Þjóðólfur - 04.09.1903, Qupperneq 3
143
þau 30 ár, er það starfaði. Haustið 1875
sigldi hann til Hafnar til að afla sér frek-
ari þekkingar í sönglist, og kynntist þá
mörgum helztu söngfræðingum Dana.
Stundaði hann þar nám af miklu kappi,
þótt roskinn væri þá orðinn. Haustið
1876 varð hann kennari í söng við barna-
skólann og kvennaskólann í Reykjavlk,
og var það jafnan síðan, en 1877 varð
hann organleikari við dómkirkjuna eptir
fráfall Péturs Gudjohnsen’s, og gegndi því
starfi til dauðadags með mikilli samvizku-
semi. En í ráði var, að hann hætti organ-
leikarastörfum nú við næstkomandi nýár,
enda voru farnar að heyrast raddir um,
að yngri og óþreyttari kraptar þyrftu að
komast þar að, og það mun Jónas heit.
hafa viðurkennt sjálfur. Hann hefur gefið
út mörg söngrit, sem náð hafa mikilli út-
breiðslu, og ekki er það ofsagt, að á síð-
ari árum hefur enginn unnið meira að
því að útbreiða söngþekkingu og sönglist
hér á landi en hann. Nálega allir organ-
leikarar landsins munu hafa lært lengri
eða skemmri tíma hjá honum. Honum
var mjög sýnt um að kenna unglingum.
og lagði mikla alúð við það. Var furða
hvað honum tókst vel í því efni. Skarð
hans sem kennara í 'ninum lægri skólum
hér, verður sérstaklega vandfyllt. Hann
var sæmdur heiðursmedalíu af konungij á
þjóðhátlðinni og síðar heiðursmerki danne-
brogsmanna. Itarleg æfisaga hans með
mynd af honum er prentuð í Sunnanfara
1898 7. arg., 2. h. ogvísast að öðru leyti
til hennar hér.
Með konu sinni Margréti Þorsteinsdótt-
ur, sem lifir hann, átti hann 3 sonu, og
eru 2 þeirra á lífi, báðir í Ameriku.
Hallur Caine
og alþing hið forna á Mön,
Hall Caine, enski skáldsagnahöfundur-
inn, er getið var í síðasta blaði, að hing-
að væri kominn í för með dr. Jóni Stef-
ánssyni, á heima á eynni Mön, er liggur
í miðju Irlandshafi, miðja vega millum ír-
lands og Englands. Er hann langfrægst-
ur Manarbúa og þingmaður á alþingi
þeirra, er stofnað var á 10. öld, og hald-
ast enn fornar venjur við setning þess,
mjög svipað því, sem verið hefur hjá for-
feðrum vorum á Þingvöllum við Öxará,
því að Mön var frá því á 11. öld og til
1266 undir yfirráðum Noregskonunga, og
blönduðust þá Norðmenn eins og víðar í
Suðureyjum allmjög saman við írumbyggj-
ana, Keltana, erbyggðuMön. BæðiNor-
egskonungar (t. d. Haraldur hárfagri og
Ólafur Tryggvason) og síðar Orkneyjajarl-
ar herjuðu á Mön og er eyjarinnar opt
getið í Flateyjarbók. Voru þar lengi kon-
ungar af norskum ættum, og stjórnarskip-
un var lfk þar og íNoregi. i2Ó6afhenti
Magnús konungur lagabætir Skotakonungi
eyjuna, en litlu síðar komst hún í hend-
ur Englendinga, er létu Manarbúa þó halda
fornu frelsi og konungdæmi, er ekki ieið
undir lok fyren 1765, er hinn síðasti kon-
ungur (hertoginn af Athole) seldi tignina
fyrir fé. Síðan er yfirstjórnandi (governor)
Manar nefndur jarl, og skipaður af Breta-
stjórn. Manarbúar hafa engan fulltrúa í
enska parlamentinu, en halda þing sér,
er skiptist í tvær deildir: efri deild (the
Council) og neðri deild (House of Keys).
Eru 12 menn 1 hinni efri, en 24 í hinni
neðri, alveg jafnmargir og á alþingi ís-
lendinga. Aður voru tvö þing á Mön og
sinn lögsögumaður fyrir hvoru, en svo var
þeim steypt saman, en lögsögumennirnir
eru þó tveir enn í dag, og eru kallaðir
deemsters. Lögsögumenn Manargeymdu
í minni sér öll Manarlög og rituðu ekki
neinn lagastaf fyr en á 15. öld. Voru
þá lögin kölluð »breastlaws« (brjóstlög),
meðan þau voru órituð og geymd í minni
lögsögumanna. Þinghús Manarbúa er í
sjálfri höfuðborginni Douglas, en ekki er
þar þingið sett, heldur á sléttum velli, er
heitir Tynvald (Þingvöllur) rúmar 8
mílur enskar frá höfuðborginni og hér
um bil á miðri eynni. Þar var hinn forni
þingstaður eyjarskeggja, og þar á hól ein-
um á vellinum er Lögberg þeirra Manar-
manna, og nefnist Tynvald Hill; þar uppi
situr jarl og biskup við þingsetninguna,
en lögsögumennirnir standa, og les hinn
eldri upp hátt og skýrt f heyranda hljóði
lög þau, er enska stjórnin hefur samþykkt,
og frumvörp þau, er leggja á fyrir þing-
ið og mælir hann á enska tungu, en sýsiu-
maður hins elzta skeiðarþings (kjördæmis)
snýr öllu þvf sama á Manarmállýzku, sem
er að mestu leyti gæliska eða fornírska,
en allmjög blandinjöðrum nýrri mállýzk-
um. Þá er þingsetningu er Iokið, er hald-
ið samdægurs aptur til höfuðborgarinnar
og setzt að þingstörfum. Sýnir þetta, hve
Manarbúar eru fastheldnir við gamlar venj-
ur, og hversu vel þeir hafa haldið uppi
minningu hins forna þings. Ókljúfandi
væri það heldur ekki fyrir okkur, að hafa
sama siðinn og setja alþingi í hvert sinn
á Þingvöllum, þótt það væri haldið í
Reykjavík, en ekki mundi sú tillaga fá
mikinn byr nú, mundi þykja erfitt, óhag-
kvæmt og hjákátlegt. En hefði það ver-
ið gert alla tíð, síðan alþingi var endur-
reist, mundi öllum þykja það eiga mjög
vel við. Svo er tízkan og venjan voldug.
Mön er að eins 588 □ kílómetrar að
stærð, eða */i77 hluti fslands, en íbúar
þar 56,000 og er eyjan auðug. í Flat-
eyjarbók er hún talin bezt ey í Suður-
eyjum.
Fleira um Manarbúa og alþing þeirra
má lesa í ritgerð eptirdr. Jón Stefánsson
í Eimreiðinni 2. árg. bls. 136—140. Er
margt af því, sem hér hefur sagt verið,
þaðan tekið.
Hallur Caine hefur ritað margar skáld-
sögur, er þykja afbrags góðar, og er hann
átrúnaðargoð þeirra Manarmanna, svo að
þeir sýna jafnvel ferðamönnum þá staði,
þar sem persónur í sögum hans eru látn-
ar dvelja, líkt og Skotar gera, þegar um
Walter Scott er að ræða. Flestar af skáld-
sögum Caines koma nú jafnsnemma út á
öllum höfuðmálum Norðurálfunnar. Er
það til marks um göfuglyndi höfundarins,
að hann hefur gefið Finnum allan ágóða,
er orðið hefur á þýðingum af sögum hans
í Skandinavíu. Hann býr stórbúi nálægt
miðri Mön skammt frá Tynvald (Þing-
völlum), á hann þar 7 bú alls og er efn-
aður vel. Hann skoraðist undan þing-
mennsku, kvaðst ekki hafa tíma til, að
sitja á þingi, en hann var kosinn samt
sem áður (í Rafnseyjarhéraði). Þingmenn
eru þar kosnir til 7 ára, og hafa konur
þar kosningarrétt til þingsins, efþæreiga
jarðeign, en kjörgengar eru þæreigi.— Hall-
ur skáld er nú fimmtugurað aldri. Hann
er fölleitur og ljósleitur í andliti og all-
einkennilegur útlits, en svipurinn allur góð-
mannlegur. Hann kom hingað til lands
1888, og ferðaðist þá eitthvað hér um.
Dr. Jón Stefánsson, sem nú er með hon-
um, hefur opt verið hjá honum á Mön,
og eru þeir kunningjar góðir. Þeir fóru
um næstl. helgi til Þingvalla og Geysis,
en fara héðan einhverntíma í þ. m.
I þingmannasamsæti því, er landshöfð-
ingi hélt að þingslitum 26. f. m., mælti
Árni prófastur Jónsson á Skútustöðum á
enska tungu fyrir minni Hall Caine’s, er
þar var staddur, en er Árni prófastur hafði
lokið máli sínu, stóð Hallur upp og tal-
aði svo hægt og skilmerkilega, að flestir
þingmenn skildu megnið at ræðu hans,
enda er hann orðlagður fyrir málsnilld.
Hann kvaðst vera kominn til íslands
eins og Islendingur, sem kæmi aptur til
ættjarðarinnar eptir 1000 ára burtvist, því
sömu mennirnir, sem byggðu Island byggðu
Mön, nokkru fyr, svo íslenzkt blóð rynni
í æðum Manarbúa, þó ekki væri það ó-
blandað, sem það reyndar heldur ekki væri
á Islandi. Manarþing væri stofnað af frænd-
um Islendingaogóbeinllnis væri þingbundin
stjórn hinnar frjálsustu þjóðar 1 heimi, Eng-
lendinga, runnin frá þeim. I dag, fyrir
ári síðan, hefði hann verið með Játvarði
konungi og drottningu hans á Mön og í
dag hefði hann drukkið skál tengdaföð-
urs konungs, Kristjáns nfunda. Sögurn-
ar íslenzku væru að fara sigurför um Ev-
rópu og að hafa meiri og meiri áhrif á
bókmenntir allra þjóða. Af þeim mætti
læra hvlllk list það væri að segja sögu.
(Hallur hefur sagt sögur fyrir mörgum þús-
undum manna í stórbæjum og þykir geta
vakið jafnt grát og hlátur, eins og Björn-
son. Hann hefur verið kallaður »hinn ó-
krýndi konungur« Manar, eins og Björnson
er kallaður hinn ókrýndi konungur Nor-
egs). Hann óslcaði þingm. heilla með hið
nýja stjórnarfar Islands; hann væri ekki
fær að dæma um það, en honum virtist
Islendingar hafa fengið meira sjálfstæði nú,
en flestar enskar nýlendur. Hann taldi
það happabragð af Danmörku, að verða
svona við kröfum Islands, og það þegar
Rússar eru að drepa niður frelsi Finn-
lands. Hann hefði verið á Islandi fyrir 15
árum og væri hissa á þeim framförum,
sem Reykjavík hefði tekið á þeim tíma.
Island þyrfti til þess að verða ferðamanna-
land, eins og Noregur, hraðskreið og rúm-
góð gufuskip til Skotlands, sem gæti far-
ið hinar 500 (enskar) mílur frá Thurso
(nyrzt á Skotlandi) á svo stuttum tíma, að
ekki þyrfti fréttaþráð (Turbine-gufuskip
getur farið 500 mílur (enskar) á 20 tím-
um). Ef hann skrifaði nokkuð um Is-
land, þá mundi hann rita um það eins
og það væri ættland sitt, ekki eins og út-
lendingur.
Stór liellir nýfundinn.
Með nýjungum má það telja, að fyrir
skömmu fundu tveir drengir frá Skógar-
koti í Þingvallasveit, helli stóran þar 1
hrauninu millum Skógarkots og Þingvalla-
vatns. Um helli þennan hefur mönnum
áður verið öldungis ókunnugt, enda er
hellismunninn lítill, og hefur þvl leynzt
svo lengi. En einhverntíma hefur þó hellir
þessi einhverjum kunnur verið, því að
mannaverk eru í honum utan til, grjót-
garður hlaðinn þvert yfir hann, og því
ekkí ósennilegt að hanri hafi einhvern
tíma verið skógarmanna- eða friðlausra
manna hæli. Dr. Jón Stefánsson og Hall
Caine eru hinir fyrstu utansveitarmenn,
er gengið hafa í helli þennan, en ekki
gátu þeir kannað hann að neinu ráði,
þorðu ekki að hætta sér mjög langt inn.
Eru í honum margir gangar og kimar, og
hyggja þeir hellinn afarstóran, ef til vill
á borð við Surtshelli, en um það verður
ekkert enn sagt með vissu, meðan hann
er ókannaður. Víðast hvar geta menn
gengið uppréttir þar inni. Eru þar mjög
fagrar og einkennilegar dropsteina- eða
»stalaktit«myndanir einsog í Surtshelli.—
Má ganga að því vísu, að fæstir, sem á
Þingvöll fara eptirleiðis, muni undir höf-
uð leggjast að skoða hellli þennan, því að
örskammt er þaðan frá Þingvöllum. Hin
tilkomumikla og margbreytilega náttúru-
fegurð á þessum fornhelga stað þjóðar-
innar fær góðan viðauka, þar sem þessi
nýfundni hellir er, enda þótt hann reynist
ekki jafn mikilfenglegur, eins og orð er
á gert nú. Eitthvert nafn þarf að gefa
honum, og vilji rnenn ekki kalla hann
blátt áfram Þingvallahelli eða Bláskóga-
helli, ætti vel við, að honum væri gefið
eitthvert nafn, er stæði í sambandi við
alþing vort hið forna, t. d. Goðahellir,
Úlfljótshellir, eða eítthvað því llkt.
Kjötsölutilraunlr erlendis.
Á núgildandi fjárlögum eru veittar 200cr
kr. til stofnunar slátrunarhúss og til kjöt-
sölutilrauna erlendis, og hefur Búnaðarfé-
lag Islands umráð yfir því, hvernig því fé
skuli varið. Með því engar Hkur eru til,
að slátrunarhús verði stofnað á þessu ári,
þá hefur stjórn félagsins ákveðið, að verja
þessu fé eða einhverju af því til kjötsölu-
tilrauna nú í haust. Hefur félagið fengið
alþingismann Hermann Jónasson til að
taka þetta að sér og fara utan. Verður
kjöt sent frá 4 stöðum, frá Reykjavík, frá
Blönduós, frá kaupfélagi Þingeyinga og
frá kaupfélagi Fljótsdalshéraðs. Erubeztu
vonir um góðan árangur af þessu, með
því maðurinn, sem starfann tekur að sér,
er þekktur að dugnaði og hyggindum.
Stjórn ÞjóOvlnafélagsins
var endurkosin af sameinuðu alþingi
25. f. m.: Tryggvi Gúnnarsson (formaður),
Eiríkur Briem (varaform.), Björn M. Ólsen
rektor, Jón Jakobsson og Hannes Þorsteifis-
son (fulltrúar), endurskoðunarmenn Björn
Jensson og Júlíus Havsteen amtm.
1 niðurjöfnunarnefnd
kusu bæjarbúar 29. f. m. Matthlas A.
Matthiesen skósmið í stað Kr. Ó. Þor-
grímssonar, sem nú er kominn í bæjar-
stjórnina. »Framsóknarflokkurinn« svo-
nefndi vildi fá mann úr sínum hóp í þetta
auða sæti, en kandídat hans fékk hálfu
færri atkvæði en hr. Matthiesen.
„Hólar"
komu hingað 31. f. m. með nokkra
farþega, þar á meðal var Sigurður Sigur-
finnsson skipstjóri úr Vestmanneyjum o. fl.
þaðan.
VeOurátta
mjög votviðrasöm og köld á Austfjörð-
um og Norðurlandi, þá er »Hólar« fóru
þar um, sumstaðar enginn heybaggi þá
kominn í garð (um 20. f. m.). — Hér
syðra er enn sama öndvegistíð, sífelldir
þurkar, svo að varla hefur dropi komið
úr lopti næstl. 2 mánuði.
SildveiOi
góð, einkum í reknet, var á Austfjörð-
um, og fiskiafli allgóður í f. m.
Þingmenn
allmargir fóru heim til sín með »Laura«
29. f. m.: Lárus Bjarnason, Sigurður Jens-
son, Jóhannes Ólafsson, Hannes Hafstein
með frú sinni, Guðjón Guðlaugsson, Árni
Jónsson og Jóhannes Jóhannesson. — Með
»Hólum« fóru í morgun Þorgrímur Þórð-
arson með frú sinni, Ólafur Thorlacius
með frú, Guttormur Vigfússon og Einar
Þórðarson. Hinir hafa farið landveg, síð-
astir þeir Pétur Jónsson og Stefán Stefáns-
son, er sæti áttu á búnaðarþinginu.
»Með »Laura« fór héðan fjöldi fólks,
þar á meðal séra Bjarni Þorsteinsson frá
Siglufirði, og héðan úr Reykjavík Þorleif-
ur Bjarnason adjunkt og frk. Ingibjörg
systir hans snöggva ferð til Stykkishólms
í kynnisför til Lárusar sýslumanns bróður
þeirra. — Til Kaupmannahafnar sigldi
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri í erinda-
gerðum fyrir landsbankann.
„Vendsyssel"
aukaskip frá sameinaða gufuskipafélag-
inu, kom hingað í gærkveldi; hafði farið
frá Höfn 21. f. m. Stórtíðindalaust. Við-
sjár allmiklar í Kína og búizt við almennri
uppreisn, til að reka Rússann burtu úr Mand-
sjúríinu. Haldið að Japanar muni ganga
í bandalag við Kínverja gegn Rússum, og
eru rússnesk blöð farin að tala um, að
Rússar og Englendingar ætti nú að ganga
í félagsskap til að sporna gegn veldi Mon-
góla. — Octavius Hansen hæstaréttarmála-
flutningsm. og Islendingum að góðu kunn-
ur, er sagður nýlátinn.