Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 2
126 láta lausa ýmsa Búlgara, sem nú eru í fangelsi, allt til þess að bæta samkomu- lagið. Skóla og kirkjur, sem eru lokaðar, á líka bráðlega að opna. Sökum óeirða í Makedóníu hefur Tyrkjastjórn ákveðið, að hætta að borga embættismönnum sín- um húsaleigustyrk til þess að geta notað það fé til þess, að flytja her frá Asíu yfir þangað, ef þörf gerist. Grikkland. Ráðaneytisforsetinn Theo- tokis hefur fengið leyfi til þess, að hætta stjórnarstörfum, og allt ráðaneytið farið frá völdum eptir leyfi konungs. Orsökin er sú, að óeirðir eru töluverðar meðal almúgans, og því þurfti að taka alvarlega f taumana, en það þorði þessi stjórn ekki, því að hún var illa liðin. Theotokis á- mælti svo mótstöðumönnum sínum opin- berlega 1 þinginu, mæltist það illa fyrir. Konungur fól Ralli að mynda nýtt ráða- neyti, en honum gekk það eigi greitt og Delyannis sagði skýrt og skorinort, að eigi væri um annað að gera, en uppleysa þing- ið og ganga til nýrra kosninga. Þetta þurfti þó eigi, því að Ralli hefur nú tek- izt, að ná í nægilega marga til þess, að sjóða saman úr ráðaneyti, þykir honum hafa tekizt vel úr því sem um var að gera og eitt af því fyrsta, sem nýja ráðaneytið ber fram í þinginu er frumvarp um fækk- un þingmanna; varð það úr eptir snarpar umræður, að þingmönnum var fækkað úr 243 niður í 198. Ungverjaland. I Buda-Pest eru óeirðir eigi alllitlar. Þingmaður einn að nafni Bornabas hélt þar þingmálafund snemma í þessum mánuði, en eigi fór hann frið- samlega fram, því að bæði lögreglan og herinn varð að skerast í leikinn. 17 menn særðust og i2hnepptir í varðhald. Sama dag varð reglulegur götubardagi í Gross- wardein. Lögreglan varð að flýja og marg- ir særðust, en herinn kom reglu á aptur. — Víða um Ungverjaland hefur verið vatna- gangur mikill sökum rigninga og storma, fljót hafa brotið flóðgarða og gert ógur- legan skaða. I Sadetafjöllum og Freiwald- en er skaðinn metinn margar miljónir króna. í Agram íiefna menn sín með dýnamítsprengingum bæði í stjómar- og prívatdeilum; horfir slíkt til vandræða, en þó hefur eigi orðið mikið tjón af 4 síðustu sprengingum, sem allar voru gerðar 14. þ. m. Serbía. Konungur Sexba gerði á af- ■ mælisdegi sínum allmiklar breytingar á her sínum, að því er tign snerti og met- orð, en Luka Lazarewitsch, aðalforingi samsærisins, stóð 1 stað sem major, • en þetta mislíkaði honum og hótaði að segja af sér, en þá var hann þegar í stað gerð- ur að óberst-lautenant. Sendiherrar Serbíu 1 London, París og Aþenu hafa sótt um lausn og fengið. Menn hafa fyrir satt, að engir verði í bráð skipaðir í London og Aþenu af því að bæði England og Grikk- land hafa látið óánægju sína í ljósi yfir morðunum. Pétur konungur ferðast dul- arklæddur um í ríki sínu og hyggst með því að afla sér vinsælda og hylli meðal almúgans. Óvinátta er nú síðustu dagana komin upp milli hermálaráðgjafans og helztu samsærismanna; er þar vandi úr að ráða fyrir konung hvora hann skal styðja. Spánn. 18. júlí bað allt ráðaneytið spánska um lausn og fékk auðvitað, en konungur bauð ráðaneytisforsetanum Sil- vela að mynda nýtt, en Silvela færðist und- an. Konungur fól þá Villaverde að gera ' það, og lauk hann því á fáeinum dögum. Frakkland. Loubet fór til Lundúna í þ. m., var honum tekið með mestu við- höfn; þykjast menn í þessu sjá sönnun fyrir vaxandi góðri samvinnu milli ríkj- anna og jafnframt er það sett f samband við Mandschurimálið. Það vekur einnig eptirtekt, að Rússland vildi eigi gefa sam- þykki sitt til Lundúnaferðar forseta, nema ef England drægi sig úr öllu sambandi við Japana. Þetta þykir heldur einkenni- leg krafa og ber það með sér, að hún er skilgetin dóttir rússnesku kúgunarstjórnar- innar og mun hvorki England eða Frakk- land gera sér að góðu að sækja orlof með afarkostum til Rússa, ef konungur þeirra eða forseti vill bregða sér bæjarleið. — Frakkland hefur gert samband við Spán til þess að gæta hagsmuna beggja ríkjanna í Afríku. Þetta vekur mikla eptirtekt, því að ekki getur tilgangurinn verið annar, en að gera samband gegn hinum tveim ríkj- um, sem eignir eiga í Norður-Afríku nfl. England og Italía, Menn stinga saman nefjum um, hvort þetta muni vera fyrsti árangurinn af sambandi Frakka og Eng- lendinga; þá byrjar hann að minnsta kosti ekki vel og bróðurlega. England. Búaforinginn Louis Botha skrifaði í miðjum júlí einum helzta fylgis- manni Chamberlains um áhrif Afríkuferð- ar hans, telur hann gagnið af ferð hans minna en ekki neitt, og herskattar þeir, sem hann hafi lagt á Transvaal séu alveg óþolandi. Ennfremur segir hann, að það sé bert, að Englendingar vilja strax koma þar að ensku sem tal- og ritmáli. Bréf þetta var prentað orðrétt í „Times" og gerði það að verkum, að tveir parlaments- meðlimir beiddu Balfour um leyfi að taka tollmál Chamberlains o- fl. upp á dag- skrána einu sinni enn, en Balfour kvað þetta mál margrætt áður og ekkert gagn mundi því verða af, að taka það enn til umræðu. 650 borgarar í Lundúnum, 500 kauproenn og margir bankastjórar hafa beðið um leyfi til þess að fá að halda op- inberan fund um tollfrumvarp Chamber- lains, ætla þeir að andmæla kröptulega öllum breytingum á tolllögum Englands, sem miða til þess, að hækka verð á nauð- synjavörum. Talað er um, að koma jafn- aðartolli (Differentialtold) á þýzkar vörur og ameríkanskar. Það er annars fróðlegt að gæta að, hvernig Balfour hefur komið fram í tollmáli þessu. Fyrst var hann því mótfallinn, svo mælti hann með því og fyllti algerlega flokk Chamberlains og nú að lokum kve’ðst hann hvorugan flokkinn fylla og vill miðla málum. En Chamber- lain á ákafa mótstöðumenn í ráðaneytinu og meðal þeirra kveður mest að hertog- anum af Devonshire, þess vegna gengur Balfour illa að miðla málum; er eigi ólík- legt, að hann kafni undir tign sinni og bráðlega verði ráðaneytisskipti á Englandi. Bretar hafa nú 25,000 manna, sem stöðu- her í Suður-Afríku til þess jafnframt að gæta Indlands, ef á þyrfti að halda. Eng- lendingar og Bandamenn geta eigi orðið sammála um 7 litlar eyjar nálægt Borneo þykjast hvorirtveggju hafa jafnan rétt til þeirra. Parlamentið hefur samþykkt að verja 3 milj. pd. sterl. (90 milj. kr.) til her- og flotalægisbygginga. írland. Þegar það vitnaðist í Dublin, að Játvarður konungur ætlaði að komatil Irlands bráðlega, tók þingið að ræða um, hvort fá skyldi konungi heillaósk frá þing- inu, þegar hann kæmi; var það svo fellt með 40 : 37 atkvæðum. Æsingur var mik- ill meðal almúgans og lögreglan varð að bjarga ýmsum þingmönnum, sem greitt höfðu atkvæði konungi í vib Þann 20. júlí fór svo konungur og drotning til ír- lands, var þeim þá tekið mæta vel og bar ekki á neinni óánægju. Bandaríkin. Roosevelt hefur nú tekið á móti kröfu Gyðinga í Bandaríkjum til Rússastjórnar. Sjálfur óskar hann skjótan enda á þetta mál, og líklegt er, að svo verði, einkum þar sem Rússar lofa að að hegna forsprökkunum harðlega, en kröfunni vilja þeir engan gaum gefa; er þetta mál að líkindum útkljáð með þessu. Yeneznela. Fregnir frá Saledad segja, að herskip frá Venezuela hafi skotið á stjórnarbyggingarnar í Cindad Bolivar, þar sem uppreisnarmennirnir höfðust við. Af þessu varð reglulegur bardagi, og 300 manns féllu í það skiptið. Síðan varð enn orusta. Stjórnarherinn hefur náð Cindad Bolivar á sitt vald, eptir þriggja daga bar- daga á strætum úti. Nokkuð yfir 1000 manns biðu bana. 24. júlí náði stjórnin uppreistarforingjunum á sitt vald og allt þar með að líkindum á enda. Mandschuri. Rússar héldu allmikinn og fjölmennan fund í Port Arthur um miðjan júlímánuð; þykir llklegt, að þar hafi verið samþykkt að auka liðsafla í Mandschuri; að minnsta kosti er það víst, að hermála- ráðgjafinn er kominn austur þangað, og liðsstyrkur aukinn eigi allítið. Rússar þykjast eigi vilja láta opna hafnir í Mand- schuri, því að þá streymi þangað konsúl- ar frá öðrum ríkjum, sem hafi frjálsan að- gang að samningum við Kínastjórn, geti slíkt komið af stað óeirðum. En þetta er auðvitað yfirdrep eitt, og ekkert annað. Ætlun Rússa er auðsjáanlega sú, að draga málið á langinn, þangað til þeir hafa feng- ið fasta fótfestu í Mandsehuri, og vona svo að Evrópa smádofni yfir þessu þaufi. En Kínverjar hafa þó með samþykki Rússa látið Bandamenn vita, að tvær hafnir muni verða opnaðar í Mandschuri; þykir slíkt sigur mikill fyrir Bandamenn. Stjórnar- blað eitt í Port Arthur neitar því, að í Mandschuri hafi verið fleiri hermenn, en nauðsynlegt hafi verið til að vernda þá Rússa, sem búið hafa þar. Þetta blað nefnir líka, að England og Japan hafi verið ósvífin í kröfum sínum gegn Rússlandi, en Rússland hafi eigi haft annað fyrir augum í Mandschuri, en efla menntun og manndáð — en því munu fáir trúa. Japanar ætla, að loforð Rússa um að opna hafn- irnar í Mandschuri sé að eins gefið til þess, áð gera England og Bandaríkin vinveitt sér, ef til stríðs kæmi milli Japans og Rússlands. Prinsinn í Peking hefur sent skeyti til sendiherra Bandaríkj- anna, þar sem hann neitar að opna fleiri hafnir í Mandschuri, segist heldur eigi geta það, því að Rússar haldi mörgum höfnum á sínu valdi, og þær geti Kínverjar ekki opnað. Rússneski sendiherrann hér í Kaupmannahöfn neitar, að þetta geti verið satt, að því er Rússa snertir. Leó páil XIII. andáðist mánudaginn 20. júlí kl. 4,4 e. m. eptir hálfsmánaðár légU. Hann fæddist 2. marz 1810 og því rúm- lega 93 ára. Að eins einn páfi héfur orð- ið eldri og það var Gregofíus IX. ggára. Leó XIII. várð páfi 1878 og hefur setið næst lengst á-páfastóli. Sá er lengst hef- ur setið á stóli var Píus IX í 3'f»/i ár. Leó XIII. var talinn meiri stjórnvitringur en guðfræðingur, hann var maður duglegur og þykir hafa stjómað hinni katólsku kirkju vel þennan síðasta aldarfjórðung, sem . hann hefur setið við stýrið. Hann var skáld gott og orti 'mest á latínu; hann orti lofsöng á latínu rétt áður enhann dó. Ómögulegt er að segja um, hver verður eptirmaður hans. 33 ungar stúlkur brunnu nýlega inni í þreskihlöðu á Rússlandi, hlaðan var lok- uð, svo að þær gátu eigi koinizt út. Hald- ið er, að kviknað hafi í af manna völdum. I seli einu á Þelamörk brunnu í þess- um mánuði inni 3 börn frá 2—7 ára.. Móð- ir þeirra fór snemma morguns burtu með ærnar, en þegar hún kom aptur var allt brunnið til kaldra kola. Hún hafði eigi hugmynd um, hvernig kviknað hafði í. 21. júlí brann bær einn eigi alllítill í Suður-Tyrol, að nafni Villa Banale til kaldra kola og engu bjargað. Mannskaði lítill. Alþingi. VI. Undirbúningur d nýju jatdamati. Frv. um það er framkomið frá meiri hluta land- búnaðarnefndarinnar. Helztu atriðin í frv. eru þessi: Allar jarðir skal meta til dýr- leika í hundruðum króna. í hverri sýslu skal matið framkvæmt af 3 mönnum, er sýslumaður kveður til. Sýslumaður stjórn- ar matinu, en tekur eigi þátt í atkvæða- greiðslu. Hverja jörð skal meta til pen- ingaverðs, eins og hún mundi vera sann- gjarnlega seld eptir gæðum sínum. Með jörðum skal eigi meta kúgildi. Að öðru leyti skal matið framkvæmt eptir reglugerð, sem landshöfðingi semur. Þar skal og tiltekinn tími hvenær matinu á að vera lokið, enda fari það fram á sama tíma um land allt. Líkskoðun. Nefndin í n. d. í því máli leggur til að fella frv., en samþykkja í þess stað annað frv. um dánarskýrsl- ur, þar sem prestum, er jarðsetja lík, er gert að skyldu,.að innfæra í kirkjubókina dauðamein hins látna eptir þeim tipplýs- ingum, er beztar geta fengizt. í kaup- stöðum og kauptúnum, sem læknir býr í, má prestur ekki jarðsetja lík neins manns, fyr en hann hefur fengið dánarvottorð hans frá lækni þeim, er stundaði hinn látna í banalegunni, en ef læknir hefur ekki stund- að hann í banalegunni, skal hann innan 24 tíma frá andlátinu skoða ltkið og senda sóknarpresti dánarvottorð. Þingsköp til brddabirgba. Stjórnarskrár- nefnd e. d. ber fram frv. um að breyting- ar þær á þingsköpum alþingis, er leiða af stjórnarskrárbreytingunni, megi ákveða til bráðabirgða með konunglegri tilskipun. Lög samþykkt af alþingi: 10. Lög um sampykkt d landsreikningunum fyrir 1900 og 1901. ix. Lög utn löggilding verzlunarstadar við Kdlfshamarsvtk í Vindhælishreppi i Húnavatnssýslu. 12. Stjórnarskipunarlög um breyting d stjórn- arskrd um hin sérstaklegu mdlefni ís- lands 5. jan. 1874. 13. Fjdraukalög fyrir drin 1900 og 1901. 14. Lög um stækkun verzlunarlóðarinnar í Reykjavík. Svæði það, sem reisa má á verzlun- arhús í Reykjavík, skal stækka þannig, að austurtakmörk séu merkjaskurður og garður austan við Rauðarármýri (Félagstún) frá sjó upp að Laugavegi, suðurtakmörk lína frá enda nefnds garðs við Laugaveg f suðurhorn Graénu- borgartúns, og þaðan lína með suður- jaðri Sauðagerðistúns vestur í Kapla- skjólsveg, og vesturtakmörkin lína það- an í enda Framnesvegar við Granda- bót. Merkjasteinar skulu settir fyrir verzl- unarlóðinni. 15. Vidaukalög við lög nr. 17,13. sept. 1901 um breytingu d tilsk. 20. apr. 1872 um bæjat stjórn í kaupstaðnum Reykjavlk. 1. gr. I byggingarsamþykkt þeirri, sem um getur í 5. gr. laga nr. 17, 13. sept. 1901 um breyt. á tilsk. 20. apr. 1872 um bæjar- stjórn í kaupstaðnum Reykjavík, má á- kveða hæfileg gjöld fyrir leyfi þau, sem bæjarstjórn eða byggingarnefnd veitir. Nú er byggingarfulltrúi skipaður samkvæmt áminnstri samþykkt, og má þá ákveða hæfileg gjöld fyrir þau störf hans, er hann leysir af hendi, sem byggingarfulltrúi í þarfir einstakra manna eptir beiðni þeirra. 2. gr. Gjöld eptir 1. gr. greiðast af leyf- isþegnum og beiðendum, og skulu hafa

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.