Þjóðólfur - 25.09.1903, Side 2

Þjóðólfur - 25.09.1903, Side 2
154 lendandi á boða og blindskeri óhamingju og óláns, eignatjóns og vinamissis, finn- andi opt og tíðum engan frið, hvorki fyrir líkama né sál. Amerikuförunum mun þykja eg harð- orður í þeirra garð, þeir munu ekki vilja kannast við, að hugsunarleysið ráði at- höfnum þeirra, þegar þeir flytja til Ame- ríku, en eg skal síðar í þessari grein reyna að færa orðum mínum stað. Síðan um 1875 hafa Ameríkuferðirnar stöðugt hald- izt við. Margar jarðir hafa lagzt i eyði, og allur landbúnaður hefut gengið örðug- ar en áður, er sumpart stafar af aðsókn sveitafólksins í sjávarplássin; en mest stafa þessir örðugleikar af Ameríkuferð- unum. Burtfararheimskan og brennivínsheimsk- an eru systur tvær, sem haldizt hafa í hendur hér á landi síðari hluta nítjándu aldar; á milli þeirra er engin sundrung, þær eru samtaka í fyrirtækjum sínum, samtaka í að vinna Islandi skaða og mein, íslenzku þjóðinni minnkun og tjón. Það má með sanni kalla áfengisneyzluna og Ameríkuferðirnar mesta mein síðustu ald- ar. Ameríkuferðirnar eru að minni hyggju skaðlegar fyrir landið og þjóðina, ogþað meira en svo, að það verði með tölum talið eða orðum útlistað; því á meðan flutningur manna helzt við héðan af landi til Ameriku, verður ómennskan og dug- leysið mest ríkjandi hér á landi. Menn hanga hér aðgerðalausir, hafast lítið að sem gagnlegt er, hugsandi stöðugt um Ameríku og gullperlurnar, sem í þeirra augum hanga þar á hverjum kvisti. Út- flutningur manna hefur verið fremur lítill til Ameríku á síðustu 6 árum, en nú fer hann aptur vaxandi, og er undarlegt, þar sem menn eiga nú von á stjórnarbót og fleirú, sem miðar til gagns og hagnaðar fyrir land og þjóð. Einrnitt þegar mest á liggur, stekkur fólk til Ameríku; þegar mest liggur á að menn taki á móti stjórn- arbótinni og öllu, sem stjórnin vinnur til gagns og heilla fyrir land og lýð, með dugandi höndum og dáðríkum vilja, fara menn til Ameríku. Margír eru nú farnir að hugsa um, að vel megi lifa hér á landi ef dugnaður og liyggindi eru mest ráð- andi athöfnum manna.—Menn fara hóp- um saman til Améríku, og sundra kröpt- unum svo mjög, að þeir sem eptir eru, og elska fósturjörð sína oghjálpasérsjálf- ir, eiga hálfu örðugra með að lifa eptir en áður, í einu orði gera landinu mjög örðugt fyrir, ef ekki ómögulegt, að taka nokkrum framförum fyrir vinnukraptsleysi og sundurdreifðum kröptum. Árið 1900 segir dr. Valtýr í tímar. sínu »Eimreiðin«í að þá séu um 20,000 íslendingar í Ame- ríku, jafnmargt og einn fjórði af öllum landsmönnum. Hvað mundu þessar 20,000 hafa getað unnið landinu og þjóðinni mikið gagn, ef þær hefðu verið hér kyrr- ar, ef vilji og menningarlöngun til að vinna fyrir fósturjörðina hefðu ráðið at- höfnum þeirrá? Að endingu álít eg ekk- ert skaðlegra fyrir framför lands og þjóðar, en Ameríkuferðirnar, og engin plága komi yfir landið, sem vinni því eins mikið tjón og þær. — Ameríkuferðirnar eru ískyggi- legur faraldur fyrir þjóðlff Islendinga. Drukknun. Föstudaginn 18. þ. m. drukknaði bónd- inn á Iðu í Biskupstungum Runólfur Bjarnason í Hvítáþar á ferjustaðnum Og voru tildrögin að þessu hraparlega slysi þessi: Næstl. vor var sett dragferja á Iðu-ferjustað, en nú þurfti hún lagfæring- ar við, vegna þess að dragferjan nam niðri á eyri að norðanverðu við ána. Hafði Runólfur heit. fengið mannhjálp til þess- arar lagfæringar þennan dag, og ætlaði að færa dragferjuna neðar á ána. Um kl. 2 kom ritstjóri þessa blaðs og séra Ólafur ritstj. Ólafsson að ánni, og ætluðu að fá flutn- ing upp yfir að Skálholti. Þar kom og jafnsnemma að ánni lestamaður frá Aust- urhlíð í Biskupstungum Baldvin að nafni. I sömu svifunum kom Runólfur heit. og þrír menn með honum að ánni, komu frá miðdegisverði, hlupu þeir óðar f bát, er var að sunnanverðu við ána og ætluðu að róa norðuryfir til að laga dragferjuna til fulls, svo að þeir gætu ferjað. I bátn- um voru aukRunólfs heit, Bjarni Jónsson faðir hans til heimilis á Iðu, Dagbjartur Egilsson húsmaður á Iðu og Guðmundur Ófeigsson bóndi í Laugarási. Settu þeir bátinn á flot rétt fyrir ofan dragferjustreng- inn, sem spenntur er yfir þvera ána, og liggur hann niðri í vatninu um miðjuna. Hafði opt áður verið róið fyrir ofan streng- inn og báturinn annaðhvort farið undir hann (nálægt landi) eða yfir hann (í miðri ánni). En slíkt er mjög óvarlegt og gapa- legt, enda 'varð það að slysi í þetta sinn, því að rétt þegar báturinn var að ýtafrá landi, kastaði straumurinn í ánni, sem er afarharður þar við suðurlandið, bátnum á dragferjustrenginn, þar er verst gegndi, oflangt frá landi til þess, að báturinn kæm- ist undir strenginn, en ofskammt til þess, að hann gæti farið yfir hann. Afleiðingin var, að að eins tveir mennirnir, Bjarni og Guðmundur gátu smeygt strengnum yfir sig, er þá féll í fang þeim Runólfi og Dag- bjarti, svo að báturinn hvolfdi þeim úr sér aptur á bak ofan í ána. Gátu þeir þó báðir náð í strenginn, en Runólfur heit., er var fjær landi, þar sem streng- urinn var slakari var nálega alltaf í kafi þá örstuttu stund, er hann hélt sér á strengnum, þangað til hann slitnaði af honum, en Dagbjartur, er var nær landi, var ekki jafnmikið í kafi, og gat hann með naumindum bjargazt á strengnum til lands þrekaður mjög og aðfram kominn. Var rétt að því komið, að hann léti hug- fallast og sleppti tökum, hafði hann meiðst nokkuð á höndum og fyrir brjóstinu. En vegna straumhörkunnar í ánni var svoerf- itt að halda sér á vírstrengnum, er sveifl- aðist fram og aptur, og þessvegna var heldur ekki unnt að komast að honum á bátskrifli litlu, er sett var út, þá er slysið bar að af þeim, sem á landi voru, enda ómögulegt að bjarga á þeirri kænu, þótt komizt hefði orðið að strengnum, auk þess, sem það skipti engum togum, að Runólfur heit. slitnaði af honum. Þá Guð- mund og Bjarna rak, niður eptir ánni í bátnum, er var nær barmafullur af vatni, og ekki höfðu þeir nema eina ár, gátu þeir ausið bátinn nokkuð og náð í aðra ár, er flaut niður ána, og komust þeir svo til lands hinumeginn. Það vildi til að bátnum hvolfdi ekki alveg, annars hefðu éflaust allir mennirnir farizt þarna, því að enginn var syndur. En hraparlegt er. þá er önnur eins slys og þetta koma fyrir, sakir óvarkárni einnar og athugaleysis, eins og hér átti sér stað, af því að farið var fyrir ofan dragferjustrenginn. Reynslan er opt dýrkeypt. Lík Runólfs heit. var ófundið, er síðast fréttist. Hann varrúm- lega þrítugur áð aldri, dugnaðarmaður og efnisbóndi, hafði fiutt með föður sínum fyrir nokkrum árum austan úr Meðallandi út í Biskupstungur, fyrst að Neðradal, en síðar að Iðu. Hann lætur eptir sig konu og 4 börn í ómegð. Bæði þeir Bjarni og Dagbjartur höfðu áður komizt í lífs- háska á sjó optar en einu sinni. — Var harla óskemmtilegt, að horfa á slys þetta og geta ekki að gert. I f. m. drukknaði stúlka Guðlaug Ei- ríksdóttir (ftá Fellskoti) í bæjarlæk hjá Tungufelli í Ytrahrepp. Hún hafði verið slagaveik. Dáinn er hér í bænum í fyrrinótt (24. þ. m.) eptir mjög langa legu Hjálmar Sig- urðsson realstúdent og amtsskrifari 46 ára að aldri (f. 28. sept. 1857). Faðir • hans Sigurður Bergsteinsson frá Árgilsstöð- um Sigurðssonar, bjó á Vindási í Hvol- hrepp, en móðir Hjálmars heit. var Mar- grét Jónsdóttir skálds í Skarfanesi, er kall- aður var »Torfabróðir« og nafnkunnur er fyrir kvæðadeilur sfnar við séra Pál skálda. Var Jón sá alleinkennilegur maður áýms- an hátt og öðruvísi en fólk flest, en gáf- aður vel, óg mun dóttursonur hans hafa líkzt honum í ýmsu. Hjálmar heit. gekk á Möðruvallaskólann og útskrifaðist það- an 1884 með 1. einkunn, kvæntist nokkru síðar Jónasínu Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Brúnagerði í Fnjóskadal Sigurðssonar Kristjánssonar dbrm. álllugastöðumjóns- sonar. Hún er dáin fyrirmörgum árum. Áttu þau einn son, Ásgeirað nafni. Hjálm- ar var um tíma við verzlun á Eyrarbakka, en síðan hér í Reykjavík við ýms störf, einkum kennslu og skriptir. Hann var útgefandi ogritstjóri »Norðurljóssins« árið 1893, ritaði og síðan allmikið í blöð og vfðar, og síðustu árin var hann á skrifstofu amt- mannsins í Suður- og Vesturamtinu og gjaldkeri holdsveikraspítalans. Hann hafði mikil afskipti af bindindismálinu, og lét sig allmiklu skipta almenn mál. Hann var vel greindur maður, skáldmæltur og fróður um margt, og yfirleitt margt vel gefið, en gat ýmsra hluta vegna ekki not- ið sín, eins og hann hafði hæfileika til, því að hann var að sumu leyti olnboga- barn tilverunnar, og átti optast við frem- ur þröngan hag að búa. Hinn 19. þ. m. andaðist hér í bænum ekkjufrú Elín Árnadóttir (bónda í Dyrhólum Hjörtssonar), ekkja Árna Gísla- sonar sýslumanns, ersíðast bjó í Krísuvík (-}• 26. júní 1898). Börnþeirra eru Skúli héraðslæknir í Skálholti og Ragnheiður kona Péturs kaupmanns Jónssonar hér í bænum. Elín heit. var síðari kona Árna sýslumanns. „Kong Inge“ skip »Thore«félagsins kom hingað frá Höfn 19. þ. m. Með þvíkom frk. Lauf- ey Vilhjálmsdóttir (frá Rauðará), er verið hefur við nám á kennaraskóla í Höfn, frk. Hanna Sveinsdóttir (trésmiðs), stúd- entarnir Guðm. Þorsteinsson og Sigurður Guðmundsson (frá Ásum í Eystrihrepp), orgelsmiður danskur og nokkrir útlend- ingar. »Kong Inge« fór héðan til Vest- fjarða 21. þ. m. „Vesta“ kom hingað 18. þ. ro-., en fáir farþeg- ar voru með henni frá útlöndum: Hall- grímur Jónsson fyrrum barnakennari í Búðardal og fáeinir aðrir. Frá Seyðisfirði kom Davíð Östlund prentsmiðjueigandi og frá VestmanneyjumSigfúsÁrnason. »Vesta« fór héðan áleiðis til Hafnar í gær og með henni Hall Caine enski skáldsagnahöf. frá Mön, dr. Jón Stefánsson, Tómas Snorra- son realstúdent, til Manar með Halli, Jón Vídalín konsúll og landmælingamennirnir dönsku, er hafa verið hér við þríhyrninga- mælingar í sumar. Vonirnar um stofnun hlutabankans eru nú orðnar harla daufar. Bankamenn- irnir komu hvorki með »Vestu« né »Kong Inge«, en frestur þeirra er útrunninn 1 lok þ. m., svo að úr þessu mákallaloku fyrir það skotið, að þeir Warburg setji banka þennan á stofn, því að ósennilegt er, að þeir fái framlengingu á leyfinuhjá stjórninni, og geta í rauninni alls ekki fengið hana sjálfir samkv. lögunum 7-júní 1902. Þeir verða þá að fá einhvern »Iepp« til að standa að nafninu til fyrir þessu, en vera sjálfir' á bak við. „Skólholf* kom norðan og vestan um land 20. þ. m. með marga farþega. Meðal annars kom Sighvatur Bjarnason bankabókari norðan af Akureyri, hafði verið að líta eptir landsbankaútibúinu þar. Læknaskipun. Flateyjarhérað á Breiðafirði er veitt Magnúsi Sæbjörnssyni háskólakandí- dat í læknisfræði, en Axarfjarðarhér- að er veitt læknaskólakandídat Þórði •Pálssyni, og er hann jafnframt settur til að gegna Þistilfjarðarhéraði fyrst umsinn. Prestvigsla. Á sunnudaginn var 20. þ. m. vígði bisk- upinn Lárus Scheving Halldórs- son til prests að Breiðabólsstað á Skóg- arströnd ogjón N. Johannessen að- stoðarprest til séra Jónasar Hallgrímsson- ar á Kolfreyjustað. Úr Húnavatnssýslu austanverðri er rit- að 10. þ. m.: „Héðan eru engin tíðindi nema ótíð hin mesta, sem komið hefur slðan 1886, og verður þó verra, því þá brá til bata með Höfuðdegi og gerði gott haust, en nú má heita að verið hafi versta tíð síðan snemma í ágúst. Þó þornaði upp um mán.mótin og náðust þvl töður að fullu og úthey tölu- verð, en síðan 3. þ. m. hefur ekki linnt ofsum af norðri og stórkostlegum illviðr- um. En öll fjöll snævi þakin ofan undir byggð og ofan í byggð sumstaðar, enda hefur verið svo kalt, að snjó, sem gerði í fjöllin snemma í ágúst tók aldrei upp til fulls. 5. sept. og aðfaranótt hins 6. stóð eitthvert hið grimmasta stórviðri af norðri, sem menn muna hér, og strandaði þá að kveldi 5. sept. kaupfar á Blönduósi „Carl" að nafni, eign Höefpnersverzlunar, nýtt skip öldungis, fyrirtaks vandað. En menn björg- uðust. I skipinu voru 200 föt af lýsi og eitthvert lítilræði af ull“. wr Muniö eptir að panta Þjöðölf. Fáheyrð vild- arkjör handa nýjum kaupendum. Sbr. augl. í 37. bl. Vinnukona óskast nú þegar til vetur- vistar f hús í R.vík. Rittsj. vísar á. J3rúðkaupskort og öll önnur Lukkuóskakort fást ætíð á 5 SKÓLAVÖKÐUSTÍCt ö. Nýkomin fleiri hundruð. Singers- Saumavélar frá Frister & Rossmann. Einkasölu hefur: Sturla Jónsson. Sigurður Þórðarson sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Kunngerir: Samkvæmt beiðni kon- súls D. Thomsens í Reykjavík og að fengnu kgl. leyfisbréfi, dags. 17. apríl þ. á., er hér með stefnt með árs og dagsfresti hverjum þeim, er hafa kann í höndum veðskuldarbréf, útgefið 12. júní 1897 af Kristjáni bónda Símonarsyni á Akri fyrir 494 kr. 18 a. skuld við verzlun H. Th. A. Thomsens á Akranesi, með 4. veðrétti í Teigakoti og Akri, til

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.