Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 07.08.1903, Blaðsíða 4
128 um byggt, því rjúpum hefur fækkað, og auk þess er búið að styggja þessa litlu aumingja mjög mikið, svo þeir halda optast til uppi á fjöllum, þegar hægt er veðurs og jarðar vegna; en auðvitað verður líklega ekki ráð- in bót á því, að rjúpur verði gæfari nema helzt með því, að friða þær lengur, eins og t. d. eg hef bent á hér að framan. Árið 1894 ritaði Norðlendingur einn í „Stefni" um þetta mál, og sýndi rækilega fram á, hve skaðlegt það væri, að friða rjúp- una ekki lengur en gert væri, en síðar mun litið hafa verið gert til verndar rjúpunni, og er sorg að vita til þess. En það er vonandi að þetta lagist, því að það er þess vert að hugs- að verði um það, og vonandi að næsta þing samþykki lög um friðun fugla og bæti þá við friðunartíma rjúpna, því er eg hef bent á. Ef þessu heldur áfram, þá getur rjúpan eyðzt fljótlega, og það væri mjög tilfinn- anlegt. Það er nógu opt búið að leggja okkur Islendingum það út til skammar, að vér eyddum geirfuglinum, þó vér gerðum eigi hið sama við rjúpuna. Áður en eg skilst við þetta mál, vil eg lítið eitt minnast á rjúpnadráp á sunnudög- um. Það mun því miður allvíða eiga sér stað, að gengið sé lil rjúpna á sunnudögum, en slíkt er’ engum ærlegum manni sam- boðið. Það er nær því hneyksli, að menn á helgum dögum, þegar þeir eiga að hvíla sig, skuli drepa blessaða saklausu rjúpuna, en sem betur fer, eru margir, sem aldrei skjóta rjúpur á sunnudögum, og hryggjast af því að vita aðra níðast á rjúpum þann dag. Það ættu því allir að afleggja slíkan sið, eða öllu heldur ósið, og í lögum ætti helzt að leggja sekt við, ef upp kæmist, að einhverjir gerðu það. Eg ætla svo ekki að fjölyrða meir um þetta, þótt margt fleira mætti um það rita. En fái þessi tillaga mín góðan byr, og geti rutt sér til rúms, sem eg vona, þá er tilgangi mínum að nokkru leyti náð. Ritað í marzm. 1903. Not ðlendingur. Ósýnilegir bankamenn, Vonbrigði allmikil munu það hafa orð- ið fyrir ýmsa, að hvorugur hlutabanka- mannanna Arntzen eða Warburg komu nú með „Ceres". Með síðustu skipsferð frá Höfn var sú fregn látin berast út um bæ- inn, að það væri alveg víst, að nú kæmi Warburg að minnsta kosti með „Ceres“, og er svo að sjá, sem vinir hans hafi trú- að. því, en nú brást það. Nú verður sjálf- sagt sagt, að hann komi áreiðanlega(l) með „Laura" næst. Svona gekk það allt sum- arið í fyrra og sumarið 1901, að þá átti Warburgs að vera von með hverju skipi. Nú hjálpa ekki lengur neinar blekkingar í þessu. Þingið verður nú þegar að taka til sinna ráða og búa sig undir, að ekkert verði af þessari hlutabankastofnun, eins og helzt lítur út fyrir, þvíað í næsta mánuði er frestur þeirra W. og A. loks útrunninn, og þá er ofseint fyrir lands- bankann að afla sér þeirra peninga, er hann nauðsynlega þarfnast, ef ekkert verð- ur úr þessu hlutabankafyrirtæki. Þingið getur ekki verið og má ekki vera vonbið- ill manna þessara lengur. I dag er flutt frv. inn á þingið af 4 þingm. í n. d. (Tr. G., L. H. Bjarnason, H. Hafst., H. Þorst.) þess efnis, að lands- bankinn megi gefa út allt að 1 miljón kr. í seðlum gegn tryggingu í gullforða o. fl. Eins og tekið er beinlínis fram í frv. sjálfu er þetta að eins gert til vonar og vara, svo framarlega sem ekkert skyldi verða af hlutabankastofnuninni, svo að lands- bankinn verði þá ekki alveg á flæðiskeri staddur. Nýr landsyfirréttur. Það er nýlunda, að allur yfirrétturinn verði að víkja sæti, og nýir menn setjist í öll dóm arasætin í þessum virðulega rétti. Eins og menn ef til vill muna sýndu meðdóm- endurnir í þeim rétti, Jón Jensson og Krist- ján Jónsson þá óvenjulegu rögg af sér að höfða mál gegn ábyrgðarmanni þessa blaðs í vetur út af öldungis meinlausum ummælum, áhrærandi hið svonefnda veiðlagsskrármál úr Snæfellsnessýslu. Undirdómarinn (Halld. Dan.) hefur nú dæmt í báðum þessum málum fyrir sitt leyti, enafþvíað stefnda þótti ástæða til að láta endurskoða þá dóma fyrir æðra rétti, þá kvað nú vera skipaður splunkurnýr yfirréttur til þeirrar skoðunargerðar, og í hann skipaðir: Júlí- us Havsteen amtm. (form.), Árni Thor- steinsson landfógeti og Eggert Claessen cand. jur. Er mál Jóns þegar lagt í dóm, en Kr. kemur síðar. „Hólar“ komu hingað 3. þ. m. Meðal annara farþega voru séra Jón Jónsson á Stafafelli, Karl Einarsson cand. jur. og læknisfrú Ragnhildur Thorlacius frá Búlandsnesi. „Ceres“ kom frá Kaupm.höfn í gær. Með henni komu Halldór Gunnlaugsson cand. med. & chir., Jakob Havsteen (amt- manns) og nokkrir enskir ferðamenn. Innköllun. Hér með ínnkallast þeir, sem til skulda eiga að telja í dánarbúi Erlendar Krist- jánssonar frá Vatnsleysu í Biskupstungum, er drukknaði 11. apríl þ. á., að lýsa kröf- um sínum, og færa sönnur á þær við undirritaðan innan 6 mánaðá frá síðustu birtingu þessarar auglýsingár. Innan sama tíma eru þeir sem skulduðu Erlendi heitn- um, einnig beðnir að gefa sig fram. Höfða í Biskupstungum 14. júlí 1903. Viglundur Helgason. Penlngar hafa fundizt á vinnustofu minni. Eyiólfur Porkelsson úrsmiður. Proclama, Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, sem til skuldar hafa að telja í dánarbúi hrepp- stjóra Jóns G. Breiðfjöjðs frá Brunna- stöðum, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda áður en liðnir eru sex mánuðir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu 1. ágúst 1903. Páli Einarsson. Heimsins vöndnðnstn og ódýrnstu Orgel og Piano fást íyrir milligöngu undirritaðs frá: Mason & Hamlin Co, Vocalion Organ Co, W. W. Kimball Co, Cable Co, Beet- hoven Piano & Organ Co, og Messrs. Corn- ish & Co. Orgel úr hnottré með 5 áttundum, tvö- földu hljóði (122 fjöðrum). o. s. f. kostar í umbúðum á „Transit" í Kaupmannahöfn 150 krónnr. Enn vandaðra orgel úr hnot- tré með 5 áttundum. þreföldu hljóði (177 fjöðrum. þar af 28 Contrabassafjaðrir) o. s. f. kostar í umbúðum í K.höfn 230 krónnr. Þetta sama orgel kostar hjá Petersen & Steenstrup f umbúðum 347 krónur og 50 aura. Önnur enn þá fullkomnari orgel tiltölulega jafn ódýr. Orgelin eru í minni ábyrgð frá Ameríku til Kaupmannahafnar, og verða að borgast í peningum fyrirfram, að undanteknu flutn- ingsgjaldi frá Kaupm.höfn hingað til lands. Verðlistar með myndum, ásamt nákvæm- um upplýsingum, sendast þeim sem óska. Einka-umboðsmaður á Islandi. Þorsteinn Arnljótsson. Sauðanesi. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar. Uppboðsauglýsing. Þriðjudagana 25. ágúst, i. og 15. septbr. næstkomandi, verður jörðin Eyjar í Breiðdalshreppi, 8,4 hndr. að nýju mati með húsum boðin upp og seld við síðasta uppboðið. Uppboðin byrja á hádegi, tvö hin fyrstu hér á skrifstofunni, hið þriðja á jörðinni. — Uppboðsskilmálar verða til sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir fyrsta upp- boðið. — Skrifstofa Suður-Múlasýslu. Eskifirði, 9. júlí 1903. A. V. Tulinius. TI L S Ö L U hálf jörðin Hrís- hóll í Reykhólahreppi í Barðastrandar- sýslu. 011 jörðin er að fornu mati 16 hundruð. Ágætt tún og góðar út- heysslægjur. Lysthafendur snúi sér til hr. hreppstjóra Snæbjarnar Kristjáns- sonar í Hergilsey eða Önnu Pétursdóttur Kristjánsshúsi í Reykjavík. íslenzk frimerki kaupir háu verði Ólafur Svelnsson. Austnrstræti 5. NÝKQMNIR Hattar og Húfur og mikið af allskonar HÁLSLINI og mörgu fleira. Einnig margskonar til fata. 44 Hvergi ódýrara. ^ 12 BANKASTRÆTI 12. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Til almennings! Ullarsendingum til tóvinnuvél- anna við Reykjafoss í Ölfusi veitir móttöku í Reykjavík hr. kaupm. Bjorn IKristjánsson, \ (Vesturgötu 3). m*~ Sendingrarnar verða að vera vel merktar. UNDIRRITAÐUR tek- ur að sér að innheiinta skuldir, annast lántöknr í bankanum, kaup og sölu á fasteigrnum og skipum, gera samninga og flytja mál fyrir undirrétti. Heima kl. 11 — 12 og 4 -5. Lækjargötu 8. Eggert Claessen. Cand. Jur. Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu Guðmundar Jakobsson- ar trésmiðs hér í bænum, og að und- angengnu fjárnámi verður húseignin nr. 59 við Laugaveg, eign Runólfs Þorsteinssonar, boðin upp við 3 opin- ber uppboð, sem haldin verða kl. 12 á hádegi laugardaginn 1. ágúst og föstudagana 14. og 28. s. m., og seld við síðasta uppboðið ti! lúkningar 1300 kr. veðskuld með vöxtum og kostnaði. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin hér á skrifstofunni, en hið síðasta á húseigninni sjálfri. Söluskilmálar verða ti! sýnis hér á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 23. júlí 1903. Halldór Danielsson, Uppboð. Samkvæmt kröfu H. Th. A. Thom- sensverzlunar í Reykjavík og að und- angengnu fjárnámi verður jörðin Eiði í Seltjarnarneshreppi 7,8 hndr. u.m. seld við þrjú opinber uppboð, sem haldin verða mánudagana 7. og 21. sept. og 5. okt. þ. á. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofu sýslunnar í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi, en 3. uppboðið á eigninni sjálfri og byrjar ki. 1 e. h. — Söluskilmálar verða lagðir fram á fyrsta uppboðinu. Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu 31. júlí 1903. Páll Einarsson. Skiptafundur í dánarbúi Páls Jónassonar frá Vör- um verður haldinn á skrifstofu sýsl- unnar í Hafnarfirði þriðjudaginn þ. 8. sept. þ. á. kl. 12 á hádegi. Verður þá lögð fram skrá yfir eigur og skuld- ir búsins og skiptum búsins væntan- lega lokið. Allir skuldheimtumenn og erfingjar eru aðvaraðir um að mæta. Skrifstofu Gullbr.- og Kjósarsýslu 1. ágúst 1903. Páll Einarsson, Undirritaðir óska áð komast í samband við einhvern, sem vill senda út góða, ís- lenzka hesta til þess að selja þá í Dan- mörku. Meðmæli frá Iðnaðarmannabank- anum og Verkmannabankanum í Kaup- mannahöfn. Chr. Jonsen & J. C. Westergaard Kvægtorvet, Kjöbenhavn. Vélataurullurnar eptirspurðu komu aptur nú með s/s „Ceres" til verzlunar B. H. Bjarnason. V o 11 o r ð. Undirrituð hefur um mörg ár þjáðst af taugaveiklun, höfuðverk, svefnleysi og öðrum skyldum sjúk- dómum ; hef eg leitað margra lækna og notað ýms meðul, en allt árang- urslaust. Loksin sfór eg að reyna hinn ekta Kína-lífs-elixír frá Valdemar Pet- ersen í Frederikshöfn og varð eg þá þegar vör svo mikils bata, að eg er sannfærð um, að þetta er hið eina lyf, sem á við þesskonar sjúkleika. Mýrarhúsum 27. jan. 1902. Signý Ólafsdóttir. * * * Ofannefndur sjúklingur, sem að minni vitund er mjög heilsutæp, hefur að minni hyggju fengið þá heilsubót, sem nú er farið að brydda á hjá henni, að eins með því að nota Kína- lífs-elixír hr. Valdemars Petersen- Oll önnur læknishjálp og læknislyf haía reynzt árangurslaus. Reykjavík 18. jan. 1902. Lárus Pálsson . prakt. læknir. KÍNA-iTFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-iífs-elixír, eru kaupendur beðnir V. P. að líta vel eptirþví, að -þg standi áflösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinason, cand. theol Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.