Þjóðólfur - 28.08.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.08.1903, Blaðsíða 2
13« deyja færri fullorðnir karlmenn og æfin verður lengri segir höf., og er það að fullu rétt. Það er margsannað t. d. á Englandi, að bindindismenn verða eldri, því er það og, að þar eru lífsábyrgðarfé- lög, sem hafa það að skilyrði, að hinir tryggðu neyti ekki áfengis, og eru þau að mun ódýrari, eins eru þar mörg llfsábyrgð- arfélög, er tryggja bæði bindindismenn og þá, sem ekki eru það, og bindindismenn- ina fyrir mun minna en hina. Það er því víst full ástæða til þess, að telja þetta eina orsökina. Að síðustu er skýrsla yfir sjálfsmorð, og Qölgar þeim eptir því, sem fólkinu íjölgar, sem eðlilegt er. Þetta yfirlit höf. er hið fróðlegasta, og að því er eg bezt veit, hin ítarlegasta skýrsla, er hefur birzt um hagfræðisleg efni hér á landi, og á höfundurinn skild- ar þakkir fyrir. P. Z. Alþingi. IX. Fjdrl'ógin hafa orðið fyrir óvenjulega miklum hrakningum milli deildanna, komu þau tvisvar fyrir hvora deild, og loks í sameinað þing þinglokadaginn. Verður hér getið nokkurra breytinga, sem gerðar hafa verið síðan við 2. umr. í e. d., er getið var í síðasta blaði Þjóðólfs. 800 kr. síðara árið eru veittar til sjúkra- skýlis á Brekku í Fijótsdal, 50 þús. til brú- argerðar á Jökulsá í Öxarf. og 6000 kr. til brúargerðar á Sogið, gegn þvf að tvöfalt fé verði lagt fram annarsstaðar að, 1000 kr. hv. á. til sýsluvegarins frá Hofsós að Ökr- um í Skagafirði; veitingin til Fagradals- brautarinnar er aptur hækkuð upp í 30 þús. kr., styrkurinn til gufubátsferða milli Borgarness og Rvlkur er hækkaður úr 4000 kr. upp f 5000 kr., styrkurinn til barna- skóla utan kaupstaða og til sveitakennara er hvor um sig aptur hækkaður um 1000 kr. síð. á. (upp í 8000), 1000 kr. eru veitt- ar skólanum í Búðardal og allt að 600 kr. námsstyrk fyrir nemendur, 1000 kr. til sýslubókasafna, laun landskjalavarðar eru hækkuð aptur upp í 1400 kr., 500 kr. eru veittar f. á. til Guðm. Guðmundssonar til að ljúka við Ijóðabálkinn „Strengleika", 200 kr. hv. á. til „Bindindissameiningar Norðurlands", 400 kr. styrkur hv. á. til Halldórs Lárussonar til að kenna hraðrit- un er felldur burtu, ennfremur 500 kr. til Sigfúsar Blöndals til þess að semja ísl.- danska orðabók. Styrkurinn til búnaðar- skólanna er hækkaður um 5000 kr. f. á. (Eiða- og Ólafsdalsskóli um 1000 og Hóla- og Hvanneyrarskóli um 1500), styrkveit- ingin til Búnaðarfélags Islands um 2000 kr. hv. á. (upp í 29,000 f. á. og 31,000 síð. á), veitingin til byggingarrannsókna er hækk- uð aptur upp í 4000 kr. f. á., 4700 kr. síð. á. eru veittar til stórskipabryggju í Stykk- ishólmi, ennfremur 15,000 kr. styrkur og 40,000 kr. lán til skipakvíar við Eyjafjörð, 2000 kr. styrkur er veittur konsúl D. Thom- sen til þess að útvega frá útlöndum mótor- vagn og reyna hann á vegunum hér. Yfit skodunarmenn landsreikninganna eru kosnir: Hannes Þorsteinsson ritstjóri af neðri deild og séra Ldrus Halldórsson af efri deild. Gœzlustjóri landsbankans til næstu fjög- urra ára er endurkosinn af neðri deild: Eiríkur Briem prestaskólakennari. Gœzlustjóri söfnunarsjöhins erendurkos- inn Björn Jensson skólakennari. jEndurskodandi landsbankans er endur- kosinn í sameinuðu þingi Jón Jakobsson bókavörður. Eptirlaunamálið er nú loks komið í sæmilegt horf eptir margra ára baráttu á þingi. Að vfsu hefur það verið samþykkt nokkrum sinn- um, en jafnharðan synjað staðfestingar af stjórninni. Nú má vænta, að ekki standi á staðfestingunni, og að vér fáum nú við- unanleg, sanngjörn eptirlaunalög. I þetta sinn var málið að hrekjast milli deild- anna, og enda þótt það væri fyrsta þingm. frumvarpið, sem flutt var inn á þingið (af Guðj. Guðlaugssyni í efri deild) veitti þó samt ekki af tímanum, því að það var lokssamþykkt í sameinuðu þingi 25. þ. m., daginn áður en þingi var slitið. Það sem bar á milli hjá efri og neðri deild, var aðallega það, hvort embættismaðurinn ætti að hafa */4 eða '/5 í eptirlaun af embætt- islaunaupphæðinni. Meiri hlutinn í efri deild hélt auðvitað fast fram hærri eptir- laununum 1/4, en neðri deild hinum lægri, T/5, og það varð loks ofan á í sameinuðu þingi með 29 atkv. gegn 6. Þeir 6, sem greiddu atkv. gegn frv. voru: Árni Thor- steinsson, Hallgr. Sveinsson, Júlíus Hav- steen, Kristján Jónsson, Magnús Stephen- sen og Valtýr Guðmundsson. Birtum vér hér frv. í heild sinni, svo að almenningi gefist kostur á að kynna sér eptirlauna- lög þau, er vér munum eiga að búa við um hríð, því að um fullkomið afnám ept- irlauna þurfum vér naumast að gera oss nokkrar vonir fyrst um sinn. En lögin eru svo látandi: 1. gr. Hver sá, sem fengið hefur kon- ungsveitingu fyrir embætti og fær laun úr landssjóði, á rétt á að fá eptirlaun eptir lögum þessum, þegar honum er veitt lausn frá embætti fyrir aldurssakir eða heilsu- lasleika, eða annara orsaka vegna, sem honum eru ósjálfráðar. 2. gr. Eptirlaunin skulu greiðast úr landssjóði. Upphæð eptirlaunanna skal þannig reikna, að sá er fengið hefur lausn frá embætti, fái í eptirlaun x/s þeirrarem- bættislaunaupphæðar, er hann hafði, þeg- ar hann fékk lausn frá embættinu, og auk þess 20 kr. fyrir hvert ár, sem hann hef- ur þjónað embætti með eptirlaunarétti, þó koma eigi til greina fleiri þjónustuár en 35. Sá, sem er fullra 70 ára, á rétt á að fá lausn með eptirlaunum samkvæmt lögum þessum. Sá embættismaður, sem slasast þannig, þegar hann er að gegna embætti sínu, að hann verður að fá lausn frá embættinu, fær ávallt hin hæstu eptir laun, sem honum gætu borið samkvæmt lögum þessum, miðað við embættistekjur hans og 35 ára þjónustu. Ef eitthvert embætti er íagt niður, á sá embættismað- ur, er því gegnir, heimting á að njóta 2/3 af embættistekjum sínum 1 5 ár í biðlaun, en er þá undir eins skyldur til að talcá aftur við hæfilegu embætti með sömu tekjum að minnsta kosti, sem því embætti fylgdu, sem niður var lagt. Hafi hann ekki fengið embætti að 5 ára fresti, verða honum veitt eptirlaun. Þau ár, semhann hefur notið biðlauna, skal álíta sem þjón- ustuár, þegar farið verður síðar að reikna eptirlaun hans, en eptirlaunin skal reikna eptir þeim embættistekjum, er hann hafði áður en hann fékk biðlaun. Ef hann tekur á móti embætti, sem minni tekjur fylgja, fær hann af þeim eptirlaunum, sem honum ber eptir hið meira embætti, er hann áður hafði, svo mikið sem tekjur hins nýja embættis vantar til að jafnast við tekjur hins fyrra embættis, er hann hafði, og ekki meira. 3. gr. Ef embættismaður, sem sökum heilsubrests hefur fengið lausn frá embætti með eptirlaunum, kemst aptur til heilsu, er hann skyldur til að taka á móti em- bætti, sem landstjórnin álítur við hans hæfi og skipar hann í, og séu launin eigi lægri en þess embættis, er hann fékk lausn frá. Séu launin minni, fær hann mis- muninn greiddan úr landssjóði sem við- bót fyrir sjálfan sig. Neiti embættismað- urinn að ganga að hinu nýja embætti, og getur eigi fært fullnægjandi sönnur á slíka vanheilsu, sem tálmi honum frá að gegna því, missir hann rétt til eptirlauna. 4. gr. Þær embættistekjur, sem teknar verða til greina, þegar reiknuð eru bið- laun samkv. 2. gr., eru: 1. viss árleg laun, 2. launaviðbót, sem veitt er manninum sjálfum; 3. aukatekjur og hlunnindi, svo sem leigulaus bústaður, bújörð, eldiviður og ljós, sem með berum orðum eru veitt embættismanninum sem laun eða hluti af launum hans. Aukatekjurnar skulu tald- ar eins og þær hafa verið að meðaltali 5 síðustu árin, áður en embættismaðurinn fékk lausn frá embætti, eða öll þau ár, sem 'nann hefur embætti þjónað, hafi ár- in verið færri en 5. 5. gr. Sá, er fyrirgerir embætti sínu, missir einnig rétt til eptirlauna. 6. gr. Þegar embættismanni er vikið frá fyrir einhverjar misfellur, sem ekki verða embættismissi, en veikja þó þá virð- ingu og traust, sem nauðsynlegt er fyrir stöðu hans, skal ákveða eptirlaun hans með sérstökum lögum. 7. gr. Eptirlaun eða biðlaun missast: 1, gersamlega eða að tiltölu, þegar hlut- aðeigandi fær aftur embætti og laun; 2, þegar hann án konungsleyfis gengur í þjón- ustu útlendra ríkja ; 3, þegar hann tekur sér bústað í öðrum löndum án samþykkis kon- ungs; 4, þegar hann hefur ekki tekið eptir- laun sín eða biðlaun í 3 ár, og getur síð- an ekki sannað lögmæt forföll; 5, þegar hann verður dæmdur sekur í þesskonar athæfi, sem mundi hafa svipt hann em- bætti, ef hann hefði þá í því verið, eða ef upp á hann sannast, að hann hafi orðið sekur í slíkri hegðun, áður en hann fékk lausn frá embættinu. Nú hefur em- bættismaður fengið lausn frá embætti með eptirlaunum, og tekur við nýju embætti, hefur hann þá rétt til að fá eptirlaun þau, sem hann áður hafði, er hann sleppir þessu embætti. 8. gr. Hver kona, sem verður ekkja eptir embættismann, er hafði eptirlauna- rétt eða eptirlaun eptir lögum þessum, skal hafa rétt til að fá eptirlaun úr lands- sjóði með þeim undantekningum, sem til eru teknar í 9. gr. Eptirlaun ekkjunnar reiknast x/io af launum mannsins, eins og þau eru talin eptir 2. og 4. gr. þessara laga, þegar þau eru lögð til grundvallar fyrir því, hvernig reikna skal eptirlaun hans; þó mega þau eptirlaun ekkjunnar, sem þannig reiknast, aldrei fara fram úr 600 kr. Þegar ástæður virðast til, getur konungur í viðbót við eptirlaunin veitt 20—100 kr. árlega fyrir hvert barn ekkj- unnar, sem hún hefur fyrir að sjá, þangað til hvert barn er orðið 16 ára; þó skal eptirlaunaviðbót þessi því að eins haldast, að ástæður þær, sem hún er byggð á, séu framvegis hinar sömu, og skal sanna það á hverju ári fyrir landsstjórninni. 9. gr. Þær embættismannsekkjur hafa engan eptirlaunarétt, sem hafa giptzt eldri manni en 60 ára, eða á banasæng hans, eða eptir að hann fékk lausn frá embætti með eptirlaunum, eða ef hjónabandinu var gersamlega slitið, áður en maðurinn dó. 10. gr. Eptirlaun ekkna missast: 1, þegar ekkjan giptist af nýju; 2, þegarhún tekur sér bústað í öðrum löndum án sam- þykkis konungs; 3, þegar hún hefur ekki hirt eptirlaunin í 3 ár, og getur síðan ekki sannað lögmæt forföll; 4, þegar hún verð- ur dæmd sek f einhverri athöfn, sem að almenningsáliti er ósæmileg. — Þegar ekkja missir eptirlaun, af því að hún hef- ur giptzt að nýju, á hún rétt á að fá apt- ur hin sömu eptirlaun, ef hún verður ekkja í annað sinn. 11. gr. Föðurlausum og móðurlausum börnum þeirra embættismanna, sem áttu rétt til eptirlauna, getur konungur veitt hverju um sig 40—200 kr. árlega, að svo miklu leyti, og svo lengi, sem þan þurfa við og eru þeirra verð, þó ekki lengur en þangað til þau eru 16 ára; þörf þeirra og verðleik skal árlega sanna fyrir lands- stjórninni. 12. gr. Þeir, sem eru í embættum, þá er lög þessi öðlast gildi, og hafa rétt til eptirlauna samkvæmt tilskipun 31. mal 1855, halda rétti til eptirlauna samkvæmt þeirri tilskipun, svo og ekkjurþeirra. Hið sama er og um styrk þann, sem konung- ur hefur veitt börnum embættismanna áð- ur en lög þessi öðlast gildi. Að öðru leyti er sú tilskipun úr lögum numin. Lög samþ. af alþingi: 40. Lög um stofnun seðladeildar í lands- bankanum i Reykjavik. 1. gr. frv. er svolátandi: Verði eigi af þvf, að stofnaður verði fyrir 1. október 1903 hlutafélagsbanki á fslandi samkvæmt lögum nr. 11 frá 7. júní 1902, skal landsbankan- um í Reykjavík vera heimilt að stofna seðla- deild, er gefamá út allt að^i miljón krónaí seðlum, er greiðist handhafa með gullmynt, þegar krafizt er, gegn því að deildin 1) hafi í vörzlum sínum málmforða, er ekki nemi minna verði en helmingi af þeirri seðlaupphæð, sem í hvert skipti er úti; 2) hafi vissa og auðselda eign til trygging- ar þeim hluta seðlafúlgunnar, sem ekki er tryggður með málmforðanum. 41. Lög um dbyrgð rdðherra íslands. Verð- ur getið síðar. 42. Lög um löggilding verzlunarstaðar við Heiði d Langanesi. 43. Lög um varnir gegn berklaveiki. 1. gr. Ákvæði laga þessara taka til allra sjúkdóma af berklaveikisuppruna, ef samfara er uppgangur eða útferð, sem ætla má, að sýkingarhætta standi af fyrir aðra. 2. gr. Héraðslæknar skulu balda bók yfir alla berklaveika sjúklinga, er leita læknis- hjálpar í héruðum þeirra, hvort sem þeir leita þeirra sjálfra eða annara löggiltra lækna. Hinir síðartöldu eru skyldir að senda hér- aðslækni skýrslu um hvern berklaveikan mann, er þeir veita læknishjálp. Um hver áramót-skulu héraðslæknar senda landlækni útdrátt úr framangreindri bók. Landlæknir ákveður fyrirkomulag bæði á henni og á skýrslum héraðslækna og ann- ara löggiltra lækna. 3. gr. Læknar eru skyldir að gefa berkla- veikum sjúklingum, er leita til þeirra, leið- beiningar um og brýna fyrir þeim, hverrar varúðar þurfi að gæta til þess, að veikin ber- ist ekki á aðra. 4. gr. Ef berklaveikur maður deyr eða skiptir um heimili, þá skal húsráðandi til- kynna það héraðslækni eða sótthreinsunar- manni, sem skipaður er af héraðslækni, og skal hann annast, að sótthreinsað sé tafar- laust á heimilinu, að svo miklu leyti, sem þurfa þykir, herbergi þau er sjúklingurinn hefur dvalið í langvistum, svo og eptirlátin föt og sængurfatnaður sjúklingsins. Þessa muni máeigisendaí þvott eða aðgerð, selja, gefa eða lána öðrum, fyr en þeir hafa verið sótthreinsaðir, og ekki má fá öðrum til f- búðar herbergi, sem berklaveikur maður hef- ur búið í, fyr en það hefur verið sótthreinsað. Sé það ofmiklum umsvifum og erfiðleik- um bundið að hreinsa lausa muni, getur hér- aðslæknir látið brenna þá eða eyða þeim á annan hátt, en skaðabætur skulu greiddar eiganda. 5. gr. Landshöfðingi setur, í samráði við landlsekni, reglur um hrákaílát og gólfræst- ingu í vinnustofum, búðum, gistihúsum, sam- komuhúsum (salon) farþegaskipa og opin- berum byggingum, og skulu heilbrigðisnefnd- ir hafa gát á því, að þessum reglum sé fylgt. 6. gr. Kostnaður af sótthreinsunum og ónýtingu lausra muna samkvæmt 4. gr., svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.