Þjóðólfur - 28.08.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.08.1903, Blaðsíða 1
i r 55. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. ágúst 19 03. Jú 35. Útlendar fréttir. —o--- Knnpmannahöfn 14. ágúst. Danmörk. Áköfrigning 10. ágústíNorö- ur-Jótlandi. Járnbrautarlestir urðu að standa, því að vatnið náði 1 alin yfir braut- arteinana. Allt komið í samt lag aptur. Sama dag sló niður eldingum á 5 stöðum hér 1 Danmörku, alstaðar kviknaði í og sumstaðar varð af töluverður skaði. Ein stúlka beið bana af. Frakltland. Til þess að flýta fyrir sam- göngunum í París eru járnbrautir neðan- jarðar; eru lestirnar knúðar áfram af raf- magni; er þægilégt að bregða sér með lestum þessum, ef menn þurfa að hraða sér frá einum enda borgarinnar til annars. Við eina af járnbrautum þessum vildi til ægilegt slys þann 10. þ. m. Því nær 100 manns misstu lífið á hryllilegan hátt. Slys- ið vildi þannig til, að allt 1 einu slokkn- uðu öll ljós og lestin stanzaði; hefur það komið af því, að rafmagnsstraumurinn hef- ur stöðvast, en rétt á undan var önnur lest ogtsama bili, sem þessar báðar lestir stað- næmdust kviknaði í fremri lestinni. Þeg- ar í stað kom ógurleg reykjarsvæla í þess- um þröngu jarðgöngum, svo að því nær var ólíft. Farþegarnir urðu svo skelkaðir, að enginn hlýddi brautarstjórunum og marg- ir voru svo smásmuglegir, að þeir vildu eigi yfirgefa vagnana, fyr en þeir hefðu fengið peninga þá, er þeir höfðu borgað fyrir farseðla sína. Allt þetta dróst í tím- ann og reykurinn varð brátt óþolandi og allir vildu ryðjast fram; menn ruddu sér til rúms með hnúum og hnefum og marg- ir hafa þá þegar í stað látið lífið. Allir virðast hafa munað eptir því, að það er bráður bani að snerta brautarteinana, ef rafmagnsstraumurinn er ekki stöðvaður, en enginn virðist hafa gætt þess, að straum- urinn einmitt þá var stöðvaður og þvf hættulaust að ganga eptir þeim. Ef menn hefðu munað eptir því, þá hefðu allir með lagi getað bjargast, því að þetta var í nánd við brautarstöð, þar sem hægt var að komast undir bert lopt. Þegar fyrst var hægt að fara niður í jarðgöngin voru allir þar kafnaðir, og sú sjón, sem msetti þeim fyrstu hefur verið hroðaleg og blöð- in geta ekki fundið nógu sterk orð til þess að lýsa henni. Andlitin öll meira og minna afskræmd og hálfbrunnin, svo að þeim, er sáu lá við öngviti. Þetta járn- brautarslys er eitt hið allra hroðalegasta, sem nokkurntíma hefur átt sér stað, og nú er verið að rannsaka, hvort engum megi um slysið kenna. Ungverjaland. Khuan Hedervary, ráða- neytisforsetinn ungverski, bað þann 10. þ. m. um lausn fyrir sig og ráðaneyti sitt. Daginn eptir sagði hann frá þvl opinber- lega í þinginu, og hvatti það til að hætta fundum þangað til útséð væri um, hvern- ig færi með þetta mál, Líklegastir til að verða ráðaneytisforseti þykja þeir We- kerle, sem áður hefur verið það, og App- onyi greifi. Serbía. Sum blöð hér flytja þær fregn- ir, að áköf óvild sé komin milli þeirra herforingja, er hlut áttu 1 samsærinu gegn Alexander konungi og hinna, er saklaus- ir eru; getur slíkt haft óþægilegar afleið- ingar fyrir Pétur konung, ef satt er. Nú sem stendur virðist hann heldur vera á bandi samsærismanna og bróður sinn Arsen Karageorgewitch ætlar hann að gera að æzta hershöfðingja. Bafknnskagi. Talsverðar óeirðir hing- að og þangað á Balkanskaga, einkum í Búlgaríu. Rússneskur sendiherra einn hef- ur verið skotinn, en mönnum kemur ekki saman um, hvort það var lögregluþjónn eða hermaður, er morðið vann; víst er það aptur á móti, að maðurinn var tyrk- neskur. Rússakeisari heimtar stranga refsingu yfir alla þá, er nokkuð hafa ver- ið við morðið riðnir; lofar soldán því há- tíðlega og er mjög auðsveipur í þessu máli. Orsök þess, að maðurinn skaut á sendiherrann var sú, að sendiherrann út- húðaði honum fyrir, að hann heilsaði hon- um ekki. 'lyrkjastjórn á að borga ekkju sendiherrans 200,000 franka í skaðabætur. I Montenegro eru líka óeirðir, haldaupp- reisnarmenn sig á fjöllum uppi og fara svo reglulegar herferðir niður í dalina. Mestar eru óeirðirnar á Tyrklandi sjálfu og þar hefur hvað eptir annað lent í bar- dögum, margir særðir og 3—400 fallið. Fellibyljir hafa geisað á Martinique og gert stórskaða. Síðan Mont Pelée gaus höfðu myndast nokkrir smábæir, sem all- ir eyðilögðust nú. Landshagsskýrslur fyrir ísland árið 1902 I. III. (Síðasti kafli). Síðasti kaflinn í þessu hepti landhags- skýrslnanna er »Yfirlit yfir mannfjölda, fædda og dána o. fl. á 19. öldinni« eptir endurskoðara Indriða Einarsson. Fólks- tala á íslandi var árið 1801 47,240 menn, en árið 1901 var hún 78,470 menn; þá er mannfjölgunin 312 manns á hverju ári; eptir því ættu að vera 94 þús. manns hér árið 1950. Að meðaltali hefur fæðst á hver 1000 manns árlega á öldinni 35,1 barn að meðaltali, eða eitt barn árlega á hverja 28,5 landsmenn. Fæðingunum hefur farið fækkandi, flestar voru þær ár- in 1821—1860, voru þær þá um 40 á hver 1000 manns. Að sama skapi og fæðingunum hefur fækkað, hefur barna- dauðinn minnkað. Aðalorsökin til þess, að svo mörg börn fæddust þá, telur end- urskoðarinn, að búnaðarhagir landsins stóðu 1 miklum blóma, og velmegun og kjarkur landsmanna óx við það, a ð verzl- unarfrelsið var gefið, svo hvert einstakt heimili hafði meiri tekjur, og að drykkju- skapur var þá hér mikill, en hann kemur losi á siðferðið. ' Að meðaltali frá 1827—1900 hefur 6. hvert barn verið óskilgetið, og nú hin sfð- ari ár 1871—1900 meira, eða 4.—5. hvert barn. Orsökina til þess telur hann að vera aðallega, að vegurinn inn í hjónabandið er svo ógreiður, og telur hann nauðsyn á því, að breyta hjónabandslöggjöfinni í þá átt, að gera veginn greiðari, banna ekki öreigagiptingar, gefa ekki hrepps- netndum leýfi til þess, að aðskilja hjón, er þiggja sveitarstyrk, og þannig sundra heimilinu, og svo sérstaklega að hafa skiln- aðartímann styttri. Ennfremur vill hann láta óskilgetin börn hafa erfðarétt eptir föðurinn. Það er auðsætt, að mörg óskilgetin börn eru þjóðarmein að vissu leyti. Þegarþau fara að vaxa upp, verða þau opt vör við það, að fólk lítur þau öðrum augum, en ella mundi fyrir þá orsök, er þau sjálf geta alls ekki gert að. Það vekur auð- vitað úlfúð hjá þeim til mannfélagsins, þau drekka inn í sig þegar á unga aldri óvild til þess, og verða þar af leiðandi hirðuminni, og því opt og tíðum ekki eins góðir borgarar og hin börnin. Þau fá auk þess vanalega verra uppeldi, ogverða þvf ekki jafnfær í baráttunni fyrir lífinu. Hér á landi gætir þessa ráunar ekki jafn- mikið ogvið mætti búast — sé þess gætt hve þau eru mörg — vegna þess, að svo margar persónur lifa saman eins og hjón að öðru leyti en því, að þau hafa ekki verið gefin saman af prestinum. Börnin alast því að fullu upp hjá þeim, og verða minna vör við þetta en ella, og fá upp- eldi eins og þau væru skilgetin. Þegar börnin verða vör við þennan hugsunarhátt, sjá þau að alþingi og stjórn hefur hina sömu skoðun um, • að þau séu lítilfjörleg, þar sem það sviptir þau erfðarétti eptir föðurinn, og það bætir auðvitað ekki úr skák. Það er og eðlilegt, að fátækt fólk, er byrjar búskap, og veit eigi hvernig sér reiðir af, vilji heldur búa saman ógipt, þar sem það á þá ekki á hættu, að hrepps- nefndin komi einhvern góðan veðurdag og skilji þau. Það er víst að fullu rétt hjá höf., er hann segir: »að ísland hafi ekki efni á því, að láta 5. eða 6. hvert barn fæðast að nokkru leyti fyrir utan lögin«. Það ætti að breyta lögunum í þá átt, er höf. óskar, sérstaklega þó um arfgengi barnanna. Það er og eptirtektarvert, að í þeim löndum, þar sem mest höpt eru á giptingunni, þar eru óskilgetin börn lang- flest, og ef sama stefna heldur áfram og hefur verið hér, má búast við því, að allt að helming allra barna hér á landi verði óskilg., verði ekki lögum þessum breytt. Giptingum hefur og fækkað hér á landi; auk þeirra hindrana, sem eru á gipting- unum, telur hann að skilnaðarlöggjöfin muni og hafa áhrif. Hún heimtar 3 áya skilnað að borði og sæng; ef það er rétt, er sjálfsagt að færa það niður í 1 ár, og meira að segja, hvort sem það er eða ekki, þvf það virðist nægur tími, meira að segja 9 mán., nóg eins og höf. vill. Hjónskilja vanal. ekki hér fyr en í fulla hnefana, og því lítil ástæða að ætla, að þau taki sam- an aptur, og ef þau gera það, þá eru þau víst búin að þvl áður en ár er liðið. Réttlátast virðist það vera, að menn geti skilið án allra orsaka, eins og var hér á söguöldinni, bara þá að skylda þann, er segir skilið, til þess að leggja hinu til lífeyri, auk þess er hvort heldur þeirri eign, er hann átti áður en þau gipt- i ust. Að ill meðferð, drykkjuskapur o. fl. því um líkt skuli ekki vera skilnaðarsök er lítt skiljanlegt. Giptingar- og skilnað- arlöggjöfinni ætti án efa að breyta. Höf. reiknast til, að 12,355 mönnum fleira hafi flutzt héðan til útlanda, held- ur en flutzt hafi hingað á öldinni sem leið. Fólksflutningarnir hafa minnkað á hinum síðustu árum, og vqnandi er, að þeir minnki meira. Vér höfum meiri þörf fyrir það að fá fólk, heldur en að fólk flytjist héðan. Meðalæfin var 1801—1870 34,2 ár ----frá 1871—1890 39 — ----frá 1871—1900 44 — ----frá 1891—1900 52,9 — eða hún er síðustu 10 árin 18 árum og 7 mánuðum hærri, en fyrstu 70 árin af öldinni, og 19 árum og 5 mánuðum hærri en 10 fyrstu ár aldarinnar. Höf. þakkar þetta læknaskipuninni, sóttvarnarlögunum og bindindinu. Fyrir árið 1870 voruhér fáir læknar, og sóttvarnarlög engin; þeg- ar einhver sótt barst, fluttist hún »eins fljótt yfir fjöllin og hesturinn gat borið hana«, segir höf.; meðferð ungbarna var þá verri en nú og læknar fáir. Vér Is- lendingar eigum hiklaust mikið að þakka þetta landlækni dr. Jóni Hjaltalín, með því að það var aðallega honum að þakka, að læknaskólinn komst á hér í Reykjavík. Það er fallegur minnisvarði, er hann hef- ur þar reist sér. Það er einkennilegt, þegar gætt er að því, hversu mikið gagn þessi skóli hefur gert okkur, að nokkur skuli gerast svo djarfur, að vilja hann til heljar, og láta oss fá lækna vorafráHöfn. Þetta vilja þó sumir, og dr. Valtýr Guð- mundsson lýsti því yfir, á alþingi 1901, að það væri sín »hjartans ósk, að læknaskól- inn félli úr sögunni*. Þá vildi Gullbringu- og Kjósarsýsla fá landspítala hér, en það virðist eins og þær séu fallnar frá því nú eptir kosning- unni að dæma. Annars er það einkenni- legt, hversu bágur hugsunarháttur ríkir hér. Menn eru mjög glaðir og ánægðir yfir því, að fá að vera hjá St. Jósephs- systrunum, og finnst, að fyrst þeir hafi svo gott húsaskjól, þurfi ekki landið að eiga spítala. Það er hreinasti óþarfi segja þeir. Auðvitað ætti Reykjavík að leggja nokk- urt fé til þess, að koma honum upp og sömuleiðis nærsýslurnar, en aðalfjárfram- lagið og árlegan kostnað finnst mér að landið ætti að bera, þvf sjúkrahúsið yrði auk þess, sem það væri fyrir Reykjavlk og nærsýslur fyrir allt landið og lækna- skólann. Vonandi er, að þess verði ekki langt að biða, að gott sjúkrahús' komi hér upp, sem Islendingar eiga, því vonandi kjósa flestir það fremur, en vera hjá St. Jósephssystrum þó gott sé það, eptir því sem Stefán kennari segir (Alþt. 1901 B. bls. 798). Auk þessara orsaka, telur höf. og það, að drykkjuskapur hefur minnkað svo mik- ið. Hann minnkaði fyrst 1872 bæði vegna tollsins,. er þá var settur, og svo og vegna bindindisfél. þeirra, er komu á fót út af tollinum,ognú hin síðari árhefur bindindis- hreyfingin, sem alltaf er að verða sterk- ari og sterkari dregið mikið úr honum. Við það, að drykkjuskapurinn minnkar, N

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.