Þjóðólfur - 18.09.1903, Blaðsíða 3
i5i
ár unz hún dó, þá fékk hann jörðina til bygg-
ingar og bjó þar eptir það 3 ár.
Á Skriðuklaustri vann Jón mikið, það er
að segja á þeim helmingi jarðarinnar, sem
hann bjó á, byggði hann baðstofu og nær
öll úthýsi,- og tveimur bætti hann við. Hann
var frumkvöðull að búnaðarfélagsstofnun,
ásamt Guttormi hreppstjóra og Andrési
Kérúlf um 1850 eða fyrstu ár hans á Klaustri.
Búnaðarfélagið stóð 5—6 ár, þar til Gutt-
ormur andaðist. Vann Jón langmest og
bezt að útbreiðslu þess og framförum, hann
hlóð 900 faðma langan varnargarð á Klaust-
urnesi, og kom vatni á það úr Bessastaðaá
án styrks af félaginu, Þar að auki vann
hann víða að búnaðarfélagsvinnu t. d. á Val-
þjófsstað var hann verkstjóri. þegar Jökuls-
ánni var komið út á nesið, og víðar, því
hann ferðaðist upp um báða dali og út í
sveit, til að sýna mönnum og segja, hvað
gera þurfti.
Jón Pálsson var sannur bjargvættur í sinni
sveit, og sýndi hann það bezt vorið 1852,
þegar flestir úthéraðsmenn ráku fénað sinn
upp í Fljótsdal, þá tók hann 20 hesta og
hafði um tíma 300 fjár, sumt af því var hýst
á öðrum bæjum, en hann lagði því hey, en
flest hafði hann það hjá sér frá því á Ein-
mánuði og þar til ær voru bornar um vor-
ið, og er óhætt að segja, að enginn hafi þá
gert eins vel, því síður betur.
Árið 1863 hafði Jón jarðaskipti við Sigfús
Stefánsson í Víðivallagerði; þar starfaði
hann einnig mikið að byggingum, byggði
baðstofu og flest önnur hús fyrir utan það,
sem hann jók og bætti tún og engjar.
Sýndi hann það aptur vorið 1867, að hann
var forðasæll, þar sem hann hjálpaði 13
bændum úr Jökuldals- og Fljótsdalshreppi,
og lét úti um 1000 fjórðunga af heyi.
Árið 1877 bætti Jón búskap, og fékk Þor-
steini syni sínum það í góðu standi og að-
stoðaði hann eptir megni þar til hann varð
blindur um áttrætt; þó fyrstu árin eptir að
hann missti sjónina, vann hann að nauta-
hirðingu (gjöfum og heytöku); að heyskap
vann hann síðasta sumarið sem hann sá.
Þorsteinn sonur hans bjó 16 ár eða þar
til 1893, að hann skipti búinu milli barna
sinna. Sigurður son hans tók við jörðinni
og er nú með föður og afa í horninu.
Jón Pálsson varð 97 dra 1. des. síðastl.
(1902) og er hann hress bæði á sál og
líkama; hefur nú fyrir fjórum árum fengið
töluverða sjón, og það alveg af sjálfu sér,
og er það fágætt, svo nú getur hann að líta
barnabörn s(n. — Jón Pálsson bjó alls ( 47
ár, missti konuna 1870, átti með henni 6
börn: 3 pilta og 3 stúlkur, þar af lifir Þor-
steinn einn, og hefur hans verið getið hér
að framan, hin komust á tvítugsaldur og
varð hann þá að sjá þeim á bak, nema
tveimur, annað dó á fermingaraldri, en hitt
á 7. ári. Launson átti hann einn, Magnús
að nafni, og ólst hann upp hjá Magnúsi
íöðurbróður sínum að Arnaldstöðum og síð-
ar hjá föður sínum, er hann stálpaðist, þar
til hann kvæntist Guðnýju Jakobsdóttur
ekkju að Arnaldstöðum, og bjó faðir hans
hann vel úr garði með góðan heimanmund.
Magnús er greindur maður og víða kunnur
á Héraði, býr hann í Víðivallagerði.
Jón Pálsson ól upp 2 fósturbörn, Jón Jóns-
son að Urriðavatni frá því hann var 3 ára
til fullorðins ára, og Kristínu Pétursdóttir,
bróðurdóttur sína frá því hún var á 2. ári
þar til hún giptist Jóni sál. frá Rannveigar-
stöðum í Álptafirði (nú ekkja þar).
Jón Pálsson var maður vel að sér á sinni
t(ð, síglaður og viðfeldinn og örugg stoð
sinnar stéttar, eins og dæmin sýna hér að
framan. Og finnst mér tilhlýðilegt, til frek-
ari sönnunar, að taka vísu úr sveitabrag
eptir skáldkonu Guðnýju Árnadóttur, og er
v(san um Jón ;
Friðartjóni frásnúinn
fyrirsjón með hraustri,
Hér af þjónar heiðurinn
honum Jóni á Klaustri.
P. S.
Jón Þorlákseon
mannvirkjafræðingur, er ráðinn er af
Búnaðarfélagi Islands til að rannsaka bygg-
ingarefni hér á landi, er nýkominn úr
ferð um Norðurlantí. Hann telur leir
hentugan til tígulsteinsbrennslu nálægt
Akureyri, en hyggur, að það geti aldrei
borgað sig að flytja steininn upp til sveita,
enda þótt brenna mætti hann hér. Aptur
á móti hyggur hann steinsteypu mundu
verða ódýrasta byggingarefni til sveita.
Mætti flytja grjót að á veturna með litl-
um tilkostnaði, mylja það og steypa svo
steina, en steypa ekki veggina heila, því
að það yrði ofdýrt, vegna þess að vegg-
irnir þyrftu að vera tvöfaldir, til að fyrir-
byggja raka, en miklu ódýrara yrði að
hlaða veggina upp af steyptum steinum.
Singers-
Saumavélar
frá Frister & Rossmann.
Einkasölu hefur:
Sturla Jónsson,
Sigurður Þórðarson
sýslumaður í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu.
Kunngerir: Samkvæmt beiðni kon-
súls D. Thomsens í Reykjavík og
að fengnu kgl. leyfisbréfi, dags. 17.
apríl þ. á., er hér með stefnt með
árs og dagsfresti hverjum þeim, er
hafa kann í höndum veðskuldarbréf,
útgefið 12. júní 1897 af Kristjáni
bónda Símonarsyni á Akri fyrir 494
kr. 18 a. skuld við verzlun H. Th.
A. Thomsens á Akranesi, með 4.
veðrétti í Teigakoti og Akri, til
þess að mæta í aukarétti Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu. er haldinn mun
verða í þinghúsi ytra Akranes-hrepps
annan föstudag í desembermánuði
1904 á hádegi, koma fram með téð
veðskuldarbréf, og sanna heimild
sína til þess; en gefi enginn sig fram
með bréfið, mun stefnandi krefjast
þess, að það verði dærnt ógilt.
Skrifstofu RÍýra- og Borgarfjarðarsýslu
21. ágúst 1901.
Til staðfestu er nafn mitt og
embættisinnsigli.
Sigurður Þórðarson.
í gær 17. þ. m. tapaðist úrvöktun í Foss-
vogi brúnn hestur 8 vetra, hesturinn er frem-
ur lítill, vakur og þægilegur til reiðar, al-
járnaður með gömlum sexboruðum skeifum,
marklaus að mig minnir, með lítið síðutak
öðrum meginn. Hvern þann, er hitta kynni
hestinn, er vinsjimlega beðinn að koma hon-
um til faktors Olafs Ámundasonar í Reykja-
vík eða eigandans Páls Guðmundssonar á
Hjálmsstöðum.
Proclama,
Hér með er, samkvæmt lögum 12.
apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar
1861, skorað á alla, ertelja til skulda í
dáttarbúi séra Jóseps K. Hjörleifssonar
frá Breiðabólsstað, er andaðist 6. maí
þ. á , að lýsa kröfum sínum og sartna
þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu
áður en liðnir eru 6 mánuðir frá sein-
ustu birtingu auglýsingar þessarar.
Erfingjar gangast ekki við arfi og
skuldum.
Skrifstofu Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu.
Stykkishólmi 1. sept. 1903.
Lárus H. Bjarnason.
Brúðkaupskorl
og öll önnur Lukkuóskakert
fást ætíð á
5 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5.
Nýkomin fleiri hundruð.
Uppboð.
I Þriðjudagiun þ. 22. sept. þ. á. kl.
I 12 á hádegi, verður opinbert uppboð
! haldið að Eyvindarstöðum í Bessastaða-
hreppi, og þar seldir lausafjármunir
tilheyrandi dánarbúi Gunnlaugs Gunn-
laugssonar þar. Eru þar á meðal 3
kýr snemmbærar og ein hryssa.
Uppboðsráðandinn í Gullbr,- og
Kjósarsýslu U/9 1903.
Páll Einarsson.
Proclama.
Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861
og lögum 12. apríl 1878 er hér með
skorað á alla þá, er telja til skuldar f
dánarbúi Gunnlaugs Gunnlaugssonar á
Eyvindarstöðum í Bessastaðahreppi að
lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir
undirrituðum skiptaráðanda, áður en
liðnir eru sex mánuðir frá síðustu (3.)
birtingu þessarar auglýsingar.
Sýslumaðurinn í Gullbr.- og
Kjósarsýslu 15. sept. 1903.
PáU Einarsson.
96
skröltið í hjólunum inn í laufskálann, en gestinn sá hann ekki, fyr en
hann kom til miðdegisverðar. Páll var um þrítugt, vel búinn, án alls
tildurs og ekki vitund snoðinn. Hárið var stutt, en þykkt og hrafnsvart,
vangarnir vel rakaðir, en þó dökkleitir. Andlitið var stórt og reglulegt
og fremur frítt, en þegar hann brosti, fitjaði hann upp á nefið, og þá
varð svipurinn lúalegur.
Katrín nefndi þá nú á nafn hvorn fyrir öðrum. Áður en unnusti
hennar kom, hafði hún haft í hyggju, að segja honum, hver gestur henn-
ar væri, en þegar þau voru ein, hafði henni gleymzt það, og nu nefndi
hún Vladimir einungis vin Vania bróður síns. Páll leit snöggvast
á hann, og sá, að ekkert var að búningi hans að finna. Daginn eptir
komu sína til mæðgnanna hafði Vladimir fengið sér hálslín og ný föt frá
bænum, en þó var útlit hans á einhvern hátt þannig, að Páll skipaði
honum undir eins í flokk þeirra manna, sem honum geðjaðist miður að,
og sem tilvonandi mágur hans var f.
„Þeir eru alveg á sama bandi“» hugsaði hann, „en hvernig hefur
hann komizt hingað?"
„Má eg vera svo djarfur aðspyrja, hvort þér eigið heima í St. Pét-
ursborg", sagði hann mjög vingjarnlegur.
„Það er komið undir atvikum", svaraði Vladimir. „Eg bý að mestu
leyti í St. Pétursborg, en eg dvel líka opt í öðrum bæjum“.
„Einmitt það. Þér hafið þá eflaust umboðsstörf á hendi".
„Já, auðvitað, annars mundi eg ekki gera mér svo erfitt fyrir“, svar-
aði Vladimir dálítið hæðnislega.
Páll ætlaði að fara að spyrja hann í hverri deild hann væri, en
hætti við það, því að Vladimir var svo ólíkur embættismanni, að Páli
fannst, að hann gæti ekki verið það.
„Er langt síðan þér komuð hingað?" spurði hann með mikilli hæversku.
„Það er vika“, svaraði Vladimir.
„Þér hafið valið yður skemmtilegan árstíma til ferðalags. Volga er
ákaflega fögur og laðandi um þetta leyti ársins. Má eg spyrja, hvort
þér komuð hingað með gufuskipi".
93
„Svo, hvers vegna?"
„Þér hafið helgað krapta yðar svo góðu málefni", sagði hún. „Þér
eruð svo stórhuga og þrekmikill".
„Eg þrekmikill!" sagði hann hryggur. „Þér eruð þrekmikil. En
komið til félaga minna í St. Pétursborg, og þá munuð þér sjá kjarkgóða
menn. Eg er að eins þrekmikill, þegar — svo eg hafi yðar orð — heil-
agur andi kemur yfir mig, en nú hefur hann yfirgefið mig".
Katrín leit til hans með undrun. Allt sálarlíf hans var fyrir hennar
augum eins og bók, sem skráð er helgirúnum, en það sem henni var
ekki auðið að skiljá, hafði engin áhrif á hana. Hún hugði, að gestur
sinn mundi vera sjúkur og að hentast væri, að hann gengi snemma til
rekkju. Hún stóð því upp og ætlaði að ganga burt. En þá las hún
svo einlæga og barnslega sorg í andliti Vladimirs, að hún settist aptur
í sæti sitt, og til þess að hressa hann, fór hún að tala um ýmislegt smá-
vegis, en hann hlustaði stúrinn á tal hennar.
Nú líktist hún rólegum karlmanni, er hefur stjórn á sjálfum sér, en
hann líktist lingerðri og viðkvæmri stúlku.
Daginn eptir — þá var vikan á enda liðin — hafði Katrín einsett
sér að fara til þorpsins, og bauð gesti sínum að verða sér samferða.
Þegar hin fyrsta hræðsla vegna hans var úti, var hún orðin einstaklega
róleg.
Vladimir, sem sá betur hættuna en hún, neitaði boðinu. En þegar
hún var farin, sárnáði honum og gramdist, að hafa ekki farið með henni,
og það kom að honum svo óstjórnleg löngun til að fara á eptir henni,
að hann varð órór í skapi og utan við sig.
„Eg er þó ekki —“ sagði hann við sjálfan sig.
Hann þorði ekki að láta hugsun þá, er hvarflaði að honum, stað-
næmast í huga sínum.
„Ónei, það er bull“, sagði hann. „Eg er farinn að venjast henni,
með því að við höfum verið saman sí og æ. Eg hefi slæpzt hérna
oflengi".
Hann ásetti sér að fara burt næsta dag.