Þjóðólfur - 18.09.1903, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 18.09.1903, Blaðsíða 4
152 Motor-bátar. Undirskrifaður smíðar og selur lysthafendum báta til fiskiveiða með mótor-vél- um af sömu stærð og afli vélanna og tíðkanlegir eru í Danmörku, og eru vélarnar frá áreiðanlegri vélaverksmiðju í Friðrikshavn. Menn geta fengið bátana af ýmsri stærð, en taka verður fram, hve mikinn krapt vélarnar eigi að hafa, og verða þeir seldir með uppsettum vélunum í, ogsend- ir á hverja þá höfn, sem strandferðaskipin koma á. Bátarnir verða sérstaklega vandaðir að verki og lagi, og vildi eg leiða athygli ísfirðinga, að snúa sér til Árna kaupmanns Sveinssonar, sem gefur frekari upplýs- ingar og tekur á móti pöntunum og annast um sölu og andvirði bátanna. Trygging er fyrir, að bátarnir eru mjög örskreiðir. Reykjavík 13. ágúst 1903. • Vesturgötu M 51 b. Bjarni Þorkelsson, skipasmiður. Takið eptir! Þeir, sem eiga fataefni liggjandi hjá mér, og ekki verða búnir að sækja þau fyrir þann 30. þ. m., mega búast við að þau verði seld upp í vinnu- launin. Virðingarfyllst. Rvík 15. september 1903. Yaldimar Ottesen. Beint frá N o r e g i fékk eg með s/s »Laura« mjög mikið af er eg mæli mjög mikið með, þar sem það er sérstaklega gott margarine og ódýrt eptir gæðum þess. G. Zoéga. Síðdegis- og kvöldkennsla (sjá augl. 1 síðasta bl.). Laugaveg 49. Gudm. Magnússon. Kjallaraherbergi til leigu. Herbergi f. einhleypan mann. Laugaveg 49. Proclama. Hér með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar l86l, skorað á alla, er telja til skuld- ar í dánarbúi Jóns heitins Jónssonar, fyrrum hreppstjóra á Narfeyri, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áð- ur en liðnir eru 12 mánuðir frá sein- ustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fyrirVara er skorað á erf- ingja hins látna að gefa sig fram. Erfingjar hafa eigi gengizt við arfi og skuldum. Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu. Stykkishólmi 1. sept. 1903. Lárus H. Bjarnason. K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta menn fengið tauin um leið og sendingin er afhent. Ætíð nægar birgðir af tauum fyrirliggjandi. Afgreiðslan á Laugavegi 24. Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson. WWWWWWWWWWWW KLÆÐAVERZLU NIN 12 BANKASTRÆTI 12 hefur nú mikið af fínum efnum: Klœði — Kamgarn — Cheviot — Buxna- efni — Mislit alfataefni. — Einnig ódýr efni í drengjafót. Flibba — Brjóst — Manchettur, allar stcerðir. 4 tegundir D'ómuflibba og Manchettur. — Slipsi og Humbug, stórt úrval. — G'óngustafi — Regn- hlífar fyrir dömur og herra. — Axlab'ónd — Mittisólar — Hálsklúta úr ull og silki — Vasaklúta hvfta og mislita. — Tilbúnar hvítar Skyrtur mjög fínar; einnig Náttskyrtur fyrir karlmenn. — HATTA og HÚFUR margar teg. —^ Hvergi ódýrara ^—= Nú með s/s „Vesta" og „Ceres" 4. október kemur stór viðbót af efnum í VETRARFRAKKA — ULSTERA — ALFATNAÐ etc. öll nýmóðins. Sýnishorn liggja frammi, og geta menn pantað þau fyr- irfram og heyrt um verð. Einnig NÆRFATNAÐUR úr ull.— REGNKÁPUR — VETRARHÚFUR og HATTAR margar teg. HANZKA fleiri tegundir o. m fl. Með virðingu. Guðm. Sigurðsson. klæðskerl. SuNNUDAGINN 20. þ. m. kl 8V2 heldur frk. Kristrún Hallgrímsson og cand. med. Þórður Pálsson lítinn Concert í IÐNAÐARMA NN AHÚSINU. Við sama tækifæri talar cand. jur. Sig. P. Eggerz nokkur orð um hitt og þetta. Nánar á götuauglýsingum. Eg undirritaður hef síðastliðin 2 ár þjáðst af mjög mikilli taugaveikl- un, og þótt eg hafi leitað ýmsra lækna, hef eg ekki getað fengið heilsubót. Síðastliðinn vetur fór eg því að neyta Kína-lífs-el ixírs frá hr. Walde- mar Petersení Frederikshöfn, og er það sönn ánægja fyrir mig að votta, að eg eptir brúkun þessa ágæta bitt- ers, finn á mér mikinn bata, og von- ast eptir að verða albata með stöð- ugri notkun Kína-lífs-elixírsins. Feðgum (Staðarholti) 25. apríl 1902. Magnús Jónsson, KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæst hjá flestum kaupmönnum á Islandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir V. P. að líta vel eptir því, að standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Prentsmiðja Þjóðólfs. 94 í stað þess að fara, sem hann var vanur, inn í herbergið sitt eptir kvöldverðinn, dvaldi hann allt kvöldið í herbergjum frúarinnarog ætlaði að segja þeim mæðgum frá brottför sinni, en hann fór svo frá þeim, að hann fékk ekkert sagt. Katrín var svo hugljúf og móðir hennar svo vingjarnleg, að hann ásetti sér, að bíða þar einn dag enn. „Það er vissulega óhultara", hugsaði hann, þá er hann var að afsaka 'sig. „Á sunnudögum eru lögregluþjónarnir minna á vakki". En það varð bið á því, að hann gæti sofnað um nótlina, og hann fór seint á fætur daginn eptir. Þegar hann kom að snæða morgunverðinn, voru mæðgurnar í stof- unni, og hann sá fljótt á andlitssvip þeirra, að þær höfðu verið að tala um eitthvað skemmtilegt. „Við höfum fengið bréf frá Páli Alexandrovich", sagði frú Prozorov. „Hann ætlar að snæða miðdegisverðinn með okkur. Hann er vanur að koma hingað á sunnudögum og helgidögum". Vladimir spurði, hver þessi maður væri, með því að hann þekkti engin deili á honum. „Hann er erindreki landstjórans, ungur og efnilegur maður og ein- staklega viðkunnanlegur", sagði frúin. „Eg get ekki óskað mér betra manns handa Katrínu". Vladimir leit með undrun til hennar. „Eg er heitmey hans", sagði Katrín og varð um Ieið feimin. Nú breyttist andlitssvipur Vladimirs. Það var sem hnífi væri stung- ið í hjarta hans. Katrín trúlofuð, já, og embættismanni I Við þessu hafði hann ekki búizt. En frúin hélt áfram að telja upp kosti tengdasonarins tilvonandi, og á meðan fékk Vladimir tómstund til að átta sig á þessu. „Hvað varðar mig um það", sagði hann við sjálfan sig. „Þá þurfið þér að líkindum að nota laufskálann, sem eg hefi sofið í“, sagði hann. „Eg ætlaði einmitt í gær að segja ykkur mæðgunum, að eg yrði að fara burt. Leyfið mér nú að þakka ykkur fyrir gestrisnina*. „Hvers vegna viljið þér fara burtf" spurði Katrín. „Yður er óhætt 95 að treysta Páli, þó að hann sé embættismaður. Mér þætti vænt um, að þér kæmust í kynni við hann; hann er góður maður". „Eg er sannfærður um það, með því að þér hafið valið yður hann" sagði Vladimir með alvöruróm, „en hvað sem því líður, verð eg að halda leiðar minnar, og eg bið —“. „Nei, nei, þér verðið kyr hérna, eg bið yður að vera hér!" sagði Katrín. „Þér móðgið mig með því að ferðast burt“ „Þér dveljið auðvitað lengur hjá okkur, Vladimir Petrovichl", sagði frúin. „Hvers vegna ættuð þér líka að fara burt allt íeinuf Nei, hest- arnir eru ekki járnaðir enn. Páll er eins og sonur hérna í húsinu ; hon- um þykir vænt um Vania, þó að hann, sem von er, hafi óbeit á skýja- borgum hans". „Hann hefur ekki óbeit á þeim, mammal", svaraði Katrín. „Mér er það nú 'kunnugast. Eg skal tala við hann, felið mér það". Það var mikill taugatitringur f henni, þó að hún léti ekki á neinu bera. Henni fannst, að hún hefði ekki breytt rétt, og að hún hefði átt að segja Vladimir fyrir löngu, að hún væri trúlofuð Páli, enda þótt hún hefði ekki af ásetningi dulið hann þess. Henni hafði blátt áfram ekki hugkvæmzt það. En þegar nú reyndar á allt var litið, kom Vladimir ekkert við, að hún ætlaði að giptast, og hverjum hún ætlaði að giptast. Hún fylgdi honum út að laufskálanum hans, og var einstaklega vin- gjarnleg og góð; hún leitaðist við, að bæta yfirsjón sína með því, að reyna að sannfæra hann um, að Páll væri ágætismaður og skoðanir hans sömuleiðis ágætar, en henni tókst það ekki. „Hann er auðvitað skrifstofustjóri eptir nýjustu tízku", hugsaði Vladi- mir með sjálfum sér. „Ogþessi unga stúlka á að eignast slíkan mannl" Hann hlustaði á orð hennar, án þess að segja neitt, og með þessu afskiptaleysi, sem kurteisin býður. Undir eins var sem honum væri sagt, að engin heill mundi af því stafa, að fundi hans og þessa snoðna skrif- stofustjóra bæri saman; já, snoðinn og hálan hugsaði hann sér hann. En að laumast burt frá þessum fundi, þótti honum ódjarfmannlegt. Þegar komið var að hádegi, ók vagn að húsinu. Vladimir heyrði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.