Þjóðólfur - 18.09.1903, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.09.1903, Blaðsíða 2
148 arlega verið hentast. Það má hver sem vill áfella hann fyrir það. Hann tekur sér það ekki nærri, því að það eru síð- ari tímar, sem dæma, og þann dóm mun Þjóðólfur láta sér lynda. Saitfisksmarkaðurinn í G e n ú a 1. apríl 1902 til 81. marz 1903. Eptir Arvak. A þessum tíma hefur meir verið flutt til Genúa, en nokkru sinni áður af »Is- landa«, þ. e. íslenzkum og færeyskum salt- fisk og ýsu. Fyrst voru fregnir slæmar, og var sagt að afli væri fremur rýr við ísland, ogþví mundi fremur lítið flytjast þangað af fiski, og var íslandsfiskur (»Islanda«) því í háu verði fyrst, en féll svo í verði. Er það til óhagnaðar fyrir seljanda og kaupanda. Kvartar danski konsúllinn í Genúa um, að það vanti allar skýrslur um fiskmergð bæði frá Islandi ogFæreyjum, og að mesta nauðsyn beri til þess að bæta úr þvl, Skýrslur þessar verði að vera þannig, að hægt sé að reiða sig á þær, þær verði bæði að vera um afla og göngu fiskjar- ins, oghve mikið sé til af verkuðum fiski. Telur hann að eigi mundi verða erfiðara að gefa slíkar skýrslur héðan en frá öðr- um löndum. Hann vonar að þetta batni þegar hraðskeytasambandið kemst á, þann- ig að þá verði gefnar skýrslur einu sinni eða tvisvar á mánuði. Eins og nú stend- ur er þessi verzlun lík því að spila í hluta- veltu, þar sem allt er óvíst. Það er hægt að fá gott verð, en líka mjög lágt verð. Hinn fasti grundvöllur, sem kemur þegar skýrslurnar eru, er ekki til. Þegar markaðurinn byrjaði, segir kon- súllinn, var hér enginn Islandsfiskur til frá fyrra ári, og það sem kom frá Islandi, seldist strax fyrir hátt verð, meira að segja hærra verð en fyrirfarandi ár (52—56 líra, 1 líri = 72 aura). Jafn- framt því að verðið hækkaði, barst hing- að meira af fiski, og það óvanalega stórir »farmar«. Þeir komu aðallega frá Vest- Qörðum, og fannstítölum þeir mundu aldr- ei taka enda, og afleiðingin varð sú, að fiskurinn fór að falla í verði í október, og féll stöðugt úr því. Hvort sem það hefur verið tilviljun, að svo mikið barstaf fiski í einu, eða kaupmennirnir hafa ætlað að ná í þetta háa verð, þá er það óheppi- legt, að svo mikið berist í einu á markað- inn. Þurviðrin ogþurkarnirá Islandi hafa og átt þátt í því, þótt það sé óheppilegt að fiskurinn sé strax og hann er nýþurk- aður sendur utan. Stærsti hlutinn af smáfiskinum frá Islandi, er of stór, því upp til sveita í Italíu, þar sem Islands- fiskurinn er aðallega étinn, vilja menn hafa verulega smáan fisk. Ekki minna en 2000 qvintöl (1 qv. = 100 kiló) voru flutt þaðan til Barcelona (á Spáni) afofstórum (eða meðalstórum) smáfiski, til þess að seljast þar fyrir lágt verð. Er þetta til óhagnaðar fyrir alla, og hið eina, er getur ráðið bót á því, er að aðskilja hinar ýmsu tegundir betur. En flokkun fiskjarins er ekki eingöngu ábótafátt í þessu, heldur mörgu öðru. Konsúllinn segir, að það líti út, eins og menn vilji nota sér hið góða verð, og hugsi ekki um þótt þeir svíki vöruna (begagna sig af de höga pri- ser och derföre ej skytt att bedraga dem), það sé að minnsta kosti alkunna, að marg- ir séu svo gerðir, að þeir állti að það geri ekkert til, hvernig varan sé, að eins að markaðurinn sé góður. En að sendafisk illa verkaðan, er hin mesta fásinna, og til stórtjóns fyrir þann, er gerir það, því hanp fær lægra verð en ella. Stærstu kaupmenn hér, er verzla með fisk, vill hann láta senda manneðamenn til Genúa, til þess að læra að flokka fisk- inn, og telur hann, að það mundi vera gróði að því fyrir þá, því líklega sé fisk- urinn svona illa flokkaður sökum fáfræði, en sé það matsmönnum að kenna (vrag- urum), verði að kenna þeim betur, og um fram allt, að þeir séu sjálfstæðir, því sé það ekki, geti verk þeirra orðið ónýtt. Vonar hann að stjórnin sjái um, að það þurfi ekki að kvarta um þetta jafnmikið og gert hefur verið, með því að sjá um góða matsmenn. Jafnframt vonar hann, að hinn illa verkaði fiskur hverfi, svo að hann ekki sjái aptur jafnljótan fisk, og einn skipsfarmur frá Isafirði var, er var framúrskarandi í þeim efnum. »Sérstak- lega er leiðinlegt«, segir konsúllinn, »að sjá slíkan fisk, eða þurfa að kvarta um flokkunina, þegar hægt er að sjá, að til eru menn á íslandi, er kunna að flokka fiskinn, en það má sjá á því, að nokkuð var vel flokkað, er kom hingað«. Kon- súllinn segir ennfremur: »Spurningin um matsmennina, er lífsskilyrðið fyriralla verzlun með íslands- f i s k «. Og hann strykar undir orðin, enda er það auðsætt samkvæmt áður sögðu. Ef verkunin batnar ekki, verður að selja fiskinn eptir sömu reglu og Labrador- fiskinn, þ. e. a. s. fiskurinn er matinn og og seldur eptir gæðum, og þykir kaup- manninum það vlst eigi betra. Sama kvörtun hefur heyrzt með þorsk á Spáni, og á þessu tímabili var Islandsfiskur flutt- ur frá Genúa fyrir 200,000 líra að minnsta kosti, svo konsúllinn vonar, að menn verði varkárari næst, því eingöngu varð að flytja hann burt Sökum slæmrar flokkunar. Þá skýrir hann frá því, að meðal síð- ustu fiskfarma hafi verið mikið af ýsu. Þetta telur hann að muni koma af því, að fiskað sé á öðrum stöðum en áður, þar sem meir er af henni. Hann telur ýsu- flutninginn til skaða fyrir verzlunina, verð- ið sé lágt, 7—10 lfrar fyrir qvintalið, og á Norður-Ítalíu sé ekki hægt að selja hana, hún sé öll flutt þaðan til Suður-Ítalíu, en aptur sé hægt að selja þar færeyska ýsu, af því hún er mikið minni. Hann vekur athygli á því, að góður markaður sé þar fyrir stóra, reykta síld, en hún verði þá að vera gullgljáandi. (Meira). íslenzkt þjóðerni, eptir Jón sagnfrœðing. Engum, sem enn hafa augun opin og yl í hjartarótum, getur leynzt, að ný stefna og nýr fjörkippur hefur byrjað í baráttu vor íslendinga um þessi aldamót, eða þá síðan eptir þjóðhátíðina 1874. Nýtt fjör, nýr andi er sýnilegur á flestum svæðum þjóðlífs vors og viðburðasemi landsins sona og dætra -— þrátt fyrir öll tákn, sem móti mæla, óáran og öfugstreymi á ýms- um svæðum, og jafnvel sýnar apturfarir í stöku greinum stjórnar- og félagslífs. Merk- in eru glögg, liggja utan á og í augum uppi, bæði merki hins betra og hins verra. En samtíðin er ávallt nærsýn, eða réttar sagt: »Lítið sjáum aptur, en ekki fram; skyggir Skuld fyrir sjón«. En »samt gengur hún«, samt er ný hreyf- ing áfram bersýnileg, og sú hreyfing er sjálfsagt góð, að mörgu leyti. Tækifærin aukast og eflast, og með þeim áhugi og metnaður, Íífstáp og áræði, menning og þekking hjá æ fleiri. Það er og ekki »hnossið« sjálft, eða algerleikinn sjálfur eða alfrelsið og alsælan, sem mestu skipt- ir, heldur áhuginn og eptirsóknin eptir sigurlaununum, sem myndar slagæð í líf- kerfi þjóðfélaganna — lífkerfinu, sem svo nákvæmlega svarartil hvers einstaks manns persónu, að allir sagnameistarar vorfa tíma horfa á líking með undrun og ótta, þvf sú fræði er, sálfræðilega skoðað, mjög ung og ófullkomin. í bókmenntum vorum virðist nú þessi nýja hreyfing, sem egnefndi, enn þá yngriog nýrri en á öðrum svæðum. Fyrstaf öllu má til beinna framfara telja, hversu námsmönnum lands vors fjölgar, þeim sem ljúka góðum burtfararprófum frá hærri skólunum. Ungur maður, sem próf sitt leysir með lofi, hef- ur afreksverk unnið. Og eins og hverri móður hitnar um hjartarætur, sem sér son sinn bera sigur af hólmi í bændaglímu, eins glaðnar yfir gömlu Fjallkonunni í hvert sinn, er ungur sonur hennar kemur með sæmd heim frá skólaborðinu. Lítum einungis á þau rit, sem út hafa komið á landi hér 1 ár og í fyrra. Eg man engin tvö ár, sem ná þeim meir en til hálfs; eg á við öll skáldskaparrit, náttúrufræðis- rit, búnaðarrit, lögfræðisrit, stjórnfræðis- rit og þj óðmenningarrit, — siðfræði eða guðfræði gætir minnst, eins og víðast í löndum nú. Hér vil eg sérstaklega benda á hin tvö nýju rit í þjóðmenningaráttina, sem eg kalla: »Lýðmenntun« Guðm. Finnboga- sonar og »íslenzkt þjóðerni«. ÁbókGuð- mundar »meistara« hef eg minnzt nýlega í »Norðurl.«, en það segi eg aptur hér: bókin er éinstaklega fögur og fjörgandi, vekjandi og tfmabær, Og þessi bók Jóns sagnfræðings kemur einmitt eins og köll- uð til að verða hinni samferða, og það bæði sem formáli hennar, og undir eins sem eptirmáli. Bókin er samin af sönn- um sagnfræðing, samin ofan frá (syn- tetiskt) með meistarans glögga auga fyrir lífkerfi sögunnar, þ. e. þjóðlífsins, og með rögg og hita andríkismannsins, sem dottar ekki yfir smámunum, heldur rekur meginþættina eins og sagan leggur sig fyrir hugsjón hans. Þá kemur listin fram. Hún er fólgin í fleiru en stýl og orðfæri, röðun og niðurskipun, hún er lífið, snilldin og vitið í meðferðinni; hún er sálin, hún er innblástur andans, sem vígir hvert gott rit hærri og hærri vígslum. Pró- fessor K e r í Lundúnum (sem ritað hefur bæði skarplega og skemmtilega um forn- bækur vorar í bók sinni »Epic and Rom- ance«) segir: »Listareinkunn Islendinga hinna fornu, er hetjublærinn (the heroic strain), sem dillar manni í sögum þeirra og kvæð- um — allt fram um daga Jóns Arasonar, þótt saga hans sé órituð enn«. Þessi hetjublær eða tónn, ómar einmitt að mér finnst, úr þessari þjóðernissögu, og sá tónn samfara heitri þjóðræktarást, er sál þessara fyrirlestra. Eg sem »ðilettant« í sögu lands vors, gæti að vísu fundið mér til eitt og annað, er eg vildi hafa sagt öðru vísi; en þar sem eg nær æfinlega fellst vel á niðurstöðuna í hverjum kafla, yrðu þesskönar aðfinnslur fremur til að villa, heldur en bæta. Við jafn-færan glímttmann er ekki þeim vert að fást, sem einungis treystir hælkrókinum. Um meist- arann M a c a u 1 a y segir Taine: »Það eitt finn eg þeim snilling til foráttu, að hann á bágt með að gleyma því, að hann hætti að vera málaflutningsmaður, o: hann sækir og ver sakir manna, meir en góðu hófi gegnir«. Stundum, einkum í kafl. um Sturl.tímann, þykir mérdálítið bera á þeirri meðferð á einstökum mönn- um hjá höf. Sturlungar voru engu verri eða spilltari menn en Haukdælir og Odda- verjar; en stórfelldari voru þeir. Niður- lagsgrein bókarinnar er g u 11, og svo er öll bókin — skoðuð eins og hún á að skoðast, o: sem andrík og rökstudd hugvekja um þjóðerni og þjóðernisstríð Islendinga. Þegar myndarlegir kennendur standa frammi fyrir hinni upprennandi kynslóð lands vors, hafa þeir góðan sbarnalær- dóm« í höndum, þar sem eru ritin »Lýð- menntun« og »íslenzkt þjóðerni*. Matth. Joch. Jón Pálsson í Víðivallagerði í Fljótsdal. Æfiágrip. Það virðist ekki vera ótilhlýðilegt, að minn- ast opinberlega þessa merkilega öldungs, sem að sjálfsögðu er langelzti, og hefur á sínum tíma verið einhver öflugasti bjarg- vættur vors langa og breiða Fljótsdalshér- aðs. Og er maðurinn að mínu, og margra kunnugra manna áliti, mjög virðingarverður. Jón Pálsson er fæddur að Víðivöllum (fremri) í Fljótsdal I. dts. 1805. Faðir hans var Páll Þorsteinsson bóndi þar, Þor- steinssonar bónda að Melum (í sömu sveit) Jónssonar bónda að Glúmsstöðum (í sömu sveit), sfðan að Hákonarstöðum á Jökuldai, um þær mundir er Fjalla-Eyvindur var uppi, og var hann meðal þeirra manna, sem leit- uðu hans. Og var Jón þessi níundi liðurfrá Þorsteini bónda, sem var á Brú, þá er svarti dauði geisaði 1402 (eptir sögn Páls sál. bónda að Víðivöllum, sem fyr er getið), og flúði hann pestina vestur í Arnardal svo kallaðan, þar vestur á öræfum, og hafðist þar við með allt sitt skyldulið í 3 ár, unz drepsóttinni var lokið. Móðir Jóns Pálssonar var Una Sveins- dóttir frá Sigurðargerði í Fellum (nú beitar- hús frá Ási). Jón ólst upp hjá foreldrum sínum að Víði- völlum, þar til hann var 12 ára; þá flutti faðirhans búferlum að Bessastaðagerði í sömu sveit. Þar var hann fyrsta árið hjá for- eldrum sínum, en var svo 13 ára gamall lánaður Snorra bónda Magnússyni að Víði- vallagerði; þar var hann 5 ár. Síðan fór hann aptur heim, og ári síðar, 1824, brá faðir hans búi og flutti til Einars Sigurðs- sonar bónda að Glúmstöðum, með konu sína, Jón og tvær dætur; þar var Jón 4 ár, eða þar til 1828, að hann fór ráðsmaður til ljósu sinnar Guðrúnar Ásmundsdóttur (þá ekkju) að Hlíðarhúsum (nú beitarhús frá Víðivöllum ytri), þar var Jón 2 ár. Síð- ara árið þar giptist hann Guðrúnu Þorsteins- dóttur frændkonu sinni. Svo árið 1830 byrj- aði hann búskap á Kleif í s. sv. Þar bjó hann 20 ár og komst í góð efni, hreppti þó strax sem frumbýlingur, graslítil sumur og harða vetur, t. d. sumarið 1836 fékk hann 39 hesta af heyi, og 10 átti hann frá fyrra ári. Þetta kom ekki niður á honum einum, því sumarið var almennt mjög fenglítið. Þá var Bjami Thorarensen amtmaður yfir Norður- og Austuramtinu, og skipaði hann skurð á fé um haustið, og setti 4 menn til þess í Fljóts- dalshreppi, Guttorm hreppstjóra og Einar á Víðivöllum bræður, Bergvin þá klaustur- haldara og Jón Þorsteinsson bónda á Mel- um, og var hreppurinn gerður þvf nær lamba- laus. Þau sem eptir lifðu voru 12 á Arn- heiðarstöðum hjá hreppstjóranum, 50 á Víði- völlum ytri (flest), 30 á Glúmsstöðum, 5 á Hóli, 1 á Egilsstöðum, á sumum bæjum ekkert eða þetta fyrir innan 10. Jón Páls- son hafði um 140 fjár, og 4 stórgripi á þess- um litla forða sfnum, og komst hann af, þótt veturinn væri harður, og segist hann aldrei hafa séð annan eins snjó, og aldrei kom bloti allan veturinn. Jón bjó að Kleif 20 ár, eða þar til 1850 að hann flutti að Skriðuklaustri. Þar bjó Jón Þórarinsson kandidat theol. og Elsa- Birta Guðmundsdóttir sýslumanns að Krossa- vfk í Vopnafirði og Eiríkur Arason og Þóra Aradótir, foreldrar Jónasar skólastjóra á Eið- um og þeirra barna, til helminga á jörðinni. Jón Pálssonhafði þar enga jarðarbyggingu, heldur var þar sem húsmennskumaður hjá nafna sínum, mátti hafa ótakmarkað þú, en að eins fóðra vissan gripafjölda fyrir nafna sinn, sem lagði til */» mann og vinnukonu, svo heita mátti félagsbú með þeim. Þar giptist Þorsteinn sonur Jóns Pálssonar Sigur- björgu Hinriksdóttur, og setti saman við föður sinn í félagsbú. Svona bjó Jón sam- an við nafna sinn, og síðar ekkju hans, í 10

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.