Þjóðólfur - 11.09.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.09.1903, Blaðsíða 2
146 Og margt fleira mætti telja, sem annað- hvort beinlínis eða óbeinlínis miðarland- búnaðinum til hagsmuna og þæginda. En það er llka sízt teljandi eptir, því að það er sjálfsögð skylda þingsins að hlynna sem bezt að þessum aðalatvinnuveg vorum, hyrningarsteininum og tryggasta stólpan- um undir varanlegum þjóðþrifum vorum og framtíðartilveru sem íslenzkrar þjóðar. Að því er sjávarútveginn snertir, þá ræður að líkindum, að þingið gat ekki að þessu sinni lagt fram fé til efl- ingar honum neitt á líkan hátt við land- búnaðinn, enda hagar allt öðruvísi til með þann atvinnuveg, því að sá styrkur, sem þingið getur beinlínis veitt honum, er að- allega fólginn í hagkvæmum lánveitingum til þilskipakaupa, og það hefur þingið veitt nú, eins og að undanförnu. Fé það, sem veitt er til samgangna á sjó, til vita, til stýrimannnaskólans, til skipakvía og dráttbrauta (slip) o. s. frv. er bæði bein- linis og óbeinlínis mest sjávarútvegnum til nota. Meðal laga þeirra frá þinginu, er miða til þess að tryggja þennan at- vinnuveg, eru t. d. lögin um eptirlit með þilskipum, sem notuð eru til fiskiveiða eða vöruflutninga, um lífsábyrgð sjómanna á þil- skipum, og um ýms atriði, er snerta s (1 d v e i ð ar. IV. I menntamálunum sýndi þettaþing sérstaklega mikinn áhuga. Af lagafrum- vörpum í þá átt má nefna t. d. frv. um stofnun lagaskólaog stofnun g a g n - fræðaskólans á Akureyri, ennfrem- ur þingsályktunartillöguna um breyt- ingu á kennslu í lærða skólan- u m. Frv. um stofnun kennaraskóla i Reykjavík dagaði aptur á móti uppi á þinginu, enda var það mál lítt undirbúið, og mátti gjarnan bíða næsta þings. Af fjárframlögum til alþýðumenntunar má t. d. nefna 18,000 kr. veitingu bæði árin tii kvennaskólanna, 15,000 til barnaskóla annarstaðar en í kaupstöðum, 15,000 til sveitakennara, 3200 til skólans í Búðardal o. s. frv., auk fjárveitingarinnar til Guðm. Finnbogasonar, sem beinlínis á að kynna sér alþýðufræðslu og mennunarástand hér á landi. Til kennslumála yfirleitt (æðri og lægri kennslu) er alls veitt í fjárlögun- um tæp 240,000 kr. bæði árin, og er það ekki alliítið fé. Er lærði skólinn þar þyngstur á metunum með rúm 70,000, prestaskólinn með tæp 25,000, læknaskól- inn með tæp 17,000, gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum (Akureyri) með 18,000 o. s. frv. Til kennslu heyrnar-og málleysingja fara 10,000, til kennarafræðslu 6,400 o. s. frv. I samgöngumáluin tók þetta þing þá stefnu, að fullgera fyrst þá vegi, sem þegar er byrjað á, en dreifa ekki fénu sitt á hvern stað, og má vel vera, að það sé heppilega ráðið. Þau héruð, sem lát- in eru sitja á hakanum með vegagerðir í þetta sinn verða auðvitað óánægð yfir því, allir vilja hafa forgangsréttinn, en um það tjáir ekki að tala. Sýslur þær, sem þegar hafa allmikla vegi mega þakka fyr- ir, að þingið smellti ekki nú þegar á þær öllu eða mestöllu viðhaldi á vegum þeim, er landsjóður hefur lagt. Frv. um það var borið upp af fjárlaganefndinni í n. d., en átti þar allerfitt uppdráttar og lagaðist mikið, en dó í e. d. En það er enginn efi á, að það mál rís upp aptur á næsta þingi. Engum brúarmálum vildi e. d. að minnsta kosti sinna á þessu þingi, en ekki fékk hún því að öllu ráðið, að steindrepa öll slík mál. Þingið neyddist til að ganga að samr.ingum við hið sameinaða danska gufuskipafélag um miIHlandaferðir og strandferðir. Þar var ekki í annað hús að venda, þótt dýrkeypt væri, því að við- unanlegt tilboð frá Thor E. Tulinius kom ekki nógu snemma. En ofurlítið varð fjölgað viðkomustöðum strandferðabátanna. Nú tókst þó loksins að fá bátinn, er geng- ur austur um til að koma við á Stokks- eyri, sem aldrei hefur fengizt til þessa, og er Árnesingum það nýlunda. Hann á að koma þar í 5 ferðum frá Reykjavík (16. maí, 10. júní, 9. júlí, 7. ágúst og 4. sept.), en í 4 ferðum að austan (5. júní, 2. júlí, 1. ágúst og 29. ágúst). Önnur þýðingarmikil mál, er þingið af- greiddi og þegar hefur ekki verið getið eru t. d. lögin um leynilegar kosn- ingar til alþingis, stórmikil réttar- bót, lögin um leynilegar kosning- ar og hlutfallskosningar til bæj- arstjórna í kaupstöðum, einniggóð réttarbót, lögin um friðun fugla, nauð- synleg breyting á gildandi lögum, eink- um að því er friðún rjúpna og svana snert- ir, lögin um vörumerki, um verzl- unarskrár, firmu og prókúruum- b o ð , um varnirgegn berklaveiki, um heilbrigðissamþykktir fyrir bæjar- og sv e i tarfél ög, breyt- ing á utanþjóðkirkjumannalög- un um o. fl. Útlendar fréttir hafa borizt hingað til 1. þ. m. Stórtíð- indi engin. Uppreisnin á Balkanskagan- um stendur við sama sem fyr. Gera upp- reisnarmenn hvarvetna hinn mesta óskunda, brenna heil þorp og saxa niður Hund- Tyrkjann, en herliði soldáns verður lítið eða ekkert ágengt til að bæla uppreisn- ina niður. Nýlega komu uppreisnarmenn vítisvél í járnbrautarlest, sem fara átti til Konstantínópel og var hún stillt þannig, að sprengingin skyldi verða, er lestln færi yfir brúna á Maritzafljótinu, en lestin varð 2 mínútum fljótari, en reiknað var út, svo að hún var komin yfir Maritzafljótið, er vítisvélin sprakk. Misstu þar lífið marg- ir menn, flest Tyrkir. — Uppreisnarmenn hafa hótað að eitra vatnsbólin í Konstan- tínópel, svo að drepsótt komi upp í borg- inni og er soldán allsmeikur orðinn. Rúss- ar hafa kallað herflota sinn heim aptur, og er svo að sjá, sem þeir ætli ekki að skipta sér neitt af ástandinu í Makedóníu. Búlgarar eru grunaðir um að róa undir og liðsinna uppreisnarmönnum. Talað er um að biðja páfann að leita sætta, en soldán tekur dauft í það. En það lítur úr fyrir, að Tyrkjastjórn ætlí að veita mjög erfitt að bæla uppreisnina niður af eigin rammleik, enda slælega að gengið. Fregnir berast enn um allmiklar við- sjár milliRússa og Japana. Deilan er um yfirráðin á Kóreu. Hefur Japansstjórn látið Rússa vita, að hverjum skilyrðum hún geti framast gengið í þessu máli, og skuli það vera allra síðasta tilboð, (ultim- atum), er Rússar verði að ganga annað- hvort að eða frá. Er svo að sjá, sem Japanar séu alls búnir, ef Rússar neita að ganga að skilyrðum þessum, og þá hefj- ist þegar ófriður þar eystra. En nú er eptir að vita, hverju Rússastjórn svarar. Líklega hugsar hún sig um, áður en hún leggur út í ófrið við jafn volduga þjóð, sem Japana, einkum þegar hún getur átt von á því, að Kínverjar noti þá tækifær- ið til að reka Rússann af höndum sér, sem nú er farinn að gerast nokkuð nær- göngull í Norður-Kína. Dómur er nú loks fallinn í Hunfberts- málinu, hinu alræmda frakkneska fjár- prettamáli. Yoru þau Humbertshjónin,* Friðrik og Therese, dæmd í 5 ára strangt varðhald og 100 fr. sekt, en bræðurnir, Romain Daurignac í 3 ára og Emil Daur- ignac í 2 ára fangelsi. Hafa þau hjónin áfrýjað dóminum, en bræðurnir ekki. Therese þóttist ávallt ætla að ljósta upp leyndarmálinu um Crawfordana og milj- ónirnar, en aldrei varð neitt af því. Þó lét Labori málfærslumaður hennar, hinn nafnkunni verjandi í Dreyfusmálinu, sem hún hefði sagt sér það, en hann mætti ekki grennslast eptir, hvort hún hermdi rétt frá eða ekki, og þótti það kynlegt. Látinn er 22. f. m. hinn nafnkunni enski stjórnmálamaður Salisbury (Ro- bert Cecil, markís af Salisbury) kominn í beinan karllegg af Burleigh lávarði, (Willi- am Cecil), er mestu réði á Englandi á ofanverðum dögum Elizabetar drottning- ar. Salisbury varð 73 ára gamall (f. 3. febr. 1830). Hann var ráðaneytisforseti á Englandi frá 1885—1892 að undan- skildum 7 mánaða tíma, er Gladstone sat að völdum, fyrri hluta ársins 1886. Þá er frjálslyndi flokkurinn komst í meiri hluta 1892, sagði hann af sér ráðaneytis- forstöðunni, og kom þá Gladstone gamli aptur í stað hans til 1894, að Rosebery tók við stjórnartaumunum, en er Rosebery sleppti völdunum 1895, varð Salisbury að nýju ráðaneytisforseti, og þeirri stöðu hélt hann þangað til í fyrra, að Balfour syst- urson hans tók við af honum. Salisbury var apturhaldsmaður mikill í pólitík, hygg- inn og gætinn og hafði fullt traust Vikt- oríu drottningar og allra íhaldsmanna. Þótti þeim stjórnarskipinu borgið, er hann sat við stýrið, því að þeir vissu, að hann mundi ekki hlaupa í neinar gönur. Búa- ófriðurinn var ekki hafinn að hans ráði, þar réði Chamberlain mestu um, en úr því að út í hann var komið, þá hvikaði Salisbury hvergi. Eptir fráfall drottning- arinnar, ætlaði hann að segja af sér, en frestaði því þó, unz Búaófriðurinn var til fulls til lykta leiddur og friður saminn.. Mælt er, að hann hafi litlar mætur haft á Játvarði konungi og þeir hvor á öðr- um. Mun Salisbury hafa þótt hann helzt til frjálslyndur og reikull í ráði. Salis- bury var enginn mælskumaður á við þá Beaconsfield eða Gladstone og í fæstu jafnoki þeirra, sem stjórnmálamaður. Eu hann var alvörumaður mikill, fálátur og kaldlýndur nokkuð, talaði þurt og lítt á- heyrilega ofan í borðið, með hendur kross- lagðar á baki. En hann gat verið sár- beittur í orðum, er því var að skipta og ræður hans voru jafnan mjög skipulegar, vel hugsaðar og efnisríkar. Látinn er í Róm Menotti Gari- baldi, elzti sonur Garibaldi, frelsishetj- unnar ítölsku, 58 ára gamall, (f. 1845). Útför hans var ger mjög virðuleg í Róm, en lík hans átti að flytja til eyjarinnar Caprera, sem er eign Garibaldi-ættarinnar. Englendingurinn Thomas Lipton hefur enn á ný farið halloka í kappsiglingu við Bandamenn í Ameríku. Hann hefur var- ið ógrynni fjár til að ná hinum svonefnda »Ameríkubikar«, úr höndum *Bandamanna, og í því skyni látið smíða 3 skútur, Sham- rock nr. 1, 2 og 3. En siglingaskútur Bandamanna hafa ávallt orðið fljótari og svo varð enn. Nr. 3 beið ósigur. Svo mikla eptirtekt vekur kappsigling þessi jafnan á Englandi, að öll blöð eru full af fregnum um hana. Englendingum finnst sæmd þjóðarinnar allrar liggja við, að þeir beri af Ameríkumönnum í siglingu þess- ari og vinni afþeim bikarinn. Nú dregst það að minnsta kosti um eitt ár. Lipton þessi er miljónaeigandi og hefur verið gerður að aðalsmanni. Hann byrjaði fyrst á ofurlítilli verzlun í Glasgow, en enginn keypti neitt hjá honum, þangað til hann tók það til bragðs, að hann lofaði sölu- konunum á torginu 1 penny (7*/» eyri) hverri, ef þær vildu koma á hverjum morgni í búðina hans allar í hóp og vera þar dálitla stund. Þá er fólk sá, að búð hans var fu.ll af fólki, fór það að kaupa hjá honum, og verzlun hans óx svo mik- ið, að hann smámsaman setti verzlanir á stofn í öllum stórborgum á Englandi, og hefur nú fyrir skömmu selt hlutafélagi all- ar verzlanir sínar fyrir 54 rniljónir kr. Bruni allmikill varð í Amagerbrogade í Kaupm.höfn 29. f. m. Brann þar afar- mikill timburforði J. N. Dreyers timbur- kaupmanns og ýms hús þar í grennd. Skaðinn metinn um hálfa miljón kr., en 30 »familíur« urðu húsvilltar. Úm mann- tjón við bruna þennan er ekki getið. Kosningar til stórþingsins í Noregi hafa gengið hægrimönnum fremur í vil, en þeim var ekki lokið til fulls 1. þ. m. Um nýju stjórnarbótina, er vér eigum í vændum og önnur störf síðasta þings í sambandi við hana er rit- stjórnargreiní »Politiken« 20.f. m.útaf upplýsingum úr Stjórnartíðindunum dönsku, mjög skynsamlega rituð og velviljuð í vorn garð. Sýnir hún ljóslega, að vinstri menn líta ekki svo á málið, að sjálfstæði Islands sé stofnað ( neinn voða með þessari stjórn- arbreytingu, heldur er þrert á móti lögð mikil áherzla á, að nú séu Islendingar lausir úr haptinu og geti ráðið sjálfirsín- um eigin málum. Ritstjórninni farast með- al annars svo orð: »Með lögum þessum (þ. e. stjórnarskrár- frv. síðasta þings) er lokið til fulls undir- lægjuástandi því, er var lítt þolandi fyrir Islendinga, þar sem ráðgjafi konungsríkis- ins fór með mál þeirra, og hafði þau að eins sem hjáverk, er hann hafði litla þekk- ingu á, eins og eðlilegt var, er hann-hvorki þekkti landið né skildi tungu ibúanna. Þá er stjórnarskrárfrumvarpið er samþykkt og staðfest af konunginum, þá verður Is- land að öllu leyti jafnfrjálst sem Danmörk, og ræður sjálft sínum eigin málum. Og þeir þar norður frá hafa að því leyti enn öflugri tök á hlutunum, er þeir getajafn- an, — sem ekki er unnt samkvæmt danskri stjórnarskipun — leitt sérhvert mál til lykta, sem ágreiningur rís um, með því að þá koma báðar deildir þingsins sam- an í eina málstofu, er hefur þá fullt laga- samþykktarvald með einföldum meiri hluta1) atkvæða«. Auk stjórnarskrárfrumvarpsins minnist ritstjórnin á frv. um aðra skipun á æztu umboðsstjórn landsins og á kosningarlög- in nýju (leynilegar þingkosningar), og seg- ir að öll þessi undirstöðulög (»grundlægg- ende Love«) fullnægi eptir því sem frek- ast sé unnt hinum fyllstu lýðstjórnarkröfum. Þá minnist höf. og á fjárlögin, og þykir fénu, þótt lítið sé, skynsamlega varið, því að meiri hluti þess gangi til að auka fram- leiðslu í landinu eða til verulegra nyt- semdarfyrirtækja í almennings þarfir. En auðvitað þykir »Politiken« það nokkuð kynlegt, að tekjur og gjöld þessa lands, sem komið sé svo langt á sjálfstjórnar- brautinni »,med sit udviklede Selvstyre«, er hún svo kallar, skuli ekki vera meira en Vio af tekjum og gjöldum Kaupmanna- hafrrar einnar. Það er einmitt þetta, sem Danir eiga svo erfitt með að skilja, að fá- tækt og sjálfstæði geti farið saman. Þeir miða allt við peningana, auðvaldið. Að síðustu getur ritstjórnin þess, að ís- lendingar séu að semja lög um varnir gegn berklaveiki og ýms önnur hagfelld lög, er skoðuð í heild sinni tákni nýtt tímabil, er nú sé að hefjast í sögu landsins. 1) Þetta er að vísu ekki fullkomlega ná- kvæmt orðað, því að 2/3 atkvæða þeirra, sem greidd eru í sameinuðu þingi þarf til þess, að lagafrumvarp verði samþykkt þar í heild sinni, en um einstök atriði nægir jafnan ein- faldur meiri hluti (sbr. 19. gr. þingskapanna).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.