Þjóðólfur - 11.09.1903, Síða 3

Þjóðólfur - 11.09.1903, Síða 3
Nýjar bækur sendar Þjóðölfi. D/ Östluiid: Digte. 136 bls. 8v°. Kvæði þessi skiptast í 6 flokka. I 1. flokknum eru biblíuljóð, kvæði út af ýmsu úr biblíunni, í 2. flokknum aðallega lof- gerðar- og bænarljóð, i 3. flokknum söngv- ar um náttúruna í sambandi við guðs há- tign, í 4. flokki ljóð um guðs kærleika og mannlega vináttu, í 5. flokki ýmiskon- ar kvæði og í 6. flokknum • þýðingar (á dönsku) af nokkrum íslenzkum kvæðum, þar á meðal eptir Matthías Jochumsson (Hvað er það ljós ? Ó, guð vors lands), Valdimar Briem, Jón Ólafsson, Pál Ólafs- son, Steingrím Thorsteinsson, Jónas Hall- grímsson (Sólarlag) o. fl. Flestar þýðing- ar þessar eru fremur laglegar. Frumkveðnu kvæðin, sem öll eru að kalla má andlegs efnis, bera ekki vott um neina háfleyga, skáldlega andagipt, sem ekki er að vænta. Það þarf afburðaskáld til að yrkja hrif- andi fögur himnaljóð, og hafa meiri skáld en Östlund brennt sig á því. En kvæði hans eru al!s ekki lakari, en megnið af slíkum skáldskap er vant að vera, jafnvel heldur betri allur þorrinn, því að maður- inn er smekkmaður, og hefur auðsjáan- lega lesið allmikið skáldskap, bæði and- !egs og veraldlegs efnis, enda er hr. Öst- lund mjög vel menntaður maður og fjöl- hæfur, þótt trúarskoðun hans sé nokkuð einhliða. En hann hefur sýnt, að hann vill eitthvað í sölurnar leggja fyrir trúar- sannfæring sína, og það er sannarlega allr- ar virðingarvert, á þessum kæruleysisins og hálfvelgjunnar tímum. — Bókin er mjög vel vönduð að öllum ytra frágangi, bæði pappír og prentun. Árni Oarborg: Týmii failirinn. Árni Jóhannsson þýddi. Seyðisfirði 1902.106 bls. Bók þessa, sem hr. Östlund hefur gefið út, höfum vér lesið með töluvert meiri at- hygli og ánægju, heldur en ljóðmæli út- gefandans, og vonum vér, að hann firrtist ekki af þvl. Það er ekki allra að fara í föt Garborgs, er honum tekst upp, en það tekst honum víða í þessari bók. Eins og flest hin síðari rit þessa höf. er bók þessi undarlegt sambland af háleitri lífsspeki, hugleiðingum um tilgang tilverunnar og kristindóminn, efasemdum um sannindi hans og fullvissu um, að þar sé þó loks hjálpar og huggunar að leita eptir volk og vonbrigði lífsins. Það er þessi hjálp, þessi huggun, sem þreytti maðurinn í þessari bók leitar að og finnur. Hann hefur alið aldur sinn í ókunnu landi, Qarri ættjörð sinni, kemst þar í örbirgð og fá- tækt sakir óreglu og munaðarlífs, og hverf- ur þá heim aptur sjúkur á sál og líkama. Foreldrar hans eru þá löngu dánir, hús föður hans selt og ættmenn hans tvístr- aðir, bróðir hans, Páll, hefur leitað sér hælis sem einsetumaður út á heiði ogorð leikur á því, að hann sé vitskertur. Hann I hefur selt aleigu sína og gefið hana fá- tækum. Þar er því köld aðkoma fyrir Gunnar, bróðurinn, sem heim kemur eptir margra ára fjarveru. Öll bókin er svo ýmist eintal Gunnars þessa við sjálfan sig, eða samtal milli þeirra bræðranna um til- veruna og guð, þar sem Páll setur fram röksemdir sínar um sannindi kristindóms- ins, en hinn maldar í móinn, þangað til hann gefst upp og skriptar fyrir bróður sfnum. Margar setningar 1 bókinni eru einkar fallegar og margir kaflar hennar mjög skáldlegir. Yrði oflangt mál, að takahið helzta hér upp. Þó getum vér ekki stillt oss um, að minnast á einstök atriði t. d. á bls. 13, þar sem Gunnar er að reika um gamalkunna stigu, og hver steinn, sem hann sér, vekur hjá honum gamlar endur- minningar. »Eghorfi yfir hólana, þarsem £47 drenghnokkinn hoppaði forðum og þar sem unglinginn dreymdi sfna fyrstu unaðs- ríku drauma og teigaði hina fyrstu sætu og beisku teiga af lífsins bikar. En það sæta varir lengst og það beiska hefur með árunum orðið sætara. — — — Og allt mitt æskuandstreymi rennur nú í gegnum huga minn, eins og ómur af fjarlægum sorgarsöng«. Einkennileg og djúp lffsspeki lýsir sér t. d. í þessum kafla á bls. 60: »Sá sem er hygginn segir við barnið : »Þú ert stór« og við konu sína: »Þú ert engill« og við vin sinn: »vantar þigpen- inga?« og við fólkið: »húrra!« Enþurfi hann að létta einu hreinskilnislegu sann- leiksorði af hjarta sínu, þá þrílæsir hann sig inni í einrúmi, leggur hönd yfir munn sér og hvíslar fram orðunum, svo að eng- inn heyri þau nema sá eini, er hann veit, að muni skilja þau. — Þessvegna er það, að gamlir menn tala svo opt við sjálfa sig. Lífsreynslan hefur kennt þeim það. Svo lengi lærir sem lifir, og hver lær- dómur er manni ný sorg, og hver sorg nýr kraptur. En enginn er fullnuma, fyr en hann hefur lært að þegja«. Til dæmis um trúarsamtal bræðranna viljum vér benda á kaflann á bls 92, af því að þar tekur höf. einna dýpst í ár- inni til að mótmæla gæzku og réttlæti guðs. Gunnar spyr Pál bróður sinn: »Hvernig getur þú trúað á guð, sem ekki er réttlátur?« »Hann hefur verið réttlát- ur gagnvart mér«,segir Páll. »Hefur þú undan nokkru að kvarta ?« »L(ttu íkring- um þig«, svarar Gunnar. »Taktu eptir mönnum. Sumir eru fæddir góðir. Öðr- um er skákað inn í heiminn með svo mörgum illum hugrenningum, og þeir vaxa upp í svo illu loptslagi, að þeir geta ekki orðið góðir. Til þessa þekki eg töluvert af eigin reynslu. Og líttu á heiminn og taktu eptir, hvernig allt gengur. Þeim sem góðir eru líður illa. Þeir sem vondireru lifa í vellystingum. Réttvísin er þögguð niður, valdið ræður. Og að eins ein lög eru til: að hinn sterki eti hinn veika. Og samt sem áður trúir þú á stjórnandann, trúir, að hann sé mönnum eins og faðir«. Páll játar þá, að hér beri þá að erfiðu og dularfullu viðfangsefni. Kaflinn um »sálina« á bls. 68—69 er svo einkennilega fagur og skáldlegur, að vér setjum hér meginhluta hans til sýnis um hina skáldlegu snilld höf., er annars kemur svo víða fram í þessari bók: ---------Hin friðlausa óværð — þetta sem bifast og brennur, skelfur og skýtur neistum og segir »eg«, jafnvel f dauðan- um — það er sálin, hvað sem vér svo köllum hana. Ó, þú mín auma sál, sem bakar mér svo mikinn sársauka og sviða. Ó, að eg gæti tekið þig inn til mín eins og særð- an fugl, hjúkrað þér og hughreyst þig. Því eg þekki þig og kenni í brjósti um þig og veit, að þú þarfnast huggunar, sem þú annars hvergi fær. Ó, að eg gæti vaggað þér í værð og gert þig rólega, aumingja friðlausi fugl I Því skelfur þú svo, vesalingur ? Því ert þú svo hrakin og hrjáð ? — Þú flaugst ofhátt. Þú gazt ekki sætt þig við að sitja í ró. Þú varst seidd af gömlum sóldraum- um og hlautzt að fara upp og út, til að leita og sjá. Þrá þinni vildir þú svala, og þú leitaðir víða og fórst yfir láð og lög. En skýflókar og fjöll skyggðu jafn- an á útsjónina fyrir þér ; og hræfuglar með höggvandi klóm veittu þér hvarvetna ept- irför. Vertu ekki að skjálfa. Vertu óhrædd. Eg var vondur við þig og hugsaði oflítið um þig. Nú liggur þú magnlaus og far- lama, og hefur misst flugfjaðrirnar. En hvíl þig nú. Sólin, sem þig dreymdi um, mun einhverntíma nema þig til sín; ef ekki fyr, þá í þfnum síðustu draumum«. Svona ritar enginn nema sá, er fengið hefur hinn guðdómlega neista sannrar skáldsnilli í vöggugjöf og glætt hefur hann og eflt í eldraun reynslunnar oglífsbarátt- unnar. „Tituprjónamálið“. Réttdæmi Halldórs Daníelssonar bæj- arfógeta var prófað af spýnnýjum lands- yfirrétti 7. þ. m., og reyndist þannig, að sekt sú, er undirdómarinn hafði smellt á útgefanda þessa blaðs í »títuprjónamáli« Jóns Jenssonar var lækkuð um lielming (úr 100 kr. niður í 50 kr.). Dómendur í þessum nýja yfirrétti voru: Júlíus Havsteen amtm., Árni Thorsteinsson landfógeti og Eggert Claessen cand. jur. Þeir dæma og sfðar í samskonar máli, er hinn yfir- dómarinn (Kr. Jónsson) hötðaði út af »póli- tisku títuprjónunum« í Þjóðólfi 6. febr., þessu mikla sakarefni(l), er nú hefur rofið yfirréttinn. Munu úrslitin í því verða hin sömu, og réttlætis-mælivog undirdómarans fá þar sama vottorð. Eru þvf þessi »stór- pólitisku« mál yfirdómaranna væntanlega úr sögunni, og vonandi með þeim jafn- framt afskipti þessara lögspekinga af ís- lenzkri pólitík. Verða mál þessi því eins- konar pólitisk grafskript yfir þessa stjórn- vitringa, og er leiðinlegt fyrir þá, að hún gat ekki veglegri eða veigameiri orðið, úr því að þessir herrar ætluðu að ná sér niðri á þennan hátt, til uppbótar fyrir allar hrakfarirnar á hinni þyrnumstráðu póli- tisku krossferð þeirra. 1 nlðurjöfnunarnefnd var kos- inn af hærri gjaldendum 5. þ. m. Þor- steinn Þorsteinsson skipstjóri (í Bakkabúð) í stað Hannesar skipstj. Hafliðasonar, sem kominn er 1 bæjarstiórnina. Tilraunir voru gerðar til að koma öðrum að í nefndina, en misheppnuðust. Skipakomur. I fyrradag kom gufuskipið »Valhal« frá Halmstad með timbur til Godthaabsverzl- unar. S. d. kom kolaskip (»Italien«) til D. Thomsens konsúls og Sveins Sigfús- sonar. Þllsklpln héðan úr bænum hafa afl- að með lakasta móti í þetta sinn. Eink- um hefur vorvertlðin og sumarvertíðin ver- ið rýr, enda hefur veðuráttan verið hin óhagfelldasta sakir storma og illviðra fyr- ir Vestur- og Norðurlandi, þar sem skip- in hafa helzt haldið sig. Á flestum skip- unum er fiskurinn einnig óvanalega smár að jafnaði. Einmunatíð hin sama er enn hér á Suðurlandi, sífelldir þurkar og hrein- viðri. Heyskapur verður þvf ágætur í öll- um votlendum engjasveitum, en fremur rýr á harðlendi vegna ofmikilla þurka. Á Landinu í Rangárvallasýslu kvað t. d. verða mjög rýr heyskapur, hafa tún og harð- velli þar orðið meðal annars fyrir stór- skemmdum af grasmaðki. Um Gaulverjabœ hafa sótt séra Benedikt Eyjólfsson í Berufirði, séra Einar Pálsson á Hálsi og séra Pétur Jónsson á Kálfafellsstað. Úr Norður-Þingeyjarsýsln er skrifað 25. f. m.: „Þetta er eitthvert það versta sum- ar, er komið hefur hér lengi, og muna gamlir menn ekki eptir öðrum eins rign- ingum, og hefur nú í rúmar 3 vikur aldr- ei séð til sólar. Upp til heiðar er allt hvítt af snjó. — Utlit er mjög ískyggilegt, þvf að víðast hvar er ekkert búið að hirða, og þó, sem vonandi er, að tíðarfarið fari að batna, þá koma hey ekki að fullum notum, jafn-hrakin, sem þau eru orðin“. Nýfundni hellirlnn í Þinggvallahrauni, er getið var um í sfðasta blaði, hefur nú verið skoðaður af ýmsum, en ekki ber mönnum saman um stærð hans. Nú í vikunni riðu þeir dr. B. Ólsen rektor, Hall Caine og dr. Jón Stefánsson austur á Þingvöll til að rann- saka hellinn og mæla hann nákvæmlega, og höfðu þeir með sér ýmislegan útbúnað til þess. Eru þeir væntanlegir aptur í dag. EMT^Munið eptir að panta Þjóðólf í tíma. Veðnráttufar f Rvfk í ágúst 1903. Medalhiti á hádegi. + 10.4 C. (f. á. + 10.5) —„ nóttu . + 4.0 „ (f. á. + 5.4) Mestur hiti„ hádegi . + 14 „ (2.). Minnstur —„ „ . + 6 „ (3.). Mestur — „ nóttu . + 8 „ Minnstur— „ „ .-+1 „(30.). Optast mesta veðurhægð, utanátt og sól- skin, stöku sinnum runnið heim með norð- anátt. Aldrei komið skúr úr lopti, kóln- aði talsvert síðustu daga mánaðarins. llg—'03 J. Jónassen. Beint frá Noregi fékk eg með s/s »Laura« mjög mikið af Mustads Margarine, er eg mæli mjög mikið með, þar sem það er sérstaklega gott margarine og ódýrt eptir gæðum þess. G. Zoega. Singers- Saumavélar frá Frister & Rossmann. Einkasölu hefur: Sturla Jónsson. N ý tt Kjöt - Kæfa fæst nú daglega í verzlun. Siggeirs Torfasonar. (Laugaveg). A uppboði því, sem haldið verður hjá kaupm. Gunnari Ein- arssyni 15. þ. m., verður seldur nýr karlm.fatnaður, fatatau o. fl. Landbúnaðarblaðið ,Plógur‘ ritstj.: Sig. Þórólfsson, kostar að eins 1 krönu árgangur- inn 12 tölubl. Flytur magar góðar og þarflegar bendingar. Ætti að vera á hverju sveitaheimili. Fjórir fyrstu árgangarnir kosta 4 kr., ef þeir eru keyptir allir í einu. Einstök númer úr i. og 2. árg. eru ekki lengur fáanleg, með því að sum númer úr þeim árg. eru nú nær þrotin. Borgun fyrir blað- ið sendist undirrituðum, er annast út- sendingu þess. Allar eldri skuldir blaðs- ins greiðist og mér einum. Rvík 10. sept. 1903. Hannes Þorsteinsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.