja á
jörðinni. —
Uppboðsskilmálar verða til sýnis hér
á skrifstofunni degi fyrir fyrsta upp-
boðið. —
Skrifstofa Suður-Múlasýslu.
Eskifirði, 9. júlí 1903.
A. V. Tulinius.
Áskorun
til bindindisvina frá drykkjnmannakonum.
Munið eptir því, að W. Ó. BreitJ-
fjörö hætti áfengissölunni elnungls
fyrir bindindismálifl, og kaupið
því hjá honum það, sem þið íáið þareins
gott og ódýrt og annarstaðar, sem flest
mun vera nú af hans fallegu, miklu og
margbreyttu vörubirgðum.
Jörðin Ós í Skilmannahreppi fæst til
sölu eða í skiptum fyrir annað, t. d. hús
eða þilskip. Menn snúi sér þessu viðvíkj-
andi til Björns Bjarnarsonar sýslumanns,
Austurstræti 10, Rvík.
p. t. Reykjavík.
Pétur M. Bjarnason.
Innköllun.
Hér með ínnkallast þeir, sem til skulda
eiga að telja í dánarbúi Erlendar Krist-
jánssonar frá Vatnsleysu í Biskupstungum,
er drukknaði 11. apríl þ. á., að lýsa kröf-
um sínum, og færa sönnur á þær við
undirritaðan innan 6 mánaða frá síðustu
birtingu þessarar auglýsingar. Innan sama
tíma eru þeir sem skulduðu Erlendi heitn-
um, einnig beðnir að gefa sig fram.
Höíða í Biskupstungum 14. júlí 1903.
Viglundur Helgason.
UNDIRRITAÐUR tek-
ur að sér að innheimta sknldir,
annast lántökur í bankanum, kanp og söln
á fasteigrnnm og skipnm, gera samnlnga
og flytja mál fyrir nndirrétti.
Heima kl. 11—12 og 4 -5.
Lækjargrötu 8.
Eggert Ciassen.
Cand. Jur.
Kennsla
í yfirsetufræði
byrjar 1. október
næstk.
J. Jönassen.
Uppboðsaugiýsing,
Eptir kröfu Guðmundar Jakobsson-
ar trésmiðs hér í bænum, og að [und-
angengnu fjárnámi verður húseignin
nr. 59 við Laugaveg, eign Runólfs
Þorsteinssonar, boðin upp við 3 opin-
ber uppboð, sem haldin verða kl. 12
á hádegi laugardaginn 1. ágúst og
föstudagana 14. og 28. s. m., og seld
við síðasta uppboðið til lúkningar 1300
kr. veðskuld með vöxtum og kostnaði.
Tvö fyrstu uppboðin verða haldin
hér á skrifstofunni, en hið síðasta á
húseigninni sjálfri.
Söluskilmálar verða til sýnis hér á
skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp-
boð.
Bæjarfógetinn í Reykjavík
23. júlí 1903.
Halldör Danielsson.
V o 11 o r ð .
Eg finn mig ómótstæðilega knúða
að senda yður eptirfarandi meðmæli:
Eg undirrituð hef mörg ár verið
mjög lasin af taugaveiklun, krampa og
ýmsum öðrum veikindum, er staðið
hafa í sambandi við það, og er eg
hafði leitað ýmsra lækna árangurslaust,
fór eg að brúka Kína-lífs-elixír frá hr.
Waldemar Petersen í Frederikshavn,
og get með góðri samvizku vottað, að
hann hefur veitt mér óutnræðilega
meinabót, og finn eg, að eg get aldr-
ei án hans verið.
Hafnarfirði í marz 1899.
Agnes Bjarnadóttir.
húsíreyja.
KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum
kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll-
hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama
sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan.
Til þess að vera vissir um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir
V.P.
að líta vel eptirþví, að - þ'' standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá-
setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji
með glas í hendi, og firmanafnið Walde-
mar Petersen.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.