Þjóðólfur - 11.09.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.09.1903, Blaðsíða 1
55. árg Reykjavík, föstudaginn 1 1. september 1903. Jti 37. E SIÐ þETTAl rjr ^ÓVENJULEG K03TAB0Ð! k Í i Þeir, sem ekki hafa keypt ÞjÓÐÓLF áður ættu að byrja á því nú frá i. okt. næstkomandi, þvl að þá fá þeir það, sem eptir er af árganginum til nýárs fyrir 50 a., eða að eins hehning verðs og svo þar að auki 1 þokkabót mn leið og- þeir horga 4 kr. fyrir næsta árg. (56.) 1904: Þrenn sögusöfn blaðsins, 9., 10. og 12. liepti. ii. heptið er nú þrotið, og lítið eptir af 12. heptinu, svo að þeir, sem ætla sér að ná í það, þurfa að hraða sér. Þeir, sem ekki verða nógu fljótir geta samt 1 þess stað fengið 13. heptið, sem væntanlega verður fullbúið um nýár. Með því að ÞjÓÐÓLFUR hefur að undanfðrnu orðið að verja miklujrúmi fyr- ir pólitiskar greinar hefur hann að eins af skornum skammti getað flutt þýddar neðanmálssögur og aðra skemmtun, sem almenningur metur mikils. En nú, þá er hin langvarandi stjórnarbótarbarátta og fleira, sem henni fylgdi, er til lykta leitt um sinn, að minnsta kosti, mun blaðið geta flutt meira af ýmiskonar fróðleik, sem fólk- ið girnist, þar á meðal ýmiskonar íslenzk- an sagnafróöleik, sem margir unna. Urn næsta nýár eða fyr verður byrjað að flytja neðamnáls í bladinu nafnfræga ogr ,spennandi‘ siigu eptir einhvern hinn frægasta enska skáldsagnaliöfund, sem nú er uppi. Innan skamms hefjast í blaðinu stuttir palladómar um þingmenn, hlutdrægnis- laust ritaðir af manni, sem veitt hefur nána eptirtekt framkomu hinna einstöku full- trúa á síðasta þingi, og mun ýmislegt fróð- legt verða á því að græða. H0T Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst. QC ÞjÓÐÓLFUR þarf ekki að láta ritstjórann hrósa sér. Það gera aðrir. Þingið 1903. £ndurllt og huglelOingar. II. Þá má minnast á aðgerðir þingsins í bankamálinu, þessu höfuðdeiluefni millum flokkanna samhliða stjórnarbótinni síðan 1899. Skall hurð nærri hælum 1901, að þá tækist meiri hlutanum að leggja landsbankann nlður, og fá hann í hend- ur Arntzen og Warburg. En málinu var þó í seinustu forvöð bjargað við af heima- stj.flokknum þannig, að landsbankinn fékk að standa við hlið hlutabankans. Hér skal ekki lengra farið út í sögu þessa máls, þótt fróðleg sé, hún verður einhvern tlma skrifuð. En gjarnan má geta þess, að ekki var það neitt áhlaupaverk, að koma fólki, og þar á meðal mörgum í heimastjórn- arflokknum, f skilning um, hvert mál þetta stefndi, og í hve nánu sambandi það stæði við valtýsku pólitíkina. En að það tókst þó loksins, hyggjum vér rauplaust, að Þjóðólfur eigi ekki hvað minnstan þátt í með baráttu sinni 1900 og 1901, því að þar var við ramman reip að draga og mikla hleypidóma og mikinn misskilning að berjast við, eptir því að dæma, hvern- ig allur þorri manna leit á málið eptir þing 1899, enda voru ýms atvik þannig löguð, að þau studdu að því, að lands- bankinn ætti að verða og skyldi verða þeim Arntzen og Warburg að bráð. En óþarft er að fara lengra út í þá sálma hér. Nú vita allir, að þeir W. og A. hafa siðan 1 fyrra vor látið í veðri vaka, að þeir kæmu þá og þegar og stofnsettu hlutabankann, enda þótt þeir fengju ekki hinn bankann, en þeir eru ekki komnir enn í dag, og er þó frestur þeirra liðinn í septemberlok, svo að það er orðinn hver síðastur úr þessu. Þá er þeir komu ekki með »Ceres« 6. f. m., sáu heimastjórnar- menn, að svo búið mátti ekki lengur standa, og að þetta þing yrði að gera einhverjar bráðabirgðarráðstafanir til að útvega landsbankanum meiri peninga til næsta þings fyrst um sinn. Ekki hugsaði minni hlutinn neitt um það, ætlaði að láta reka á reiðanum, hvað sem þeim Warburg liði. Eptir því sem vonirnar um komu hans dofnuðu, eptir því virtist allur áhugi á því að bæta úr peningaþörf landsins fara mjög að dofna og dotta þeim meginn. En meiri hlutinn var vakandi, sá að brýn þörf var á að hefjast handa á einhvern hátt, en varpa ekki öllum sfnum áhyggj- um og vonum á Warburg, sem alltafþótt- ist ætla að korna, en aldrei kom. Þess vegna flutti meiri hlutinn frv. inn á þing- ið, daginn eptir að »Ceres« kom War- burgslaus, þess efnis, að yrði ekkert af stofnun hlutafélagsbankans fyrir 1. okt. 1903, skyldi landsbankanum vera heimit að stofna seðladeild, er gefa mætti út allt að 1 miljón króna í seðlum, er greiddust handhafa með gullmynt, ef krafizt yrði; en til tryggingar seðlafúlgunni verður deild þessi að hafa f sínum vörzlum bæði málm- forða, er ekki nemi minna verði en helm- ingi af seðlauppliæðinni, og hafi auk þess vissa og auðselda eign til tryggingar þeim hluta seðlafúlgunnar, sem ekki er tryggður með málmforðanum, þ. e. með öðrum orð- um: landsbankinn er að þessu leyti gerður aðreglulegum seðlabanka með innleysanleg- um seðlum allt að 1 miljón króna, samhliða hinum óinnleysanlegu seðlum, er hann nú hefur, því að algerðri breytingu á lands- bankanum í banka með innleysanlegum seðlum að öllu leyti, varð ekki komið við í þetta sinn. Svo framarlega, sem þeir Warburg nota ekki heimild sfna fyrir lok þ. m.. verða lög þessi óefað staðfest, og falla þá úr gildi lögin um stofnun hluta- félagsbanka 7. júnf 1902. Sá banki er þá úr sögunni, því að ólíklegt er, að ráð- herrann fari að veita öðrum erlendum mönnum heimildina, þá er þeir Warburg eru frá gengnir. í sjálfu sér hefðu allir sætt sig mjög vel við það, að Warburg hefði komið og spreytt sig á samkeppni við landsbankann, en honum hefur sjálf- sagt ekki þótt það nógu gróðavænlegt, enda sagt, að honum hafi veitt mjög erf- itt að safna fé til þessarar bankastofnun- unar, úr því að hún væri ekki einvöld í landinu. »ísafold« hefur reyndar flutt þær fregnir fyrir löngu, að hann hafi feng- ið þrisvar sinnum meira fé en hann þurfti, og »Norðurland« segir í f. m. að hann sé búinn að kaupa hús hér í Reykjavík handa bankanum, auðvitað hvorttveggja jafnsatt. — Geta má þess, að dr. Val- týr gerði tilraunir til þess í efri deild að stytta þessu bankafrv. aldur með undar- legum breytingartillögum, en þær strá- féllu allar í deildinni, og frv. var samþ. eins og það kom frá n. d. Lítilsháttar tilraunir í sömu átt voru gerðar í n. d. af hlutabankavinum þar, en lítt kvað að þeim, og var nú risið öllu lægra en hjá sömu mönnum 1901. Vængfjaðrirnar voru nú brotnar og vonirnar um Warburg þrotnar. III. Um búnaðarmál lét þetta þing sér einkar annt, og kom það víða fram, ekki að eins í fjárlögunum, heldur í ýmsum sérstökum lögum. Frægast allra laga frá þinginu um þetta efni, það mál, sem einna mest var talað um utanþings af öllum málum, er það hafði til meðferðar var túngi r ð i n g a m á 1 i ð, eða gaddavírs- frumvarpið, er almennt var kallað. Þá er það var fyrst borið upp af heimastj.- mönnum í efri deild (Guðj. Guðlaugs- syni o. fl.), hófst þegar megn andróður gegn því, ekki að eins á þingi, heldur einnig eða öllu fremur utanþings. Það var talið fffldjarft og fásinnu næst, að flytja annað eins stórmál inn á þingið, þar sem farið var fram á 500,000 kr. fjár- framlag úr landssjóði til túngirðinga næstu 5 ár, enda þótt fé þetta ætti að vera að láni. En eptir því sem menn athuguðu málið betur hleypidómalaust, þvarr mót- spyrnan gegn því, enda átti það óhlífna og ötula formælendur á þingi. Munu og flestir hafa kannazt við, að mál þetta væri mikið framfaramál fyrir landbúnaðinn, þótt þeim yxi kostnaðurinn allmjög í aug- um. Með lögum þessum er stórt spor stigið til að hrinda ræktun landsins drjúg- um áleiðis, því að án girðinga kemur ræktunin ekki að hálfum notum, en öll- um kemur saman um, að gaddavírsgirð- ing sé langódýrasta girðingin, sem unnt er að fá. Að vísu mun gaddavírinn tæp- lega endast lengur en 15—20 ár, en aðr- ar girðingar eru ekki heldur endingarbetri, nema vönduðustu grjótgarðar, en þeir eru líka dýrir, og í mörgum sveitum allsendis ókleyft að ná í það girðingarefni, grjótið. En þótt gaddavírinn endist ekki lengur en 15—20 ár, þá hefur girðingin gert af- armikið gagn á þeim tíma, svo að eig- andinn getur staðið sig vel við að leggja þá nýja gaddavírsgirðingu. — Samkvæmt frumvarpi þingsins, sem ekki verður tek- ið ff! ítarlegrar athugunar að þessu sinni, getur hver eigandi eða ábúandi jarðar, sem vill algirða tún sitt með gaddavír, fengið fé úr landsjóði til þess. Leggur landsjóður allt verð girðingarefnisins fram á landsjóðsjörðum og kirkjujörðum, og einnig á jörðum einstakra manna, ef hlað- inn er svo hár garður undir, að ekki þurfi fleiri en 3 strengi ofan á hann til þess, að harin sé fullkomin vörn fyrir öllum búpeningi, en sé ekki slíkur garður hlað- inn, leggur landsjóður fram 3/4 verðsins. Af fé þessu, er landsjóður leggur til girð- inganna, greiðast árlega í 41 ár 5 kr. af hundraði hverju í 4% vexti og afborgun. Sýslunefndir eiga að nefna til hæfa menn að skoða girðingastæði um tún í sýslu hverri og mæla lengd þeirra, en sýslunefnd getur ráðið því, hvort hún lætur skoða girðingarstæði á öllum jörðum sýslunnar 1 einu eða ekki. Kostnaðurinn við skoð- anir þessar og mælingar greiðist úr sýslusjóði. Er hverjum 1 sjálfsvald sett, hvort hann notar þessa lánsheimild eða ekki, því að lögin eru að eins heimildar- lög en engin þvingunarlög, eins og menn hafa haldið, er ekki hafa kynnt sér málið. Það má því búast við, að fyrst um sinn eða fyrstu árin verði fé það, sem til þessa er ætlað, ekki unnið að fullu upp. — Ganga má að því vfsu, að ýmsir búmenn vorir og búnaðarskörungar láti í Ijósi álit sitt um þetta mál og ræði það opinberlega. Getur vel verið, að ýms ákvæði í frv. hefðu getað verið heppilegri en þau eru, en þá anmarka mætti vel laga síðar. Þykjumst vér fullvissir um, að sé mál þetta athugað rólega og stillilega, þá muni all- ur þorri almennings kunna þinginu þökk fyrir, hversu röggsamlega það snerist við því. En mál þetta, eins og flest eða öll önnur mikilsháttar framfaramál á þessu þingi, var borið upp af mönnum úr heima- stjórnarflokknum, og vegna þess meðal annars munu ýmsir úr minni hlutanum ekki hafa litið það hýru auga, oggjarnan óska^, að því yrði sálgað. Auk þessa máls, er stórstígast má telja til viðréttingar landbúnaðinum, má sérstak- lega nefnanýju löginum verðlaun fyrir útflutt smjör. Til þeirra verðlauna eru nú ætlaðar í fjárlögunum 5000 kr. hvort árið, en alls er styrkurinn til efl- ingar búnaði beinlínis ákveðinn 162,800 kr. bæði árin, þar á meðal rúm 25,000 til búnaðarskólanna, 48,000 til búnaðar- félaga og 60,000 til búnaðarfélags Is- lands, auk þeirra 100,000 kr. sem veita á til útrýmingar fjárkláðanum. Það verður því ekki sagt um þetta þing, að það hafi skorið mjög við neglur sér fjárframlög til landbúnaðarins, eða ekki sýnt nógu ein- lægan vilja á því að styðja hann af fremsta megni. Þá er svo þar við bætast verð- laun og lánveitingar úr Ræktunarsjóðnum og 30,000 kr. lánveiting til stofnunar mjólkurbúa, virðist oss að bændur þurfi ekki að kvarta yfir þvf, að þingið sinni ekki öllum sanngjörnum kröfum, sem til þess eru gerðar frá hálfu landbúnaðarins. Það hefur sannarlega ekki getað gert meira. Þá má heldur ekki gleyma landbún- aðarmilliþinganefndinni, er þingið álykt- aði að skipa skyldi. Ennfremur má geta þess, að allar samgöngubætur á landi (vegir, brýr o. s. frv.) eru aðallega í land- búnaðarins þarfir til að gera bændum greiðara fyrir að koma aftirðum sínum á markað, eða draga vistir að heimilum sínum, þar sem sjóleið verður ekki notuð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.