Þjóðólfur - 28.08.1903, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.08.1903, Blaðsíða 3
139 og að útvega bækur þær, er getur um í 2. gr., greiðist úr landssjóði. 44. Lög um stofnun lagaskóla d íslandi. 1. gr. í Reykjavík skal stofnaður laga- skóli. 2. gr. Við skóla þennan skal vera einn fastur kennari, skipaður af konungi, og hef- ur hann 4000 kr. árlega að launum. Er hann jafnframt forstöðumaður skólans. Dóm- arar landsyfirréttarins skulu hafa kennslu á hendi við skólann, og hafa hvor um sig 500 kr. árlega þóknun fyrir þann starfa, til við- bótar við laun sín. Fyrst um sinn, þangað til yfirdómaraembættin losna, má verja allt að 2,500 kr. til aukakennslu. 3. gr. Ráðherrann semur reglugerð fyrir skólann. 4. gr. Þeir einir, sem leysa af hendi próf við skólann, eiga aðgang að embættum þeim hér á landi, er lögfræðingar skipa. Þó nær ákvæði þetta eigi til þeirra manna, sem tek- ið hafá lögfræðispróf við Kaupmannahafnar- háskóla, áður en 3 ár eru liðin frá því, er lagaskólinn tekur til starfa. 5. gr. Öll útgjöld til skólans greiðast úr landssjóði. Skólinn tekur til starfa, þegar fé er veitt til hans á fjárlögum. 45. L'og um leynilegar kosningar og hlutfalls- kosningar til bcejatst/órna í kaupstödum. 46. Lög um fólksinnflutning til íslands. 1. gr. Stjórninni veitist heimild til að verja úr landssjóði allt að 5,000 kr. til þess að greiða fyrir innflutningi útlendinga til íslands, einkum frá Norðurlöndum. 2. gr. Þeim innflytjendum, er setjast vilja að á íslandi og byrja þar búskap, má stjórn- in veita til eignar og umráða ákveðna tölu dagsláttna af óræktuðu landi á íslenzkum þjóðjörðum, sér í lagi eyðijörðum, samkvæmt ákveðnum reglum, sem stjórnin sjálf setur um ræktun landsins og auglýsir fyrir fram. 47. Lög um breytingar d 1. gr. í lögurn nr. 24 frd 2. okt. i8qi (um að laun bókara við landsbankann séu 3500 kr.). 48. Lóg um heimild til að kaufa lönd til skógarfriðunar og skóggrceðslu (jörðina Hallormsstað f Suður-Múlasýslu, jörðina VagliríFnjóskadalog Hálsskógí Fnjóska- dal). 49. Lög um lífsdbyrgð fyrir sjómenn, er stunda fiskiveiðar d pilskipum. 1. gr. Það skal eptirleiðis vera skylda að vátryggja líf hérlendra sjómanna, er fiski- veiðar stunda á þilskipum hér við land, á þann hátt, er segir í lögum þessum. 2. gr. Þegar lögskráð er til skiprúms á þilskipum, er til fiskiveiða ganga, skal skrán- ingarstjóri á sérstaka skrá rita nöfn, heim- ili, aldur og stöðu skipverja þeirra, er i.gr. nær til, hvort heldur þeir eru ráðnir háset- ar, stýrimenn eða skipstjórar og skal hann svo fljótt, sem unnt er, senda skrána vátrygg- íngarstjórn þeirri, sem nefnd er í 4. gr. laga þessara. 3. gr. Hver sá sjómaður, sem vátryggður er eptir lögum þessum, er skyldur að greiða í vátryggingarsjóð þann, er síðar getur um, gjald er nemur 15 aurum fyrir hverja viku vetrarvertíðar, sem hann er lögskráður fyrir, og 10 aura fyrir hverja viku vorvertíðar og sumarvertíðar, og reiknast gjaldið frá lög- skráningardegi. Utgerðarmaður greiðir skrán- ingarstjóra gjald þetta fyrir skipverja sína, gegn endurgjaldi af hlut þeirra eða kaupi, en auk þess greiðir hann frá sjálfum sér til vátryggingarsjóðsins helming á móts við gjald skipverjanna allra, og innheimtir skráning- arstjóri einnig það gjald. Gjald þetta greið- ist, þegar lögskráningin fer fram, og má taka það lögtaki. Skráningarstjóri skilar gjald- inu í vátryggingarsjóð fyrir lok september- mánaðar ár hvert að frádregnum 2% inn- heimtulaunum. 4. gr. Vátryggingarfélaginu skal stjórnað af 3 mönnum undir yfirumsjón landstjórn- arinnar. Landstjórnin útnefnir einn mann í stjórn félagsins; fjölmennasta útgerðarmanna- félag landsins kýs annan, en fjölmennasta hásetafélagið hinn þriðja. Á ári hverju fer einn nefndarmanna [frá, f fyrsta skipti eptir hlutkesti, og er þá kosinn eða skipaður mað- ur f hans stað, en endurkjósa eða skipa má þó hinn sama. Deyi stjórnarnefndarmaður eða fari frá af öðrum ástæðum milli kosn- inga, skipar landstjórnin mann til bráða- birgða í nefndina í hans stað, þangáð til nýr nefndarmaður getur orðið löglega skip- aður. Landstjórnin getur og vikið nefndar- manni frá, en gerir þá jafnframt ráðstafanir til, að nýr maður komi í hans stað. I ó- makslaun og til kostnaðar má með samþykki landstjórnarinnar verja allt að 400 kr. á ári i úr vátryggingarsjóði. 5. gr. Nú drukknar sjómaður eða deyr -r* af slysförum á því tímabili, er hann greiðir vátryggingargjald fyrir, samkvæmt 3. gr., og skal þá vátryggingarsjóður greiða til eptir- látinna vandamanna hans, ekkju, barna, for- eldra eða systkina 100 kr. á árijnæstu 4 ár. Séu engir slíkir vandamenn til, eignast vátryggingarsjóður upphæðina, nema öðru vísi sé ákveðið í lögmætri erfðaskrá.’, Séu engir slíkir vandamenn til, fgreiðist árgjaldið þeim, sem maðurinn hefur ákveð- ið fyrir skráningarstjóra eða í lögmætri erfða- skrá, að þess skuli njóta, en hafi hann enga ákvörðun gert í þessu tilliti, eignast vátrygg- ingarsjóður upphæðina. 50. Lög um verzlunarskrdr, firmu 'og prók- úru-umboð. 51. Lóg um eptirlaun. Þau eru prentuð ann- arsstaðar f þessu blaði. 52. Lög urn breyting d lögum 11. nóv. 18QQ um útflutningsgjald af hvalafurðum. Af hverri tunnu hvallýsis skal greiða út- flutningsgjald kr. 1,00. 53. Lög um gagnfræðaskóla d Akuteyti. 1. gr. Gagnfræðaskóla skal reisa á Ak- ureyri, og má verja til skólahússbyggingar og muna allt að 67,000 kr. úr landssjóði. 3. gr. Kennarar skólans eru 3, og er einn þeirra jafnframt skólastjóri. Hefur hann á hendi aðalumsjón með nemendum skólans, húsum hans og áhöldum. — Hann hefur að launum 3000 krónur á ári, og auk þess leigu- lausan bústað í skólahúsinu. Fyrsti kennari hefur 2000 kr. óg annar kennari 1600 kr. að launum á ári. Fyrsti og annar kennari Möðruvallaskólans hafa 400 kr. árlega upp- bót hvor fyrir flutninginn til Akureyrar. 4. gr. I skólanum skulu vera allt að 45 —50 heimavistir. Skulu nemendur greiða sanngjarna borgun fyrir þær eptir þvf, sem nánar verður ákveðið í reglugerð skólans. 54. Lög um skyldu embcettismanna til að safna sér ellistyrk eða kaupa sér geymd- an Rfeyri. 1. gr. Hver sá, er fengið hefur konungs- veitingu fyrir embætti og fær laun úr lands- sjóði, svo og læknar í 4. og 5. flokki, skal safna sér ellistyrk eða kaupa sér geymdan lífeyri, svo sem lög þessi ákveða. 2. gr. Til að safna sér ellistyrk skal em- bættismaðurinn árlega verja 2% af launum sfnum, en ef hann kýs heldur að kaupa geymdan lffeyri, er allur missist, efkaupandi lífeyrisins deyr áður en til hans er tekið, skal hann árlega verja til þess U/3% af launum sínum. 3. gr. Ellistyrkur sá, er safnast, skal geym- ast og ávaxtast í einhverjum þeim sjóði, er landstj-órnin telur gildan, en sé keypt trygg- ing fyrir lífeyri, þá skal gera það f lífsábyrgð- arstofnun ríkisins. Eignarskírteini fyrir elli- styrknum eða lífeyristryggingunni geymist lijá landstjórninni. 4. gr. Upphæð þeirri, sem embættismað- ur á að gjalda eptir lögum þessum, skal halda eptir af launum hans. 5- gr. Þegar embættismaður fær lausn frá embætti, getur hann farið að fá alla vexti af ellistyrknum og farið að taka til lífeyris- ins. Svo getur hann þá og keypt sér æfi- langan lífeyri fyrir ellistyrkinn allan eða hluta af honum. Sá ellistyrkur, sem maður á, er hann deyr, gengur til dánarbús hans sem önnur eign. 6. gr. Lög þessi ná ekki til þeirra em- bættismanna, sem komnir eru í embætti, þegar þau öðlast gildi. 55. Lög um túngirðingar. Verður getið síðar. 56. Lög utn heitnild til Idntöku fyrir land- sjóð. Landstjórninni veitist heimild til að taka bráðabirgðarlán fyrir landsjóð allt að 500,000 kr. gegn tryggingu í eignum eða tekjum íandsjóðs. 57. Fjdrlög IQ04 og IQ05. Alþingi var sagt upp kl. 5 síðdegis í fyrra dag. Hefur það afgreitt alls 57 lagafrumvörp, og er það meira, en nokkru sinni hefur áður verið. Mun tala frum- varpanna frá þinginu áður hafa orðið hæst 54. Af þessum 57 frv., er samþykkt hafa verið eru 15 stjórnarfrumvörp, en 42 þing- mannafrumvörp. Auk þess hefur þingið afgreitt 8 þingsályktunartillögur. 4 stjórn- arfrumvörp hafa verið felld og 19 þingm.- frumvörp, en 8 hafa ekki órðið útrædd og 1 tekið aptur, Þá er á allt er litið verður ekki annað sagt, en að þetta þing hafi verið mjög af- kastamikið, ekki að eins að því, er mála- fjölda þann snertir, er það hefur .haft til meðferðar, heldur að því leyti, hversu mjög þýðingarmikil mál nú voru afgreidd, auk stjórnarskrárinnar, er þetta þing bar gæfu til að samþykkja til fullnaðar eptir langa og stranga baráttu. Og hvað sem ann- ars kann að ver8a sagt um afrek þessa þings, og hversu margt, sem því verður fundið til foráttu, þá verður því ekki neit- að, að það hafi unnið margt og mikið gott, landinu til hags og heilla, og mun þess nánar minnst síðar. „Ceres“ kom úr hringferð sinni kringum land 22. þ. m. og með henni fjöldi farþega, þar á meðal Guðm. héraðslæknir Björns- son og Jón kaupm. Þórðarson, er brugðið höfðu sér snöggva ferð með skipinu, séra Bjarni Þorsteinsson frá Siglufirði, séra Þorleifur Jónsson á Skinnastað, Jón Jóns- son kaupstj. (frá Múla), Guðm. Guðmunds- son héraðslæknir frá Stykkishólmi, frú Guðlaug Jensdóttir, séra Magnús Magnús- son frá Isafirði, frk. Ingveldur Matthíasd. (skálds) frá Akureyri o. fl. »Ceres« fór aptur héðan áleiðis til Hafnar í gærkveldi, og með henni um xoo farþega, þar á meðal margir stúdent- ar, bæði ýmsir, er hingað komu frá Höfn í vor, og aðrir, er útskrifuðust úr lærða skólanum í vor. Ennfremur fóru með skip- inu dr. Valtýr Guðmundsson, Bogi Mel- steð cand. mag. og Jón Hermannsson assi- stent á stjórnarskrifstofunni. „Laura“ kom hingað frá Höfn 23. þ. m. og með henni margir farþegar, þar á meðal frú Sigríður Magnússon frá Cambridge, frk. Ingibjörg Bjarnason, frk. Ingibjörg Guð- brandsdóttir og Sigurbjörg Þorláksdóttir, Kristján O. Þorgrímsson kaupm. með dóttur sinni, frú Erica Gíslason, Sigvaldi stúdent Stefánsson úr för til Danmerkur og Sví- þjóðar, Árni Einarsson verzlunarm., Karl Lárusson verzlm. og frá Vesturheimi frk. Guðrún Indriðadóttir (endurskoðara). Frá Englandi kom dr. Jón Stefánsson og í för með honum nafnkenndur enskur skáld- sagnahöfundur Hall Caine, frá eyjunni Mön. Er hann einna frægastur núlifandi enskra skáldsagnahöfunda, og hefur ritað margar bækur, er fengið hafa mjög mikla útbreiðslu og verið þýddar á önnur tungu- mál, þar á meðal margar á dönsku. Ein saga hans gerist að rniklu leyti á íslandi. Mjög hljótt er um þá Warburg og Arnt- zen, heyrist hvorki stun né hósti frá þeim. Mannalát. Hinn 24. f. m. dó á Akureyrarspítala FriðrikSigurðsson 24 ára, mesti efnispiltur, hafði gengið um tíma hér í lærða skólann, og var útskrifaður af Möðru- vallaskóla með ágætiseinkunn. Hann dó úr berklaveiki. Hinn 27. f. m. dó Sigfús Einarsson Thorlacius bóndi í Núpufelli í Eyja- firði, faðir Jóhannesar kennara í Flensborg og Einars bónda á Stokkahlöðum, greind- ur maður og merkur í sinni stétt. Hann var áttræður að aldri. Hinn 7. þ. m. dó á Akureyri Skúli S k ú 1 a s 0 n, maður skurðhagur, og talinn af sumum listamaður. Hann^ dvaldi um tíma í Höín og hafði þá styrk frá alþingi. Hann varð 36 ára gamall. Frá 1. septbr. næstkomandi verð- nr landsbankinn opinn kl. 11 f. h.— kl. 2. e. li. hvern virkan dag. Banka- stjórnin er til viðtals kl. 12—1. Landsbankinn, Reykjavík 27. ágúst 1993. Tr. Gunnarsson, m — n « ■!—— ■■—■■■■■—iTiTnmn— Herbergi fyrir einhleypan til leigu frá 1. sept. í Austurst. 10. HÚS tll sölu á bezta stað í AUSTURSTRÆTI. Semja má við cand. jur. Jón Þorkelsson. Elegant Reiðhúfur fyrir DÖMUR eru nýkomnar. Einnig töluvert af Drengja- og Telpu- húfum. Guðm. Sigurðsson, klæðskeri. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Erlendar Hákonar- sonar, sjómanns hér í bænum, er fórst á fiskiskipinu „Orient“ í síðastl. apríl- mánuði, að lýsa kröfum síunrn og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja- vík innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja nefnds sjómanns, að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn. Bæjarfógetinn í Reykjavík 20. ágúst 1903. Halldör Danielsson. NÝKOMNIR Hattar og Húfur og mikið af allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira. Einnig margskonar til fata. 4i Hvergi ódýrara. ►► w 12 BANKASTBÆTI 12. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Sigtryggs Sigurðs- sonar lyfsölumanns hér í bænum, sem dó 15. f. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík innan 6 mánaða frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja nefnds lyfsölumanns, að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn. Bæjarfógetinn í Reykjavík 20. ágúst 1903. Halldór Danielsson. VOTTORÐ. Eg undirritaður, sem í mörg ár hef þjáðst mjög af sjósóit og árangurs- laust leitað ýrnsra lækna, get vottað það, að eg hef reynt Kína-lífs-elixír sem ágætt meðal við sjósótt. Tungu í Fljótshlíð 2. febr. 1897. Guðjón Jónsson. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kauptnönnum á fslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptirþví, að —þ ’ standi á flösk- unum 1 grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.