Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. ágúst 1903. Jfs 32. Ofna og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Hér með tllkynnist almenningl, að öllum óviðkomandi mönnum er stranglega bannað að skjóta fugla i landareign jarðanna Ártúns, Ár- bæjar og Breiðholts. Reykjavík 19. júlí 1903. Jón Jakobsson. f Þorbjðrg Sveinsdóttir. Ertu dáin, aldna vina mín, — öskuhrúga sálarborgin þín, — liðin, búin þessi þunga raun ? Þú varst eldborg, nú ert’ orðin hraun. Harða, blíða, heita, sterka sál, hjarta þitt var eldur, gull og stál, ólíkt mér, en allt eins fyrir það ertu gróin við minn hjartastað. Öllu góðu unni ég sem þú: einurð, sannleik, drengskap, von og trú; eins mig píndi þessi botnlaus þraut, þessi urð, er sligar lífsins braut. En ég hræddist hjartalífs þíns eld; heillar þjóðar kvölum varstu seld, vildir sjaldan vægð né stundarbið, vildir stríð, og helzt að fornum sið. Hvert þitt andtak gafstu þinni þjóð, það var hún, sem kynti tvenna glóð: hatrið, sem bar reginkrapta keim, kærleikþinn, sem bar sinnguðdómseim. Fyrr á öldum eldar þessir tveir ódauðlegan gerðu mannsins leir: Hildigunnar, Buðladóttur bál byggði grunninn undir þinni sál. Heipt og Elska mótar markaskil, myndar allt, sem er og verður til, skapar sögu, skapar lífsins stríð, sköpum veldur heimsins löngu tíð. Efist eigi: lítið láð vort á: Logi og Kári skapavef þess kljá; Ást og Hatur elda tímans seið, ekki goðin — þau eru aldrei „reið". Þeir, sem höfðu þeirra krapta mest, þeir hafa’ unnið dáðarverkin flest, hærra, hærra metum lífsins lypt, lengra, lengra fram á veg því kippt. Dýpstu rökin þó eru’ ósögð enn: Ást og Heipt þó skapi stóra menn, rétta stefnu siglir að eins sá, sem hið góða mestu ræður hjá. — Þessi rökin — þessi mynd er þín, þú sem kveðja ljóðaversin mínl Einstæðing að einurð, rögg og dáð, annan meiri sá ei þetta láð. Gamla ísland, bjóð nú brúði rúm, beztu sæng, því nú er komið húm; þinnar hálfu þau hin einu laun þiggur hún, og gleymir dagsins raun. Hennar líf var heiður þinn og lán, hennar dauði, vansi þinn og smán, hennar b'ólvun, hlekkur um þinn fót, hennar blessun, frelsi, siðabót! — Guð sé með þér, gamla heiðursfrú! guðleg Elska var þín sanna trú. — Elskan, meiri’ en hatur allt og heiþt, henni fær ei dauðinn sjálfur steypt. Matth. Jochumsson. Þjóðhátíðin í Reykjavík var haldin á sunnudaginn var 2. þ. m. Veður var hið fegursta allan daginn, og var það bezta skemmtunin við hátíð þessa, að viðra sig úti í góða veðrinu uppi á Landakotstúninu, og njóta hinnar fögru útsjónar þaðan. Annars var hátíðahaldið sjálft með daufasta og veigaminnsta móti. Veðreiðarnar, er áttu að hefjast kl. 9 á Skildinganesmelunum fóru í ólestri, eins og vant er. Þær hafa aldrei tekizt hér viðunanlega, og hrakað þó ár frá ári, bæði að þvf er alla stjórn og niðurröðun snertir. Gengu bezt fyrst, þegar hátíð þessi var haldin hér, en síðar lakar og lakar. Nú var t. d. ekki byrjað fyr en rúmum x/2 tíma síðar en átti að vera, og allt eptir þvf. Um 30 hestar tóku þátt í veðhlaupi þessu. Eptir miklar bollaleggingar og vafninga dæmdi dómnefndin 1. verðlaun fyrir stökk (50 kr.) gráum hesti, eign As- geirs Gunnlaugssonar verzlunarmanns, 2. verðlaun (30 kr.) gráum hesti, eign Bjarna Péturssonar frá Grund í Skorradal, 3. verð- laun (20 kr.) rauðum hesti, eign Steindórs Ólafssonar og 4 verðlaun (10 kr.) rauðum hesti, eign Þorbjarnar Ólafssonar frá Kaðalstöðum. Af skeiðhestunum fékk 1. verðlaun (50 kr.) brúnn hestur, eign J. Hansens kaupm. í Hafnarfirði, 2. verð- laun (30 kr.) rauður hestur, eign Guðm. Einarssonar í Miðdal, 3. verðlaun (20 kr.) grár hestur, eign Jakobs Jósepssonar í Rvík og 4. verðlaun (10 kr.) ljós hest- ur, eign E. Zoéga í Rvík. Vegalengd fyrir skeið var (50+75) 125 faðmar, og hljóp hestur sá, er fljótastur var, þann veg á 247* sekúndu, en vegalengd fyrir stökk var 150 faðmar, og hljóp hestur sá, er 1. verðlaun voru dæmd, þann veg á 21 x/a sekúndu, en annar hestur rauðbles- óttur (frá Blesastöðum á Skeiðum) hljóp skeiðrúmið á 2o'/i sekúndu, en fékk þó engin verðlaun, að sögn af því að dóm- nefndin hélt því fram, að hann hefði farið of fljótt af stað, en margir, er þar voru viðstaddir báru, að svo hefði ekki verið, og varð út úr því þjark allmikið, ogbauðst eigandinn til að reyna hestinn í samreið við alla hina, er verðlaun hlutu, en því var þverneitað, og dómnefndin sat við sinn keip. Höfðu menn reynt hestana kveldið áður, og var sá rauðblesótti lang- fljótastur stökkhestanna, svo að enginn var í vafa um, að hann tæki 1. verðlaun, eins og við veðreiðarnarhérí fyrra. Vakti þessi úrskurður dómnefndarinnar þvl megna óánægju. Þegar eptir veðreiðarnar, er menn skemmtu sér lltt við, fór fram fótknatt- leikur á Melunum, en fremur fátt manna horfði á þann leik, því að flestir gengu heim, þá er veðreiðunum var lokið. Eptir morgunverð var gengið í skrúðgöngu af Lækjartorgi upp á hátíðarstaðinn á Landakotstúni. Var staðurinn mjög smekk- lega skreyttur, bæði inngangurinn, ræðu- pallur og danspallur, svo að ekki hefur áður betur verið, og eiga þeir þakkir skilið, sem fyrir þ v í stóðu, og getur verið til fyrirmyndar við hátíðahald þetta síðar- meir, ef það leggst ekki niður, sem ef til er nokkur hætta á, ef ekki verða fundin ráð til að hafa skemmtun þessa tilkomu- meiri og fjölbreytilegri, en hún hefur verið nú upp á síðkastið. Halldór Daníelsson bæjarfógeti setti háttðina með stuttri inngangsræðu. Þá mælti Tryggvi Gunnarsson fyrir minni konungs, en þar á eptir séra Þórhallur Bjarnarson fyrir minni Islands, og lagði einkum áherzlu á, að menn ættu að vilja vinna gagn landi og lýð, en forðast allan slæpingsskap. Var sungið á eptir kvæði, er Guðm. Guðmundsson hafði ort. Þá talaði Indriði Einarsson fyrir alþingi, og kvað lítt að því. Þótti sumum einkenni- legt, að hann minntist ekki einu orði á fullnaðarsamþykkt alþingis á stjórnarskrár- breytingunni. en eptir skoðun ræðumanns á þvl máli var þess varla að vænta. Hjólreiðar lftilsháttar voru haldnar á Kaplaskjólsveginum kl. 2, og varð Guð- jón Samúelsson snikkari fremstur, en næst- ur honum Gísli Jónsson (ritstj. Ólafssonar). Verðlaun 10 kr. og 5 kr. Þá var nokkru síðar teflt lifandi tafl, og vann Indriði Einarsson það, en Pétur Zóphóníasson tapaði, enda þótt hann sé miklu betri taflmaður. Eptir miðdagsverðarhlé byrjuðu ræðu- höld aptur og talaði þá Guðm. Finnboga- son cand. mag. fyrir Reykjavík, en á ept- ir var sungið kvæði, er Guðm. Guð- mundsson hafði ort. Svo talaði Halldór Jónsson fyrir minni Islendinga erlendis og var með því lokið hinum ákveðnu ræðu- höldum. En enginn fann köllun hjá sér til að stíga í ræðustólinn úr því, nema trúboði nokkur (mormóni eða metódisti), er hélt hegningar- og aðvörunarræðu yf- ir fólkinu. Er það til marks um, hve dauft var yfir hátíðahaldi þessu öliu, að enginn annar skyldi verða til þess að mæla nokkur orð á þessari skemmtun. Nærri lá, að ekkert yrði úr glímum þeim, er haldast áttu samkvæmt »pró- gramminu«. Það varð bókstaflega að kaupa menn til þess að gefa sig fram. Og ekki urðu þeir fleiri en 5—6, er tóku lítilsháttar þátt í þessari þjóðlegu skemmt- un. 1. verðlaun (20 kr.) fékk Valdimar Sigurðsson í Rvík, 2. verðlaun (15 kr.' Jónatan Þorsteinsson kaupm. Rvík og 3. verðlaun (10 kr.) Asgeir Gunnlaugsson verzlm. Rvík. Um kl. 5 hófst dansinn, en fremur dauf var hluttakan í honum, og er þá Reyk- víkingum gengið, er þeir fást ekki til að dansa. Hátíðinni var lokið um miðnætti með því að skotið var flugeldum og tók- ust þeir allvel. Eorstöðunefnd hátíðarinuar hefur ef- laust gert það, sem hún gat til þess að hátíðin yrði sem skemmtilegust. En það er enginn vafi á því, að góða veðrið hef- ur mest og bezt hjálpað til að halda henni uppi í þetta sinn. Hefði eitthvað verið að veðri, hefði hátíðahaldið verið öldungis dauðadæmt og fólk ekki hald- izt við á hátíðarsvæðinu við þær skemmt- anir, er því nú voru boðnar. En svona lagað hátíðarhald má ekki lifa eingöngu á þeirri tilviljun, að veðrið er gott hátíð- ardaginn. Það er þá ekkert spunnið í slíkt hátíðarhald og betra að leggja það niður, að minnsta kosti um tíma. Útlendar fréttir. —o--- Kaupm.höfn 27. júlí. Svíþjóð. Stórkostlegt verkfall í Sviþjóð, um 20 þúsund manna vinnulausir. Verk- fallið varð af því, að vinnuveitendur vildu koma á samningavinnu (Akkord), en vinn- endur heimtuðu, að þeir væru vissir um, að fá eins hátt kaup eptir nýja laginu og ef tímavinna væri. Um þetta gat máls- pörtum eigi komið saman; er því nú verk- fall í flestum vélaverksmiðjum. Vinnend- ur vonast eptir hjálp úr verkfallssjóði (Strejkekasse) Dana og Norðmanna. Verk- smiðjueigendur hafa sent yfirlýsing um það, að vinna verði tekin upp aptur þegar í stað, er vinnendur vilji ganga að þeim kostum, er þeim hafa verið boðnir af „Hvilans“verksmiðju, sem stærst er og efldust. Ekkert verður af samningum, en vinnendur því miður flestir fátækir og þola þetta ekki lengi. Landbúnaðarráð- herra Svía hefur því farið þess á leit við báða aðila, hvort þeir væru fúsir á að hlýða úrskurði óvilhallra þar til kjörinna manna, og virðist það hafa töluvert fylgi, en er enn þá ekki komið lengra áleiðis. 15. júlí var óheilladagur fyrir Svíþjóð; á þrem stöðum urðu þá stórkostlegir elds- voðar, nemur skaðinn að minnsta kosti 1 miljón króna. Balkanskagi. Eptir sögn hafa stjórnirn- ar í Wien og Pétursborg látið Ferdínand fursta í Búlgaríu vita, að hann megi eigi vænta neinnar hjálpar hjá Austurrfki eða Rússlandi, ef hann lenti f ófriði við Tyrki og megi hann því búast við, að borga það gamanið með kórónu sinni. Tyrkir þykja^t eigi hafa neittillt f huga, heldur að eins ætla að verjast, ef á þá yrði leitað, hið sama segja Búlgarar. Her- ráðið í Tyrklandi lofar að gera sitt til, að koma friði á og Tyrkir lofa Búlgurum 1 Makedónlu betri kjörum hér eptir en hingað til, ennfremur að slaka til við Búlg- ara sjálfa í skólamálum. Búlgarar urðu glaðir við þetta og þóttust nú öruggir, en . fregnir þaðan sunnanað segja, að smáor- usta hafi orðið á landamærum Búlgaríu. Tyrkir bera það á Búlgara, að þeir hafi farið yfir landamærin og Búlgarar segja hið sama um Tyrki. NúhefurTyrkjastjórn látið Búlgara vita, að nú eigi að afnema ýms fyrirmæli um makedónsk félög, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.