Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 3
127 lögtaksrétt. Þau renna 1 bæjarsjóð Reykja- víkur. 16. Lög tim vidauka vidlogum medgjöf med óskilgetnum börnum. 1. gr. Fúlga sú, sem krefjast má, að sveitarsjóðir greiði samkvæmt 4. gr. laga 12. jan. 1900 um meðlag með óskilgetnum börnum o. fl., skal eigi vera hærri en með- almeðgjöf í þeirri sveit, er barnið dvelur í. Sýslunefndir og bæjarstjórnir skulu á- kveða upphæð meðalmeðlags fyrir 5 ár i senn fyrir hvert sveitarfélag. 2. gr. Nú deyr barnsfaðir, er kannazt hefur við faðerni óskilgetins barns, án þess úrskurðuð hafi verið meðlagsfúlga sú, er honum ber að greiða, og má þá krefj- ast meðalmeðlags af dánarbúi hans á þann hátt, er segir í 3. gr. ofannefndra laga 12. jan. 1900. Fjárbaanip þær, er alþingi hafa verið sendar, en ekki hafa verið enn teknar til greina, eru þessar hinar helztu: Frá báta-ábyrgðarfélagi Isfirðinga um, að þær 4000 kr., sem þingið veitti til þilskipa- ábyrgðar á Vestfjörðum árið 1893, verði veittar félaginu sem varasjóður; frá hrepps- nefnd Laxárdals f Dalasýslu um styrk til vegalagningar frá Heiðarbrekkum að Búð- ardal; frá séra Árna Þorsteinssyni á Kálfa- tjörn, að því prestakalli verði veitt 125 kr. uppbót fyrir næsta fjárhagstímabil; frá prestinum á Stað í Grindavfk um uppbót fyrir skemmdir á túni og varnargörðum staðarins; frá Indriða Benediktssyni í Liverpool á Engiandi um 1800 kr. á ári til verzlunarerindrekastarfa og rannsókna á markaði fyrir fslenzkar vörur; frá séra Árna Þórarinssyni Miklaholtspresti um undanþágu frá árgjaldi; frá þingmönn- um Árnesinga um 5000 kr. fjárveiting til gistihússbyggingar við Hólmsbrú; frá hinum sömu um vita á Loptsstaðahól í Árnessýslu; frá þingmanni Snæfellinga um xooo kr. til sumarskóla í Ólafsvík; fra Guðm. héraðslækni Björnssyni um 500 kr. styrk handa frú Björgu Blöndal í Kaupm.höfn til þess að gefa út þýðing á danskri bók um „mat og drykk"; frá Þórarni málara Þorlákssyni um 1000 kr. styrk til fullkomnunar í „fagteikningu"; frá lúðrafélaginu í Reykjavík um 1000 kr. styrk á ári; frá héraðslæknisekkju Magneu Ásgeirsson um 300 kr. árlegan framfærslu- styrk fyrir sig og barn sitt; frá skipstjóra Matthíasi Þórðarsyni um 600 kr. styrk hvort árið til þess að rannsaka og gefa leiðbeiningar um fiskiveiðamál; frá Jóni söðlasmið frá Hlíðarendakoti um 300 kr. fjáveitingu handa sér hvort árið sem viður- kenningu fyrir ritgerðir hans um fiskiveið- ar; frá Torfa Bjarnasyni í Ólafsdal um alt að 20000 kr. láni úr landssjóði; frá séra Einari Thorlacius um 200 kr. árlega til að friða skóglendi á prestssetrinu Saurbæ á Hvalfjarðarströnd; frá cand. phil. Guðm. Guðmundssyni um 600 kr. styrk hvort ár- ið til að geta lokið við ljóðverk sitt „Strengleikar" o. fl.; frá Guðm. Magnús- syni prentara um 1200 kr. ferða- og mennta- styrk; frá organista Hallgr. Þorsteinssyni á Sauðárkrók um 200 kr. styrk til að full- komna sig í söngfræðisþekkingu; frá Jóni Bjarnasyni um 200 kr. uppbót úr lands- sjóði fyrir skemmdir á ábúðarjörðu hans Skorrastöðum í Norðfirði; frá Árna Davíðs- syni um 150 kr. uppbót úr landssjóði fyrir skemmdir á ábúðarjörð hans Grænanesi í Norðfirði; frá Bergi Einarssyni um 400 kr. styrk til þess að fullkomna sig í sút- araiðn í Danmörku; frá nokkrum búend- um í Austurdal 1 Skagafjarðarsýslu um íjárstyrk tii þess að koma á kláfdrætti á Jökulsá hinni eystri; frá Búa Ásgeirssyni á Stað 1 Hrútafirði um 1000 kr. styrk til að húsa svo bústað sinn, að hann geti veitt ferðamönnum viðunanlega gistingu; frá ungfrú Ingibjórgu Guðbrandsdóttur um 600 kr. styrk á ári næsta fjárhagstímabil, til þess að kenna kvennfólki ókeypis leik- fimi í Reykjavík; frá Páli Þorkelssyni um 3000 kr. fjárstyrk til þess að gefa út fult- nægjandi sýnishorh af teiknmdli (Ideografi); frá Sighvati Grímssyni Borgfirðing um 600 kr. styrk til að rannsaka og afrita óprént- uð handrit viðkomandi íslenzkum presta- æfum; frá héraðslækni Georg Georgssyni um 1500 kr. styrk til utanfarar, til að full- komna sig í handlækningum og kynna sér meðferð á berklaveiki; frá Steinunni Árna- dóttur um 600 kr. styrk hvort árið, til að nema tannlækningar í Kaupmannahöfn; frá Bjarna Þorkelssyni í Ólafsvík um 1200 kr. styrk til utanfarar, til að ná fullkomn- un í skipa- og bátasmíðum; frá Jóni Vig- fússyni í Borás í Svíþjóð um 2000 kr. styrk til náms við tekniskan iðnaðarskóla í Sví- þjóð; frá Þorfinni Jónssyni í Tryggvaskála um 100 kr. styrk til að koma upp skýli fyrir ferðamenn og hesta þeirra; frá Þor- keli Hreinssyni um 300 kr. árlegan styrk handa dóttur sinni, sem dvelur á vitfirr- ingastofnuninni Karensminde; frá Magnúsi organista Einarssyni á Akureyri um, að fá að halda 300 kr. styrk sínum til að kenna ókeypis orgelspil og kirkjusöng; frá séra Jóni Jónssyni á Stafafelli um 100 kr. .bráðabirgðaruppbót á ári fyrir tekju- missi; frá séra Stefáni M. Jónssyni á Auð- kúlu í Húnavatnsprófastsdæmi um 300 kr. launauppbót; frá Karli Finnbogasyni um 500 kr. styrk til að ljúka námi sínu á kenn- araskóla í Khöfn; frá Sigurði Sigurðssyni um 500 kr styrk til að ljúka námi sínu á kennaraskólaí Khöfn; frá Konráði stúdent Stefánssyni um 800 kr. styrk á ári til að nema rafmagnsvélafræði; frá Stefáni Páls- syni um 800—1000 kr, styrk til að læra að gera við áttavita; frá Jóni Helgasyni á Seyðisfirði til að fullkomna sig í lýðhá- skólamenntun. Niðurskurðurinn í efri deild er allmyndarlegur í þetta sinn, því að flestöll frumvörp, er hingað til hafa felld verið og áður er getið um hér í blaðinu, hafa verið skorin niður í þeirri deild. Sérstaklega kom mönnum á óvart, að frv. um sölu jarðarinnar Arn- arhóls var fellt í e. d. nú í vikunni við 3. umr. með 7 atkv. gegn 4, hafði gengið orðalaust við 1. og 2. umr. Ástæðan fyr- ir niðurskurðinum mun hafa verið sú, að lóð þessi hækkaði svo í verði árlega, að óráð væri að selja hana nú þegar og því réttara að fresta sölunni. En mjög hæpið er, að sú „spekúlation" sé rétt reiknuð. Auk þess hefði landsjóði ekki veitt af, að fá nú þegar fé fyrir eign þessa til þess að fá eitthvað upp í hinn væntanlega kostn- að við ráðherrabústaðinn, sem óhjákvæmi- legt verður að reisa innan skamms. Þetta verður og allóþægilegt fyrir bæjarstjórnina, sem hafði gert sér vissa von um að festa að einhverju leyti kaup á þessu svæði og gert ýmsar ráðstafanir 1 sambandi við það að því er snerti gatnalagningu, kaup á húsum o. s. frv. Mun þessi aðferð e. d. fremur misráðin og mælist lítt fyrir. Um Yesturheimsferðir. Einn merkur Iandi vor erlendis hefur ritað Þjóðólfi eptirfarandi athugaverða hug- vekju 6. f. m. „I blaðinu „Heimskringlu" 18. júní þ. á. er grein um innflutning til Kanada: („Bragð er að, þá barnið finnur"). Grein sú gefur góðar upplýsingar um það mál. Getur alþingi ekki gert neitt til þess að hamla þvf, að „agentar" narri fólk í stór- hópum frá íslandi til Kanada ? „Agentar" þessir skiptast í marga flokka: 1. „Officielle agenter" eins og Sveinn Brynjólfsson, Páll Bjarnason o. s. frv. 2. „Leynilegir agentar" frá Vesturheimí. Þeir eru mjög margir, bæði menn og kon- ur. Þeir fá „frítt far" heim til íslands, eru þar svo einn vetrartíma eða stundum ár, safna sér útflytjendaflokki á Islandi og fara með hann vestur um haf. Þeir eru þá túlkar flokksins óg fá „fría ferð" og dálítið kaup. Og ef þeim hefur orðið vel ágengt, verða þeir settir „agentar ex officio", þegar vestur er komið, eða fá laun fyrir starfa sinn á annan hátt. 3. Islendingar á Islandi eru sumir hlynntir vesturferðum og hafa heldur hag af því. Blöðin "Isafold" og „Norðurland" eru undir niðri hlynnt vesturferðum. Það er skiljanlegt, þvfað „agentarnir" vinna að þvf, að Vestur-íslendingar kaupi þessi blöð. „Norðurland" hefur beinlínis skor- að opinberlega á Vestur-íslendinga að hjálpa sér. En „Isafoldar“-Björn hefur mikla bókaverzlun við Vestur-íslendinga. Sakir þess er hann hlynntur vesturferð- um. 4. Vandarnenn „agentanna" (einkum séra JónsBjamasonar)áíslandi eru hlynnt- ir vesturferðum t. d. séra Jens Pálsson. 5. Þeir menn á Islandi, sem hafa at- vinnu hjá „agentunum" við útflutninginn og eru einskonar „undiragentar", eru auð- vitað hlynntir vesturferðum. 6. „Lögberg" erduglegur „agent". Kan- adastjórn lætur senda blaðið, sem hún sjálf veitir mikinn styrk, ókeypis í fjölmörgum (1000—1500) eintökum víðsvegar út um allt Island. Og nú fær blaðið „Heims- kringla" líkan styrk af Manitobastjórn. Auk þess eru við og við send út flugrit til Islands á kostnað Manitobastjómar. 7. „Prívatbréfin" frá Vesturheimi til Is- lands eru og duglegir „agentar". Sama má segja um fargjaldasendingarnar. Það er skiljanlegt, að Vestur-íslending- ar leggi allt kapp á, að fá sem flesta Is- lendinga vestur um haf. Til þess eru tvær sterkar ástæður: r. Fjöldi af Vestur-íslendingum hafa beinlínis eða óbeinlínis atvinnu af útflutn- ingi frá Islandi til Kanada, eins og sýnt er fram á í grein í „Arný". 2. En hin ástæðan er enn þá þýðing- armeiri: Skilyrðið fyrir því, að Vestur- Islendingar haldi um nokkurn tíma áfram að vera sérstakur flokkur, er stöðugur út- flutningur frá Islandi til Vesturheims. — (Eldra fólkið deyr smátt og smátt og bömin hverfa venjulega inn í ensku þjóð- ina). Framtíð Vestur-íslendinga er því ein- göngu komin undir innflutningi frá Is- landi. — Fyr eða seinna verða þó Vest- ur-íslendingar að hverfa inn í enskuþjóð- ina eins og dropi í sjóinn. Hagsmunir Islands og Vestur-Islend- inga eru alveg gagnstæðir. Utflutningur- inn er Islandi skaðlegur sakir mannfæð- arinnar, en hann er lífskilyrði fyrir fram- tíð Vestur-íslendinga. Sakir þess leggja þeir fram alla krapta sína til að efla hann. En hvað gerir ísland á beinan hátt til að draga úr útflutningi? Nú í sumar verður stjórnarbótarmálið leitt til lykta. Þá verður hægt að leggja meiri rækt en áður við önnur nauðsynja- mál þjóðarinnar. Væri þá ekki einnig hægt að taka útflutningsmálið til íhugun- ar og vinna á beinan hátt gegn útflutn- ingi og áhrifum útflutnings-„agentanna?“ íslendingar flytja flestir af landi burt áf því, að þeir trúa gyllingum „agentanna", en hafa sjálfir enga þekking, hvorki á því, sem þeir sleppa né hreppa. Það hef- ur sárlítið verið gert til að efla trú alþýð- unnar á framtíð íslands og glæða ættjarð- arást hennar; og á hinn bóginn fær hún varla aðrar fregnir af Vesturheimi en skrumlýsingar „agentanna". Alþýðu manna er vorkunn. Hana vantar þekkingu til að geta skilið, hverja þýðing útflutningar til Vesturheims hefur fyrir hana og börn hennar: Algerð breyting á ættjörð og þjóðerni. Vestur-íslendingar eru ekki ís- lendingar, heldur Vesturheimsmenn að þegnrétti og siðum, og verða það ávallt meira og meira, að því er mál og þjóð- erni snertir. Gæti ekki alþingi rétt alþýðu manna á Islandi hjálparhönd í þessu efni ? Jú. Þingið gæti veitt fé, sem varið yrði til að fræða alþýðu manna í þessum efnum. Og fræðsluna mætti veita annaðhvort í sér- stökum smáritum eða með fyrirlestrum í þeim hlutum landsins, sem „agentarnir" heimsækja mest. Eg hygg það hefði all- mikla þýðingu, ef einum manni væri fal- ið á hendur, að ferðast um landið og halda fyrirlestra og samtalsfundi um þetta mál í þeim héruðum, þar sem „agentun- um“ verður bezt ágengt. Þessi maður gæti lokið starfi sínu á einu ári, svo það ætti ekki að verða mjög mikill kostnaður fyrir landsjóð. Brátt mundu helztu menn sveitanna vakna til starfa og taka málið í sínar hendur, svo eigi þurfti að hafa sér- stakan mann nema eitt ár, Verksvið þessa manns væri að vekja trú alþýðunn- ar á framtíð íslands, glæða ættjarðarást hennar og hrekja skrumlýsingar og ó- sannindi vesturferða-„agentanna“. Um leið gæti þessi maður — eptir samráði við helztu menn í hverri sveit — tekið til í- hugunar, hvað hægt er að gera til hjálpar þeim mönnum, sem vilja leita til Vestur- heims sakir atvinnuleysis og fátæktar. Þessir menn ættu að geta fengið atvinnu á Islandi, svo þeir þyrftu eigi sakir þess að fara til Vesturheims. Um friðun rjúpna. Á þingi 1901 var rætt um friðun rjúpna, en það mál náði þá ekki samþykkt. En svo virðist, sem það hefði þurft að ræðast með meiri alvörugefni en gert hefur verið, þar sem rjúpnaveiðar í sumum sveitum eru nokkurs konar atvinnugrein, ef vel og skyn- samlega væri að farið, sem nú er þó ekki að heilsa. Menn byrja vanalega of snemma á haustin að veiða rjúpúna, og er það or- sök til þess, að verðið er ekki hærra en nú er. Ekki svo sjaldan hefur það komið fyrir, að tjúpur hafa ónýtzt á haustin vegna hit- ans, og stundum er svo hundruðum skiptir fleygt út af skipunum, ef maðkar bafa sést á þeim, eða fundizt megn ýldulykt; svo er afgangurinn opt mjög skemmdur og verðið minna, og spillir það mjög útlenda markað- inum, og af því mega landsmenn súpa. Kaupmenn gæta sín að tapa ekki á sölutjni, sem von er. Sjaldan mun ónýtast nema fyrsti farmurinn, meðan sem heitast er; en væri rjúpan friðuð yfir haustið eða til septem- berloka, mundi öðruvísi fara, því sjaldan er svo hlýtt eptir þann tfma, að ekki sé þá óhætt að byrja veiðina um 1. okt., en alls ekki fyr. Auðvitað býst eg ekki við, að frið- unartíminn verði lengdur, eins og eg og fleiri helzt vildu. Eg hef talað um þetta við nokkra, og hafa þeir allir viljað, að eigi væri leyft að skjóta rjúpu, nema 3 mánuði, okt., nóv. og des., þá mundi veiðin koma jafnast yfir, að því leyti sem margir á haust- in eiga mjög annríkt, þegar byrjuð er veiðin og geta þessvegna ekki sinnt henni. Opt er mest veitt á haustin þegar f byrjun, og fer þá mörg rjúpan til ónýtis vegna hitans. En hér er ekki lengur við unandi; rjúpuna verður að friða, hvað sem öðrum fuglum líður, og óþarft er að leyfa að veiða rjúpur seinni part vetrar, því þá er verð mjög lágt, og auk þess lítið um þær, svo ekki borgar sig að vefða. Og líka finnst mér mjög leitt, að rjúpan, þessi litli og fallegi, en eptirsókn- arverði fugl, skuli ekki betur friðuð, en ' nú lengi hefur átt sér stað. Margir finna nú til þess, hve sjaldan rjúpur sjást á götum eða niður við sjó, og sumir þeir eldri segja, að f sfnu ungdæmi hafi öðruvfsi verið, þá hafi rjúpur iðulega sést á alfaravegum, en nú finnst þeim annað. Þetta mun líka á rök-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.