Þjóðólfur - 11.09.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.09.1903, Blaðsíða 4
148 Proclama. Hér með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861, skorað á alla, er telja til skuld- ar í dánarbúi Jóns heitins Jónssonar, fyrrum hreppstjóra á Narfeyri, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áð- ur en liðnir eru 12 mánuðir frá sein- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fyrirvara er skorað á erf- ingja hins látna að gefa sig fram. Erfingjar hafa eigi gengizt við arfi og skuldum. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Stykkishólmi 1. sept. 1903. Lárus H. Bjarnason. 2ÞILSKIP í ágætu standi, með allri útreiðslu, eru tii sölu með mjög góðum kjör- um. — Kristján Þorgrímsson semur um kaupin. Kvöld- og síðdegiskennsla. Unglingar (og fullorðnir) geta fengið hjá mér mjög ódýrar kvöld- og síðdegiskennslu- stundir fyrst um sinn, í öllum venjulegum alþýðuskólagreinum, einkum mannkynssögu (Isl. Norðurl. bókm. og lista), náttórusögu, eðlisfræði og landafræði, kristilegum fræð- um o. fl. Kennslan verður aðallega munn- leg (líkt eins og á lýðskólum) og þarf því engan undirbúningslestur. Heppileg tilsögn fyrir iðnaðarnema. Unglingar úr barnaskól- anum geta einnig notað kennslu þessa. Nán- ar verður ákveðið hvar og hvenær kennslan fer fram. Laugaveg 49. fiuðm. Magnússon, FJármark Árna Jónssonar, Gríms- stöðum við Reykjavík er: 2 standfj. apt. h., sneiðrif. fr. v. biti aptan. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt kröfu L. Popps verzl- unar á Sauðárkrók og að undangengnu fjárnámi, verður íbúðarhús Tómasar söðlasmiðs ísleikssonar í Kolkuósi selt við 3 opinber uppboð, er haldin verða laugardagana 29. ágúst, 5. ogi2. sept- ember. næstk.. Uppboðin byrja kl. 2 e. h. og verða 2 fyrstu uppboðin haldin á skrifstofu sýslunnar, en hið þriðja í sjálfri hús- eigninni. Söluskilmálar verða til sýnis á upp- boðunum. Skrifst. Skagafj.sýslu IO. ág. 1903. Eggert Briem. Skiptafundur í dánarbúi fröken Þuríðar Asmunds- dóttur Johnsen, sem dó 7. okt. f. á. að Bjóluhjáleigu í Rangárvallasýslu, verður haldinn á bæjarþingstofunni mánudaginn 9. nóvember þ. á. á há- degi. Skorað er á erfingja að mæta á skiptafundinum eða láta mæta með umboði fyrir sig, til að skera úr, hvort arfleiðslugerningur hinnarlátnu til handa systur hennar, sem er glataður, verði tekinn gildur. Bæjarfógetinn í Reykjavik 3. septbr. 1903. Halldór Danielsson. A T V I N N A óskast við skrifstofustörf, barnakennslu eða eitthvað því um líkt fyrri partinn í vetur. Maðurinn er reglusamur og vel hæfur og hef- ur áður stundað þessi störf. Ritstj. vísar á. l~vG leyfi mér hér með að tilkynna mínum heiðruðu viðskiptavinum, að eg hef selt og afhent syni mínum, herra Jes Zimsen, verzlun mína í Hafnar- stræti nr. 23 hér í bænum með húsum, vörubirgðum og útistandandi skuldum frá I. janúar þ. árs og heldur hann framvegis verzluninni áfram undir sínu nafni. Sömuleiðis hefur hann tekið að sér að greiða skuldir þær, er hvíla á verzluninni utanlands og innan. Um leið nota eg tækifærið til að þakka öllum viðskiptavinum mínum nær og fjær, fyrir þá velvild og tiltrú, sem þeir hafa auðsýnt mér umliðinn tíma og sem jeg vona að þeir framvegis láti son minn verða aðnjótandi. Reykjavík 7. september 1903. V irðingarfyllst. C. ZIM8EN. SaMKVÆMT ofanritaðri auglýsingu hef eg nú tekið við verzlun föð- ur míns, sem heldur óbreytt áfram undir mínu nafni. Eins og kunnugt er, hef eg í nokkur ár veitt þessari verzlun forstöðu, og vona því, að hinir heiðruðu viðskiptavinir verzlunarinnar láti mig sjálfan framvegis njóta hinnar sömu velvildar og tiltrúar, er eg hef hlotið sem forstöðu- maður hennar. Reykjavík d. u. s. Vi rðingarfyllst. JES ZIMSEN. Þad kostar ekkert að líta á hin nýjustu sýnishorn frá Varde klæðaverksmiðju, sem vinnur alls konar fataefni, bæði úr ALULL ogull og tuskum Tauin hafa fallegt Útlit, eru mjög sterk og með ekta lit. Að láta þessa verksmiðju vinna fyrir sig er því BEINN GRÓÐI. Allar hyggnari húsfrúr kynna sér verðlista og sýnishorn verksmiðjunnar, áður en þær senda sínar ullarsendingar á aðra staði. — Mörg vottorð um á- gæti tauanna, úr fjarlægum sveitum. Aðalumboðsmaður beztu klæðaverksmiðju er Jón Helgason. kaupmaður. öll afgreiðsla á Laugaveg 27, Rvík. Motor-bátar. Undirskrifa.ður smíðar og selur lysthafendum báta til fiskiveiða með mótor-vél- um af sömu stærð og afli vélanna og tíðkanlegir eru í Danmörku, og eru vélarnar frá áreiðanlegri vélaverksmiðju í Friðrikshavn. Menn geta fengið bátana af ýmsri stærð, en taka verður fram, hve mikinn krapt vélarnar eigi að hafa, og verða þeir seldir með uppsettum vélunum í, ogsend- ir á hverja þá höfn, sem strandferðaskipin koma á. Bátarnir verða sérstaklega vandaðir að verki og lagi, og vildi eg leiða athygli ísfirðinga, að snúa sér til Árna kaupmanns Sveinssonar, sem gefur frekari upplýs- ingar og tekur á móti pöntunum og annast um sölu og andvirði bátanna. Trygging er fyrir, að bátarnir eru mjög örskreiðir. Reykjavík 13. ágúst 1903. Vesturgötu Æ 51 b. Bjarni Þorkelsson, skipasmiður. Til almennings! Ullarsendingum til tóvinnuvél- anna við Reykjafoss í Ölfusi veitir móttöku í Reykjavík hr. kaupm. Björn Kristjánsson, (Vesturgötu 3). WF~ Sendingarnar verða að vera vel merktar. Hér með auglýsist, að eg banna öll- um að setja upp skip til aðgerða ámínu landi eða leggja skipum við akkeri fyrir mlnu landi, nema leyfis hjá mér sé áður leitað til þess. Gufunesi 4. sept. 1903. Filippus Filippusson. Proclama. Hér með er, samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861, skorað á alla, erteljatil skulda í dánarbúi séra Jóseps K. Hjörleifssonar frá Breiðabólsstað, er andaðist 6. maí þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áður en liðnir eru 6 mánuðir frá sein- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Erfingjar gangast ekki við arfi og skuldum. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Stykkishólmi 1. sept. 1903. Lárus H. Bjarnason. Nýjar birgðir af Mustads norska Margarine komu í verzlun mína með s/s »Laura« um daginn, og mæli eg mjög með því þar eð það er hið bezta. Gunnar Einarsson. Elegant Reiðhúfur fyrir DÖMUR eru nýkomnar. Einnig töluvert af Drengja- og Telpu- húfum. Guðm. Sigupðsson, klseðskeri. NÝKOMNIR Hattar og Hiifur og mikið af allskonar HÁLSLÍNI og mörgu fleira. Einnig margskonar til fata. 44 Hvergi ódýrara. ►► --------yr-------- 12 BANKASTRÆTI 12. Guðm. Sigurðsson klæðskeri. Herbergi til leigu nú þegar í Veltu- sundi 3. Fortepiano mjög vandað og gott er til sölu með mjög góðu verði. Ritstj. vis- ar á. M USTADS M 1 T 1ARGARINE er viðurkennt hið bezta. Það fæst ætíð í verzlun. Jóns Þórðarsonar. V o 11 o r ð . Undirrituð hefur um mörg ár þjáðst af taugaveiklun, höfuðverk, svefnieysi og öðrum skyldum sjúk- dómum ; hef eg leitað margra lækna og notað ýms meðul, en allt árang- urslaust. Loksins fór eg að reyna hinn ekta Kína-lífs-elixír frá Valdemar Pet- ersen í Frederikshöfn og varð eg þá þegar vör svo mikils bata, að eg er sannfærð um, að þetta er hið eina lyf, sem á við þesskonar sjúkleika. Mýrarhúsum 27. jan. 1902. Signý Ólafsdóttir. * * * Ofannefndur sjúklingur, sem að minni vitund er mjög heilsutæp, hefur að minni hyggju fengið þá heilsubót, sem nú er farið að brydda á hjá henni, að eins með því að nota Kína- lífs-elixír hr. Vaidemars Petersen- Öll önnur læknishj-álp og iæknislyf haia reynzt árangurslaus. Reykjavík 18. jan. 1902. Lárus Pálsson. prakt. læknir. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum katipmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröidungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að líta vel eptirþví, að F standi á fiösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínveiji með glas 1 hendi, og firmanafnið VValde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorateinsson, cand. thcol. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.