Þjóðólfur - 21.08.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 21.08.1903, Blaðsíða 4
136 VERZLUNIN hefur fengið með s|s ,BREIFOND‘ í YEFNAÐARYÖRUDEILDINA: borgi sig vel. Hefur félagið fengið mælt út land í Rauðarárholti til grjóttöku næstu 30 ár, og er þegar farið að byggja verk- smiðjuhúsin. Er ætlazt til, að verksmiðj- an taki til starfa í októberm. — Formað- ur félagsins er Knud Zimsen ingeniör, en féhirðir Sturla kaupm. Jónsson. „FpiöJ»jófur“ flutningaskip Zöllners fór héðan til Englands 1 fyrra dag með 862 hesta, en 245 eru eptir, sem eiga að fara með »Ceres« 27. þ. m. V erö 1 agsskrá rmáliO nafnkennda úr Snæfellsnessýslu er nú aptur komið fyrir landsyfirrétt, því að Sigurður sýslumaður Þórðarson, er skipað- ur var til að rannsaka málið hefur nú lokið þeirri rannsókn. Eins og vænta mátti, kom það í ljós við þessar rann- sóknir, að allur áburður Isafoldar áLárus sýslumann Bjarnason reyndist helber rógur og uppspuni, ekkert það fram komið i prófunum, er varpi hinum minnsta grun á Lárus sýslumann um óviðurkvæmileg afskipti af þessu verðlagsskrármáli, er ó- vinir sýslumanns þar vestra með aðstoð Isafoldar ætluðu að nota til að ná sér niðri á sýslumanni. En nú er engin von um að það takist, eptir að annar sýslu- maður hefur rannsakað málið, og ekki fundið neitt athugavert við framkomu L. B. í því. Ráðaneytið kvað hafa heimtað eptirrit af prófum þessum, og má vænta, að lands- höfðingi hraði sér að senda þau, með því að ætla má, að honum sé ljúft, að hreinsa sem allra fyrst einn af embættismönnum landsins af svívirðilegum áburði, er reynzt hefur óvildarrógur einn á engu byggður. Leikið verður á þriðjúd. 23. þ. m. kl. 8 síðd. í „Iðnó", af skipsmönnum á enska herskipinu „Bellona", gamansöngleikur á ensku'. Cinderella or The Lost Slipper. Igóðann gefa leikendnr fátækl- ingum í Reykjavík. Bílætasala auglýst á götunum. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á.alla þá, sem til skuldar hafa að telja í dánarbúi hrepp- stjóra Jóns G. Breiðfjörðs frá Brunna- stöðum, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda áður en liðnir eru sex mánuðir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Gullbr.- og Kjósarsýslu 1. ágúst 1903. Páll Einarsson. Htíí S til sölu á bezta stað í AUSTURSTRÆTI. Semja má við cand. jur. Jón I’orkelsson. Elegant Reiðhúfur fyrir DÖMUR eru nýkomnar. Einnig töluvert af Drengja- og Telpu- húfum, Guðm. Sigurðsson, klæðskeri. UNDIRRIT AÐUR tek- ur að sér að innheimta sknldir, annast lántöknr í bankanum, kaup og sölu á fasteignum og skipum, gera samninga og fflytja mál fyrir nndirrétti. Heima kl. 11 — 12 og 4—5. Lækjargötu 8. Eggert Claessen. Cand. jur. Kommóðudúkar, fl. teg. Gólfvaxdúúkar. do. Linoleum Lakalérept 2br. do. 3br. Pique fl. teg. Silki fl. teg. Mikið af fóðurefnum, svo sem: Ganvas, Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Erlendar Hákonar- sonar, sjómanns hér í bænum, er fórst á fiskiskipinu „Orient“ í siðastl. apríl- mánuði, að lýsa kröfum síunm og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja- vík innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja nefnds sjómanns, að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn. Bæjarfógetinn í Reykjavík 20. ágúst 1903. Halldör Danielsson. íslenzk frimerki kaupir háu verði Ólafur Sveinsson. Austurstræti 5. NÝKOMNIR Hattar og Húfur og mikið af allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira. Einnig margskonar til fata. 44 Hvergi ódýrara. ►► — 12 BANKASTRÆTI 12. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Kjólatau. Oxford. Lérept bl. fl. teg. do. óbl. - — do. do. í yfirsængurver. Herðasjöl. — Húfur. Gardínutau hv. Lasting, Qhirting o. fl. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Sigtryggs Sigurðs- sonar lyfsölumanns hér í bænum, sem dó 15. f. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja nefnds lyfsölumanns, að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn. Bæjarfógetinn í Reykjavík 20. ágúst 1903. Halldór Daníelsson. Jörðin Eyvílc í Grímsnesi fæst til ábúðar eða kaups í fardögum 1904. Fram- færir vel 3—400 fjár og 20—30 stórgripi. Slétt og umgirt tún, góðar útslægjur vel lagaðar til vatnsveitinga, silungsveiði, mó- tak við túnið, afgirt pláss fyrir strokfén- að, landrými mjög mikið. 2 stórar hey- hlöður fylgja jörðinni. Lysthafendur snúi sér sem fyrst tii Jóhannesar Einarssonar á Ormsstöðum. Undirritaðir óska að komast í samband við einhvern, sem vill senda út góða, ís- lenzka hesta til þess að selja þá 1 Dan- mörku. Meðmæli frá Iðnaðarmannabank- anum og Verkmannabankanum í Kaup- mannahöfn. Chr. Jensen & J. C. Westergaard Kvægtorvet, Kjöbenhavn. STEINOLIA GÓÐ 00 ÓDÝR KEMUR TIL VERZLUNARINNAR „EDINBORG“ SEINT 1 ÞESSUM MÁNUÐI. KOLIN GÓÐU SAMA TEGUND OG í FYRRA. NÝKOMIN. Ásgeir Sigurðsson. Sokka, — Sokkabönd, — Blúndur, — Broderingar, — Tvinni fl. teg. Enskt vaðmál, svart og misl., fl. teg. Búmteppi, mikið úrval. Flauel af ýmsum litum. Stólar o. m. fl. Uppboð. Laugardaginn 22. þ. m. kl. 11 f. m. verður haldið opinbert uppboð hjá verzlunarhúsum verzlunarinnar »GODT- HÁAB«, og þar selt um 50 Stk. af góðum birkiplönkum. Saumavélar frá Frister & Rossmann. Einkasölu hefur: Sturla Jónsson. Naudsynleqt. Gisll Þorbjarnarson búfræðing- ur, Skólavörðnstíg M 12, tekur að sér að leigja út hús og einstök herbergi, selja og kanpa hús, jarðir og þilskip, semja samninga og skrifa mikilsvarðandi brét fyrir almenning. TIl sjómanna á íslandi. Á fiskirannsóknaskipinu „Thor“ voru í vor er leið merktir allmargir skarkol- a r (Rödspætter) á Skjálfandaflóa og þeim sleppt þar. Merkið er tvöfaldur hnappur Ur beini og látúni og brennt á hann númer og stafirnir Da (= Danmörk). Ef íslenzkir sjómenn skyldu fá þannig merkta skarkola, eru þeir beðnir um að koma þeim í heilu líki til næsta sýslu- manns, er lætur mæla þá, hirðir merkin og borgar 1 krónu fyrir hvert merki þeim, er með fiskinn kemur. Joh. Sclimidt mag. scient. Utanáskript: Fiskeriundersögelserne. Köbenhavn 0. Þetta eru önnur blöð beðin að taka upp til birtingar. Fundinn hestur. í síðastliðnum júlímánuði fannst rauður hestur suður við svonefndan Sand, er liggur á afrétt Hún- vetninga. Hesturinn er taminn, aljárnaður með mark: sýlt í hálft af aptan hægra og bita apt. vinstra. Hests þessa má vitja tii Níels Sveinsson- ar á Hólabaki í Húnaþingi og borga um leið áfallinn kostnað. Eg tel það skyldu mína að senda yður eptirfarandi vottorð: Eg hef mörg ár þjáðst af innvortis sjúkleika, matarólyst, taugatitringi og annari veiklun. Hafði eg árangurslaust fengið nokkrum sinnum meðul hjá ýms- um læknum. Nú siðustu árin hef eg neytt Kína-lífs-elixírs frá herra Walde- mar Petersen, Fredrikshavn, og ávallt fundið á mér bata við það, en sökum fátæktar minnar hef eg ekki haft efni á að hafa hann stöðugt, en finn það samt sem áður, að eg get ekki án el- ixírsins verið. Þetta get eg vottað með góðri samvizku. Króki í febrúar 1902. Guðbjörg Gu ð brandsdóttir . KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptirþví, að F standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas i hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.