Þjóðólfur - 18.09.1903, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.09.1903, Blaðsíða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. september 1903. 38. Ofna og eldavélar s e I u r Kristján Þorgrímsson. Þingið 1903, Endurlit og hugleiOingar. V. Búast má við því, að sumar fjárveiting- ar þingsins til einstakra manna, hinirsvo- nefndu b i 11 i n g a r mælist miður vel fyr- ir hjá ýmsum. Svo hefur jafnan verið og svo mun enn verða, að sitt sýnist þar hverjum, og að einn telur þennan bitl- inginn ónauðsynlegan og óþarfan, annar nauðsynlegan og mjög þarfan. Annars er ekki rétt, að kalla allar fjárveitingar til einstakra manna bitlinga, samkvæmt þeirri merkingu, sem nú er komin á það orð, sem er fremur niðrandi. Það stappar nærri þvl, að orðið »bitlingur« sé = ó- hæfileg eða óviðurkvæmilegölmusuveiting af þinginu, og sá, sem slíkan styrk fær, sé skoðaður sem nokkurskonar beininga- maður eða ölmusuþegi landsjóðs. En slík skoðun er fjarri öllum sanni. Það eru að minnsta kosti örfáar fjárveitingar, sem þannig geta skoðast. En sakir þessa ó- frægðarorðs, sem á bitlinganafninu ligg- ur, kemst það smátt og smátt inn í með- vitund þjóðarinnar, að allar styrkveiting- ar þingsins til einstakra manna, í hverju augnamiði sem þær eru veittar, séu óvið- urkvæmilegar. Þessi skoðun er a ð þ v í leyti rétt, að þingið ættiekki að fjalla um fjárbænir einstakra manna. Auk þess sem það tekur svo mikinn tíma frá öðr- um þarfari og nauðsynlegri störfum þess, þá er það afar-óviðfelldið fyrir umsækj- endur að vera mældir og vegnir í þing- salnum, verða þar jafnvel fyrir persónu- legum árásum og hnútuköstum, og eiga það jafnvel á hættu, að dregin séu fram á sjónarsviðið í umræðunum hitt og þetta úr »pr(vat«lífi þeirra o. s. frv.,eins og opt hefur komið fyrir. Slíkar umræður um einstaka menn rýra og að vissu leyti virð- ingu þingsins, auk þess, sem það er einn- ig ógeðfellt fyrir þingmenn sjálfa, að þurfa að fjalla um slíkar fjárbeiðnir hverjar fyr- ir sig, og sjá suma þessara styrkbiðjenda skjálfandi og mænandi hungruðum vonar- augum inn í þingsalinn eptir atkvæðum. Getur þá verið, að brjóstgæði ráði meiru hjá mörgum þingmanni, heldur en sann- færing um brýna nauðsyn styrkveitingar- innar fyrir þjóðina. Því hefur opt verið hreyft og síðast í sumar, að það ætti að stryka alveg útúr fjárlögunum allar styrkveitingar til ein- stakra manna, eða bitlingana, sem kallað- ir hafa verið, en í þess stað ætti að veita í einu lagi einhverja ákveðna upphæð, er landstjórnin hefði til umráða til slíkra styrkveitinga. Þessu var og þannig hag- að á fyrstu árum löggjafarþings vors, en svo var því breytt 1 þetta núverandi horf, af þvl að menn voru óánægðir yfir því, hvernig landstjórnin úthlutaði þessu fé. Þótti það allmjög af handahófi gert og ekki jafnan eptir verðleikum. En nú eru margir teknir að hallast að því, að reyna þetta fyrirkomulag aptur, og ætti það vel við, þá er ný innlend stjórn með ábyrgð fyrir alþingi sezt að völdum. Má ætla, að hún verði samvizkusamari og réttlátari ( þessum styrkveitingum, en gamla stjóm- in þótti, enda er jafnan hægurinn hjá fyr- ir þingið, að líta eptir gerðum hennar í þessu efni, víta þær, séu þær vítaverðar, eða taka þá vald þetta aptur frá stjórn- inni, ef hún reynist óhæf til að fara með það. Sllkt eptirlit og aðhald frá þingsins hálfu, væri nokkru skemmtilegra og við- kunnanlegra, heldur en stælurnar og rifr- ildið nú um það, hvort Pétur eða Páll eigi að fá 2—500 kr., auk þess sem þing- ið sparaði mjög mikinn tíma við þetta. Það yrði þá ekki nema dálítil hviða eld- hússdaginn, um leið og þingið athugaði ráðsmennsku stjórnarinnar yfirleitt, og gætu það orðið nógu skemmtilegar og áheyri- legar umræður svona 1 eitt skipti og meira matarbragð að eldhússdeginum fyrir vik- ið. Næsta þing ætti því að taka þessa reglu og sjá hvernig þetta fyrirkomulag reyndist. Það yrði naumast lakara, en það er núna, að minnsta kosti bæði miklu viðkunnanlegra og þægilegra fyrir um- sækjendur, og mikill tímasparnaður og þægindi fyrir þingið. Auk þess gæti ver- ið gott fyrir nýju stjórnina að spreyta sig á því, að verja fé þessu skynsamlega og þjóðinni til nytsemda. Gæti hún mjög styrkt stöðu sína með því, hvernig hún verði þessu fé. VI. (Síðasti kafli). Þá er litið er á störf þingsins í heild sinni, munu flestir hljóta að viðurkenna, að það hafi verið eitthvert hið afkasta- mesta þing, er vér höfum haft. Það hef- ur afgreitt mörg þýðingarmikil og mikils- verð lög, er til sannra framfara horfa fyr- ir þjóð vora. Þingið hefurverið eindreg- ið framfaraþing, eða framsóknarþing, engu síður eða réttara sagt vegna þess, að hinn svonefndi »Framsóknarflokkur« var í minni hluta, þessi flokkur, sem sífellt hefur ver- ið að trana því framan í þjóðina og tönnl- ast á því, að þeim meginn væru allir eld- heitir framsóknar- og framfaramenn, en hin- um meginn eintómir apturhaldsseggir, sem ekki vildu að eins láta allt standa 1 stað, heldur kippa þjóðinni aptur á bak, og sporna gegn öllum lífshreyfingum meðal hennar. Þetta »evangelium«, þessi sann- indi(!) hafa forkólfar flokksins ekki þreytzt á að prédika í tíma og ótíma. Þetta hef- ur verið básúnað hvað eptir annað dimmt og digurbarklega hér í höfuðstaðarmál- gagni flokksins, verið endurtekið hvellt og skrækhljóða suður á Bessastöðum og berg- málað svo hvorttveggja veimiltítulega og útburðarvælslega norður í »Norðurlandi«. En þjóðin hefur alls ekki viljað hlusta á þetta spangól, og er því öldungis þýðing- arlaust fyrir þessa »músikanta«, að halda þv( uppi lengur. Meiri hlutinn á síðasta þingi hefur alveg gert út af við það. Hann beitti yfirráðum sínum svo skynsamlega og stillilega, að þess varð lítt eða ekki vart, að tveir andstæðir flokkar væruí þinginu. En til þess eru víti að varast þau. Meiri MmUántakendur úr veðdeild Landsbankans aðvarast um: að gjalddagi er 1. október, að greiða verður nákvæmlega árgjaldsupphæðina; auka- greiðsla heimil í októbermánuði, en standi á hundraði. að eptir októberlok áfalia dráttarvextir 1% fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, reiknað frá 1. október. að árgjaldsfrest er ekki unnt að veita. að hús, sem í veði eru, verða að haldast vátryggð. Tryggvi Gunnarsson. hlutinn á þ e s s u þingi, heimastjórnarflokk- urinn hafði séð, hvernig hinn flokkurinn beitti valdi sínu á þinginu 1901, oghafði fengið að kenna óþyrmilega á þvfi' En svo kom refsinornin (»nemesis«) og sagði: hingað en ekki lengra við þann flokk. Hann fékk rothöggið í ágústmánuði 1901, rifnaði af ofreynslu við aflraunina, sem hann sýndi þá, svo að hann gat ekki gert sama »meistarastykkið« í annað sinn, eins og ætlazt var til, því að þá var hann sprung- inn. Heimastjórnarmenn drógu að öllu leyti fjöður yfir þetta í sumar, það á aldr- ei vel við, að tala um snöru í hengds manns húsi. Og það var eðlilegt, að hin- ir væru ekki hámæltirum »fortíðina«. Sum afreksverk eru svo löguð, að það er holl- ast, að þau gleymist sem fyrst, og svo er um afrek meiri hluta þingsins 1901, bæði í stjórnarskrármálinu, bankamálinu o. fl. Þessvegna var samlyndið í sumar áþingi tiltölulega gott, af því að meiri hlutinn fór svo vægilega með valdi sínu, og lét sem ekkert hefði í skorizt, lét sér víti and- stæðinga sinna að varnaði verða, og gerði því allt, sem í hans valdi stóð, til að láta minni hlutann hvergi kenna aflsmunar, allra sízt í röngu máli, eins og gert var 1901. Það var skynsamleg íhugun, og al- varlegur áhugi til að efla heill þjóðarinn- ar, sem stjórnaði öllum gerðum meiri hlut- ans nú, en ekki blint, taumlaust ofurkapp eða hóflaust flokksofstæki. Það þekktist ekki hjá meiri hlutanum í sumar, enda héfði verið heimska að beita því, einsog ávallt er. Heimastjórnarflokkurinn hafði svo gersamlega sigrað í baráttunni, bar- áttunni fyrir sjálfstjórn og sjálfstæði lands- ins stjórnarfarslega og fjárhagslega, að hann hefði illa gætt skyldu sinnar, illa þakkað þjóðinni drengilega liðveizlu, ef hann með framkomu sinni á þingi hefði staðfest illmæli þau, er á hann hafa stöð- ugt verið borin af mótstöðuflokki hans. Sannleikurinn er opt sárbeittur, opt beiskur á bragðið. En það má ekki og á ekki að þagga hann niður af því, að það geti sært einhverja, að honum sé haldið á lopti. Með þvf að Þjóðólfur hef- ur staðið mitt í eldinum í þessari hörð- ustu og svæsnustu stjórnmálabaráttu, sem nokkru sinni hefur verið háð hér á landi, og skeyti hafa staðið á honum úr mörg- um áttum í senn, hefur hann miklu meiri reynslu í þessu efni, er miklu kunnugri allri bardagaaðferðinni frá upphafi, en -•iSokkur einstakur maður getur verið, enda þótt hann hafi tekið töluverðan þátt í bar- áttunni. Þessvegna er það, að allt eða flest, er víst óhætt að segja, sem Þjóðólf- ur hefur hermt um leyniráð og »taktik« mótflokksins í baráttunni hefur reynzt hár- rétt eptir á, sannazt svo áþreifanlega, að ekki hefur orðið móti mælt, og mætti telja þess mýmörg dæmi. Og einmitt vegna þessa er »Framsóknarflokknum« svo meinilla við Þjóðólf, að hann hefur kom- ið við kaunin, fylgt gerðum flokksins stig af stigi og gert opt óþægilega heyrum kunnugt það, sem leynt átti að fara, og sýnt þjóðinni fram á blekkingarnar, áður en þær gátu verkað á hana, og því al- staðar staðið í vegi fyrir því, að þessi flokkur hneppti þjóðina undir sín yfirráð og dáleiddi hana. Það er þetta, sem menn- irnir eiga svo illt með að gleyma, veitir svo erfitt að fyrirgefa. En svo er ham- ingjunni fyrir að þakka, að Þjóðólfur get- ur nú verið ánægður yfir úrslitunum, að sú stefna, sem hann hefur stutt, hefur nú loks sigrað, og þessvegna getur hann vel fyrirgefið það, þótt ómaklega og ógöfug- mannlega hafi opt verið að honum vegið, opt af mörgum í senn, og það af sumum, er sízt mátti ætla. Að svo mæltu þakkar Þjóðólfur öllum góðum liðsmönnum drengilega liðveizlu í baráttunni, en ekki hafa þar allir áttjafn- góðan hlut að máli, enda þótt flokksmenn hafi talizt að nafninu, og á Þjóðólfur sumum þeirra harla lítið að þakka. Hann hefur líka aldrei viljað eða getað fylgt þeirri miðlungsmannareglu að vera hvorki hrár né soðinn, þá er um stórmikil velferðar- mál er að tefla. Heimastjórnarflokkurinn hefði nú ekki átt miklum sigri að hrósa, ef hálfvelgjan, meinleysið tómt, hringland- inn og linkan, hefði náð yfirtökum á hon- um. Hann væri þá sannarlega fyrirlöngu genginn veg allrar veraldár, og það hefði verið létt verk fyrir mótstöðuflokkinn að vinna bug á honum. Það er og hverjum heilvita manni augljóst, að í harða bar- áttu, þar sem öllum meðulum, allri harð- neskju er beitt annarsvegar, þá tjáir lftið fyrir hinn málsaðilann að verða eins og mús undir fjalarketti, eða biðjast friðar, þá er baráttan fer að harðna. Slíkt er hugleysi, heybrókarskapur og ekkert ann- að. Þjóðólfur ætlar ekki að biðja neinn afsökunar á því, hvorki flokksmenn né aðra, að hann hefur ekki haft skap til að fylgja neinni heybrókarpólitfk í liðinni stjórnmálabaráttu. Það hefur líka sann-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.